Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. Spumingin Hvað lestu fyrst í dag- blöðunum? Hendrik Tausen: Fréttir af stjórn- málum. Sigurbjörn Árnason: Baksíðu Morg- unblaðsins og forsíðu DV. Sigurður Óli Kolbeinsson: Íþróttasíð- urnar. Ólafur S. Arngrímsson: Forsíðufrétt- ir og svo íþróttasíöuna. Erla Aðalsteinsdóttir: Íþróttasíðurn- ar. Hildur Kristjánsdóttir: Íþróttasíð- umar. Lesendur Stjómarmyndunartilraimir: Snúast í kringum sjálfa sig Þorgrímur hringdi: Stjórnin er að koma. - Enn vantar einn þingmann upp á meirihluta. - Ég þarf að ræða aftur við Stefán. - Viljum ekki Albert! — Allir muna þessar setningar og fyrirsagnir úr fjölmiðlunum undanfarna daga, þegar vanhæíir og vesælir stjórn- málamenn hafa snúist í kringum sjálfa sig og þóst vera að mynda nýja ríkisstjórn fyrir hið ijörutíu og fjögurra ára gamla lýðveldi okk- ar. Ég, sem almennur kjósandi með umboð í frjálsum kosningum, lýsi fyllsta vantrausti á þessa menn sem nú þykjast ætla að „bjarga“ einhverju, en eru í raun að tryggja Það eina góða við stjórnarmyndunartilraunir er tíminn sem eytt er, án þess að þær heppnist", segir hér. Viðræður í þættinum „Stjórnin kemur“. sjálfum sér, nánustu umboðs- mönnum sínum og jafnvel ættingj- um lykilaöstöðu í stjómarráðinu eða afkimum þess til þess að geta hyglað fáum útvöldum úr sameig- inlegum sjóðum þjóðarinnar. Þaö eina góða við stjómarmynd- unartilraunimar er, að á meðan á þeim stendur gengur þjóðfélagið mun betur. Þenslan minnkar, út- streymi gjaldeyris er mun minna og menn bíða þess er verða vill. Það mun sannast, að um leið og ný rík- isstjórn kemur saman og tekur til við að leysa „bráðavandann" sem þó enginn er, fer allt á hvolf, þensl- an tekur kipp og þrýstihóparnir fara á stjá að nýju. Það er mikiU ábyrgðarhlutur að hleypa íslenskum stjórnmála- mönnum til valda aftur. Hér gætu allir átt dýrðardaga, ef við hefðum ábyrga og trausta forráðamenn, sem stjórnuðu landinu eins og hverju öðru góðu fyrirtæki. Við eigum nokkur slík hér á landi, lof sé guði, og þeir menn sem þar ráða eða aðrir á borð við þá eru mun æskilegri en það samansáfn orð- háka og oflátunga, sem hafa verið að rífa augun hver úr öðrum þessa dagana í augsýn alþjóðar. - Óskandi er, að þessir menn fái tækifæri til að snúast í kringum sjálfa sig lengi, lengi enn. Og þaö munu þeir gera, þótt eitthvert málamyndasamkomulag takist um myndun málamyndaríkisstjómar. Formenn vinstri flokkanna: Bolabrögðin ein sameiginleg Þorsteinn Jónsson hringdi: Það er einkennilegt hve sumir eru fljótir að gleyma. Nú eru í gangi viö- ræður vinstri flokkanna svokölluðu, því ég flokka Framsóknarflokkinn einnig undir vinstri flokk, og er sú tilraun látin afskiptalaus að mestu, þrátt fyrir þá staðreynd, að aldrei lendir þjóðin í jafngífurlegum hremmingum og þegar vinstri stjórn fer með völd. Það hefur verið gerð skoðanakönn- un hjá fólki, m.a. á tölvusýningunni sem nú stendur yfir í Laugardals- höllinni, um það hvers konar ríkis- stjórn fólk vilji fá. Meirihiuti fólks vildi ekki fá vinstri stjórn. Einnig kom fram í könnuninni, að fólk vildi fá kosningar strax, ekki bráðabirgða- stjóm vinstri flokkanna. En hvernig ætlast menn til að svona stjómarsamstarf geti gengiö með þá fomstumenn, sem þarna eru í fararbroddi? Þeir eiga þaö t.d. allir sameiginlegt að hafa bolað forverum sínum í flokkunum frá völdum. Allir muna hvernig farið var með fyrrver- andi formenn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins áður en nú- verandi formenn tóku við. Hjá Al- þýðubandalagi gengu formanna- skipti bara öðruvísi fyrir sig, en þar viö bætist, að núverandi formaöur hefur aldrei verið „samþykktur" að fullu af þeim sem þar ráða. Þeim fmnst formaðurinn vera „aðkomu- maður“ úr Framsóknarflokknum og eigi eftir að „sanna sig“ sem heil- steyptur félagshyggjumaöur og verkalýðssinni. Ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér, hvernig samstjóm þessara vinstri flokka á að geta komist á lagg- irnar og enn síöur, hvernig fólk getur sætt sig við þá stjórn deginum leng- ur. Hótel ísland: Þrengsli og maigmenni A.S. hringdi: Ég fór ásamt vinkonum mínum á Hótel ísland sl. laugardag. Við komum á staðinn rétt um kl. hál- feitt. Það kostar nú 750 kr. að kom- ast inn og síðan getur maöur ekki þverfótað vegna þess að þama er alltof mörgum hleyt inn. Kápunni minni kom ég t.d. ekki fyrir i geymslu vegna þrengsla og troön- ings. Vinkonur mínar komu sínum kápum i geymslu um kl. hálfþrjú. Eftirlit með fjölda gesta hlýtur að þurfa að bæta þama verulega frá þvi sem nú er því núverandi ástand er óþolandi vegna þrengsla og troðnings. Hækkun personuafsláttar „Launþegi" skrifar: Ég tel að launahækkanir einar og sér skili sér ekki til launþega enda er það svo að hækki laun um 10%, hækkar vöruverö um 15-20% og vröbólgan eykst. Furöulegt er að launþegasamtök- in skuli ekki setja það á oddinn að persónuafsláttur sé hækkaöur. Vonandi taka launþegasamtökin viö sér. Verkfóll em úrelt vopn í kjarabaráttu og hafa þau enda skil- aö litlu til okkar. Sparifjáreigendur þurftu að sæta niðurlægingu árum saman með þvi að fé þeirra rýrnaði á innlánsreikningum, segir hér. Samtök spariQareigenda: Máltil „Einn af mörgum" hringdi: Ég er einn þeirra mörgu sem hef reynt að notfæra mér innlánsstofn- anir, sem nú veita viðskiptavinum sínum dáhtla uppbót í vöxtum eftir alla þá niðurlægingu og svik sem sparifjáreigendur hafa orðið að kyngja áratugum saman ef þeir hafa geymt sparifé sitt á innstæðureikn- ingum banka og sparisjóða. - Ástæð- an fyrir tilkomu verðbréfasjóöanna var einmitt afleiðing þessarar með- ferðar hins opinbera á spariíjáreig- endum. Nú spyrst sú gleðifrétt að loksins hafi verið stofnuð samtök þessara aðila sem áöur hafa mátt sæta eins konar eignaupptöku í formi rýrnandi sparifjár, Samtök sparifjáreigenda. - Þökk sé þeim er að þessu stóðu. Mik- ið hefur verið ritað um að svona sam- tök þyrfti að stofna, en gagnstætt vonum manna hefur enginn ridiýuc' komið vaðið fyrr en nú. Má það þó merki- legt heita. En nú hafa þessi samtök verið stofnuö og eru sem betur fer alveg ópóUtísk, en tilgangurinn sá einn að gæta hagsmuna sparifjáreigenda gagnvart stjórnvöldum og stjórn- málamönnum og öðrum þeim sem geta haft áhrif á hag þeirra sem eiga sparifé. Ég skora á almenning að skrá sig í þessi samtök, því það er jú almenningur sjálfur sem verður að koma til skjalanna, eftir að samtökin hafa séð dagsins ljós og styrkja sam- tökin með aöild sinni. Ég sé ekki annað en þetta eigi að geta orðið öflug samtök, sem hafi sín félög um land allt, því þetta eru ekki samtök einstakra manna eða lands- hluta. Það er því mikilvægt að svona samtök nái sem bestri fótfestu í byrj- j&á með inngöngu sem flestra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.