Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Blaðsíða 28
44
Andlát
Áslaug Soffia Erlendsdóttir, Austur-
götu 37, Hafnarfiröi, andaðist á Sól-
vangi, Hafnarfiröi, 17. janúar.
Einar Haukur Ásgrímsson verk-
fræðingur andaðist 18. þ.m. í sjúkra-
húsi í London.
Þuríður Árnadóttir, Heiðargerði 7,
Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness
þann 18. janúar.
Sigurður Árnason frá Heiðarseli,
Hverahlíð 12, Hveragerði, lést 18. jan-
úar að Ljósheimum, Selfossi.
María Vilhjálmsdóttir frá Neðri
Dálksstöðum andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri miðviku-
daginn 18. janúar.
Jónina A. Björnsdóttir, Víkinga-
vatni, lést í Borgarspítalanum 17.
janúar.
Jarðarfarir
Sigurður Helgason lést 13. janúar.
Hann fæddist í Reykjavík 8. júlí 1904,
sonur hjónanna Oddrúnar Sigurðar-
dóttur og Helga Magnússonar. Sig-
urður stundaði pípulagnir og lauk
'sveinsprófi í þeirri iðn. Seinna tók
hann að fást við kaupsýslu sem varð
hans ævistarf. Hann kvæntist Guð-
rúnu E. Guðmundsdóttur en hún lést
árið 1967. Útför Sigurðar veröur gerö
frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Útfór Pálínu Stefánsdóttur, Strand-
arhöfða, Vestur-Landeyjum, fer fram
frá Breiðabólsstaðarkirkju laugar-
daginn 21. janúar kl. 14.
Útför Ólafs Jónssonar, Skipholti 54,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 24. janúar kl. 13.30.
Útför Önnu Jónasdóttur, Lynghaga
4, Reykjavík, verður gerð frá Dóm-
ENOURSKMSMERKI
ERU NAUÐSYNLEG FYRM ALLA!
Best er að hengja A skjóifatnaii
tvö merici, er heppilegt
fyrif neftan mitti að hafa
- sitt á hvora hlið. endurskinsrenninga
tremst á ermum
ogafaldiaft
aftan og framan.
UMFERÐAR
RÁÐ
kirkjunni mánudaginn 23. janúar kl.
13.30.
Guðmundur Jónsson, skósmiður á
Selfossi, verður jarösunginn frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 21. janúar
kl. 13.30.
Hallgrímur Ottósson, Sæbakka,
Bíldudal, verður jarðsunginn frá
Bíldudalskirkju laugardaginn 21.
janúar kl. 14.
Fundir
Hádegisverðarfundur FUF
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, verður í umræðunni á
hádegisverðarfundi Félags ungra fram-
sóknarmanna á Gauki á Stöng mánudag-
inn 23. janúar. Sverrir mun ræða um
vaxtamálin og svara fyrirspurnum fund-
argesta. Allir eru velkomnir á fundinn
sem hefst kl. 12. Boðið verður upp á létta
máltíð á góðu verði.
Tapað fundið
Læða í óskilum
5 mánaða grábröndótt læða með hvítar
loppur og hvítan blett undir hökunni,
týndist 22. desember sl. frá Klapparstíg
28. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýs-
ingar um kisu vinsamlegast hringi í síma
28630.
Tilkyimingar
Bókamarkaður
í gær hófst sameiginlegur bókamarkaður
ýmissa bókaforlaga að Þingholtsstræti 2,
á homi Bankastrætis. Margar forvitni-
legar og eigulegar bækur hafa verið
dregnar fram í dagsljósið og em nú boðn-
ar á vægu verði. Seldar verða bæði nýleg-
ar og garnlar bækur, svo sem skáldsögur,
ævisögur, barnabækur, ástarsögur, vís-
inda- og sagnfræðirit, svo eitthvað sé
nefnt. Bókamarkaöur stendur til laugar-
dagsins 28. janúar.
Nútímalegt þorrahlaðborð
að hætti Oðins
Eins og kunnugt er, er þorrinn að ganga
í garð. I veitingahúsinu Óöinsvéum verð-
ur að þessu sinni boðiö upp á þorrahlað-
borð með nýju sniði. Auk hins þjóðlega
matar geta matargestir einnig vahð góm-
sæta rétti úr lambakjöti og flski. Þorra-
hlaðborðið sem hefst í dag, 20. jan., er á
boðstólum í hádeginu en líka er hægt að
hringja og _panta hlaöboröið á kvöldin
fyrir hópa. I Viðeyjarstofu verður einnig
boðið upp á þorrahlaðborð.
Nordjobb1989
tekurtil starfa
Nordjobb er miðlun sumaratvinnu milli
Norðurlanda fyrir fólk á aldrinum 18-26
ára og em störfin, sem boöið er upp á, í
löndunum öllum, svo og á sjálfstjórnar-
svæðunum á Noröurlöndunum. Störfin,
sem bjóðast, em margvísleg. Þau em á
sviði iðnaðar, þjónustu, landbúnaðar,
verslunar o.fl. og bæði miðuð við faglært
og ófaglært fólk. Starfstíminn er frá 4
vikum upp í 3 mánuði. Það em norrænu
félögin á Norðurlöndunum sem sjá um
atvinnumiðlunina hvert í sinu landi. Á
íslandi sér Norræna félagiö um
Nordjobb-atvinnumiðlunina en í því felst
að félagið veitir allar upplýsingar, tekur
við umsóknum frá íslenskum umsækj-
endum og kemur þeim áleiðis og sér um
atvinnuútvegun, útvegun húsnæðis og
tómstundadagskrá fyrir norræn ung-
menni á íslandi. Allar upplýsingar um
Nordjobb 1989, þar á meðal umsóknar-
eyðublöð, fást hjá Norræna félaginu,
Norræna húsinu, 101 Reykjavík, símar
10165 og 19670. Reiknað er með að um eða
yfir 100 ungmenni komi til starfa hér á
landi á vegum Nordjobb 1989 og að
120-140 íslensk ungmenni fari til starfa
annars staöar á Norðurlöndunum á veg-
um Nordjobb.
FÖSTUÐAGUR 20. JÁNÚAR 1989.
Menning_______________dv
Engar ýkjur
Orðiö „impromptu" þýðir án und-
irbúnings, eða óvænt. Tónsmíðar
meö þessu heiti komust í tísku á
rómantiska tímanum. Venjulega
var um að ræða spuna höfundarins
með einfalda hugdettu, sérstakt
mynstur eða hrynfrum. Hugdettan
er síðan leidd gegnum eitthvert
hljómferh því impromptu eru fyrst
og fremst hljómrænar æílngar þar
sem höfundarnir leita æ nýrra blæ-
brigða, verkin eiga að hafa ein-
hvern tiltekinn ilm. Flest imp-
romptu eru fyrir píanó.
Það er óhjákvæmilegt að öll orð
sem við notum fá merkingu sína
af fyrri notkun og við bætum ein-
hverju við eöa ítrekum fyrri merk-
ingu þegar við segjum orðið. Þegar
nýtt tónverk er nefnt impromptu
hlýtur heitið að skoðast sem tilvitn-
un í rómantísku hefðina. Við eigum
von á að höfundurinn segi eitthvað
um efnið. í verki Áskels Mássonar
fann ég hins vegar engan snerti-
punkt við nefnda hefö. Verkið er
kontrapunktískt og byggir að
mestu á einum hljómi. Það lýsir
ekki þróun einhvers efnis, er frek-
ar æ ný framsaga þess sama í ýms-
um tilbrigðum.
Ofangreint er síður en svo sagt
sjálfu verki Áskels til hnjóðs. Hann
veit hvað hann vill og kann að ná
því fram í hljómsveitarverki og
útkoman er oft á tíðum glæsilegur
hljómur en oftast er aðaláherslan
á skýrri og gegnsærri hljómsveit-
arskrift. Verkinu virðist ekki ætlað
að lýsa ferð vitundarinnar til hel-
vítis og heim aftur. Það er ráð-
vendni að ætla sér ekki um of í svo
stuttu hljómsveitarverki. Mér er
nær að líkja hinni þrautseigu lag-
línu þess við munk, sem lendir
stundum í ævintýrum, en lætur
ekkert hagga sér frá göngunni í átt
Áskell Másson, tónskáld.
Tónlist
Atli Ingólfsson
til eigin sannleika.
Ágæt tök Franks Shipways á
hljómsveitinni heyrðust strax í
verki Áskels. Fimmta sinfónía
Schuberts hljómaði einnig vel og
var henni greinilega ætlað að ljóma
af áhyggjuleysi. Sinfónía þessi er
sprottin af hljóðfærahugsun ann-
ars vegar og sönglögum hins vegar,
klassískri tónhst og rómantík, og
hefði ef til vill mátt gera meira úr
þessari tvíræðni, til dæmis með því
að leika annan kaflann sönglegar,
meö meiri áherslum á biðtóna, og
söngrænni hendingamyndun.
Þetta er þó smekksmál og ekki
hægt aö kvarta mikið þegar svo
sannfærandi er spilað sem hér var.
í sellókonsert Dvoráks fannst
mér í upphafi eins og einleikarinn,
Ralph Kirshbaum, og hljómsveitin
önduðu ekki saman en það lagaðist
fljótt og úr varð ágætur flutningur
þessa sérlega vinsæla konserts sem
Dvorák samdi í New York. í þess-
ari tónlist er það hrifmagnið sem
gildir og varla er hægt að ýkja eða
ofgera þegar hún er leikin. Kirsh-
baum sýndi örugga og litríka túlk-
un og gott jafnvægi var milli hans
og hljómsveitar. Aukalagið, sem
mig grunar að hafí vérið sarabanda
úr d-moll svítu Bachs, hafði sömu
þrjár upphafsnótur og þekktasta
stefið úr konsertinum. Það var
skemmtilegt val en auövitað ekki
jafn líkamlegt og aukalög eru oft-
ast.
Háskólabíó, fimmtudaginn 19. janúar.
Sinfóníuhljómsveit íslands,
Frank Shipway, stjórnandi,
Ralph Kirshbaum, knéfiðla.
Verk eftir Áskel Másson, Schubert og
Dvorák.
Atli Ingólfsson.
Millileiðagróði
„Að vera einn á rölti í kirkjugarðin-
um leiðir til þess, að ég fer að tala
við sjálfan mig.“
Þessi orð úr bók Úlfs Friðriksson-
ar, Fundið og gefið, lýsa nokkuð vel
baksviði þessarar litlu, geðfelldu og
yfirlætislausu bókar, sem hefur und-
irtitilinn: „Sundurlausir þankar á
leiðum milli leiða í kirkjugarðinum
við Suðurgötu."
Höfundurinn er frá Kúrlandi, sem
menn ættu að kannast við úr Egils
sögu Skallagrímssonar, en er hluti
Lettlands. Hann er þýsk-pólskrar
ættar og hefur verið ríkisborgari
þriggja ríkja, áður en hann hlaut fs^
lenskan ríkisborgararétt, Rússlands,
Lettlands og Þýskalands. Hann, sem
áður hét Wolf von Seefeld, er nú
kominn á efri ár, fluttist til íslands á
fimmtugscddri og hefur starfað hjá
Kirkjugörðum Reykjavíkur síðast-
liðin 20 ár.
Bók hans, sem hér verður stuttlega
fjallaö um, hefur fyrst og fremst að
geyma frásagnir af ýmsu því fólki,
sem hlotið hefur legstað í kirkjugarð-
inum við Suðurgötu ásamt ýmsum
hugleiðingum, sem því tengjast.
Geysilega vel lesinn
Það mun víst vera alger tilviljun,
að þessi bók kemur út að kalla sam-
tímis hinni glæsilegu bók Bjöms Th.
Björnssonar, Minningarmörk í Hóla-
vallagaröi, sem mér gefst líklega
tækifæri til að fjalla um síðar á öðr-
um vettvangi. Það er hins vegar ekki
tilviljun að í báðum þessum bókum
eru efnisþættir sem snerta sömu ein-
staklinga, en allt önnur sjónarmið
gilda í þessum tveim bókum þrátt
fyrir þaö. Þetta kemur vel fram í
því, sem segir í þeirri bók, sem hér
um ræðir: „Um legsteinana sjálfa hef
ég ekkert fagmannlegt að segja. Svo-
kölluð persónuleg skoðun dugar þá
enn minna en samanborið við þekk-
ingu fræðimannsins." En það er ein-
mitt sú þekking, sem mér virðist
uppistaðan í riti Björns.
Bókmenntir
Páll Líndal
Það, sem mér kom mest á óvart við
lestur á bók Úlfs er það, hversu geysi-
lega vel lesinn hann er. Það er hreint
ótrúlegt, hvað höfundurinn hefur í
hjáverkum kynnt sér bæði hvað
snertir sögu Islands, ekki síst per-
sónusögu, svo og íslenskar bók-
menntir.
Þegar litið er til þess, sem áður
segir um höfundinn, sem ég kannað-
ist ekki við, kom mér helst í hug, að
hér ætti í hlut íslenskur fræðaþulur,
sem hefði kosið að skrifa undir dul-
nefni! Ég meira að segja kynnti mér
þetta, áður en ég lagði út í að setja
þessar línur á blað! En þetta var allt
saman minn misskilningur eða tor-
tryggni.
Notaleg heild, ánægjulegur
lestur
Til að rökstyðja mitt viðhorf get ég
nefnt nokkur dæmi um það, sem
Úlfur Friðriksson vitnar í sem heim-
ildir: Hann tekur upp frásögn úr því
sjaldfengna blaði Arnfirðingi árið
1902, en það blað var gefið út á
Bíldudal undir ritstjórn Þorsteins
Erlingssonar skálds. Hann tilfærir
kafla úr grein um kirkjugarðinn,sem
birtist í barnablaðiiiu Æskunni árið
1898 og grein, sem birtist í hinu
kristilega blaði Bjarma árið 1922.
Úlfur hefur á hraðbergi tilvitnanir
í bréf Jóns Árnasonar þjóðsagna-
safnara og Stephans G. Stephansson-
ar, kvæði eftir Jón Trausta og Hann-
es Pétursson og lætur sig ekki muna
um að taka með frásagnir úr Ferða-
minningum Sveinbjarnar Egilssonar
ritstjóra, sjálfsævisögum Theodórs
Friðrikssonar og Sigurðar Thorodds-
ens verkfræðings.
Þetta er aðeins nefnt sem dæmi.
Nú skyldi enginn ætla, að þessu og
öðru slíku sé hrúgað saman eins og
um sé að ræða safn af fleygum orðum
eða einhverju þess háttar.
Með hugleiðingum höfundar er
þetta fellt saman í notalega heild,
sem verður ánægjulegur lestur. Bók-
in er hins vegar ekki þannig sett
upp, að hún komi að verulegu gagni
sem leiðarvísir fyrir þann, sem röltir
lítt kunnugur um kirkjugarðinn,
nema hann hafi lesið bókina mjög
rækilega. Nafnaskrá hefði bætt úr
að vissu marki. Þetta haggar hins
vegar ekki fróðleiksgildi bókarinnar.
Með merkilegri bókum á ár-
inu
Mér þykir ein athugasemd höfund-
ar sérlega skemmtileg. Höfundur
minnist á grískunám sitt í skóla í
Riga: „Gagn? Ég veit ekki. En eitt-
hvað, sem er blessunarlega laust við
gagn, er verulegur fengur.“ Ekki veit
ég, hvort þessi skoðun er heimabök-
uð eða ekki, en mjög minnir hún á
þann ágæta mann Lao-Tse, sem eign-
uð er Bókin um veginn.
Bókin er mjög látlaus að allri gerð
eins og áður er fram komið, og er það
út af fyrir sig síst aðfinnsluefni. Hins
vegar þykir mér prófarkalestur af-
leitur, svo að ekki sé meira sagt, en
ég ætla, að þar beri aðrir meiri
ábyrgð en höfundur. Þeir, sem vita
um mína frönskukunnáttu, munu
vafalítið skella upp úr, þegar ég segi,
að mér hafi í þessu sambandi einna
mest runnið til rifja, að það kemur
harla sjaldan fyrir, að nokkur af
mörgum tilvitnunum í frönsku kom-
ist ósködduð til skila.
Þrátt fyrir þessi lýti held ég, að
þetta sé með merkilegri bókum, sem
út hafa komið á árinu 1988 a.m.k. í
þeirri grein, sem við köllum þjóðleg
fræði.
Úlfur Friðriksson:
Fundið og gefið, 110 bls.
Reykjavik 1988.
P.L.