Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. LífsstOI Jólagóðgæti handa sæl- gætísgrísum Þaö er ekki ónýtt að eiga mömmu sem býr til konfekt af bestu gerö. Aö vísu fær maður ekki alltaf aö sitja svona viö og háma í sig sælgæti, bara um jólin. DV-myndir Kristján Ari Fyrir utan mat og drykk yfir jólahá- tíðina er sælgæti á borðum flesta dagana, sem gerir hátíðina samfellda sætabrauðsdaga. í dag er sælgæti orðiö fremur hversdagslegt góðgæti á flestum heimilum, alla vega þetta venjulegasta. Til að gera jólasælgæt- ið öðruvísi og hátíðlegra er annað- hvort keypt konfekt í fallegum köss- um eða heimilisfólkið gerir sitt eigið konfekt, sem er það alskemmtileg- asta. Mest er gaman ef allir fá að gera eítthvað, börn og fullorðnir. Því ætti að reyna að gera eitthvað einfalt sem börn ráða við. Það sem þarf er marsipan, hnetur og/eða möndlur, súkkulaði og einhver bragöefni. Síð- an má bæta ýmsu við, alls kyns ^þurrkuðum og nýjum ávöxtum, rjóma og fleiru. Súkkulaðið, sem notaö er, má annaðhvort vera hjúp- súkkulaði eða suðusúkkulaði, allt eftir efnum og ástæðum. Súkkulaðikúlur 250 g súkkulaði 1 A dl hakkaðar döðlur 1 /i dl hakkaðar hnetur/möndlur 2 msk. sultaöur appelsínubörkur Bræðiö súkkulaðið yfir vatnsbaði og varist að vatn eða gufa komist að •^iví. Kælið það aðeins og blandið döðlum, hnetum og appelsínuberki saman viö. Mótið kúlur með tveim teskeiöum og setjið á bökunarpappír. Kæliö og geymið í vel lokuðu og þéttu boxi. Sælgæti fyrir fullorðna 250 g steinlausar sveskjur 1 dl portvín 75 g og 100 g af marsipani 150 g súkkulaði 1 msk. matarolía Skraut valhnetur, sykruð kokkteilber eða kökuskraut Setjið sveskjurnar í pott meö vatni og látið suðúna koma upp. Takið sveskjurnar úr vatninu og látið renna vel af þeim. Setjið sveskjurnar i skál, hellið portvíninu yfir og geym- ið yfir nótt. Látið renna aftur af sveskjunum og setjið lítinn marsip- anbita inn í hverja. Notið minni marsipanskammtinn. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hnoðið sveskjurnar saman við afganginn af marsipaninu. Mótið í rúllur og hjúpið þær vel með súkku- laðinu. Notið til þess tannstöngla eða gaffal. Kælið konfektið á rist og sker- ið síðan í sneiðar. Einnig má skera konfektið niður áður og hjúpa hverja sneið fyrir sig; Sólblómasælgæti Þetta sælgæti er fremur ,,hollt“ ef hægt er að segja að eitthvert sælgæti sé hollara en annað. y< dl sólblómafræ 'A dl fínt hakkaðar rúsínur 1 'A dl fínt hakkaðar döðlur 2-3 msk. hnetusmjör 1 msk. hunang 'A dl kókosmjöl 'A dl sesamfræ Hitið ofninn í 175°. Myljið sólblóma- fræin í blandara eða í mortéli þar til þau verða mjölkennd. Hrærið öllum efnunum saman, nema kókosmjöli og sesamfræjum, þar til úr því verð- ur þykkt deig. Ef efnin loða ekki nógu vel saman bætið þá meira hnetusmjöri viö. Bakiö kókos og ses- amfræin í ofninum í 10 mínútur. Kælið. Mótið deigið í rúllu og veltið henni upp úr kókos/sesamblöndunni. Geymið í kæli, innpakkað í álpappír. Hnetubitar 100 g smjör örlítið salt (A kryddskeið) 1 'A dl síróp 1 'A dl rjómi 1 dl sykur 125 g mjólkusúkkulaði 3 dl heslihnetukjamar Bræðið smjörið í rjómanum í þykk- botna potti. Hrærið sykur og síróp saman við og látið suðuna koma upp. Bijótið súkkulaðið í bita og setjið saman við hræruna. Prófið hvort blandan er orðin nógu seig með því að setja dropa í glas með köldu vatni. Ef dropinn heldur lögun sinni er hræran tilbúin. Setjið hakkaða hnetukjarna saman við hræruna og hrærið vel. Jafnið hrærunni vel yfir smurða bökunarplötu og kælið. Þeg- ar karamellurnar eru orðnar nógu kaldar eru þær skornar niöur í smáa ferninga. Rjómakaramellur Þetta em gamaldags rjómakaramell- ur sem bragðast alveg sérstaklega vel og eru einfaldar í allri gerð. 2 dl ijómi 2 msk. smjör 2 'A dl sykur 2 dl ljóst síróp Bræðið smjöriö í ijómanum í þykk- botna potti og blandið síðan sykri og sírópi saman við. Látiö sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Próf- ið hvort karamellan er orðin nægi- lega seig (sjá að ofan). Skiptið hrær- unni í litil pappírsmót á bökunar- plötu klædda bökunarpappír. Hafið mótin tvö fyrir hverja karamellu. Einnig má hella hrærunni á smurða bökunarplötu og skera karamelluna í teninga áður en hún er fullköld. -JJ Á mjög auðveldan hátt er hægt að búa til einfaldar marsipankúlur. í þessa lögun var notaður marsipanmassi sem heitir ökonomimarsipan en 500 g kosta um 190 krónur. Skiptið massanum í (ernt og bætið bragðefnum i. Bragðefni geta verið líkjörar eða dropar (essensar) eftir smekk. Hnoðið kúlur, helst jafnar að stærð, og hjúpið þær með súkkulaði. Kúlunum má siðan dýfa í kókosmjöl, hnetu- eða möndluspæni eða kökuskraut. Bragð- gott konfekt sem allir, börn og fullorðnir, geta gert og alls ekki dýrt. Konfekt steypt í mót Húsmóðir ein í Mosfellsbænum, Björg Ólafsdóttir, hefur um nokk- urt skeið steypt sitt eigiö konfekt í mótum. Mótin hefur hún flutt sjálf inn og hefur um nokkurn tíma ver- iö að þróa heppilega blöndu í súkkulaðið. Ef þiö hafið einhvers konar mót til konfektgerðar er al- veg tilvaliö að nota hennar aðferð. Eins og stóra myndin sýnir bræðir hún fyrst hvítt súkkulaöi í neðsta lagið. Það er hins vegar val hvers og eins hvort það er gert. Fyrsta lagið er látið storkna vel og síðan er sprautað þunnu lagi af súkkul- aðiblöndunni og látið storkna. Síð- an er fyllingin sett í mótið og Matur súkkulaðiblöndu sprautað með- fram fyllingunni og yfir. Aftur er svo súkkulaðiö látið storkna. Súkk- ulaðið á að storkna við stofuhita en ekki í kæli. Fylling í konfektiö getur verið hvað sem er. Einhvers konar hnetukjarnar, marsipan og/eða súkkulaöifylling, bragðbætt með dropum eða líkjör (piparmyntu, Cointreau, Tia Maria eða Grand ( Marnier). Björg gaf okkur uppskriftir að súkkulaðiblöndunni sinni og einn- ig súkkulaðifyllingunni. Konfektsúkkulaði 200 g Síríus hjúpsúkkulaði 100 g Opal hjúpsúkkulaði 50-100 g Síríus suðusúkkulaði Allar súkkulaðitegundirnar eru brotnar niður í skál eða pott og bræddar yfir vatnsbaði. Varist að vatn eða gufa komist að súkkulað- inu og bræðiö súkkulaðiö hægt. Súkkulaðið er sett í sprautupoka sem búinn er til úr einfoldum plast- poka. Pokinn er settur í hátt vatns- glas með efsta lagið breitt yfir glas- barmana meðan verið er að fylla hann. Súkkulaðifylling 1 egg 100 g suðusúkkulaði 50 g palmín Bræðið súkkulaði og palmín sam- an í skál eða potti. Þeytið eggið saman vel saman viö og bragö- bætið fyllinguna eftir smekk með dropum eða líkjör. Hnetusælgæti Björg gaf líka uppskrift að þessu góða hnetusælgæti, sem einfalt er í allri gerð. 'A bolli hnetur /» bolli smjör 1 bolli flórsykur 2 msk. hnetusmjör 2 msk. crisco eða palmín 1 % bolli M og M 3 bollar kornflögur Öll hráefnin, að undanskildu M&M og kornflögum, eru sett í pott og hituö við vægan hita. Síðan er M&M og kornflögum bætt út í og stappað saman við með sleif. Sett í lítil pappírsform og látið storkna. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.