Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988.
Útlönd
Skipulags-
leysi hamlar
hjálparstarfi
Hjálparstarfsmenn, sem þurfa að
beijast við lélegt skipulag, mikla
flugumferð, sem gerir flugvélum með
hjálpargögn erfitt fyrir með að koma
aðstoð til skjálftasvæðanna, og illa
byggð hús, sem hrundu eins og spila-
borg, keppa nú við tímann við aö
finna íleiri lifandi í rústunum eftir
jarðskjálftann mikla.
Þaðjteldur þeim einnig vandræö-
um að búist er við snjókomu og kulda
á svæðinu sem verst varð úti í skjálft-
anum. Um eitt hundrað þúsund
manns fórust og talið er að um hálf
milljón manna hafi misst heimili sín.
Gorbatsjov skammaði um helgina
þá sem hann telur að séu að reyna
að hagnast á ógæfu annarra og einn-
ig þá sem hann telur að hafi ekki
sýnt nægilega tillitssemi vegna hör-
munganna. Hann fordæmdi þá Arm-
ena sem eru með kröfur um yfirráð
á Nagorno-Karabakh, sem nú er und-
ir stjórn Azerbajdzhan.
Aö sögn Tass-fréttastofunnar hafa
sérþjálfaðar sveitir björgunar-
manna, sem Frakkar, ítalir og Aust-
urríkismenn sendu, bjargað hátt á
sjötta þúsund manns úr rústunum.
Aðstoð heldur áfram að berast frá
ijörutíu og sex löndum.
Valentín Nikiforov, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í
gær að enn væri hægt að greina
neyðaróp úr rústunum þegar fimm
dagareru liðnir frájaröskjálftanum.
Tíminn er hins vegar á þrotum.
Sérfræðingar segja að aðeins sé hægt
að leita í sjö daga vegna hættu á far-
sóttum.
Tvö flugslys hafa varpað enn frek-
ari skugga á hjálparstarfið. Áttatíu
og fimm manns fórust í þeim. Fyrst
var það sovésk vél sem flutti her-
menn sem hrapaði og meö henni fór-
ust sjötíu og átta manns. Hin vélin
var júgóslavnesk flutningavél og
með henni fórust sjö manns. í
franska sjónvarpinu var það haft eft-
ir flugmanni að flugvélar lentu og
tækju sig á loft á tveggja mínútna
fresti í Jerevan, höfuðborg Armeníu.
Embættismenn hafa sagt blaöa-
mönnum að þrátt fyrir mikið álag sé
flugumferðarstjórn örugg og sam-
kvæmt alþjóðlegum reglum í Jere-
van og Lenínakan, sem nær eyðilagð-
ist í skjálftanum.
Leonid Bibin, háttsettur embættis-
maður með yflrumsjón með bygging-
um, sagði að rannsókn væri þegar
hafin á því hvers vegna mörg ný-
byggð hús heföu hrunið í skjálftan-
um. Sagði hann aö hver sá sem yrði
uppvis að því að hafa ekki farið eftir
settum reglum yrði sóttur til saka.
Sovéskir flölmiðlar héldu í gær
áfram að gagnrýna lélega skipulagn-
ingu á björgunarstarflnu og skort á
bj örgunartækj um.
í gær var tveimur ísraelskum her-
ílugvélum, sem voru með lækna og
hjálparsveitir innanborðs, snúið við
er þær voru á leiðinni til jarðskjálfta-
svæðanna eftir að sovéskir embætt-
ismenn sögðu að ekki væri þörf á
meiri þess konar aðstoð.
Talsmaður ísraelshers sagöi að
ílutningavélarnar hefðu snúið aftur
til Tel Aviv til að þar væri hægt að
hlaöa þær með lyflum og öðru því
som skortur er á á skjálftasvæðun-
um.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins
sagði aö þetta atvik væri til komið
vegna þess að aðstæður væru rugl-
ingslegar á hörmungarsvæðunum en
ekki vegna þess að Sovétmenn væru
að hafna ísraelskri aðstoð. Sovét-
menn tóku undir það og hafa sér-
staklega þakkað ísraelum skjót og
góð viðbrögð þeirra.
Reuter
Kona, sem komst lífs af úr jarðskjálftanum mikla I síðustu viku, fær hér
aðhlynningu hjá lækni á spítala i Jerevan, höfuðborg Armeniu.
Símamynd Reuter
Sovéskir sjálfboðaliðar, námuverkamenn frá Ukraínu, lyfta hér Narineh Eritsuan, fimm ára gamalli, sem hafði
verið föst í rústunum i fimm daga. Litla stúlkan dó á leiðinni á spítala. Faðir hennar er illa haldinn.
Símamynd Reuter
Björgunarfólk og fólk, sem komst lifs af úr jarðskjálftanum, ráfar hér i
rústum Lenínakan um helgina. simamynd Reuter
Vopnaðir hermenn standa nú vörð umhverfls aðalstöðvar Samelnuðu
þjóðanna f Genf f Svlss þar sem Yasser Arafat mun halda ræðu f dag.
Simamynd Reuter
Ræðu Arafats beðið
með eftirvæntingu
ísraelskir hermenn settu á út-
göngubann á Gazasvæðinu í gær-
kvöldi í tilefni ræðu Yassers Ara-
fat, leiötoga samtaka Palestínu-
manna, PLO, á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag.
Fréttaflutningur af herteknu svæð-
unum verður einnig takmarkaður
og svæði lokuð af eins og þurfa
þykir til að koma í veg fyrir mót-
mæli Palestínumanna. Er þetta í
annað sinn á tæpri viku að herinn
beitir shkum aðgeröum til að koma
í veg fyrir óeirðir. Fyrra skiptiö var
þegar ár var liöiö frá því að upp-
reisnin hófst en þann 9. desember,
á ársafinælinu, efndu Palestinu-
menn til tveggja sólarhringa alls-
hetjarverkfalls.
Utanríkisráöherra ísraels, Shim-
on Peres, hvatti í gær PLO tii þess
aö beina málflutningi sínum gegn
ísrael en ekki Bandaríkjunum.
Sagði Peres að sameiginleg tilvera
Palestínumanna og ísraels yröi að
vera í Miðausturlöndum og ekki í
NOTður-Ameríku.
ísraelsmenn bíða þess nú í of-
væni hvort Arafat gefur þaö mikið
eftir í ræðu sinni á aUsherjarþing-
inu að Bandaríkjamenn verði
reiöubúnir til viöræöna viö þá.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
tilkynnti í gær að Bandaríkjamenn
væru fusir til viðræöna ef Arafat
vlöurkenndi tilverurétt ísraels,
hafnaði hryðjuverkum og viður-
kenndi ákvarðanir Sameinuðu
þjóðanna varðandi frið við ísrael.
ísraelskir leiötogar, og þá sérs-
taklega Yitzhak Shamir forsætis-
ráðherra, eru hræddir úm að viö-
ræður Bandaríkjamanna viö PLO
leiði til aukins þrýstings á ísraels-
menn um að þeir dragi sig til baka
frá herteknu svæðunum án þess
að þeir geti tryggt öryggi sitt fyrsL
Reuter