Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. Utlönd Ghulam Ishaq Khan, sem var settur forseti Pakistans þegar Zia forseti beið bana í flugslysi i ágúst, var í gær kjörinn forseti landsins. ' Simamynd Reuter Ishaq Khan kosinn forseti Pakistan verður í dag lýðveldi eftir elleíu ára herstjórn þegar Ghulam Ishaq Khan tekur viö sem kjörinn forseti. Þingmannanefnd kaus hann í gær sem forseta landsins. Ishaq Khan, sem er 73 ára, mun 'gegna embætti forseta næstu fimm árin. Hann er þriðji kjömi forsetinn í Pa- kistan. Ekki var búist við öðru en að Ishaq Khan yrði kjörinn þar sem bæði flokkur Bhuttos forsætisráðherra og múhameðska lýðræðisbandalagið höfðu ákveðið að styðja hann. Reuter ísöld í New York Geysilegt kuldakast gekk yfir aust- urhluta Bandaríkjanna um helgina og sér ekki fyrir endann á þvi. Vegna heimskautavinda varð kaldara en nokkum tímann áður á þessum árs- tíma víða á svæðinu. í New York tilkynnti lögreglan að að minnsta kosti tvéir, sem talið var að hefðu veriö heimilislausir, hefðu fundist látnir á víðavangi í gær. Fólk á leið í og úr vinnu sást varla undir mörgum lögum af treflum peysum og kápum þar sem það kom upp úr neðanjarðarlestunum til að berjast áfram í kuldanum. Skýli fyrir heimilislausa vom troð- full því að þeir sem ekki eiga þak yfir höfuðið þyrptust þangaö inn úr kuldanum. í New York borg var lýst yfir neyð- arástandi vegna kulda og lögreglan fékk leyfi til að taka með illu þá sem búa á götum borgarinnar og ekki vildu koma inn úr kuldanum með góðu. Víða í New York fór hitinn niður fyrir mínus tuttugu gráður á Celsíus. Reuter Neyddist til afsagnar Dómsmálaráðherra Sviss, Ehsa- beth Kopp, neyddist til að segja af sér í gær, aðeins tæpri viku eftir að hún var kjörin varaforseti landsins. Af- sögn hennar tengist hneykslismáli hjá fyrirtæki sem eiginmaður henn- ar starfar hjá. Kopp vísaði því á bug að hafa breytt ranglega en kvaðst taka pólitískum afleiðingum af því að hafa varað eiginmann sinn við að fyrirtækið, þar sem hann er vara- formaður, væri bendlaö við fjármála- hneyksli. Afsögn Kopp, sem var fyrsti kven- ráðherrann í Sviss, þýðir að kona verður ekki forseti í Sviss á næst- unni. Kopp heföi orðið forseti í eitt ár árið 1990 samkvæmt reglum sem kveða á um að ráðherrar skipti því á milh sín. Konur í Sviss fengu ekki rétt til að kjósa í sambandskosning- um fyrr en árið 1971. Eiginmaður Kopp sagöi upp starfi sínu sama dag og hún varaði hann við. Kopp viðurkenndi ekki fyrr en á föstudag að hún væri viðriðin af- sögn eiginmannsins og var hún þá hvött th að segja af sér. Reuter <P* SNORRABRAUT29 SÍMl 62-25-55 HAFNARFJÖRÐUR DAtSHRAUN 13 SfMI 65-19-57 r~ i / O * ir 1 D - 1 D 1 BÖNDSTEC 1 6 CKÍfCK ÖgfíKJSr 0 7 TfMg H PÖWfeH 4 9 0,gAfi 6 0 v \J EINN FULLKOMNASTI OG BESTI ÖRBYLGJUOFNINN Á MARKAÐNUM! GETUM NÚ BOÐIÐ TAKMARKAÐ MAGN AF ÞESSUM FULLKOMNA BONDSTEC OFNI. Á EINSTÖKU JÓLABOÐI. VERÐIÐ GILDIR AÐEINS MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. 650 VATTA ELDUNARORKA. 10 ORKUSTIG. 32 LÍTRA INNANMÁL. 99 MÍN. OG 99 SEK. KLUKKA. MATREIÐSLUPRÓGRÖM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.