Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. Frjálst, óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Lýðræðið þynnist Steingrímur Hermannsson er siöferðilega og lýöræð- islega á óvenjulega hálum ís, þegar hann setur víðtæk bráðabirgðalög aðeins tólf dögum fyrir setningu Al- þingis, án þess að hafa sýnt fram á, að hann hafi þing- meirihluta til að fá lögin samþykkt í neðri deild. Þegar forsætisráðherra rambar þannig á barmi stjórnarskrárbrota, er brýnt, að bráðabirgðalögin fái aðra og skjótari meðferð á þingi en slík lög hafa fengið, þegar öllum er ljóst, að þingmeirihluti er fyrir þeim og að staðfestingin er lítið annað en formsatriði. Stjórnarandstaðan getur stuðlað að lýðræðislegri meðferð þessa vafamáls með því að krefjast þess, að bráðabirgðalögin verði tekin fyrir fyrst allra mála á Alþingi, og fylgja kröfunni eftir með því að neita að flalla um önnur mál, fyrr en þetta er afgreitt. í stjórnarandstöðúnni verða vafalítið uppi efasemdir um, að hagkvæmt sé að veitast þannig að ríkisstjórn- inni í upphafi ferils hennar, þegar samúð fólks með henni er í hámarki. Ýmsir munu telja heppilegra að nota frekar tækifærið síðar, þegar betur standi á. Skoðanakönnun DV, sem birt var í gær, bendir til, að stjórnin njóti núna, við upphaf ferils síns, eindregins fylgis meirihluta þjóðarinnar. Slíkur stuðningur er hefð- bundinn, þegar ríkisstjórnir ýta úr vör. En í þetta sinn er stuðningur fólksins óvenjulega mikill, 65%. Ríkisstjórnin er því ekki árennileg þessa dagana. ís- lendingar hafa greinilega ekki látið af konunghollustu sinni, þótt hún beinist nú að nýjum ríkisstjórnum. Við virðumst jafnan reiðubúin að fylgja foringjunum, unz komið hefur í ljós, hvort þeir duga eða duga ekki. Hins vegar má benda á, að stjórnarandstaðan hefur skyldur við lýðræðið alveg eins og stjórnin. Ef forsætis- ráðherra hefur teflt skákina út af taflborðinu, ber stjórn- arandstöðunni að koma henni inn á borðið aftur, svo að taflreglurnar komist sem fyrst í lag aftur. Bráðabirgðalög eru misnotuð hér á landi. í úpphafi lýðræðis á Vesturlöndum var Estrupska af slíku tagi eitur í beinum lýðræðissinna. Við erum hins vegar orð- in of léttúðug í þessum efnum. Nýjustu bráðabirgðalög- in fela í sér aukna misnotkun, sem ber að forðast. Stjórnarandstaðan getur leitað trausts í þeirri stað- reynd, að hin sama skoðanakönnun DV, sem vísað var til hér að ofan, sýndi, að stjórnarflokkarnir eru sem flokkar í algerum minnihluta meðal þjóðarinnar, sam- anlagt með aðeins 43% fylgi allra, er hafa skoðun. Þetta bendir til, að stuðningur þjóðarinnar við hina nýju ríkisstjórn í upphafi ferils hennar sé á hefðbundn- um, veikum grunni reistur og muni rjúka út í veður og vind mun hraðar en stuðningurinn, sem síðasta ríkis- stjórn naut í upphafi vegferðar sinnar fyrir rúmu ári. Til hvatningar atlögu að bráðabirgðalögunum má benda á, að hún mundi líka hreinsa andrúmsloftið og leiða í ljós, hvort forsætisráðherra hefur einhvern huldumann í neðri deild til að fleyta sér yfir aðgerðir, er Alþingi, en ekki hann, á að ákveða, lögum samkvæmt. Því miður bendir fátt til, að stjórnarandstaðan hafi í heild kjark til að verja leikreglur lýðræðisins með þess- um hætti. Þess vegna er líklegt, að þjóðin verði að bergja til botns bikarinn, sem henni hefur verið réttur í bráða- birgðalögum. Skólagjöldin verða há í skóla reynslunnar. Alvarlegra er þó, að kjarkleysi af hálfu stjórnarand- stöðu mun skapa enn eitt fordæmi handa stjórnvöldum á leið þeirra í burt frá lýðræðislegum vinnubrögðum. Jónas Kristjánsson Kjöimenn og kjósendur Forsetaframbjóöendurnir George Bush og Michael Dukakis takast í hendur í byrjun sjónvarpskappræðna þeirra fyrr í vikunni. Skoöanakannanir um fylgi fram- bjóöenda í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eru hvikular, sam- kvæmt þeim nýjustu er munurinn á Bush og Dukakis varla marktæk- ur. Þaö er í sjálfu sér sigur fyrir Bush, hann var langt á eftir Dukak- is í vor, en hefur nú meira en jafn- aö metin. Skoöanakannanir núna, jafnvel eftir sjónvarpskappræö- urnar, eru marklausar sem vís- bending um þaö sem verður í kosn- ingunum. Samt sem áöur eru sig- urlíkur Bush meiri, ef miðað er við niöurstöður úr níu síðustu kosn- ingum, og einkum með hliðsjón af kosningafyrirkomulaginu í Banda- ríkjunum. Repúbhkanar eru, á pappírnum aö minnsta kosti, minni flokkur en demókratar, en engu að síður hafa þeir unnið sex sinnum í forsetakosningum síðan 1952, en demókratar þrisvar. Reyndar eru flokksbönd í Bandaríkjunum önn- ur og lausari en víðast annars stað- ar, og tilhögun kosninga allt önn- ur. í Bandaríkjunum eru um 100 milljónir atkvæðisbærra manna, en enginn veit meö vissu hve marg- ir eru á kjörskrá. Þar fara menn ekki sjálfkrafa inn á kjörskrá eftir þjóðskrá, heldur þurfa að skrá sig sérstaklega eftir reglum sem eru mismunandi í hinum ýmsu ríkjum. Jafnframt skrá menn sig annað hvort sem repúblíkana, demókrata eða óháða. Samkvæmt þessum skrám eru demókratar helmingi fleiri en repúblíkanar, en samt hafa repúblíkanar unnið sex forseta- kosningar af níu. Því veldur hvort tveggja að repúblíkanar eru taldir tryggari sínum flokki en demó- kratar, en ekki síður að þeir sem kalla sig óháða ráða venjulega úr- slitum. Kjörsókn hefur verið meiri meðal repúblíkana, en reyndar er kjörsókn nú orðið ekki nema rétt rúm fimmtíu prósent. Fylgi flokk- anna er líka svæðisbundið, repú- blíkanar hafa yfirburði í Vestur- ríkjunum, meirihluta Suðurríkj- anna og mörgum ríkjum Miðvest- urríkjanna, en demókratar eru ríkjandi á austurströndinni, í sum- um Suðurríkjum og á helstu iðn- svæöum Miðvesturríkjanna. En það er fleira en kjörfylgi almenn- ings sem gerir út um forsetakosn- ingar. Minnihlutinn getur sigrað í Bandaríkjunum er kosið um allt milli himins og jarðar og ahs staðar ræöur einfaldur meirihluti atkvæða, nema í einum kosning- um, kosningu forseta og varafor- seta. Forsetinn er ekki kosinn beint, heldur eru kosnir kjörmenn til aö kjósa hann. Þessir kjörmenn eru valdir á þingum flokkanna í hverju ríki, og það eru nöfn þeirra, en ekki forsetaframbjóðendanna sem eru á kjörseðlinum í allflestum ríkjanna. Þetta fyrirkomulag hefur verið frá upphafi, og þrátt fyrir margar tilraunir hefur ekki tekist að breyta því. Samkvæmt stjómar- skránni eru kjörmennirnir kosnir fyrsta þriðjudag eftir fyrsta mánu- dag í nóvember. Kjörmenn hvers ríkis koma síðan saman fyrsta mánudag eftir annan miövikudag í desember og greiða atkvæði. Sá frambjóðandi sem þeir eru fulltrú- ar fyrir á að fá öll atkvæði ríkisins, en þaö er ekki skylda, kjörmenn geta kosið eins og þeir vilja og gera það oft. Niðurstööur kjörmanna eru síðan sendar forseta öldunga- deildarinnar í Washington, og hann boðar báðar deildir þingsins saman á fund hinn 6. janúar og telur atkvæöin í þeirra viðurvist. Þá fyrst eru niöurstöður kosning- anna formlega staðfestar. Hvert ríki hefur jafnmarga kjörmenn og þaö hefur þingmenn í báðum deild- um þingsins. Þá hefur Washington- borg, eöa District of Coulumbia, KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður þrjá áheyrnarfulltrúa á þingi og því þrjá kjörmenn. í fulltrúadeildinni eru 435 þingmenn og 100 í öldunga- deildinni, svo að kjörmenn eru 538. Það er einfaldur meirihluti eöa 270 menn, sem ræður kjöri forseta, en ekki kjörfylgi í kosningunum sjálf- um. Þetta býður því heim að for- seti fái meirihluta kjörmanna þótt hann fái minnihluta atkvæöa og nái því kjöri. John Quincy Adams var kjörinn með þessum hætti 1824, sömuleiðis Rutherford B. Hayes 1876 og Benjamin Harrison 1888. Nú óttast sumir demókratar að þetta gerist í þessum kosningum, í fyrsta sinn á þessari öld, því að kjörmannafyrirkomulagið gefur repúblíkönum meiri möguleika en demókrötum núna 1 ár vegná þess hvemig fylgi flokkanna dreifist á hin einstöku ríki. Kosningalandafræði Bandaríkin eru 50 en kjörmenn 12 þeirra stærstu eru nógu margir til aö tryggja meirihluta. Þrjú þau stærstu, Kalifornía, New York og Texas hafa samanlagt 97 kjörmenn. Rebúblíkanar eiga nú þegar vísan sigur í fleiri ríkjum en demókratar, en demókratar eiga meira fylgi í stærri ríkjunum. Það skiptir þó ekki máli hvort þeir vinna t.d. Pennsylvaníu með eins atkvæðis eða fimm milljón atkvæða mun, kjörmennirnir verða 25. Repúblík- anar eiga flest Vesturríkin og mörg önnur vís. Baráttan stendur í raun- inni um örfá ríki, fyrst og fremst Kaliforníu, Texas, Illinois Ohio og Michigan. Dukakis verður að vinna þessi ríki og að auki ríki þar sem repúblíkanar hafa nú yfirhöndina svo sem Oregon og New Jersey, til þess að ná tilskildum 270 kjör- mönnum, hvað sem líöur hlutfalli hans af heildaratkvæðafjöldanum. Meirihluti atkvæða dugir ekki til sigurs, heldur meirihluti kjör- manna. Þetta er ekki ógerlegt, en skoðanakannanir um heildarfylgi frambjóðenda gefa ekki rétta mynd af stöðu frambjóöenda, staða Duk- akis er talsvert veikari en staða Bush. Dukakis hefur hingað til ekki sýnt að hann laði að sér þá óháðu kjósendur sem flakka milli flokka og kusu Reagan síðast. Duk- akis virðist ennþá vera tiltölulega lítið þekktur, og það er honum .í hag, vegna þess að yfir 60 prósent kjósenda hafa jákvæöar hugmynd- ir um hann en aðeins um 15 pró- sent neikvæöar. Væntanlega hefur hann gefið skýrari mynd af sér í sjónvarpskappræðunum, og þá já- kvæða, því að nú fer sá tími í hönd að kjósendur fari raunverulega að gera upp hug sinn. Bush hefur ein- beitt sér að því að úthrópa hann sem allt of frjálslyndan, og hefur orðið vel ágengt í því að minna al- menning á það góðæri sem þeir eiga Reagan að þakka. Hvað sem öllum kosningamálum líður verð- ur fróölegt að sjá nú 8. nóvember hvort sú hrakspá rætist að minni- hlutaforseti verði kosinn í fyrsta sinn í 100 ár. Gunnar Eyþórsson „I Bandaríkjunum er kosið um allt milli himins og jarðar og alls staðar ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema 1 einum kosningum, kosningu forseta og varaforseta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.