Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 28
52 MIÐyiKUDAGUE.L4 DESEMBER. 1988.. Andlát Kristján Elíasson, Kleppsvegi 6, Reykjavík, lést 13. desember í Landspítalanum. Ólafur Vigfússon, Austurveg 17, Seyðisfirði, lést að heimili sínu 12. desember. Guðmúndur Björnsson verkfræðing- ur lést í.Englandi 13. desember. Ragnheiður Aðalsteinsdóttir frá Hlíð, Halakoti, Vatnsleysuströnd, lést í Landakotsspítala 12. desember. Jarðarfarir Minningarathöfn um Margréti Árna- dóttur frá Gunnarsstööum. Hring- braut 91, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Konráð Gauti Finnsson, Smvrla- 'Krauni 9, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Útfor Guðrúnar J. Jónatansdóttur frá Hrófá. sem lést 5. þ.m.. fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14. Tilkyimingar Saga KA í 60 ár Á næstu dögum kemur út allsérstæð bók á Akureyri. Hér er um að ræða sögu Knattspyrnufélags Akurevrar sl. 60 ár en í ár átti félagið þetta stóra afmæli. Það var söguritarinn Jón Hjaltason sem sá um að afla heimilda,og taka viðtöl í bók- ina sem er prýdd á fimmta hundrað 'rnVndum, bæði í lit og svarthvítu. Hér er um tímamótaverk að ræða. Sagan er rakin frá upphafi í máli og myndum og koma við sögu brautryðjendur í hópi ís- lenskra íþróttakappa, jafnt Akureyringar sem aðrir. Bókin er 260 bls. í vönduðu bandi. Um setningu, umbrot og filmu- vinnu sá Dagsprent á Akureyri en Prent- stofa G. Benediktssonar í Kópavogi sá um prentun. Upplag er takmarkað og verður bókin ekki seld á almennum markaði. Þeim sem hug hafa á að næla sér í eintak er bent á að hafa samband við Sæmund Óskarsson í Reykjavík en á • Akureyri verður bókin til sölu í Sport- Jólakort Félags eldri borgara Fjáröflun til styrktar félagsheimilissjóði Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni hefur látið gera jólakort til fjáröfl- unar fyrir félagsheimilissjóö. Frú Aðal- björg Jónsdóttir annaðist gerð myndanna sem á kortunum eru og gaf vinnu sína. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins að Nóatúni 17, 2. hæð, og í opnu húsi í Tónabæ á mánudögum og laugardögum frá kl. 13.30, einnig í opnu húsi í Sigtúni 3 á fimmtudögum og sunnudögum á sama tíma. Kortin verða send til félagsmanna ásamt giróseðli og bindur nefndin vonir við að félagsmenn bregðist vel við og kaupi kortin sem þeir fá send. Hljómplata með Jónanni G. Komin er út ný hljómplata með Jóhanni G. Jóhannssyni, tónlistar- og myndlistar- manni, sem heitir Myndræn áhrif. Lög og textar eru eftir Jóhann. Margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma við sögu á þessari plötu. Tónlistin er væntanleg á geisladiski um mánaða- mótin. Undirleikurinn, án söngs, verður fáanlegur á kassettu undir heitinu Syngið sjálf en þetta er nýjung, sérstaklega ætluð söngelsku fólki. Utgefandi er JGJ-útgáfan og dreifingu annast Gramm hf. í tilefni útgáfunnar kemur einnig út á vegum JGJ-útgáfunnar takmarkað upplag af heildarútgáfu Jóhanns G. 1970-79 sem inniheldur fimm hljómplötur. Skáldakvöld á Café Hressó í kvöld, 14. desember, gangast sjö skáld og rithöfundar fyrir upplestri á Café Hressó en það eru Einar Már Guðmmids- son, Guðmundur Andri Thorsson, Ágúst Borgþór Sverrisson, Jón Stefánsson, Haf- liði Vilhelmsson, Kristin Ómarsdóttir og Sigurður Pálsson. Samkoman hefst kl. 21. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill. Kynnir verður hinn þekkti útvarps- »a<5ur Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Island og Nató -friðurog frelsi í tilefni af fjörutíu ára afmæli Atlants- hafsbandalagsins (NATO) hinn 4. apríl 1989 hafa Varðberg (Félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu) og SVS (Samtök um vestræna samvinnu) ákveð- ið að efna til samkeppni meðal ungs fóiks um ritgerð sem fialli um efnið „ísland og Nató, friður og frelsi". Höfundar eiga að vera á aldrinum 16-25 ára. Ritgerðin skal ekki vera styttri en sem svarar þremur venjulegum vélrituöum síðum. Ritgerðirnar á að merkja dulnefni eða númeri og senda í umslagi þannig árit- uðu: Ritgerðasamkeppni, Varðberg, póst- hólf 28, 121 Reykjavík. Inni í umslaginu á, auk ritgerðarinnar, aö vera annað umslag, lokað, og í því upplýsingar um höfund, heimilisfang hans og símanúm- er. Ritgerðir í samkeppni þessa þarf að póstleggja fyrir 1. febrúar 1989. Þriggja manna dómnefnd, skipuð af stjórnum Varðbergs og SVS, veitir þrenn verðlaun fyrir bestu ritgerðir að áhti hennar. Verð- launin eru 4-5 daga ferð til höfuðstööva Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Nán- ari upplýsingar eru veittar í síma 10015. FÓR-LÍKNABSJÓÐUR Jólamerki líknarsjóðs Lionsklúbbsins Þórs eru komin út. Merkin eru hönnuð af Þórhildi Jónsdóttur auglýsingateiknara. Þau eru í fjórum Iitum, hin fegurstu. Merkin fást hjá klúbbfélögum, en upplýs- ingar er hægt að fá á skrifstofu Lionsum- dæmisins, Sigtúni 9, sími 33122. Fréttir Sigurður Bragason syngur á hljómplötu Út er komin hljómplata með Sigurði Bragasyni söngvara. Á þessari fyrstu hljómplötu Sigurðar eru vel þekkt ís- lensk lög sem sum hver hafa verið ófáan- leg á hljómplötum, svo sem lögin Þess . bera menn sár eftir Árna Thorsteinsson og í rökkurró eftir Björgvin Guðmunds- son. Á hljómplötunni eru einnig þýsk ljóð og óperuaríur. Þóra Fríða Sæmunds- dóttir leikur með á píanó. Halldór Vík- ingsson annaðist hljóðritun með staf- rænni tækni í Hlégarði. Hljómplatan er beinskorin (Direct Metal Mastering). Sig- urður lauk söngnámi á Ítalíu 1986. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk í ís- lensku óperunni og komið fram á tónleik- um víða um land og í útvarpi og sjón- varpi. Myndakvöld Ferða- félags íslands í kvöid, 14. des., verður myndakvöld hjá Ferðafélaginu og hefst það stundvíslega kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Að- gangur kr. 150. Veitingar í hléi. Tapað fundið Tommitýndur Hann er stór, svartur köttur með hvítan blett á hálsi. Hann tapaðist frá heimili sínu í Kópavogi fyrir u.þ.b. 5 vikum. Hann var með rauða og gráa ól. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlegast hafi /* samband við Kæju í sima 42502. Tónleikar Gospel-tónleikar á Hótel íslandi Ungt fólk með hlutverk stendur fyrir tón- leikum á Hótel íslandi í kvöld, miðviku- dag, kl. 21 til að styrkja uppbyggingu Biblíuskólans á Egilsstöðum. Ymislegt forvitnilegt verður á dagskrá tónleik- anna, allt kristilegt efni, t.d. verða sungn- ir söngvar af plötu sem er að koma út á vegum Ungs fólks með hlutverk og ber heitið Þú ert hjá mér, kórsöngur verður, No excuse syngur og leikur, Þorvaldur Halldórsson syngur negrasálma og margt fleira. Flytjendur, sem verða fiölmargir og koma flestir úr kristilegum samfélög- um sem starfandi eru, munu minna okk- ur á skemmtilegan hátt á komu jólanna. Miðasala við innganginn. Lögreglustjórinn í Reykjavík: Dregið hefur verið úr löggæslunni - birting skýrslunnar mlstök, segir lögreglustjóri Aðfaranótt föstudagsins tíunda nóvember 1944 voru tuttugu lög- reglumenn á vakt í Reykjavík. Þeir höfðu tvo bíla til umráða - en það var allur bílafloti lögreglunnar í þá daga. Aðfaranótt föstudagsins átj- ánda nóvember í ár voru sextíu lög- reglumenn á vakt og höfðu ellefu bíla til umráða. Þetta upplýsti Böð- var Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, á blaðamannafundi í gær. Böðvar sagðist nefna þetta sem dæmi um rangfærslur sem mætti finna í skýrslu Lögreglufélags Reykjavíkur. Böðvar Bragason sagði að á mestu álagstímum, sem eru aðfaranótt föstudags og laugardags, gerði lög- reglan ekki meira en að sinna neyð- arútköllum. Hann benti á að það væru fleiri dagar í vikunni og þá daga sinnti lögreglan eftirliti og fleiri verkum en bráðaútköllum - þrátt fyrir að dregið hafi verið úr löggæsl- unni á þeim tímum. Guðmundur Hermannsson yfirlög- regluþjónn sagði það ekki nýtt að yfirmönnum lögreglunnar þættu of fáir menn starfa við löggæslu. Hann sagði það hafa verið baráttumál í áratug að fá heimild til að ráða fleiri menn til löggæslustarfa í Reykjavík. „Lögreglan þolir ekki, löggæslu- lega séð, að dregið verði frekar úr mannafla. Ég hef varað við þessari þróun. Ég geri mér vonir um að við vinnum varnarsigur að þessu sinni,“ sagði Böðvar Bragason lögreglu- stjóri. Yfirmenn lögreglunnar sögðust fagna skýrslu Lögreglufélags Reykjavíkur en sögðu jafnframt að betur hefði farið ef skýrslan hefði verið rædd innanhúss áður en hún var gerð opinber. Þeir voru á þeirri skoðun að Lögreglufélagið hefði gert mistök með birtingu skýrslunnar. Böðvar Bragason upplýsti í gær að fengist hefði heimild til að kaupa 24 lögreglubila - í stað tiu eins og áður var ákveðið. DV-mynd S Meiming Fróðleg en sunduriaus Þetta er þriðja bókin í röð sem á þegar allt er komið að spanna sögu Isafjarðar og Eyrarhrepps hins forna frá upphafi og til vorra daga. Jón Þ. Þór hóf þetta verk fyrir nokkrum árum og fyrsta bindið kom út árið 1984, annað bindið tveim árum síðar og svo nú það þriðja enn tveimur árum síðar. Jón Virðist því halda góðum takti í út- gáfunni. Þetta eru allt væn bindi - hvert vel á þriðja hundrað síður - tölu- vert myndskreytt og vel frágengin. Fyrsta bindið lét Jón spanna árin til 1866 þegar ísafjörður varð kaup- staður í annað sinn. Annað bindið tekur til áranna 1867 til 1920 og fjallar um félags- og menningar- sögu svæðisins. Þriöja bindið tekur til sama tímabils en fjallar um at- vinnu og hagsögu ísafjarðarkaup- staðar og Eyrarhrepps. Þetta bindi er því tvískipt og tengjast hlutarnir óverulega. Með því hefur Jón afgreitt árin til 1920. Árin milli stríða verða því væntan- lega viðfangsefni fjórða bindis að tveimur árum liðnum ef Jón heldur sínu striki. Þegar öllu er lokið hafa ísfirðingar eignast veglega sögu síns heimahéraðs. Skipulagsvandi Jóni hefur í aðfaraorðum að bók- unum orðiö tíðrætt um vandann sem hann hefur ratað í við niður- röðun efnis í ritrööina og má deila um hvernig til hefur tekist. Eðlileg- ast hefði verið aö fá efni annars Jón Þ. Þór heldur góöum takti i útgáfum á sögu ísafjaðar. Bókmenntir Gísli Kristjánsson bindis og fyrri hluta þess þriðja saman í bindi en þá hefði það orðið óhæfilega stórt og því hefur það orðið niðurstaðan að skipta efninu. Einnig er umdeilanlegt hvort setja eigi þáttaskil við stofnun kaupstað- ar árið 1866 þegar sú athöfn var nánast formsatriðið eitt. Það er reyndar helsti gallinn á . verki Jóns að hann hlutar efnið of mikið niður. Hver þáttur í sögunni vill einangrast um of. Þannig er í þessu bindi að finna ágætt yfirlit yfir ísfirskar verslanir á tímabilinu og sömuleiðis útgerð einstakra manna en atvinnu- og hagsaga er þetta ekki. Því liljóta lesendur að sakna samhengisins í þessari sögu þótt hún sé víða fróðleg. Nýjar heimildir Jón hefur t.d. náð að grafa upp merkilegar heimildir um endalok Ásgeirsverslunar ,á ísafirði í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þetta var eitt risavaxnasta fyrirtæki sem starfað hefur á íslandi og er helst hægt að jafna við SÍS nú á dögum. Þessar heimildir verða Jóni að inn- leggi í sögu fjölskyldu Ásgeirssona en hremmingar verslunar á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri fá lítð rúm. En að athugasemdum sem þess- um slepptum þá verður því ekki neitað að bók Jóns er hin eiguleg- asta og frágangur allur til fyrir- myndar. Myndefnið er gott og lífg- ar upp tímana sem Jón skrifar um. Myndir af fólki og athöfnum þess bregða oft skemmtilegri birtu yfir frumbýlingsár nútímaatvinnulifs á íslandi. Saga isatjarðar III. bindi Höfundur: Jón Þ. Þór Útgefandi: Sögufélag ísfirðinga -GK Hrafnsgrein leiðrétt Nokkrar setningar féllu niður úr umsögn Gunnars Gunnarssonar um bók Ingva Hrafns Jónssonar, „Og þá flaug hrafninn", sem birtist í DV á föstudaginn. Setning á undan fyrstu millifyrir- sögn átti að vera: „Ég hygg aö frétta- stofa Sjónvarps hafi mjög breyst á þeim tíma sem hann starfaði þar - en jafnframt að þau vinnubrögð sem hann lagði þar til séu nú gleymd og grafin þótt skammt sé um hðið síðan hann var rekinn.“ í kaflanum „ Sjálfselska og skæt- ingur“ var setning sem átti að hljóða svona: Matthías var hins vegar sérstakur ráðunautur fréttastjórans fyrrver- andi meðan á starfsferlinum stóð, hringdur upp ef stýra þurfti um- ræðuþætti ellegar starfiö gerðist of þungt í skauti.” í seinni hluta umsagnar vantar svo eftirfarandi setningu: „Það er líka til of mikils mælst að maður í blóma lífsins sem enn finnur fyrir skófari vinnuveitandans á bakhlutanum geti lagt hlutlaust mat á það sem gerðist.'1 -ai. Slys gera ekki boð á undan sér! yUJ^ERDAR ÖKUM EINS OG MENNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.