Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989.
13
Lesendur
Berum virðlngu fyrlr öldruðum:
Erum öll á sömu leið
Þórhildur skrifar:
Lært fólk, ekki síður en aðrir, á
að virða aldraða. Margt hálært fólk
virðist hafa tapað virðingu fyrir
venjulegu alþýðufólki. Aldrað fólk
virðist samt ver ða fy rir mesta virð-
ingarleysinu. Um leið og þetta fólk
lendir inni á stofnun hrömar það
eða að minnsta kosti er það dæmt
til hrörnunar. Það verður að sætta
sig við margt, sera það áður þurfti
e.t.v. ekki, og taka við því sem að
því er rétt.
Þessu fólki er ekki ætlað að tjá
sig um eitt eða annað sem máli
skiptir og helst ætlast til að það sé
skoðanalaust. Sem betur fer em
hjá sumum öldrunarstofnunum
einstaklingar sem gefa sér tíma til
að leggja við hlustir og heyra hvað
hinir öldraðu hafa til málanna að
leggja. En alltaf komast þó inn per-
sónur sem ekki ættu að vera þar í
starfi.
Tökum til dæmis matartímann.
Harni hefur sérstök einkenni.
Matnum er dreift og enginn má
helst sjá eða spyrja hvað sé á boð-
Hjá öldrudum á vistheimilum er
matartíminn of» mikilvæg stund.
stólum og því síður má fólk segja
hvað það vill stóran skammt. En
þetta er mikið mál fyrir hina öldr-
uöu. Einnig hvað fólk vill drekka
með matnum, því er ekki sama um
það. Margir gera vel, ræða svolítið
við mannskapinn, og slikar persón-
ur skera sig úr. Og þótt hinir öldr-
uðu virðist vera utan við sig
streymir ánægjan úr andlitum
þeirra - fólks sem ber merki mikill-
ar lífsreynslu sem nútímafólk trúir
ekki og getur ekki sett sig inn í.
Það er hlaupið og hamast, matn-
um dreift og dæit í gamla fólkið.
Og það sem er þama til aö slappa
af! En það er orðið svo vant þessu
áhlaupi að það dembir þessu í sig
og leggst svo undir feld þar til
næsta áhlaup kemur. Þetta er því
miður svona á alltof mörgum stofn-
unum og oft era ættingjar kunnug-
ir ölium hnútum en þykjast ekkert
sjá eða skúja.
Einnig gleymist oft að fólk þarf
að fá andlega fæðu oftar en um jól
og áramót, einnig meira mannlegt
samhengi. Enginn má gleyma því
að öli fórum við sömu leið er við
flyljum yfir hafið, á strönd endis í
mannheimi. - Við erum sannarlega
á langferð um lífsins haf.
Stöö 2:
Of margar endursýningar
)ARTAPI
Sdaga megrun,sem
VIRKAR!
* ITAEJMNGAR i
LÁGMARKl
. NGAR AUKAVERKANIR
Vandaður bæklingurmeö upp-
lýsingum og leiðbeiningum á
íslensku fylgir.
FÆST í APÓTEKUM OG-BETRI MÖRKUÐUM.
ÍEÐJANDI OG
BRAGÐGOTT
\LLAR MATARAHYGGJUR
ÚRSÖGUNNI
Heildverslun,
Þingaseli 8,
Sími 77311
B L AÐ
BURÐARFÓLK
l■- Jw&ljo ■■
Laugavegur Oddatölur
Barónsstíg
Eiríksgötu
Fjölnisveg
Mímisveg
Baldursgötu
Bragagötu
Haðarstíg
Urðarstig
Nönnugötu
Linda Karlsdóttir hringdi:
Ég er ein af þeim sem tóku Stöð 2
feginshendi því eins og margir aörir
var ég orðin hundleið á ríkissjón-
varpinu. Þess vegna rauk ég til og
fékk mér afruglara eða myndlykil
um leiö og þeir komu.
í fyrstu var ég himinlifandi því
þetta var allt annað líf. En svo fór
að versna er tekið var upp á þeim
vana , mér og örugglega fleiri til
mikils angurs, aö endursýna myndir
æ ofan í æ. - Þaö væri nú svo sem í
lagi ef þetta væri gert einungis síö-
degis. En, nei takk, hver myndin á
eftir annarri er endursýnd um helgar
einnig.
Á föstudags- og laugardagskvöld-
um, þegar fiölskyldan hefur komið
sér notalega fyrir og ætlar aö fara
aö horfa, koma myndir sem maður
er búinn að sjá tvisvar, jafnvel þrisv-
ar áður. Að vísu segi ég þeim það til
hróss að oftast eru þetta góöar mynd-
ir og myndirnar um jólin voru mjög
góðar, t.d. Nafn rósarinnar og þætt-
irnir um Laxness.
Og þá kem ég að ööru, þ.e.a.s. fram-
haldsþáttunum. Þeir hafa oft verið
með góða þætti hjá Stöð 2, svo sem
Stríðsvinda og Hong Kong Noble
House. - Er ekki hægt að fá fleiri
þætti í svipuðum dúr eins og t.d. I
Will Take Manhattan eftir Judith
Kranz?
Ég hvet þá sem eru sama sinnis og
ég að láta nú í sér heyra svo að Stöð
2 verði aftur eins góð og hún var í
upphafi.
Nokkur orð um
Kvennaframboðið
Reykvíkingur skrifar:
Það sem ég sé gott við þessi samtök
er það að ekki mun skorta verkefni
fj'rir félagsfræðinga og sálfræðinga
21. aldar þegar einstaklingar þessara
stétta vilja skreyta sig með doktors-
gráöunni. - Þær verða áreiðanlega
skemmtilegar margar ritgerðirnar
þeirra og útskýringarnar á því hvað
hafi valdið því að stór hópur kvenna
hafði það á stefnuskrá sinni aö
„svipta" karlmenn þeim sjálfsögðu
mannréttindum að hafa kjörgengi.
Hvers vegna gerðist þetta í landi
þar sem: - réttindi kvenna höföu
verið meiri sl. 1100 ár en í nokkru
öðru landi hvíta kynstofnsins? - í
landi sem varð 4. í röðinni til að lög-
leiða kosningarétt kvenna (gleymið
ekki að geta þess í félagsmálaskóla
ykkar kvenna, sem vonandi verður
ekki i Alþingishúsinu, aö æði stór
hluti karla haföi heldur ekki rétt til
að kjósa til Alþingis) - og í landi þar
sem það hefur jafngilt góöri fasteign
aö ganga í pilsi.
Ef þú, lesandi góður, trúir ekki þá
rifiaðu upp einkamálaauglýsingar
undanfarin ár, faröu í manntals-
skýrslur eða spjallaðu viö einhverja
á „góöum aldri“ - þær eru víðar en
á Brávallagötunni. Þetta kven-
mannshallæri jafngildir því að 5
milljónir Bandaríkjamanna væru
dæmdar til einlífis eöa sæktu kvon-
fang til annarra landa. - Viö skulum
vona að Jafnréttisráð taki þetta fyrir
og bendi á ráð til úrbóta.
Útlendingar búsettir hér hafa bent
á það séríslenska fyrirbrigði að konu
er ekki mótmælt á fundi ef hún talar
ekki í nafni pólitísks flokks. Þetta
kann ekki góöri lukku að stýra.
Heimilin eru rústuð. Atvinna hundr-
uða, jafnvel þúsunda, flyst úr landi
til kvenna í Bandaríkjunum, Bret-
landi, Portúgal, til Austur-Evrópu og
Asíu - þangaö sem ekki er búið aö
eyðileggja vinnumóralinn með van-
hugsuðum og einfeldningslegum
upphrópunum.
Aö mínum dómi er eftirfarandi
rökrétt: Styöjum konur í þeirri ósk
að stofna sérstök stéttarfélög, sbr.
umræöur eftir fundinn á Hótel Borg
sl. vetur. - Kennarar gætu byrjað hjá
opinberum starfsmönnum meö karl-
kennarafélag, þá lögfræöingar,
verslunarfólk, o.s.frv. Gerið samt
ekki þá vitleysu að vænta breytinga
fyrr en með nýrri kynslóð. Það er
hins vegar sígilt að rökræða hugtak-
ið „kynslóð“. - Með jafnréttiskveðju.
Hringið í síma 27022
milli kl. 10 og 12 eða skrifið
WMO,
Þú gætir fengið milljónir. Svo
getur bónustalan fært þér hundr-
uð þúsunda. Mundu bara að vera
með.
Sjálfvirkur símsvari með upplýs-
ingum um vinningstölur og upp-
hæðir: 681511.
íþróttamiðstöðinni Laugardal. Sími 91-685111.
Láttu vélina velja eða treystu á
eigin tölur. Sumir nota afmælis-
daga, aðra dreymir tölurnar.
Kannski rætist stóri draumurinn
þinn á laugardaginn.