Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989.
43
Afmæli
Jakob Jónsson
Jakob Jónsson, fyrrv. sóknar-
prestur og rithöfundur, Seljahlíð,
Hjallaseh 55, Reykjavík, er áttatíu
og fimm ára í dag. Hans Jakob er
fæddur á Hofi í Alftafirði í Suður-
Múlasýslu og ólst upp á Djúpavogi.
Hann varð stúdent utanskóla frá
MR1924 og lauk guðfræðiprófi frá
HÍ1928. Jakob var í framhaldsnámi
í háskólanum í Winnipeg 1934-1935
og í námi í kennimannlegri guö-
fræði og Nýjatestamentisfræði í há-
skólahum í Lundi 1959-1960. Hann
tók licentiatpróf í guðfræði í Lundi
1961 og varð doktor í guðfræði frá
HÍ1965 fyrir bók sína um kímni og
skop í Nýja testamentinu. Jakob
vígðist aðstoðarprestur fóður síns á
Djúpavogi 22. júlí 1928 og var prest-
ur á Norðfirði 1929-1935. Hann var
prestur íslenskra safnaða vestan
hafs 1935-1940 og í Hallgrímspresta-
kalli í Rvík 1941-1974. Jakob hefur
verið kennari í barnaskóla, mennta-
skóla, guðfræðideild háskólans og
námskeiðum í Hjúkrunarskólan-
um. Hann var skólastjóri gagn-
fræðaskólans í Neskaupstað 1931-
1934 og í bæjarstjórn Neskaupstaðar
1934. Jakob var í stjórn Prestafélags
Austfjarða, Prestaifélags íslands og
formaður þess 1954-1964. Hann var
formaður slysavarnadéildarinnar
Ingólfs í Rvík 1942-1953, í Skálholts-
hátíðarnefnd ogí Sálmabókarnefnd
1940 og 1961. Jakob var fulltrúi ís-
lensku kirkjunnar á stofnfundi al-
kirkjuráðsins í Amsterdam 1948 og
er félagi í hinu kunna vísindafélagi
Studiorum Novi Testamenti Societ-
as (SNTS). Hann hefur samið fjölda
rita, m.a. leikrit, tvær ljóðabækur
og bækur um Nýjatestamentisfræöi.
Jakob kvæntist 17. júlí 1928 Þóru
Einarsdóttur, f. 12. desember 1901.
Foreldrar hennar voru Einar Ólafs-
son, múrari í Rvík, og kona hans,
Guðrún Jónasdóttir. Böm Jakobs
og Þóru eru Guðrún Sigríður, f. 5.
júlí 1929, hjúkrunarfræðingur og
íransfræðingur í Kaupmannahöfn,
gift Hans W. Rothenborg, sérfræð-
ingi í húðlækningum; Svava, f. 4.
október 1930, bókmenntafræðingur,
rithöfundur og fyrrv. alþingismað-
ur, gift Jóni Hnefli Aðalsteinssyni,
doktor og dósent i HÍ; Jökull, f. 14.
september 1933, d. 25. apríl 1978, rit-
höfundur, fyrri kona hans var Jó-.
hanna Kristjónsdóttir, seinni kona
hans var Ása Beck; Þór, f. 5. október
1936, doktor, deildarstjóri á Veður-
stofu íslands, kvæntur Jóhönnu
Jóhannesdóttur, rannsóknarmanni
og tæknifræðingi, og Jón Einar, f.
16. desember 1937, héraðsdómslög-
maður, kvæntur Guðrúnu Jakobs-
son. Bræður Jakobs: Finhur, f. 1901,
lést þriggja vikna, og Eysteinn, f. 13.
nóvember 1906, fyrrv. ráðherra.
Fóstursystur Jakobs vom Elísabet
Beck, hálfsystir móður hans, og
Guðrún Sveinbjamardóttir, syst-
urdóttir móður hans.
Foreldrar Jakobs voru Jón Finns-
son, prestur á Djúpavogi, og kona
hans, Sigríður Hansdóttir. Jón var
sonur Finns prests á Klyppsstað,
bróður Jóhönnu, móður Sigfúsar
Sigfússonar þjóðsagnasafnara.
Finnur var sonur Þorsteins, skálds
í Mjóanesi, Mikaelssonar, skipstjóra
Matthiesens, eða Mathias, sem var
sænsk-norskur í fóðurætt en enskur
í móðurætt. Móðir Finns var Kristín
Jónsdóttir, prests í Vallanesi, Stef-
ánssonar, b. á Þverhamri í Breið-
dal, bróður Sigríðar, langömmu
Önnu, langömmu Þorbergs Þórðar-
sonar. Sigríður var einnig lang-
amma Þorbjargar, ömmu Davíðs
Ólafssonar, fyrrv. seðlabankastjóra.
Foreldrar Stefáns voru Magnús
Guðmundsson, prestur á Hallorms-
stað, og kona hans, Kristín Páls-
dóttir, prófasts á Valþjófsstað,
Högnasonar. Móðir Kristínar var
Þóra Stefánsdóttir.prófasts og
skálds í Vallanesi, Olafssonar, pró-
fasts og skálds í Kirkjubæ í Tungu,
Einarssonar, prófasts og skálds í
Eydölum, Sigurðssonar. Móðir
Kristínar Jónsdóttur var Margrét
Gísladóttir, systir Halldórs, langafa
Gísla, afa Jóhannesar Gunnarsson-
ar, formanns Neytendasamtakanna.
Annar bróðir Margrétar var Ámi,
langafi Guðmundar, afa Emils
Bjömssonar, fyrrv. fréttastjóra.
Móðir Jóns Finnssonar var Ólöf
Einarsdóttir, b. í Hellisfirði, Er-
lendssonar, b. í Hellisfirði, Ámason-
ar, ættföður Hellisfjarðarættarinn-
ar, föður Þórarins, langafa Guðnýj-
ar, móður Vals Arnþórssonar, og
langafa Odds, föður Davíðs borgar-
stjóra. Móðir Ólafar var Þuríður
Hávarðsdóttir, b. á Hólum, Jónsson-
ar og konu hans, Guðnýjar Þor-
steinsdóttur, systur Jóns, afa Stein-
unnar, ömmu Svavars Guðnasonar
listmálara, og langafa Heimis
Steinssonar þjóðgarðsvarðar.
Sigríður var dóttir Hans Becks,
JakobJónsson.
b. og hreppstjóra á Sómastöðum í
Reyðarfirði, Christianssonar Becks,
verslunarmanns á Eskifirði, frá
Vejle á Jótlandi. Móðir Hans var
María, systir Þórarins, afa Finns
listmálara og Ríkharðs myndskera
Jónssona. María var dóttir Richards
Longs, verslunarstjóra á Eskifirði,
afenskum borgaraættum. Móðir
Sigríðar var Steinunn Pálsdóttir,
systir Guðnýjar, langömmu Bergs
Jónssonar rafmagnseftirlitsstjóra.
Jakob og Þóra taka á móti gestum ,
í samkomusal Hallgrímskirkju kl.
16-18 á afmælisdaginn.
Þórhildur Björg
Þórhildur Björg Jóhannesdóttir,
Hátúni 2, Reykjavík, er níræð í dag.
Þórhildur Björg er fædd á Víkinga-
vatni í Kelduhverfi og ólst upp í
Krossdal í sömu sveit. Hún var bú-
stýra föður síns eftir lát móður
sinnar, 1919-1926, og vann á Krist-
nesspítala 1926-1932. Þórhildur gift-
ist 12. desember 1932 Ásmundi Ei-
ríkssyni, f. 2. nóvember 1899, d. 12.
nóvember 1975, forstöðumanni
Hvítasunnusafnaðarins. Foreldrar
hans voru Eiríkur Ásmundsson, b.
á Reykjarhóli í Fljótum, og kona
hans, Guðrún Magnúsdóttir. Systk-
ini Þórhildar voru Guðrún Þórný,
f. 20. ágúst 1896, d. 15. febrúar 1935,
gift Kristjáni Eggertssyni, kennari í
Grímsey, og Þórarinn, f. 29. október
1905, d. 16. júlí 1970, b. í Krossdal í
Kelduhverfi, kvæntur Ingveldi
Guðnýju Þórarinsdóttur frá Kíla-
koti. Sonur þeirra var Þórarinn,
prestur í Þóroddsstaðaprestakalli,
síðara skólastjóri í Skúlagarði.
Foreldrar Þórhildar voru Jóhann-
es Sæmundsson, frá Narfastaðaseli
í Reykjadal, og kona hans, Sigríður
Þórarinsdóttir frá Víkingavatni,
Föðurbræður Þórhildar voru Frið-
rik, faðir Sæmundar, framkvæmda-
stjóra Stéttarsambands bænda,
Kristjáns framkvæmdastjóra Úl-
tímu, Jóhanns, framkvæmdastjóra
í Rvík, og Barða, fyrrv. fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bandsins; og Torfi, langafi Höskuld-
ar Þráinssonar prófessors. Jóhann-
es var sonur Sæmundar b. í Narfa-
staðseli, Jónssonar, b. á Höskulds-
stöðum, bróður Þorkels, langafa
Kristj.önu, móður Karls Strand
læknis. Annar bróðir Jóns var Jó-
hannes, faðir Kristínar, móður
prentaranna Jóhannesar, formanns
Kristniboðsfélags karla, og Páls,
Sigurðssonar, föður Sigurðar prests
í Hallgrímsprestakalli í Rvík. Dóttir
Kristínar var Anna, móðir Salome
alþingismanns og Sigurðar Þorkels-
sonar ríkisféhirðis. Þriðji bróðir
Jóns var Sæmundur, afi Valdimars
Ásmundssonar ritstjóra, afa Bríetar
Héöinsdóttur leikstjóra. Jón var
sonur Torfa, b. í Holtakoti, Jónsson-
ar, b. á Kálfborgará, Álfa-Þorsteins-
sonar. Móðir Jóhannesar var Þórný
Jónsdóttir, b. á Fjöllum, Gottskálks-
Jóhannesdóttir
sonar, b. á Fjöllum, Magnússonar,
ættföður Gottskálksættarinnar, föð-
ur Magnúsar, afa Benedikts Sveins-
sonar alþingisforseta, föður Bjama
forsætisráðherra. Móðir Þórnýjar
var Ólöf Hrólfsdóttir, b. á Hafralæk,
Runólfssonar, b. í Kílakoti, Pálsson-
ar, b. á Víkingavatni, Arngrímsson-
ar, af ætt Hrófunga.
Móðursystkini Þórhildar voru
Björn, faðir Þórarins, skólameistara
á Akureyri, Jónína, móðir Björns
Kristjánssonar kaupfélagsstjóra, og
Ólöf, kona Benedikts Kristjánsson-
ar, prófasts á Grenjaðarstað. Sigríð-
ur, amma Þórhildar, var dóttir Þór-
arins, b. á Víkingavatni, bróður
Ólafar, konu Magnúsar Gottskálks-
sonar. Þórarinn var sonur Björns,
b. á Víkingavatni, bróður Þórarins,
afa Jóns Sveinssonar, Nonna, og
langafa Árna Óla. Annar bróðir
Bjöms var Grímur, langafi Sveins
Víkings prests og Sveins Þórarins-
sonar listmálara. Björn var sonur
Þórarins, b. á Víkingavatni, Páls-
sonar, bróður Runólfs. Móðir Þórar-
ins Björnssonar, var Guðleif Þórar-
insdóttir, b. í Lóni Guðmundssonar,
Þórhildur Björg Jóhannesdóttir.
bróður Guðmundar, föður Sveins á
Hallbjarnarstöðum, afa Kristjáns
Fjallaskálds. Móðir Þórarins var
Ingunn Pálsdóttir, systir Runólfs.
Þórhildur tekur á móti gestum í
neðri sal Fíladelfíukirkjunnar kl.
18-20 í dag.
Birgir Guðmundsson
Birgir Guðmundsson, yfirbirgða-
stjóri íslenskra aöalverktaka á
Keflavíkurflugvelli, til heimilis að
Arnarhrauni 29, Hafnarfirði, verður
sextugur á sunnudaginn.
Birgir fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp. Hann stundaði nám við
Samvinnuskólann í Reykjavík
1947^8, vann við verslunarstörf á
Siglufirði til 1952, við birgðaumsjón
á Keflavíkurílugyelli frá 1952-57 en
hefur starfað hjá íslenskum aðal-
verktökum frá 1957.
Birgir var búsettur í Hafnarfirði
frá 1952-58, í Garðabæ frá 1958-72
og síðan aftur í Hafnarfiröi frá 1972.
Hann var formaður skátafélagsins
Fylkis á Siglufirði 1947-51, formaður
Ungmennafélagsins Stjörnunnar í
Garðabæ 1970-71 og formaður for-
eldra- og vinafélags Kópavogshælis
frá 1979. Þá er Birgir gjaldkeri Li-
onsklúbbs Hafnarfjarðar 1988-89.
Kona Birgis er Mary A. Marinós-
dóttir, aðstoðarstúlka sjúkraþjálf-
ara á Hrafnistu í Hafnarfirði, f. 4.9.
1931, dóttir Marinós Sigurðssonar
bakara, f. 1900, d. 1971, og Guðrúnar
Jónsdóttur húsmóður, f. 1900, d.
1970. Marinó og Guðrún bjuggu
lengst af á Húsavík.
Börn Birgis og Mary em: Alma,
f. 2.3.1951, hjúkrunarfræðingur á
Hrafnistu í Hafnarfirði, gift Stein-
grími Haraldssyni vélstjóra, en þau
em búsett í Hafnarfirði og eiga tvö
böm; Marinó Flovent, f. 4.11.1958,
bakari, kvæntur Jóhönnu Ingi-
marsdóttur skrifstofumanni, en þau
búa í Kópavogi og eiga eitt barn, og
Birgir Már, f. 10.1.1963, vistmaður
áKópavogshæli.
Birgir á tvo bræður. Þeir eru: Ari,
f. 14.9.1927, veðurfræðingur í Sví-
þjóð, kvæntur Birgit Guðmundsson,
en þau eiga fimm börn, og Skarp-
héðinn, f. 7.4.1930, fulltrúi Sam-
vinnubankans í Hafnarfirði og fv.
íslandsmeistari í skíðastökki,
kvæntur Ester Jóhannsdóttur, en
þau búa í Hafnarfirði og eiga sjö
böm.
Foreldrar Birgis voru Guðmund-
ur Skarphéðinsson, f. 1895, d. 1932,
skólastjóri og bæjarfulltrúi á Siglu-
firði, og kona hans, Ebba G.B. Flo-
ventsdóttir húsmóðir, f. 1907, d. 1935,
en þau bjuggu á Hólum á Siglufirði.
Systir Ebbu er Maggý, móðir Ebbu
Guðrúnar, konu Ólafs Skúlasonar
vígslubiskups. Guðmundur var son-
ur Skarphéöins, smiðs og verkstjóra
á Siglufirði, Jónassonar í Gmndar-
koti, bróöur Þórdísar, langömmu
Jóns Skaftasonar borgarfógeta. Jón-
as var sonur Jóns í Grundarkoti,
bróður Þórðar Jónassonar háyfir-
dómara, föður Jónasar Jónassen
landlæknis. Móðir Jónasar var Sig-
ríður Jónsdóttir á Vatnsenda,
Magnússonar. Móðir Jóns var Ingi-
björg Þorleifsdóttir, b. og hrepp-
stjóra á Siglunesi, Jónssonar og
konu hans, Ólafar Ólafsdóttur. Móð-
ir Ólafar var Guðrún Jónsdóttir, b.
á Brimnesi, Arnórssonar, Þor-
steinssonar, b. á Stóru-Brekku, Ei-
ríkssonar, ættföður Stóru-Brekku-
ættarinnar, föður Péturs, langafa
Þóreyjar, ættmóður Thorodddsens-
ættarinnar og móður Jóns, skálds
og sýslumanns á Leirá.
Bróðir Ingibjargar var Þorleifur,
langafi Þorleifs, langafa Margeirs
Péturssonar. Kona Skarphéðins var
Guðlaug Guðmundsdóttir.
Foreldrar Ebbu voru Flovent Jó-
hannsson, kennari og bústjóri á
Hólum í Hjaltadal, búsettur á Sjáv-
arborg og síðar bæjarfulltrúi og
Birgir Guðmundsson.
brunaliðsstjóri á Siglufirði, og
Margrét Jósefsdóttir.
Birgir tekur á móti gestum á
morgun, laugardag, frá klukkan
16-19.00 í sal Oddfellowstúkunnar
að Linnetsstíg 6, Hafnarfirði.
Til
hamingju
með
afmælið,
20. janúar
70 ára
Jóhanna H. Bergland,
Álfheimum 32, Reykjavík.
Sigurðiu- Kristinn Ármannsson,
Goðheimum 17, Reykjavik.
60 ára
Matthea Margrét Jónsdóttir,
Selvogsbraut 19, Þorlákshöfn.
Gunnar Haraldsson,
Álftamýri 42, Reykjavík.
Sverrir Valdemarsson,
Hamragerði 27, Akureyri.
Ámi Sigursteinsson,
Austurvegi 29, Selfossi.
50 ára
Jónas A. Kjerulf,
Víðigrund 3, Akranesi.
Laufey Simonardóttir,
Glerá, Akureyri.
Reynir Sigurðsson,
Bugðutanga 19, Mosfellsbæ.
40 ára
Jón Sigurmundsson,
Oddabraut 19, Þorlákshöfn.
Ásta Samúelsdóttir,
Engihjalla 9, Kópavogi.
Gísli Jóelsson,
Eyrarbraut 16, Stokkseyri.
Ásta Reynisdóttir,
Lækjarhvammi 11, Hafnarfirði.
Óskar Hansson,
Gyöufelli 2, Reykjavík.
Haukur Sveinsson,
Krummahólum 8, Reykjavík.
Birna Ágústsdóttir,
Þverási 16, Reylqavík.
Elin Guðmundsdóttir,
Frostaskjóli 43, Reykjavík.