Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUK 14. DESEMBER 1988. Fréttir Útflutningsbætur greiöa fyrir heimaslátrun: Slátra heima og fá lömbin tvígreidd - slátruuarskýrslur bænda verða skoöaöar Gríðarleg heimaslátrun hefur átt sér stað í sveitum landsins það sem af er árinu og eru flestir sammála um aö magnið núna sé gjörólikt því sem áður hefur þekkst. Ástæður þess munu vera samspil kvóta og matarskatts. Að sögn bónda nokkurs á Suður- landi er töluvert um að bændur slátri 60 til 100 lömbum heima hjá sér og selji framhjá afurðastöðvun- um. Þessi sami bóndi áætlaði að magnið í ár væri 1200 til 1500 tonn sem heimamarkaöurinn velti. Þaö er tala sem samsvarar 100.000 skrokkum miðað við 15 kg meðal- þunga. Þetta er ótrúleg tala enda hafna forráðamenn bændasamtaka þessu - telja að umfangið sé mun minna. Mikil eftirsókn er í kjöt af heima- slátruðu, enda ódýrara. og þá þykir sumum það betra. Þá hafa margir bændur reynst duglegir í markaðs- setningu og hefur áöur verið sagt frá því hér í DV að þokkalegar pylsugerðir hafi sprottiö upp í sveitum. Það finnst hins vegar mörgum óþarfi að útflutningsbætur skuli borga fyrir kjöt af skepnum sem slátrað er heima og selt þar. Málið er þannig vaxið að bændur fá greiddar 158 krónur fyrir hvert kíló sem vantar upp á fullvirðisrétt þeirra'. Þegar bændur selja svo þetta kjöt selja þeir það 50 krónum undir viðurkenndu útsöluverði og hirða því 100 króna mismun. Þeir græða 100 krónur á hverju kílói sem þeir selja framhjá afurðastöðv- unum - þökk sé útflutningsbótun- um. Þá hafa margir bændur áhyggjur af því hvaða áhrif þessi mikla heimasala hefur á framkvæmd bú- vörusamninga. Þar eð mikið magn kjöts skili sér framhjá afurðastöðv- unum verði að endurskoða það magn sem bændum verði tryggt fullt verð fyrir. Bændur verða skoðaðir Að sögn Hákonar Sigurgrímsson- ar hjá Stéttarsambandi bænda hafa margir haft samband við þá og sagt svipaða sögu. Hann sagði að um 100 milljónir króna ættu að fara í að greiða bændum sem framleiddu ekki upp í fullvirðisrétt. Sú upphæð er tekin af útflutningsbótafé og er það rökstutt þannig að skynsam- legra sé að koma í veg fyrir fram- leiðslu sem síðan yrði að senda út. Þá eru 300.kr. greiddar með kílóinu. Hákon sagði að fyllsta ástæða væri til að fylgjast með því hvort framleiðsla minnkar verulega á milli ára og yrði keyrt saman slátr- unin nú og ásetningurinn í fyrra og ef eitthvað afbrigðilegt kæmi í Ijós yrði það skoðað. Gert er ráð fyrir að þessar 100 milljónir verði greiddar út í janúar en í október voru greiddar 27 millj- ónir til mjólkurframleiðenda sem náðu ekki að framleiða upp í full- virðisrétt sinn á því verðlagsári sem lauk í september. -SMJ Ríkisstjórnin gefur eftir verkfallsréttinn Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra lýsti því yfir á fundi í efri deild í gærkvöldi, við umræður uní bráðabirgðalögin, að felld yrði úr j"' sú málsgrein bráðabirgðalag- •".a þar sem kveðið er á um að óheimilt sé með verkföllum, verk- bönnum eða öðrum aðgerðum að knýja fram önnur laun en felast í bráöabirgðalögunum. Afram verða þó í gildi ákvæði sem framlengja alla gildandi kjarasamninga til 15. febrúar. Þessi yfirlýsing vakti mikla at- hygli?Hún kom rétt fyrir kl. 19 en hafði verið samþykkt á ríkisstjórnar- fundi fyrr um' morguninn. Umræð- um um bráðabirgðalögin var frestað um kl. 23 en 2. umræðu verður fram haldið i dag. Forráðamenn launþega- hreyfinganna komu fyrir fjárhags- og viðskiptanefnd í morgun og gerðu grein fyrir afstöðu sinni til þessara breytinga. Forsætisráðherra neitaði því alfar- ið að þe3si ákvörðun væri tilkomin vegna þess að bráðabirgðalögin hefðu ekki stuðning stjórnarliða. Hann sagðist hins vegar vera sann- færður um aö þessi ákvörðun gerði viðræður við launþegahreyfmgarnar auðveldari enda væri með þessu ver- ið að koma til móts við vilja þeirra. -SMJ Stjómarandstaðan: Björgunaraðgerðir hjá Steingrími „Þessi breyting hefur enga emis- Þorsteinn sagði að þetta hefði ekki er i gildi launafrysting," sagði Dan- lega þýðingu því allir samningar eru framlengdir til 15. febrúar og því er óheimilt aö breyta þeim með verkföllum þangað til,“ sagði Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. „Annaöhvort hef- ur ríkisstjórin ekki kunnað skil á efhi laganna eða hún hefur verið aö blekkja. Það er vitaö mál að þetta kom upp í ríkisstjórninni af því hún hefur ekki meirihlutafyrir bráðabirgðalögunum í eigin liði.“ áhrif á sameiginlega breytingatil- lögu stjórnarandstööunnar viö bráöabirgðalögin. „Það er eindregin stefna min aö samningar verði gefnir frjálsir og því skiptir þessi samþykkt miklu máli,“ sagði Aöalheiður Bjarn- freösdóttir, þingmaður Borgara- flokksins, um yfirlýsingu Stein- gríms en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið. „Það má ekki gleymast að ennþá fríöur Skarphéðinsdóttir, þing- flokksformaöur Kvejmalistans. Hún sagði að vissulega mætti túlka þetta svo aö ríkisstjórnin væri aö átta sig en einnig væri þetta björg- unaraðgerð hjá ríkisstjórninni. Hún sagðist ekkert vilja tjá sig um þaö hvort þetta heföi áhrif á afstöðu Kvennalistans til bráðabirgðalag- anna að öðru leyti. -SMJ Rlkissjóöur: Ekki afgangur á næsta ári í áætlunum fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að með hækkun á bens- íngjaldi, áfengi og tóbaki muni af- koma ríkissjóðs á næsta ári rétt skríða yfir núllið. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra lýsti því yfir á þingi í gær aö hallinn á ríkissjóði á þessu ári stefndi í um 7 milljarða. Þetta er ekki byggt á áætlun fjármálaráöuneytis- ins. Hallinn í lok nóvember var um 6 milljarðar. Gert er ráð fyrir aö út- koman á árinu öllu veröi um 5 til 6 milljarðar. Þessi halli gerir álíka' stórt gat í fjárlög næsta árs. Á móti um 5,5 milljörðum í nýja skatta og niðurskurð á næsta ári kemur að útgjöld hafa hækkaö um 400 milljónir. Fjármálaráðherra hef- ur því rúma 5 milljarða upp í 5 til 6 milljaröa gat á næsta ári. Til viöbótar bætist hækkun á bensíni og áfengi sem skila einhverjum hundruðum milljóna. Með þeim hætti verður rík- issjóður hallalaus en án tekjuaf- gangs. -gse Helgi og Margeir með 6,5 af 9 Helgi Ólafsson og Margeir Pét- ursson hlutu 6,5 vinninga í 9 umferðum á opna skákmótinu í Júgóslavíu. Sex skákmenn deildu með sér efsta sætinu og hlutu 7 vinninga. Jón L. Árnason hlaut 4,5 vinninga. Efstu menn mótsins voru Hul- ak, Gurevits, Psakhis, Polugajev- ski, Naumkin og Pigusov. Þeir eru allir frá Sovétríkjunum nema heimamaöurinn Hulak. Átta efstu menn mótsins unnu sér rétt til að tefla um sæti í heimsbikarkeppninni í skák. Margeir var aöeins hársbreidd frá áttunda sætinu en styrkleiki andstæðinganna réð röð skák- manna sem voru jafnir að vinn- ingum. -pv Kolbrún Haraldsdóttir, móðir þriburastúlknanna sem fæddust 18. október, tekur við jólaglaðningi upp á 150 þúsund krónur úr hendi Ragnheiðar Vig- gósdóttur, formanns kvenféiagsins Hringsins. Með á myndinni er Helga Hafsteinsdóttir, gjaldkeri Hringsins - og þríburasysturnar að sjálfsögðu. DV-mynd GVA Jólaglaöningur frá kvenfélaginu Hrmgnum: Gáfu þríburamóður 150 þúsund krónur * . # ^ o • - Kvenfélagið Hringurinn ákvað sam- hljóða á fundi fyrir skömmu að gefa Kolbrúnu Haraldsdóttur, móður þrí- burasystranna sem fæddust 18. okt- óber síðastliðinn, 150 þúsund krónur. Ragnheiður Viggósdóttir, formaður Hringsins, afhenti Kolbrúnu þennan jólaglaðning í gærdag. Kolbrún er gift Magnúsi ívari Þor- valdssyni prentara og eiga þau eina tveggja ára stelpu fyrir, Maríu, sem var í leikskólanum þegar blaða- mann, ljósmyndara og gefendur bar að garði. Kolbrún á auk þess tvo stóra stráka, 19 og 20 ára. Vel lá á þríburasystrunum við þetta skemmtilega tækifæri og létu þær sér fátt um finnast þótt stofan fylltist allt í einu af ókunnugu fólki - og flassljósi ljósmyndarans. Þríburasysturnar fóru heim með mömmu sinni 1. nóvember, daginn sem íjórburarnir fæddust. Kolbrún er sjálf tvíburi og verður fertug í febrúar. Þá á að skíra þríburasyst- urnar. „Það er hagkvæmast að slá þessum veislum saman.“ - Hvernig gengur að annast þríbur- ana? „Þaö er stundum erfltt, aðallega á nóttunni. Við reynum að skiptast á, halda vaktir, en oft erum viö ansi svefnlítil. Bróðurdætur mannsins míns, þær Hanna Dísa og Linda Rós, koma oft hingað og hjálpa til við aö annast frænkur sínar.“ Kolbrún segist hafa orðiö amma fyrir rúmu ári og _er annaö barna- barn á leiðinni. „Ég hef því varla mátt vera að því að vera amma þar sem maður hefur svo mikið að gera í kringum sín eigin börn.“ Það er í mörgu aö snúast fyrir jól- in, ekki síst þegar um þríbura er að ræða og tveggja ára systur þar aö auki. Kemur þessi glaðningur sér því örugglega vel fyrir Kolbrúnu og fjöl- skyldu. -hlh Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Engin ef nisleg breyting - allar aðgerðir bannaöar til 15. febrúar „Það er ljóst að það hefur orðiö grundvallarhugarfarsbreyting hjá ríkisstjórninni, sem ber að sjálfsögöu að fagna,“ sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ. „Eins og forsætis- ráðherra útskýrði fyrir mér þá er stefnt aö því að öllum verði heimilt að gera samninga og þess vegna ganga til verkfalla og hvaða aðgerða sem menn kjósa, þegar samningar eru lausir samkvæmt upphaflega samningstímanum. Það þýðir að sjó- menn og aðrir, sem voru með lausa samninga þegar lögin gengu yfir í vor, munu hafa allt opið þegar þessi breyting verður samþykkt, opinberir starfsmenn og Sókn um áramót og aörir síöar.“ Ásmundur sagði að eftir að hann hefði skoðað þetta nánar sýndist honum þetta ekki standast og því hefði hann fariö fram á lögfræðilega álitsgerð á þessari samþykkt ríkis- stjórnarinnar. „Mér sýnist að það standi það ákvæði að samningar séu framlengdir áfram til 15. febrúar og sé það réttur skilningur gildir sú al- menna vinnuréttarregla aö ekki er heimilt aö knýja fram breytingar á samningi með aðgerðum á meðan samningurinn er í gildi. En á gildis- tíma samnings gildir friðarskylda. Sé þetta rétt verður ekki séð að það sé nein efnisbreyting fólgin í þeim breytingartillögum sem er verið að leggja fram. Sé svo hefur ríkisstjórn- in ekki gengið eins langt og hún ætl- aði að gera og hún hlýtur að færa breytingarnar i þann búning að hennar vilji komi fram. Þá er eölilegt um leið að tryggja öllum sömu að- stöðu þannig að allir geti gengið til samninga með óbundnar hendur strax." Ásmundur sagði að þessar breyt- ingar hefðu engin áhrif á þær launa- hækkanir sem áttu að eiga sér stað á samningstímanum, 1. september og 1. desember. Þær myndu ekki koma til framkvæmda eftir sem áð- ur. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.