Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988.
Fréttir
Tekjuskattsfhimvarp Ólafs Ragnars:
Lækkar skattleysismörk
um 3.175 krónur á mánuði
- miðað við óbreytt lög
Ef Alþingi afgreiðir tekju- og eign-
arskattsfrumvarp Ólafs Ragnars
Grímssonar fjármálaráðherra ekki
fyrir áramót munu ákvæði núgild-
andi laga um hækkun persónuaf-
sláttar taka gildi 1. janúar. Afsláttur-
inn hækkar samkvæmt lánskjara-
vísitölu og yrði 17.842 krónur i janúar
að lögunum óbreyttum. Skattleysis-
mörk yrðu þá við 50.687 króna mán-
aðarlaun, miðaö við 35,2 prósent
tekjuskatt og útsvar.
Ef frumvarp Ólafs Ragnars nær
hins vegar að verða lögum mun per-
sónuafslátturinn í janúar ekki verða
nema 17.675 krónur. Tekjuskattur og
útsvar yrðu þá um 37,2 prósent.
Skattleysismörk yrðu þá við 47.513
króna mánaðarlaun.
Ef Alþingi samþykkir frumvarpið
munu skattleysismörk verða 3.174
krónum lægri en ef engar breytingar
yrðu gerðar á lögunum.
Skattbyrði minnkar
ef frumvarpið fellur
í greinargerð meö frumvarpinu
segir að eitt af markmiðum þess, fyr-
ir utan að auka tekjur ríkissjóðs um
900 milljónir, séu að skattbyrði á
lægri laun hækki ekki. Það tekst sé
miðað við skattbyrði eins og hún
hefur verið í ár. En eins og sjá má
af dæminu hér að ofan leiðir frum-
varpið til hærri skattbyrði á lægri
laun miðað við að núgildandi lög
fengju að standa.
í undirbúningsvinnu að frumvarp-
inu var miðað við að persónuafslátt-
ur hækkaði milli ára í takt við laun.
Tveggja' prósentustiga hækkun á
tekjuafgangi var bætt upp með aukn-
um persónuafslætti svo skattar
hækkuðu ekki á 60 þúsund króna
mánaðartekjum.
í núgildandi lögum er hins vegar
gert ráð fyrir því að persónuafsláttur
hækki í takt við lánskjaravísitölu
tvisvar á ári. Allan síðari helming
þessa árs hafa laun verið fryst en
verðlag og þar með lánskjaravísitala
hefur hins ”egar hækkað. Sam-
kvæmt lögum ætti því persónuaf-
slátturinn að hækka um 1.750 krónur
um áramót.
Óbreytt lög myndu því leiða til
töluverðar minnkunar skattbyrði.
Hærri persónuafsláttur myndi
minnka skattbyrði á óbreyttum
launum.
Sveitarfélögin:
Allt frá 3 upp í 7,5 prósent útsvar
- hins vegar verða allir rukkaðir um sömu prósentuna
Fjármálaráðuneytið reiknar með
að meðaltalsútsvar sveitarfélaganna
verði um 6,7 prósent á næsta ári.
Einstaklingar munu því þurfa að
greiða um 37,2 prósent af tekjum sín-
um í tekjuskatt og útsvar.
Útsvarsprósenta sveitarfélaganna
er hins vegar mjög misjöfn. Að sögn
Snorra Olsen, deildarstjóra tekju-
deildar fjármálaráðuneytisins, verð-
ur hún að líkindum á bilinu 3 til 7,5.
• Þrátt fyrir þennan mun njóta þeir
sem búa í sveitarfélögum sem leggja
á lágt útsvar þess ekki þegar skattur-
inn er tekinn af þeim. Allir greiða
sömu meöaltalsskattprósentuna án
tillits til álagningar sveitarfélaga.
Ríkið sér síðan um að jafna út inn-
komunni milli sveitarfélaganna.
Þaö gerist síðan ekki fyrr en í ágúst
árið eftir að einstaklingar fá aö njóta
lágrar álagningar síns sveitarfélags.
Þá verður framtal þeirra gert upp og
þeir munu fá endurgreitt frá skattin-
um oftekið útsvar.
Á sama hátt munu þeir sem búa í
syeitarfélögum sem leggja á hærra
útsvar fá bakreikning.
Þar sem þetta er fyrsta árið sem
staðgreiðslukerfið er notað munu
fyrstu bakreikningamir veröa send-
ir út í ágúst á næsta ári.
Sé miðað við tekjur vísitölufjöl-
skyldunnar, sem eru um 140 til 150
þúsund á mánuði, geta þær fjölskyld-
ur sem búa í sveitarfélögum sem
leggja á 3 prósent útsvar búist við
um 64 þúsund krónum i endur-
greiðslu. Þeir sem hins vegar eiga
lögheimili í sveitarfélögum sem
leggja á 7,5 prósent útsvar geta búist
við um 14 þúsund króna bakreikn-
ingi.
Sá reikningur verður innheimtur á
sama hátt og eignarskattur. Ef hann
verður ekki greiddur kemur hann til
frádráttar bamabótum þegar þær
koma fyrst til útborgunar eftir ágúst
á næsta ári.
-gse
Hækkar tekjur ríkisins
um 2,2 milljarða
Ef Alþingi samþykkir frumvarp
Ólafs Ragnars ekki fyrir áramót mun
skattaálagning í janúar fara fram
samkvæmt núgildandi lögum. Ríkis-
stjórnin hefur ekki þingstyrk til þess
að koma frumvarpinu í gegn án
stuönings eða hjásetu einhvers þing-
manns stjórnarandstöðunnar.
Ef sá stuðningur fæst ekki fyrir
áramót er hætt við að ríkissjóður
verði af umtalsverðum tekjum.
Vísitölufjölskyldan hefur um 140 til
150 þúsund krónur á mánuði. Miðað
við óbreytt lög þyrfti hún að greiða
um 2.900 krónum minna í skatt í jan-
úar en samkvæmt frumvarpi Ólafs
Ragnars. Séu 62 þúsund slíkar fjöl-
skyldur í landinu jafngildir þetta um
180 milljón króna tekjutapi fyrir rík-
issjóð í janúar einum.
Þetta tekjutap jafngildir um 2,2
milljörðum á ári. Það þýðir að frum-
varp Ólafs Ragnars hækkar tekjur
ríkissjóðs af tekjuskatti um sömu
upphæð frá núgildandi lögum. Mis-
munurinn á þeirri upphæð og þeim
900 milljónum, sem frumvarp Olafs
Ragnars á að gefa samkvæmt grein-
argerð þess, sýnir hversu mikið
skattbyrði einstaklinga myndi
minnka á næsta ári ef núgildandi lög
stæðu óbreytt.
-gse
Núgildandi lög
Skattgreiðslur einstaklinga
Jan. 1989
i 1 i 1 i 1 i ■ i • ■ i ■ i ■ i ■ i ■' i 'i
50 60 70 80 90 100 120 140 160 180 200
KRÓNUR
Á þessu linuriti má sjá hvernig skattstiginn mun líta út í janúar samkvæmt
frumvarpi Ólafs Ragnars Grimssonar. Til samanburðar er sýnt hvernig
skattstiginn samkvæmt núgildandi tekjuskattslögum mun líta út ef frumvarp
Ólafs Ragnars kemst ekki í gegnum þingið.
í dag mælir Dagfari
Ný útflutningsvara
Guðni seldur, Guðni skrifar undir,
Guðni keyptur. Þannig hljóðuðu
fyrirsagnirnar á íþróttasíðum dag-
blaðanna alla síðustu viku og
ókunnugir ráku upp stór augu og
héldu að þrælasalan hefði haldið
innreið sína. En þeir sem fylgjast
með fótbolta vissu betur. Þeir vissu
að hér var átt við Guðna Bergsson,
þekktan knattspymumann úr Val,
sem var um það bil aö skrifa undir
atvinnumannasamning viö Totten-
ham í London. Þetta er ekki lengur
kallaö þrælasala heldur atvinnu-
mennska sem kemur út á eitt fyrir
knattspymumanninn því atvinnan
er fólgin í þrælahaldi hjá útlensk-
um fótboltaklúbbi í tiltekin ár þar
sem klúbburinn hefur eignarhald
á leikmanninum og getur selt hann
eða ráðstafað honum að vild eftir
að pilturinn hefur skrifað undir.
íþróttamenn ganga kaupum og
sölum eins og nautgripir eða mál-
verk eftir Picasso og era mældir
eftir gæðum sem felast í stærö og
þyngd og þeim eiginleika að geta
sparkað bolta lengra en aðrir. Meö
þessum orðum er ekki verið að
gera lítið úr samningi Guðna
Bergssonar við Tottenham, enda
næsta víst að Guðni græðir meira
á samningnum heldur en Totten-
ham.
Sagan segir að Guðni hafi fengið
tæplega þrjátíu milljónir króna fyr-
ir aö skrifa undir. Þá eru ótalin
launin sem hann fær í hverjum
mánuði og mundi margur maöur-
inn þiggja minna og vera harla
glaöur þó. Má segja að þetta sé ein-
asta gleðifregnin mitt í öllu krepp-
utalinu.
Dagfara dettur í hug hvort ekki
sé ástæða til að selja fleiri íþrótta-
menn úr landi og raunar ýmsa aðra
í leiðinni. Var það kannske hugs-
unin hjá ríkisstjórninni þegar hún
bauð Albert til Parísar að selja
hann til Frakka? Albert er heims-
frægur knattspymumaður og kann
áreiðanlega ýmislegt fyrir sér í þvl
sporti ennþá þótt aldurinn færist
yfir hann. Og hvað með Steingrím
og Jón Baldvin, svo ekki sé nú talað
um Ólaf Ragnar, sem allir eru
heimsfrægir á sína vísu og hafa
margoft gert það gott í útlandinu?
Jón Baldvin er tíi dæmis orðinn svo
vinsæl] erlendis aö hann kemst
ekki heim þótt allt sé að fara í bál
og brand í þinginu sem sannar vin-
sældir hans og eftirspum hjá ann-
arra manna þjóðum. Steingrímur
hefúr getið sér gott orð í Jórdaníu
og er í persónulegu vinfengi við
Gorbatsjov og Arafat og Nató neit-
aði að viðurkenna að hann væri
hættur sem forsætisráðherra þegar
Þorstéinn gegndi því starfi. Þor-
steinn var bara kallaður Stein-
grímur þegar Nató birtí myndir af
þjóðarleiðtogum og þar við sat.
Ólafur Ragnar hefur getíð sér
frægðarorð í öllum heimsálfum og
var sæmdur friðarverðlaunum
meðan hans naut við í alþjóðamál-
um og hefur látið þess getið að það
hafi verið að hans ráðum þegar
Gorbatsjov fækkaði í Rauðahern-
um. Að minnsta kosti vissi Ólafur
Ragnar aUt um þá fyrirætlun, enda
bestí vinur besta vinar Gorbatsjov
sem segir manni hvað Ólafur er
mikiU vinur vina sinna sem era
vinir þjóðarleiðtoganna.
Af hveiju má ekki selja svona
stjórnmálamenn úr landi? Hvaða
sanngirni er í þvi að Tottenham sé
að kaupa Guðna Bergsson fyrir
þrjátíu mUljónir fyrir að sparka
bolta þegar við höfum á að skipa
mönnum sem hafa hæfileika langt
út fyrir landsteinana? Dagfari er
viss um að það yrðu nógir um boð-
ið og i rauninni ættí Tottenham að
taka það til athugunar hvort klúb-
burinn þarf ekki á fjárhaldsmanni
aö halda sem hefur reynslu í því
að reka þjóðarbú með halla. Jón
Baldvin er í Póllandi þessa dagana.
Af hveiju kaupa Pólverjar ekki Jón
Baldvin fyrir sanngjarnt verð og
koma sér þannig upp öflugum tals-
manni vinstra megin við miðju?
Útflutningstekjur íslendinga
mundu ijúka upp ef útflutnings-
deUd iðnaöarins eða Sölumiðstöðin
nú eða þá bara pabbi Guðna Bergs
mundu taka það að sér að bjóða
reynda stjómmálamenn til sölu.
Það yrði ekki verri business heldur
en ullarpeysurnar, saltsUdin eða
lambakjötíð og þjóðin mundi ekki
telja það eftir að sér að greiða út-
flutningsbætur með stjórnmála-
mönnunum ef það greiddi fyrir söl-
unni!
Dagfari