Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Qupperneq 32
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022
FOSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988.
Bein útsend-
ing rofin
Þeir Frónbúar, sem fylgdust með
leik íslendinga og A-Þjóðverja í sjón-
-varpi í nótt. fengu frábæra skemmt-
un þann tíma sem útsending leiksins
varði. Hún var hins vegar rofm
vegna þess hversu leikurinn dróst á
langinn.
Ekki tókst að fá fram úrslit fyrr en
eftir tvíframlengdan leik og víta-
kastskeppni. A-Þjóðverjar höfðu þar
betur. skoruðu úr þremur vítum á
móti einu íslendinga og lvktaði leikn-
um 31-29.
Útsending frá leiknum var rofin
þegar staðan var 25-25 en þá var fvrri
framlenging að baki. Handbolta-
þvrstir nátthrafnar urðu því að láta
sér nægja rödd Samúels Arnar. en
hann hélt sínu striki þrátt fyrir að
mvndin brvgðist. ellegar íýsingu
-4rnars Björnssonar í útvarpi.
-JÖG
Ölduselsskóli:
Kennarinn í
tveggja mán-
aða veikindafrí
'•■Kennarinn í Ölduselsskóla, sem
hætti störfum á dögunum þar sem
hann hafði þurft að sitja undir
harkalegri skammarræðu Sjafnar
Sigurbjörnsdóttur fyrir framan sam-
kennara sína á kennarastofunni í
fyrri viku. er nú í tveggja mánaða
veikindafríi. DV hafði samband við
skólann og var tjáð þetta, ásamt þvi
að líklega kæmi kennarinn aftur til
kennslu.
Samkvæmt heimildarmönnum DV
meðal foreldra varð reiöilesur Sjafn-
ar til að fylla mælinn í brösóttu sam-
starfi hennar og kennaranna. For-
eldri tjáði DV að ekki hefði heyrst
um sættir í málinu eða hvort kenn-
ari barnanna kæmi aftur til starfa.
(^^ffirkennari skólans kennir nú um-
^ræddum bekk. Er yfirkennari hluti
deilnanna innan skólans þar sem
ekki þykir rétt að ráðningu hans
staðið, ekki hafi verið leitað umsagn-
ar kennararáðs viö ráðninguna, eins
og vera ber við slíkar ráðningar.
-hlh
LOKI
Það verður ekki komist
hjá því að halda
ólympíuleika lyfjanotenda.
Varamaður Skúla Alexanderssonar greiðir atkvæði ef vantraust kemur fram
Stjórnin hefúr ekki
meirihluta þingsins
- ólögiegt að kalla til varamenn nema vegna forfaUa, segir Sigurður Líndal
í kjallaragrein í DV í dag dregur
Sigurður Líndal, prófessor í lögum,
í efa að ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar sé rseirihlutastjórn.
Ástæðuna segir Sigurður vera þá
að Skúli Alexandersson hafi lýst
þeirri sannfæringu sinni að hann
sé andvígur þessariríkisstjórn. Það
samkomulag, sem Skúli hefur gert
við Alþýðubandalagið, að hverfa
af þingi og kalla til varamann ef
vantrauststillaga kemur fram, seg-
ir Sigurður stangast á við ákvæði
um varamenn í kosningalögum.
„Það er því jjóst að sá af forsetum
þingsins, sem fær erindi Skúla i
hendur, hefur ekki heimiid til að
■verða við þvi á þessum forsendum.
Ef forseti gætir þess ekki kemst
þingið ekki hjá því að fialla ura
málið og taka afstöðu til þess,“
skrifar Sigurður.
Samkomulag Skúla viö Alþýðu-
bandalagið var gert síðastliðinn
þriðjudag. í því felst að varamaöur
Skúla, Gunnlaugur Haraldsson,
verður kallaður tii ef vantraust
verður borið frara á ríkisstjórnina
og þegar stjóraarfrumvörp, sem
Skúli treystir sér ekki til að styöja,
koma fram. Þetta samkomulag faef-
ur Skúh sjátfur gert opinbert.
Rikisstjóm Steingríms Her-
mannssonar hefur ekki nema 32
þingmenn á bak við sig ef varamað-
ur Skúla er talinn með. Hún hefur
meirihluta í sameinuðu þingi og
efri deild en jafnmikinn þingstyrk
og stjórnarandstaðan í neðri deild.
Þegar Skúh situr á þingi er stjórnin
hins vegar einungis með 31 þing-
mann að baki sér. Þá hefur hún
jafnan þingstyrk og stjómarand-
staðan í neðri deild en er í minni-
hluta bæði í sameinuðu þingi og í
efri deild.
Þar sem Sigurður dregur í efa
lögmæti þess að varamaður Skúli
komi inn þegar vantraust eöa
stjómarmál, sem Skúli er mótfall-
inn, koma til afgreiðslu þingsins
dregur hann jafhframt í efa að
stjórnin hafi meirihluta.
„Þetta er gott,“ sagöi Skúh Alex-
andersson þegar DV bar þetta und-
ir hann. „Það er ekki mitt að meta
þetta. Sigurður Líndal segir ýmsa
hluti.
- Þú telur það ekki óeðlilegt að
kalla til varamann til að mál, sem
þú ert mótfalhnn, nái frara í þing-
inu?
„Það ætla ég ekkert að segja af
eða á um.“
- Kæmitilgreinafyrirþigaðgreiða
sjálfur atkvæði þitt á móti van-
trausti og með stjómarfrumvörp-
um?
„Það hefur aldrei staðið til,“ sagði
Skúh.
-gse
Pressuliðið í skák, valið af Sigurdóri Sigurdórssyni blaðamanni DV, sigraði ólympíulandsliðið í skák á Skákhátiðinni
í Kringlunni í gær. Lokatölur urðu 3 'A gegn 1 'A og voru flestar skákirnar æsispennandi. Á 1. borði sigraði Jón
L. Árnason Friðrik Ólafsson, á 2. borði tapaði Margeir Pétursson fyrir Guðmundi Sigurjónssyni. Á 3. borði gerðu
Helgi Ólafsson og Hannes Hlifar Stefánsson jafntefli. Á 4. borði tapaði Karl Þorsteinsson fyrir Björgvin Jónssyni og
á 5. borði tapaði Þröstur Þórhallsson fyrir Sævari Bjarnasyni. Hátíðin heldur áfram í dag og þá teflir Þröstur
Árnason við valinkunna borgara. DV-mynd GVA
Veörið á morgun:
Hvassvsðri
eða
stormur
Á morgun verður suðaustanátt
og allhvasst eða stormur um
mestallt landiö. Búist er einnig^
við rigningu. Hitinn á landiríu
verður 6-9 stig.
Togarasmíði
fyrir araba
Skipasmíðastöðinni Stálvík hefur
borist beiðni um smíði 10 togara fyr-
ir aðila í Marokkó. Þessi viðskipti
munu vera tilkomin vegna samninga
sem fyrirtækið stóð í vegna hugsan-
legra kaupa á notuðum togurum héö-
an sem DV greindi frá í vor. Ef af
þessu verkefni verður er búist við
að flestar helstu skipasmíðastöðvar
landsins taki þátt í smíði skipanna.
Auk þessarar beiöni frá Marokkó
hyggst Stálvík senda tilboð í smíði
14 togara fyrir íran.
-gse
Þung umferð
í Reykjavík
Umferðin var mjög þung í Reykja-
vík þegar fólk var á leið heim frá
vinnu í gær. Var verið að setja nýja
„línu“ í ljósin á nokkrum gatnamót-
um þar sem umferðin er einna mest
á morgnana og síðdegis. Þurfti að
stilla ljósin eftir umferðarþunganum
á gatnamótum við Kringlumýrar-
braut, Miklubraut, Laugaveg, Nóa-
tún og Háaleitisbraut. Töluverðar
umferðartafir urðu vegna þessa og
reyndi verulega á þohnmæði margra
ökumanna. Að sögn lögreglu tóku
flestir töfunum vel og er ljósastilhng-
um líklega lokið að sinni.
-hlh
Kópavogur:
26 bílar færðir
til skoðunar
26 bifreiðir voru færðar til skoðun-
ar á lögreglustöðinni í Kópavogi í
gær þar sem ökumenn þeirra höfðu
trassað að sinna skoðunarskyldu
sinni. Lögreglan hefur nú vakandi
auga meö óskoðuðum bílum. 11 voru
teknir fyrir of hraðan aksturí Kópa-
voginum, þar af einn á 107 kílómetra
hraða á Nýbýlavegi.
-hlh