Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. 17 Lesendur .'!' •<*« ■ . Bilbelti og ökuljós eru geymd en ekki gleymd hjá andstæc'ingum íslenskrar reglugerðar um notkun Bflbelti og ökuljós Reynir hringdi: Eg var að hlusta á útvarpsstöðina Bylgjuna í gærkvöldi (8. des.) milli kl. 18 og 19, í þættinum Reykjavík síðdegis. Þarna kemur nú margt fram líkt og í lesendadálkum DV. Eg tel þetta líka vera þá einu tvo vett- vanga þar sem almenningur getur komið sjónarmiðum sínum á fram- færi í stuttu máli svo skammlaust sé, án þess þó að þurfa að setjast niður og skrifa lærðar greinar. Nú, en þarna í Bylgjuþættinum kom fram maður og var hann að tala um bílbelti og ökuljós. Ég man því miður ekki hvað þessi maður hét, hringdi á Bylgjuna og ætlaði að spyija að því og taka þá undir meö honum, - en það er alltaf sama sag- an, þar eru símalínur svo uppteknar að maður nær ekki í gegn. Ég vil því í lesendadálki DV taka undir með þessum manni því hann talaði bæði skýrt og skilmerkilega og á þann hátt að fólk tók eftir því. Hann færði góð og gild rök fyrir því, að skyldunotkun bílbelta og ökuljósa yfir hábjartan daginn eins og hér er skylda, t.d. að sumri til, er hrein vit- leysa. Hann ræddi mikiö um bílbeltin sem hann sagði að ætti að láta fólk sjálf- rátt um að nota og tók dæmi um að þau hefðu hreinlega valdið alvarlegri meiðslum en þar sem þau hefðu ekki verið notuð. - Um ökuljósin geta víst allir verið sammála að ekki þurfi að nota að degi til, enda þekkist slíkt hvergi í heiminum nema hér og í Svíþjóð og Finnlandi, vegna hags- muna Volvosamsteypunnar sem' auglýsir bílana sína með sjálfvirkum ljósum alltaf þegar bíll er í gangi. Ég skora á þennan mann að gefa sig fram og hringja aftur til Bylgj- unnar eða senda inn lesendabréf um þetta mál sem hann flutti svo rök- fastur í símaþætti stöðvarinnar. Kannski er hann tilbúinn að skrifa grein um málið. Og hann má vita, að hann á stóran hóp fylgismanna hér á landi, miklu stærri en hann heldur. I GuWmlr (aKtónf ty11' I l ..— ASfn«i»ift*>uktaM.. /ilallmóíin------ sasffscL boðtkap------* .. K*rtók*háltft ——■ ptóotur ta>»a jiugsun í oTðun® —— ÁHamb og Hclg* bóndadóölr-—( & hagkvæm atfitaS * veldúx dular- fullurn blfc.90 Jólasaga: Fjársjóður í Qárhúsi Kjörinn féla&l NÝTT HEFTI Á BLAÐ- SÖLU- STÖÐUM UM LAND ALLT ÁSKRIFT: o 27022 KAUPMENN, ATHUGIÐ Skapið jóiastemningu. Kaupið fallega jólapoka. Pap^xrspokagerðin AKRO, Vitastíg 3, síiuar 11266 og 75477 V SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auðvitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gaetu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa pau. Þú hringir...27022 Við birtum... Þad ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 ffl ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐK)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.