Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. Útlönd Hér eru franskir friðargæslumenn frá Sameinuðu þjóðunum i Beirút að fylgjast með hreyfingum múhameðstrúarmanna. Simamynd Reuter Leiðtogi hóps, sem styður ísraela í Líbanon, sagði í gær að hann teldi aö Sýrlendingar hefðu verið viðriðnir er þrír leiðtogar múhameðstrúar- hópa voru myrtir í síðustu viku en aö hann hefði engar sannanir. Reuter Mafíumorð á Sikiley Lík Giuseppe Leone og Giuseppe Agrusa liggja fyrir utan bar i Pai- ermo eftir að þeir voru skotnir til bana úr bil sem ók fram hjá. Simamynd Reuter Svo virðist sem mafíustríð hafi brotist út á Sikiley og á síðustu dögum hafa verið mestu blóðsút- hellingar þar í sex ár. Lögreglan segir að dauði sextán manna á íjór- um dögum bendi til að sigraður bófaflokkur reyni nú aftur að kom- ast til valda. Byssubófar hafa verið á ferðinni undanfarna daga og drepið dómara og son hans, blaðamann, sem skrif- aö hafði um mafíuna, auk þrettán glæpamanna. Meðal þeirra sem týnt hafa lífi undanfarna daga er guðfaðirinn GiovanniBontade, semásamtkonu sinni var myrtur í eldhúsi lúxus- villu þeirra, sem bófar höfðu kom- ist inn í. í kjölfar þess morðs voru tveir meölimir annarrar íjölskyldu skotnir niöur þar sem þeir sátu á útikaffihúsi. Saka Bandaríkin um vopnasmygl Rikisstjórnin og herinn í Panama hafa sakað Bandaríkin um að reyna að koma ólöglegum vopnum inn í landið. Háttsettur embættismaður sagðist telja aö Bandaríkjamenn ætluðu að nota vopnin gegn stjórnvöldum í Panama. Á blaðamannafundi var skýrt frá því að her Panama hefði gert upp- tæka fimmtíu gáma af „striðshráefni“, meðal annars 105 mm fallbyssu, viö höfnina í Las Minas, rétt við Panamaskurð. Samkvæmt samningi frá 1977 mega Bandaríkjamenn aðeins senda vopn til s veita sinna um t vær hafnir, eina við Kyrrahaf og eina við Karíbahaf. Bandaríkjamenn hafa viðurkennt að sending ffá þeim hafi veriö gerð upptæk en neita að viðurkenna að hún hafi verið ólögleg. Sýrlendingar viöriðnir morð Samningur í sjónmáli Lögregla handtekur mótmælendur i Windhoek, höfuðborg Namibiu, í gær. Símamynd Reuler Friðarviðræðurnar miili Suður- Afríku, Angóla og Kúbu, með milli- göngu Bandaríkjamanna, sigldu í strand í gær. Samt sem áður telja þátttakéndur i þeirn að skantmt séj í samkomulag. Aðilarnir ákváðu að halda áfram viðræðum sínum eftir óákveðinn tíma, sem ákveöinn yrði síðar. Heimildir herma þó að líklegt sé að haldnir verði leynifundir fram að þeim fundi. Deilurnar, sem urðu til þess að upp úr slitnaöi, stóðu um fram- kvæmd brottflutnings kúbanska herhðsins frá Angóla en þar eru fimmtíu þúsund Kúbumenn. ANGÓLA kambU □ NA]V [fBÍA Windhq Walvis Ba'SC • ' (S.-Af.) I OTSWANA |L/~' StlfíUR- atlantshaK SUÐUR- AFRÍKA G3 < Erlendar hersveitir draga síg lik- lega út úr Angóla og Namibíu. Lik aðstoðarflugmannsins á vél brasilíska flugfélagsins VASP er látið siga niður á flugbrautina við landganginn. Símamynd Reuter Lögregla stöðv- ar flugræningja Brasilískir lögreglumenn skutu og særðu illa flugræningja, sem í gær rændi brasilískri þotu sem var í inn- anlandsflugi. Ræninginn hafði myrt aðstoðarflugmann vélarinnar og sært þrjá áhafnarmeðlimi. Allir far- þegarnir, níutíu og átta að tölu, sluppu heilir á húfi. Alríkislögreglustjórinn í Brasilíu, Romeu Tuma, sagði að flugræning- inn hefði verið skotinn eftir að hann skaut og særði flugmanninn, sem hann hafði tekið í gíslingu. Hann sagði að byssumaðurinn hefði skotið flugmanninn þegar hann var að yfirgefa Boeing 737 vélina í Goiania, sem er borg í Mið-Brasilíu, til að fara í minni flugvél, sem átti að fara með hann til höfuðborgarinn- ar, Brasilíu. Ráðherra flughersins, Octavo Mo- reira Lima, sagði að flugræninginn hefði talið sig eiga eitthvað sökótt viö ríkisstjórn landsins. Hann bætti hins vegar við að byssumaðurinn væri „geðveikur morðingi" sem hefði ekki haft neitt raunverulegt pólitískt markmið. Flugræninginn er tuttugu og átta ára gamall maður að nafni Rai- mundo Nonato Alves Da Conceicao. Hann skipaði vélinni að fljúga til Brasilíu, eftir að hann hafði ruðst fram í flugstjórnarklefa, skotið að- stoðarflugmanninn til bana og sært tvo áhafnarmeðlimi. Lent var á flugvellinum í Goiania, og þar var samið við ræningjann um að hann myndi gefast upp ef honum yrði flogið til Brasilíu. Þegar hann hins vegar skaut og særði flugmann- inn, sem hann hafði tekið í gíslingu, um leið og hann yfirgaf Boeing vél- ina, hóf lögreglan skothríð á hann, ogsærðihannalvarlega. Reuter A-Þjóðverjar mótfallnir brott- flutningi flóttamannanna Gizur Helgason, DV, Reersnæs: Vestur-þýsk yfirvöld réðu danska sendiráðinu beinlínis frá því að fá stuðning austur-þýskra yfirvalda til þess að fjarlæga flótta- mennina átján er sest höfðu að í móttökusal danska sendiráðsins í A-Berlín. A-þýsk yfirvöld voru einnig í vafa um hvort þau ættu að grípa inn í gang mála. Það varð að undirbúa aukabeiðni til þeirra áður en átján- menningarnir voru sóttir, klukkan þrjú um nóttina, í sendiráðið. Það var fréttastofan Ritzau sem greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Enginn vafi leikur á því aö ofan- nefnt verður kannað rækilega af íjórmenninganefndinni sem rann- sakar málið af hálfu danska utan- ríkisráðuneytisins. „Ef þessar upplýsingar eru réttar þá er þetta orðið óhugnanlegt," seg- ir Svend Auken, formaður danskra sósíaldemókrata. Heimildir innan bandarísku ut- anríkisþjónustunnar segja að Dan- ir hafi brugðist óskiljanlega við beiðni flóttamannanna sem nú eiga yfir höfði sér réttarhöld. Geta þeir átt von á allt að fimm ára fangelsi. Samkvæmt ofannefndu voru a- þýsk yfirvöld mjög andsnúin því aö fjarlægja flóttamennina átján frá danska sendiráðinu. íhlutun af þeirra hálfu þýddi brot á óskráðum reglum sem fram að þessu hafa verið í gildi þegar a-þýskir flótta- menn leita hælis í erlendum sendi- ráðum. Þessar óskráðu reglur hafa í sér fólgnar heimildir til handa flóttamönnum til að komast af landi brott innan ákveðins tíma. Það var því nauðsynlegt að danska sendiráðið kæmi með skýra og ákveðna beiðni um íjarlægingu á fólkinu áður en a-þýsku lögreglu- mennirnir mættu á staðinn. Vel heppnað flug- tak Discovevy Mönnuðu bandarísku geimfari var skotið á loft í gær. Simamynd Reuter Steirnmn Boðvarsdóttir, DV, Washington: Eftir nær þriggja ára undirbúning, milljónir dollara og hverja töfina á fætur annarri var mönnuöu banda- rísku geimfari loksins skotið á loft um hádegisbilið í gær. Geimskutlan Discovery hóf sig á loft frá skotpalli Kennedy geimstöðvarinnar á Cape Canaveral höfða í Flórídafylki tæp- um einum og hálfum tíma á eftir áætlun. Starfsmenn bandarísku geimrann- sóknastöðvarinnar, NASA, höfðu áhyggjur af veðurfarinu en vegna vindátta og lágs þrýstings í háloftun- um var flugtakinu frestað. Eftir um einn og hálfan tíma töldu sérfræðing- ar NASA að aðstæður væru eins og best væri kosið og niðurtalningin hófst að nýju. Hátt í tvö hundruð og fimmtíu þús- und áhorfendur höfðu safnast saman á höfðanum til að fylgjast með þegar geimskutlan færi í loftið. Ofarlega í huga þeirra, sem og flestra Banda- ríkjamanna, var hið hörmulega slys í janúar árið 1986 þegar geimskutlan Challenger sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak. Allir sjö geimfaramir létust í þessu slysi. Áhorfendur héldu niöri í sér and- anum í gærmorgun þegar Discovery hófst á loft þar til ljóst var að geim- skotið hafði heppnast. í gærkvöldi var farmur Discovery, 100 milljón dollara upplýsingahnött- ur, losaöur frá skutlunni. Áætlað er að koma honum á braut umhverfis jörðu. Geimfararnir fimm um borð í Discovery munu dveljast í geimiíum í íjóra daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.