Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Page 29
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988.
53
Aðstaöa er öll hln besta á hinu nýja svæði Skotveiðifélagsins þar sem keppnin fór fram um helgina.
Skotkeppni á nvju svæði
Hér eru efstu menn í keppninni, ásamt formanni Skotveiöifélags Reykjavik-
ur. Talið frá vinstri: Björn Halldórsson, sem varð í þriðja sæti, Rafn Hall-
dórsson, sem varð í öðru sæti, Einar Páll Garðarsson, sigurvegari, og
Agnar Guðjónsson, formaður félagsins. DV-mynd S
Um helgina fór fram keppni á veg:
um Skotveiöifélags Reykjavíkur.
Keppt var í að skjóta á svokallaðar
leirdúfur, sem eru eins konar litlir
diskar sem skotið er á loft og eiga
menn síðan að reyna að hitta þá á
lofti.
Keppnin fór fram á nýju skotsvæði
félagsins sunnan við Hafnarfjörð.
Sigurvegari varð Einar Páll Garð-
arsson sem hitti í tuttugu og átta
skipti af þijátíu. í öðru og þriðja
sæti urðu bræðurnir Rafn og Bjöm
Halldórssynir. Rafn hitti í tuttugu og
sex skipti af þijátíu en Björn hitti
tuttugu og fjórum sinnum.
Sviðsljós
Diana
boðar
nýja
tísku
Nú þykir með öllu ljóst að stutta
tískan er úr leik, er ekki lengur í
tísku.
Það hefur þótt nokkuð góður mæh-
kvarði á þá strauma, sem væntanleg-
ir eru í tískunni, að fylgjast einfald-
lega með því sem Diana Bretaprins-
essa klæðist.
Sagt er að Diana vilji alltaf vera
allra fyrst með að prófa nýja tísku.
Gárungamir segja reyndar að þar
geti Fergie lært mikiö af svilkonu
sinni. Þeir segja að Fergie sé allt of
púkaleg til að vera prinsessa en eiga
engin orð til að lýsa hrifningu sinni
á smekk Diönu.
Á þessu sviöi skipast nú fljótt veður
í lofti því ekki er langt síðan Diana
var sögð hafa dapurlegt tilfelli af
kaupæði og þvi haldið fram að hún
léti tískuna draga sig út í hvers kyns
vitleysu. Þá var Fergie í uppáhaldi.
Diana sást á dögunum i pilsi, sem
náði langt niður fyrir hné, og ekki
er aö sökum að spyrja, nú eru stuttu
pilsin komin úr tisku.
Breytinga-
skeið
náttúrunnar
Aö undanförnu hafa flóð og önnur
óáran verið hálfpartinn aö gera út
af við um það bil helming mannkyns
eða svo.
Það er víst þessi árstími sem fer
svona í veðurguðina. Á hveiju ári, í
lok sumars, verður allt snarvitlaust.
Fellibyljir ganga yfir lönd og lýði og
skilja eftir sig eyðileggingu og eymd.
Oftar en ekki fylgja í kjölfarið flóð-
bylgjur og jafnvel aðrir fellibyljir,
sem sá upphaflegi hefur búið til,
hvernig sem það má vera. Sums stað-
ar fer að rigna þangað til engar
hindranir halda vatnselgnum og
hann flæðir yfir akra og bæi.
Það er eins og náttúran fari á stór-
kosflegt breytingaskeið á hverju ári,
svo skapstygg verður hún.
Það er hins vegar eins og maðurinn
sagði: „Besta veður í heimi er á ís-
landi og í rauninni fær maður hvergi
gott veður nema á íslandi og þess
vegna er best að búa á íslandi, þrátt
fyrir stjórnmálamennina.“
Þessir búa ekki á íslandi heldur
verða að vaöa flóð upp aö öxlum i
Nýju Delhí á Indlandi. Það er kannski
þrátt fyrir allt sældarlif að búa á ís-
landl.
Cr~ »-K-K
Ný gullöld
frá
7.
áratugnum
Það verður
fjor
nk. laugardags
kvöld
André
Bachmann
leikur í kvöld
Mímisbar
ÓI/H/IÐEUS
ÞÓRSC/IFÉ
Brautarholti 20
Símar:
23333 & 23335
Þaö verður saxmkölluö
ROOF TOPS STEMNING
í Danshúsinu í kvöld.
Gömlu goöu tilfmningalögin
ásamt lögum frá 6. áratugnum.
Hljómsveitin í GEGNUM TÍÐINA
leikur fyrir dansi.
Rúllugjald 500. Snyrtilegur klæönaður.
ÁUFHE/MLfM 74.