Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 3
MTÐVIklíD'AGÍrá !«1. bÉÖBtóBEk'1988.
o
9
Fréttir
Strandaglópur 1 Viöey:
Borðaði hamborgar-
hrygg og kartöf lusalat
Iðnaöarmaöur varð í fyrrinótt aö
halda til í Viðey vegna þess að ekki
tókst að koma honum í land um
kvöldið. „Ég komst inn í íbúð ráðs-
mannsins og borðaði kaldan svína-
hamborgarhrygg með kartöflusal-
ati,“ sagði maöurinn sem heitir
ívar.
ívar fór í fyrramorgun út í Viðey
til að gera við loftræstikerfi Viðeyj-
arstofu. Um hádegi fóru ráösmað-
urinn og kona hans í land og ívar
var einn í eyjunni.
Síðdegis ætlaði Hafsteinn, sem
heldur uppi bátsferðum milli lands
og eyjar, að koma ráðsmanninum
og konu hans út í eyju og taka ívar
til baka. Hafsteinn varð að hverfa
frá vegna sjógangs. „Vestanáttin
stóð beint upp að bryggjunni og það
var ekki hægt að leggja að,“ segir
ívar.
Um klukkan 10 í fyrrakvöld var
gerð úrslitatilraun til að koma
Ivari til lands. Hafsteinn kom að
eyjunni og reyndi að leggja að
bryggjunni. „Bryggjan hafði færst
úr skorðum í sjóganginum og þaö
var ekki hægt að leggja að án þess
að eiga á hættu að báturinn
skemmdist. Hafsteinn kastaði til
mín lykli að íbúð ráðsmannsins og
sigldi í land,“ sagði ívar í símtali
við DV í gær.
ívar hafði símasamband við land
og matreiðslumaður Viðeyjarstofu
gat sagt honum hvar mat væri að
finna. ívar kvartaöi ekki undan
fæðinu sem var kaldur svínaham-
borgarhryggur og kartöflusalat.
„Ég var ekki alveg einn í eyjunni
því að með mér var svartur labrad-
orhundur ráðsmannsins og við
höfðum félagsskap hvor af öðrum.“
ívar sagðist í gær ekki hafa orðið
var við reimleika enda tryði hann
ekki á slíkt.
IÐUNNARBÓK
E R GÓ Ð BÓK
DRAUMA-
RÁÐNINGABÓKIN
Alla dreymir, og flestum leikur forvitni á
að vita hvað draumarnir tákna. Þeir eru
ýmist skýrar myndir eða dulræð tákn,
viðvörun, leiðsögn eða forspá. Þess
vegna skiptir miklu að ráða þá rétt og
túlka þann boðskap sem þeir bera
okkur. í þessari bók má fletta upp á fjöl-
mörgum draumtáknum og lesa um
merkingu þeirra. Fjöldi íslendinga segir
hér frá draumum sínum og hvernig þeir
rættust. Hér eru einnig kaflar um sjó-
mannadrauma og um merkingu nafna í
draumi, um þjóðtrú tengda draumum,
fyrirboða og fornar aðferðir til að
skyggnast inn í framtíðina. íslenska
draumaráðningabókin á erindi til allra
sem áhuga hafa á draumum og dul-
sýnum.
IÐUNN
Brœðraborgarstíg 16.• sími 28555
ÍSLENSKA AUGl ÝSINGASTOFAN HF
um
eftir Gunnlaug Guðmundsson stjömuspeking
y1 *f
Bjöm Karlsson \
grípur oft bókina um stjörnuspeki og notarhana til ab átta sig
á þeim sem hann þekkir. En hann byrjabi á ab gera sitt
eigib kort.
Rjörn erfceddurí merki Steingeitar ogjroí erhann ígrunnebli
jarbbundinn, leggur áherslu á ab ná áþreifanlegum árangri og
standa traustum fótum í tilverunni, Steingeitin er merki
uppbyggingar og efSteingeit ákvebur ab gera eitthvab vill hún
láta athöfn fylgja orbum. Bjöm er einnig raunsær, sérheiminn
eins og hann er og er tiltölulega laus vib óskhyggju.
Plánetan Venus stjómar ástum ogtilfinningum. / stjömukorti
Bjöms er Venus í Fiskamerkinu. Því hcettir Birni til ab fóma
ser fyrir ástvini sína. Hann leggur tnik/a áherslu á ab skilja
abra og koma til móts vib þarfirþeirra. Björn hefur allt til
ab bera til ab vera ncemur og tillitssamur elskhugi og getur
verib rómantískur.
Tunglib hefur afgerandi áhrif á tilfinningalífib og stjörnukort
Bjöms synir Tunglib í Vogarmerki. Þab táknarab hann erab
öllu jöfnu rólegur ogþcegilegur í umgengni en tekur samt sem
áburfmmkvœbi, sérstaklega á félags/egum oghugmyndalegum
svibum. Skapferli Björns er best lýst meb því ab segja ab hann
sé Ijúfur, þcegilegur, fágabur, kurteis og, mildur.
Þú getur á satna hátt og Björn gert stjömukort fyrirþig og
ástvini þína og aukib skilning þinn á því sem gerist.
„Hver er égP“ - bókin um stjömuspeki er vöndub, ítar/eg og
skemmtileg aflestrar. í bókinni em pláneturkort sem spantia
árin 1910-2001. Gunnar Karlsson myndskreytti bókina.
Bók allra sem láta lífib og samferbamenn sig varba.
ISHSSKA Ai'CL ÝSISCASTOFAS Hf
ÍÐJJNN
Brœðraborgarstíg 16 ■ sími 28555