Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. 9 Utlönd Ræða Arafats: Skref fram á við - segja Bandaríkjamenn Yasser Arafat bauð ísraelum í gær að koma til Genfar til að vinna ásamt Palestínumönnum að friði í Miðausturlöndum. ísraelsk stjórn- völd kölluðu boð hans stórkostlega blekkingu og Bandaríkin sögðu að Arafat hefði ekki uppfyllt nægilega vel skilyrði þeirra til að viðræður væni mögulegar. „Ég biö leiðtoga ísraels um að koma hingað undir forsjá Samein- uðu þjóðanna til að við getum í sameiningu náð fram friði," sagði hann á sérstökum fundi allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í Genf í gær. Fundurinn var færður til Genfar eftir að Bandaríkin höfðu neitað Arafat um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo að hann gæti ávarpað þingið í New York. Voru rökin þau að hann hefði ýtt undir hryðjuverk gegn bandarískum borgurum. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, hafnaði frumkvæði Arafats án umhugsunar og sagði að tillögur hans væru stórkostleg blekking og að þetta nýja hæverska yfirbragð PLO væri ekkert annað en sjónhverfing. Charles Redman, tálsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði að í ræðunni hefðu kom- ið fram áhugaverðir hlutir og þró- unin væri greinilega jákvæð. Hann sagði hins vegar að í lykilmálum hefði ekki verið tekið nógu skýrt til orða til að Bandaríkin gætu haf- ið alvöruviðræður við PLO. George Bush, sem tekur við emb- ætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi, sagði að rík- isstjórn hans mundi ekki ræða við PLO fyrr en mun ákveðnari yfir- ' lýsingar hefðu verið gefnar. Skilyrði Bandaríkjanna eru þrenns konar. PLO verður að við- urkenna tilverurétt ísraels, for- dæma skilyrðislaust öll hryðjuverk og viðurkenna ályktanir Samein- uðu þjóðanna númer 242 og 333 sem grundvöll fyrir friðarviðræðum. Samkvæmt ályktununum eiga Arafat ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna i Genf i gær Israelar að hverfa frá hemumdu svæðunum og fá í staðinn örugg landamæri. Að sögn Redmans hafði þriðji aðih tahð Bandaríkjamönnum trú um að Arafat myndi í ræðu sinni gefa afdráttarlausar yfirlýsingar um þessi efni an shkt hefði hins vegar ekki gerst. Heimildarmenn segja að Svíþjóð sé umræddur þriðji aðili. Reuter TOSHIBA örbylgjuofnum fylgja 3 valin áhöld fram til jóla. Og eins og áður án endurgjalds: B Q@® OQ® 00® ®^ Islenskar leiðbeiningar og uppskriftir. Matreiðslunámskeið hjá Dröfn H. Farestveit, hús- stjórnarkennara, sér- menntaðri í matreiðslu í örbylgjuofnum. íslensk námskeiðsgögn. Þér er boðið að ganga í Toshiba uppskriftaklúbb- inn. Meira en 14 gerðir ofna - Verð við allra hæfi. Góð greiðslukjör. Kaupið fullkominn ofn til framtíðarnotkunar. Simamynd Reuter Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - jjjQ BÍt-ASTÆÐf Miklar vonir bundnar við frið- arsamninginn Lending angólsk flugmanns á MIG-21 orrustuþotu í Namibíu í gær samtímis því sem fulltrúar frá Suð- ur-Afríku, Angólu og Namibíu undir- rituðu samningsdrög um sjálfstæöi Namibíu gæti orðið deiluefni í nefnd þeirri er fullvinna á samningsdrögin í næstu viku. Samningurinn verður endanlega staðfestur i New York þann 22. desember næstkomandi og í honum verður einnig kveðið á um brottflutning kúbskra hermanna frá Angólu. Gert er ráð fyrir að fimmtíu þúsund kúbskir hermenn verði flutt- ir frá Angólu fyrir júnhok 1991. Yfirvöld í Suður-Afríku, sem stýrt hafa Namibíu í trássi viö Sameinuðu þjóöimar og verið upp á kant við Angólastjóm í 13 ár, neituðu að segja hvort flugmaðurinn væri liöhlaupi eða hvaö gert yrði við hann. Utanrík- isráðherra Suður-Afríku, Pik Botha, neitaði á leið sinni frá Brazzavhle í Kongó, þar sem samningsdrögin vom undirrituð, að segja hvort hann myndi eiga samvinnu við yfirvöld í Angóla ef th deUna kæmi vegna at- viksins. Samkvæmt samningsdrögunum verða Suður-Afríkumenn að koma áætluninni um sjálfstæði Namibíu í framkvæmd 1. aprfl á næsta ári. Efna á til kosninga 1. nóvember í Namibíu sem verið hefur undir stjórn Suður- Afríku í nær öld. Diplómatar, sem viðstaddir voru undirritunina í gær, segja hana merkasta áfangann í Suður-Afríku frá því að Zimbabwe hlaut sjálfstæði frá Bretlandi árið 1980. Samningur- inn gæti bundið enda á hemað skæmliða í Namibíu en hann hefur staðið yflr í 22 ár. Einnig er vonast til að borgarastríðinu í suðurhluta Angóla, sem varað hefur í 13 ár, ljúki. Þar hafa hermenn stjórnarinnar átt í höggi við skæruliöa sem notið hafa stuðnings yfirvalda í Suður-Afríku. Swaposamtökin í Namibíu lýstu yfir ánægju sinni með undirritun samningsdraganna og spáðu því að þau myndu ná meirihluta í kosning- unum í nóvember í hinni fyrrverandi nýlendu Þjóðverja. Unitaskæruliðar, sem ekki tóku þátt í friöarviðræðun- um, hótuðu því hins vegar í gær að láta meira tU sín taka ef stjómin í Angólasemdiekkiviðþá. Reuter Laugavegi 164, sími 21901 eru fjarstýrðu bílarnir frá Tómstundahúsinu Hraói og kraftur einkenna þá, engar hindranir standast þá, það springur ekki á þeim og flestir bilstjórar frá 3ja ára og uppúr getastjórnaö tUROSOmc f • 0 ‘ Wr* J 1 f V .j ' W ® l ]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.