Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988.
7
Undkbúningurinn að Stöð 3:
Unnið er að gerð
kostnaðaráætlunar
- fQrum af stað næsta sumar ef af verður, segir Jón Aðalsteinn Jónasson
„Þaö eru sérfræðingar að vinna að
gerð kostnaðaráætlunar fyrir okkur
og stílað er upp á að hún verði tilbú-
in eftir áramótin. En það er nú eins
og allir vita að desembermánuður
viU oft fara í annað en ætlað er,“
sagði Jón Aðalsteinn Jónasson,
stjórnarmaður í ísfilm sem vinnur
að stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar
sem í daglegu tali er nefnd Stöð 3.
Jón sagði að ef sjónvarpsstöðin
verður stofnsett yrði hún opnuð
næsta sumar, þótt engar dagsetning-
ar væru ákveðnar í þeim efnum.
Varðandi afruglaramáliö sagði Jón
að menn ættu sína afruglara og því
væri annaðhvort að semja við Stöð 2
um aðgang að þeim eða að kaupa
móðurtölvu til að senda út í gegnum.
Þá gætu allir sem eiga afruglara séð
Stöð 3. Hvor leiðin yrði farin sagði
hann ekki ákveðið.
„Ég flnn engan bilbug á mönnum
í þessu máli. Vissulega hefur efna-
hagsástandið verið erfitt en þaö eru
líka að berast góðar fréttir sem auka
manni bjartsýni á að efnahags-
ástandið fari batnandi. Því vinnum
við af fullum krafti eftir þeirri áætl-
un sem við höfum haldiö okkur við
til þessa,“ sagöi Jón Aðalsteinn Jón-
asson. -S.dór
_______________Fréttir
Akureyri:
Ók á og
stokk of
Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyri:
„Það eru einhverjir með slæma
samvisku núna fyrir jólin," sagði
rannsóknarlögreglumaður á Ak-
ureyri'í samtali viö DV, en nokk-
uð hefur veriö um það í bænum
að undanförnu að ekið hafi verið
á kyrrstæðar bifreiðar og síðan
stungið af.
Tvö slík tilfelli komu upp um
helgina og eru þessi tilfeUi þá
orðin fimm talsins á nokkrum
dögum í bænum. Full ástæða er
til að hvetja fólk til að tilkynna
til lögreglunnar ef það veröur
vart við að slíkt gerist.
VakaHelgaMI
Bambæhw
eins ogþær gerast bestar
Ármann Kr. Einarsson^
Margareta Strömstedt ► ►
ÍIDI
Tuttugu ár eru liðin síðan hin sígilda og
margverðlaunaða bók, Óli og Maggi
finna gullskipið, kom út. Höfundurinn,
Ármann Kr. Einarsson, sem hlotið
hefur fleiri viðurkenningar en nokkur
annar íslenskur barnabókahöfundur,
hefur endurskoðað þá útgáfu og nú
kemur sagan út undir heitinu
Gullskipið fundið. Myndskreytingar
annaðist Arlhúr Ragnarsson.
Dagur í desember
Höfundur þessarar bókar, Margareta
Strömstedt, er einn vinsælasti
barnabókahöfundurSvía. Hún hefur
m.a. hlotið Astrid Lindgrenverðlaunin
fyrir framúrskarandi barnabókmenntir.
Þetta er bók um kunnustu söguhetju
hennar, Mörtu. Hún er einkar hress og
hefur óvenjulega auðugt ímyndunarafl
- sem oft kemur henni í klípu.
MARGARETA STRÖMSTEDT
Fallin spýta
Sjálfstætt framhald bókarinnar
Franskbrauð með sultu sem hlaut
íslensku barnabókaverðlaunin 1987.
Sagan gerist í kaupstað á Austurlandi á
sjötta áratugnum og veitir skemmtilega
innsýn í líf og ævintýri barna fyrir daga
sjónvarps og myndbanda. Höfundur er
Kristín Steinsdóttir.
Þessi stórskemmtilega bók eftir
Kristínu Loftsdóttur hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin 1988. í umsögn
dómnefndar kom m.a. fram að sagan
væri hugljúf, heillandi og spennandi
auk þess sem hún leiftraði af
frásagnargleði. Sagt er frá
afdrifaríkum viðburðum í lífi tápmikilla
skólakrakka.