Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Blaðsíða 24
40 FÖSTÚDAGUR 20. JANÚAR 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Michael Jackson er ekki mannblendinn maður og á fáa nána vini. Tvær konur eru helstu vinir hans en það eru þær Liz Taylor og Diana Ross. En tryggasti vinurinn er sjálfsagt sjimpansinn sem Michael hefur átt í nokkur ár. Þegar Michael var á tónleikaferðalaginu í sumar leiddist sjimpansanum óskaplega að vera skilinn einn eftir heima. Brugðið vár á það ráð að útvega honum vinkonu af sömu dýrateg- und og kom þeim vel saman. •Núna á sjimpansaparið von á htl- um sjimpansa og allir eru voða kátir og Michael ekki síst. í Baejarbíói voru meðal annarra Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, Elísabet Brekkan og Gunnar Stefánsson, sem einnig er starfsmaður Ríkisútvarpsins. Hér eru tvenn vel þekkt hjón á mynd. Saman á miðri myndinni eru hjónin Sigriður Þorvaldsdóttir leikkona og Lárus Sveinsson hljómlistarmaður. Með þeim eru hjónin Unnur Arngrímsdóttir, framkvæmdastjóri Módelsamtak- anna, og Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari og útvarpsmaður. Fólk á frumsýningum Tvíburar voru mikið í sviðsljósinu um síðustu helgi. Á laugardag voru frumsýnd tvö leikrit, annað í Hafnar- firði og hitt í Reykjavík, sem bæði hafa tvíbura að yrkisefni. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi leikritið Sjang-Eng eftir sænska leikritahöf- undinn Göran Tunström, í þýðingu Þórarins Eldjárn. Verkið segir frá hinum einu sönnu síamstvíburum sem allir samvaxnir tvíburar eru nefndir eftir. Þeir Sjang og Eng voru samvaxnir á brjóstinu og gátu gengið hlið við hlið. Hins vegar lifðu þeir allt sitt líf samtengdir og áttu enga undankomu hvor frá öðrum. Hitt tvíburaleikritið var frumsýnt af Leikfélagi Hafnaríjarðar í Bæjar- bíói. Það verk er eftir William Shake- speare en er þýtt af Helga Hálfdanar- syni. Leikritið Allt í misgripum er gamanleikur og er eitt fyrsta verk höfundar. Leikritið íjallar um tvenna tvíbura sem vita ekki hver af öðrum og er söguþráðurinn spunninn um þann mikla misskilning sem verður þegar aðrir ruglast á tviburunum og þeir hver á öðrum. Hjónin Sveinn R. Eyjólfsson, stjórnarformaður og útgáfustjóri Frjálsrar fjöl- miðlunar, og Auður Eydal, leiklistargagnrýnandi hjá OV, voru gestir á frum- sýningu í Bæjarbíói. í Iðnó var fjöldi gesta á frumsýningu. Talið f.v. Rikharður Örn Pálsson en hann er höfundur tónlistar við verkiö ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni, Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona og eiginmaður hennar, Egill Ólafsson, tónlistar- maður og leikari. Iiz Taylor styður eyðnirannsóknir Um nýliðin jól var Liz Taylor útskrifuö af meðferðarstofnun Betty Ford og hefur sjaldan litið betur út eða liöið betur, að eigin sögn. Stuttu eftir heimkomuna til- kynnti hún erfingjum sínum að nær allar hennar eigur ættu að renna til eyðnirannsókna eftir sinn dag. Það eina sem þau fá í sinn hlut er nokkurs konar varasjóður sem þau geta gripið til ef þau verða atvinnulaus eða mæta öðrum óvæntum fjárhagsörðugleikum. Þetta hefur valdiö miklum úlfaþyt hjá börnunum hennar íjórum en þau hafa mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun. Synir hennar tveir, sem hún átti með leikaranum Michael Wilding, eru ákaflega óhressir meö þessa ákvörðun og hafa þrábeðið hana að endurskoða hana. Dætur hennar tvær, önnur er dóttir Liz og Mike Todd og hina ættleiddu Liz og Richard Burton, hafa samþykkt ákvöröun móður sinnar. Þær segja móður sína eiga þessa peninga og hún ráði sjálf hvað verði um þá. Auk þess segja þær Liz enn unga og hún þurfi sjálf að nota peningana sína um ókomin ár. Síðan góðvinur Liz, Roek Hud- son, lést úr eyðni hefur hún verið ötull baráttumaður fyrir rann- sóknum á þessum banvæna sjúk- dómi. Því segja vinir hennar að arfleiðslan til eyðnirannsókna komi ekki á óvart og sé alveg í takt við hennar fyrri aðgerðir í barát- tunni. Henni hefur hingað til tekist að safna rúmum 100 milljónum í þessar rannsóknir . Deiltum annan arf Á sama tíma og Liz tilkynnti um ákvörðun sína stóðu yfir réttarhöld í öðru arfsmáli. Þar er verið að bít- ast um þær 130 milljónir sem Rock Hudson lét eftir sig. Hann átti eng- in börn og enga aðra beina erf- ingja. Nú er það sambýlismaðurinn Marc Christian sem gerir kröfu í dánarbúið. Hann telur sig eiga arfs- rétt því síðustu árin sem Rock lifði hafi hann veriö vinur, ritari, elsk- hugi og að síðustu einasta hjálpar- hella Rock í veikindum hans. Við lát hans búi hann við stöðugan ótta við eyðnismit og það eitt sé nægur grundvöllur fyrir kröfu í dánar- búið. Liz Taylor hefur verið ötull baráttumaður fyrir auknum rannsóknum á eyðni. Rock Hudson. Myndin er tekin þegar Rock tilkynnti opinberlega um sjúkdóminn sem síðar dró hann til dauða. Tom Selleck - sem við þekkjum úr Magnum þáttunum - hefur verið í hús- næðisleit. Leitin að heppilegu húsnæði hefur tekið hann og eig- inkonuna töluverðan tíma en nú sér loks fyrir endann á henni. Hjónin hafa fundið hentugt hús- næði í Kaliforníu en það er ein- býlishús að verðmæti rúmar 200 milljónir. En þar sem fjölgunar er að vænta í fjölskyldunni í næsta mánuði veitir ekki af þokkalega stóru og rúmgóðu hús- næði. Bob Geldof varð faðir á nýliðnu ári. Hann og eiginkonan, Paula, eru ákaflega stolt af erfingjanum litla. En mörgum vinum og kunningjum þeirra finnst þessi hrifning hjón- anna ganga nokkuð út í öfgar. Hver sá sem rekur inn nefið á það heimili er drifinn inn í sjónvarps- herbergi til að horfa á þennan mikla atburð af myndbandi. Gestimir bera sig illa yfir þvi að þurfa að sitja undir þessu og jafn- vel oftar en einu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.