Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 7
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 7 PV___________________________Fréttir Staðgreiddi Lödu sem á hvíldu hundruð þúsunda: Bfllinn nú tekinn af manninum í annað sinn - hefur höfðað mál á hendur Aðalbílasölunni # Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar skorar á safnaðarfólk að greiða atkvæði í allsiþerjaratkvæðagreiðslunni 1. og Z októb#nk. í Álftamýrarskóla og ulH króssa við JÁ. Bílasími 985-2-72-70. M „Bfllinn var tekinn aftur af mér í síöustu viku að kröfu lögmanna AI- þýðubankans og er hann 1 vörslu þeirra. Ég hef haft samband við lög- fræðing og það er búið að gera kröfu um riftun á bílakaupunum og skaða- bætur á hendur Aðalbílasölunni. Þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar Halldórs Snorrasonar hjá Aðalbíla- sölunni í DV í ágúst um að hér sé aðeins um 'Smámistök að ræða, sem hann beri ábyrgð á og verði leiðrétt og mér bættur skaðinn, þá hef ég ekki orðið var við leiðréttingu eða bætur ennþá,“ sagði Jón B. Sigurðs- son við DV. DV skýrði frá bílakaupum Jóns í ágúst. Hann staðgreiddi Lödu á 145 þúsund á Aðalbílasölunni í apríl og viö söluna ábyrgðist sölumaður bíla- sölunnar með undirskrift að engin veðbönd hvíldu á bifreiðinni. Þegar Jón ætlaði með Löduna í skoðun var hún auglýst á nauðungaruppboði og við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að fleiri hundruð þúsund hvíldu á bílnum. Áttu Bifreiðar og landbún- aðarvélar 150 þúsund króna kröfu í bílinn og Búnaðarbankinn tæp 500 þúsund. Seinna var fallið frá þeim kröfum en aðrar komu í staðinn. Nú er Alþýðubankinn með kröfu upp á um 450 þúsund og Heimilistæki um 26 þúsund. „Bifreiðar og landbúnaðarvélar, sem áttu bílinn, gerðu mér tilboð um að leysa til sín bílinn á 150 þúsund krónur en mér fannst hlægilegt aö hafa ekki nema 5 þúsund kall upp úr krafsinu. Ég lagði milli 15 og 20 þúsund í lagfæringar á bílnum fyrir skoðun og greiddi tryggingar af hon- um þá tvo mánuði sem hann stóð í Vökuportinu að kröfu lögfræðinga. Fyrir afnotamissi af bíl borga trygg- ingafélögin 700 krónur á dag sem jafngildir um 40 þúsundum fyrir tvo mánuði. Hvað varðar sökudólginn í þessu máh þá eru Bifreiðar og land- búnaðarvélar og Aðalbílasalan í sama potti. Ég hef engin lögtengsl við umboðið og fer því í mál við Aðalbíla- söluna. Það hefði kostað umboðið og Aðalbílasöluna mun minna en það á eftir að gera, hefðu kaupin gengið strax til baka þegar ljóst var að óhreint mjöl var í pokahorninu." -hlh Vestfirðir: Kvótastaða tog- ara þokkaleg Siguijón J. Sigurðsson, DV, Ísafirði: Kvótastaða togara á Vestíjörðum er nokkuð sæmileg víðast hvar, nema á Þingeyri en þar sagði Bjarni Einarsson útgerðarstjóri að báðir togararnir yrðu búnir með sinn þorskkvóta í október þar sem þeir væru í aflamarki. „Ef kvóti fæst þá reynum við að kaupa hann, en horfumar em slæm- ar. Kvótinn hefur alltaf verið of lítill og það hefur mikið verið reynt að fá meira en ekkert gengið,“ sagði Bjarni. „Það er á mörkunum aö aðrar teg- undir dugi út árið en það er erfitt að meta það nákvæmlega," sagði Magn- ús Guðjónsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri. Að mati flestra annarra, sem DV hefur rætt við í vikunni, mun takast aö halda uppi atvinnu út árið. „Viö myndum alveg þiggja meiri kvóta, en með hæfilegri sókn þá á þetta að sleppa út árið,“ sagði Einar Kr. Guð- finnsson, útgerðarstjóri í Bolungar- vík. Á Bíldudal, Flateyri, Patreksfirði, Tálknafirði og Suðureyri var svipað hjjóð í mönnum. Ísaíj arðartogararn- ir standa allir ágætlega en Frosti hf. í Súðavík er farinn að færa kvóta af öðrum bátum yfir á togarann Bessa ÍS. A Gullfarrými líður þér eins og í stofunni heima hj á þér Gullfarrými Arnarflugs er fyrir þá sem greiða hærri fargjöld. Farþegar á Gullfarrými sem búa á Rcykjavíkursvæöinu eru sóttir heim og ekið að dyrum flugstöðvarinnar. Sérstök innritunarborð eru á öllum áfangastööum Arnarflugs. Þeir sem fara í tcngiflug geta innritað sig og fengið sætisnúmcr alla leiðina, í Keflavík. Leyfilegur farangur er 30 kíló í stað 20. Farþegar á Gullfarrými hafa aðgang að sérstökum setustofum á öllum áfangastöðum Arnarflugs. Allir drykkir um borð cru ókeypis. Sórstakur matscðill er á Gullfarrými. Maturinn cr borinn fram á bæhcimsku postulíni og veigar í kristalglösum. Farþegar fá aðild að Arnarflugsklúbbnum, sem vcitir þeim ýmis forróttindi. Við kveðjum mcð dálitlum minjagrip. Gullfarrýmið. Þægilcgasli fcrðamátinn. Söluskrifstofa Arnarflugs og KLM Austurstræti 22, sími 623060. Söluskrifstofa Arnarflugs Lágmúla 7, sfmi 84477.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.