Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. Fréttir Auglýsir atvinnu á olíuborpöllum: Þarna er beinlínis ver- ið að féfletta fólk „Þessi auglýsing er hrein fólsun og þama er beinlínis verið að féfletta fólk,“ sagði Kristinn Steindórsson um margendurteknar auglýsingar frá atvinnumiðlun hér á landi þar sem segir að viðkomandi miðlun komi lysthafendum í samband við oliuborpaila, hótelkeðjur og sam- yrkjubú, svo eitthvað sé nefnt. Kristinn hefur unnið á olíuborpöll- um víða um heim undanfarin ár, þar á meðal á norskum palli í Norður- sjónum. Hann er nýkominn heim að utan. „Ég þori að fullyrða að það fær enginn vinnu 1 gegnum miðlun eins og þá sem er að auglýsa þessa dag- ana,“ sagði hann. „Framboðið á starfsmönnum á olíuborpallana er Atvmnuraiölunin: Alveg pottþétt - segir Eggert Guömundsson „Þessi upplýsingaþjónusta er al- veg pottþétt og ég hef fengiö hring- ingar frá mörgum sem eru búnir að fá atvinnu erlendís raeð aðstoð hennar,“ sagði Eggert Guðmunds- son sem rekur umrædda atvinnu- miðlun. „Þar á meðal eru menn sem fengið hafa vinnu á oliubor- pöllura." Atvinnumiðlunin er starfrækt þannig aö fólk getur hringt í hana og fengið senda bækiinga sem hafa að geyma nöfii á ýmiss konar fyrir- tækjum um allan heim. Bækling- unura fylgja ýmsar upplýsingar um landvistarleyfi, skattamál og flelra í viðkomandi löndum. Fyrir þenn- an pakka þarf aö greiða 1400 krón- ur. „Þarna er ekkert plat á ferð- inni,“ sagði Eggert. „Eg er ekki að útvega fólki vinnu heldur nöfn á fyrirtækjum sem það getur síöan skrifað til og sótt um vinnu hjá. Þetta hefur gefið góðan árangur. Til dæmis hringdi til mín kona um daginn sem bað mig að senda syni sínum bækling. Vinur hans hafði nefhilega verið að ráða sig á olíu- borpall í Norðursjónum með aðstoð slíks bæklings og ætti að byrja inn- an tíöar.“ Eggert kvaðst ekkert vita um hvort lögreglan í Svíþjóð hetði lok- að atvihnumiðlunum af svipuöu tagL Það skipti sig engu máli því hann gæti haldiö áfVam að miðla upplýsingum um atvinnumögu- leika þótt einhveijum miðlunum annars staðar hefði vedð lokað. Ekki vildi Eggert segja hvert nafnið á sænsku miðluninni, sem hann fékk sín gögn þjá, væri. „Það er leyndarraál,“ sagði hann. „En það voru nokkrir sænskir einstakling- ar sem fóru af stað og söfnuðu upp- lýsingum um ýmis fyrirtæki. Síðan fóru þeir af stað meö þessa þjón- ustu. Þessa einstaklinga hitti ég í Svíþjóð um síðustu áramót og það varð að ráði aö ég færi af stað með svipaða þjónustu hér heima" -JSS svo mikið að það sækja allt að 500 um hvert pláss sem losnar í Noröur- sjónum. Þetta er sama sagan um all- an heim. Þeir sem ætla að notfæra sér þjónustu sem þessa hafa ekkert upp úr því nema fjárútlátin. Fólk fær engin svör þótt það skrifi og sæki um vinnu. Þessi atvinnumiðlun, sem rekin er hér, er angi af sænskri miðlun sem rekin var af Austurlandabúum. Þeir • voru einnig með útibú í Noregi. Þetta var eins konar pósthólfaþjónusta svo erfitt var að höndla höfuðpaurana. En norska lögreglan og sú sænska komust á slóð þeirra og upprættu þess'a starfsemi. Þá voru birtar við- varanir í blöðum um að fólk skyldi ekki eiga nein samskipti við miðlan- imar því þama væri einungis um fjárplógsstarfsemi að ræða. Mér finnst að yfirvöld hér á landi ættu að gera eitthvað í málinu því þetta er allt sama keðjan og var með höfuð- stöðvar í Svíþjóð." -JSS Nýr glæsibátur til Keflavíkur var kominn til ára sinna, byggður 1964,“ sagði Oddur ennfremur. „Við munum halda til síldveiða í vikunni og frysta síldina um borö. Nú þegar er búið að selja alla síld- ina, sem við veiðum, til Japan fyrir viðunandi verð. Japanskur eftirlits- maður mun verða um borð og fylgj- ast með öllu. Um borð mimu starfa 13 manns en báturinn er með um 27 tonna frysti- getu á sólarhring úr þremur frysti- tækjum. Báturinn er einnig útbúinn fyrir togveiðar, dragnótaveiðar og netaveiðar. í bátnum er 1500 hestafla vél og hliðarskrúfa að framan og aft- an. Hvor skrúfa er 225 hestöfl," sagði Oddur að lokum. Hilmar Magnússon og Oddur Sæ- mundsson skipstjóri. DV-myndir Ægir Már i Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Nýr glæs'flegur bátur, Stafnes KE 130, kom til Keflavíkur um helgina. Eigendur bátsins eru þeir Oddur Sæmundsson skipstjóri og Hilmar Magnússon. „Stafnesið er 176 tonn að stærð, byggt í Kolvereid í Noregi. Það tók tíu mánuði að smíða bátinn, og kostaði 170 miUjónir,“ sagði Odd- ur Sæmundsson skipsljóri í samtah við DV. „Við fengum 14 milljónir fyrir gamla Stafnesið sem skipasmíða- stöðin tók upp í nýja bátinn. En hann Stafnes KE 130 Dýrategundum mismunað Reykvíkingar eru greinilega ekki miklir hundavinir. í almennri skoðanakönnum um hundahald í borginni mættu aðeins tólf prósent kjósenda og þar af sögðust sextíu prósent vera á móti núverandi hundahaldi. Aðeins þijú þúsund manns, eða tæp fjörutíu prósent þeirra sem kusu, samþykktu þær reglur sem gilda um hundahald í Reykjavik. Þetta er auðvitað mikill ósigur fyrir hundaeigendur og þá um leið fyrir borgarstjómina sem hefur lagt blessun sína yfir hundahald samkvæmt ákveðnum reglum sem um það gilda. Það kann að hafa ráðið úrslitum að Davíð borgar- stjóri, sem er sjálfur hundaeigandi, var fjarverandi þegar kosningin fór fram. Reyi’víkingar hafa vanist því aö láta Davíð segja sér fyrir verk- um og kunna ekki fótum sínum forráð þegar foringinn yfirgefur svæðið. Hundavinir eru að vonum súrir yfir úrslitunum og haft er eftir for- manni Hundaræktarfélagsins í gær að dýrategundum sé mismunað. Engar atkvæöagreiðslur fara fram um ketti eða hesta segir formaður- inn og auk þess hafi það vakið at- hygli að fólk hefði vérið beðið um persónuskilríki. Nú er ekki alveg gott að átta sig á því hvað formaöur Hundaræktarfélagsins hefur við það aö athuga að kjósendur hafi verið beðnir um persónuskilríki en kannski stendur það í sambandi við þá fullyrðingu að dýrategund- um hafi verið mismunað. Það er ekki sama hvaöa dýrategund kýs en þeir sem stjórnuðu kosningunni hafa sennilega viljað koma í veg fyrir að aðrar dýrategundir heldur en mannskepnan greiddu atkvæði. Þess vegna var beðið um persónu- skilríki, til að vera klár á þvi aö hvorki kettir, hestar né heldur hundamir sjálfir greiddu atkvæði um hundahaldið. Annars er að heyra á þeim hundavinunum aö í uppsiglingu sé önnur skýring á kosningaúrslitun- um heldur en sú að hundavinir hafi tapað. Sú fullyrðing kom fram í útvarpi í gær að þegar ekki sé meiri þátttaka í skoðanakönnun- inni en raun ber vitni um sé það staðfesting á því að þeir sem heima sitja séu sammála núverandi fyrir- komulagi á hundahaldinu. Þetta er í rauninni það sama og stuðnings- menn séra Gunnars héldu fram í allsheijarkosningunni í Fríkirkju- söfnuðinum. Þeir héldu því fram að meirihlutinn styddi séra Gunn- ar af því að meirihlutinn sat heima. Verður ekki annað sagt en þetta séu frumlegar og nýstárlegar kosn- ingaskýringar og litlir stjómmála- flokkar og fylgislausir geta örugg- lega fært sér þær í nyt með því að segja það sama. Eftir þvi sem fylgið er minna því meira verður það vegna þess fjöida sem ýmist er fjar- verandi eða kýs aðra. Þeir em þá með því að segja aö þeir hafi ekk- ert á móti flokknum eða málstaðn- um, sem stendur uppi fylgislaus, með því að láta hann afskipta- lausan. Auðir og ógildir verða hér eftir sá hópurinn sem ræður úrslit- um í sérhverjum kosningum. Nú, svo er líka hin aðferðin, sem fram kemur í máh eins borgarfull- trúans, að taka ekki mark á skoð- anakönnuninni vegna þess hversu fáir tóku þátt. Segja bara allt í plati, auk þess sem það er eiginlega ómark að hafa kosningar í Reykja- vík þegar Davíð er íjarstaddur. Meirihlutinn á jú að ráða og þegar meirihlutinn situr heima ræður hann en ekki þeir sem ómaka sig til að kjósa. Svo er þess að geta að þeir sem kusu á móti hundahaldinu em á móti hundum og þeir eru varla hlutgengir vegna þess að það er ekki sanngjarnt að þeir fái að ráða sem era á móti hundum þegar verið er áð gera upp á milli dýrateg- unda. í síðasta lagi var spurningin í skoðanakönnuninni þannig að það var alls ekki hægt að skilja hana. Það era jafnvel líkur til þess að þeir sem sögðu nei hafi í rauninni meint já. Hvemig er hægt að taka mark á skoðanakönnun þegar skoðanakönnunin er þannig út- búin að þeir segja já sem vilja segja nei og hinir segja nei sem sögðu já? Það er alveg sama hvemig á þessa skoðanakönnun er htið. Hunda- haldið heldur áfram. Og svo var þetta bara skoöanakönnun en ekki kosning og skoðanakannanir eru ekki bindandi, sérstaklega þegar úrshtin era öðruvísi en þau eiga að vera. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.