Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989.
Ólafur Ragnar Grímsson:
Þessi fylgis-
aukning er
ánægjuleg
„Fylgisaukning Aiþýöubandalags-
ins frá síöustu skoðanakönnun DV
er veruleg og ánægjuleg tíöindi. Sér-
staklega vegna þess að flokkurinn
hefur þurft, vegna forystu sinnar í
fjármálum ríkisins, aö beita sér fyrir
erfiðum aðgeröum á undanförnum
vikum.
Hvaö varðar fylgi viö ríkisstjórnina
þá naut hún óvenjumikils fylgis
fyrstu mánuðina. Þótt það hafi
minnkað nokkuð er ljóst að hún nýt-
ur fylgis næstum helmings þjóðar-
innar sem telur hana greinilega
vænsta kostinn sem í boði er.
Fylgistap Kvennalistans er að mín-
um dómi aðvörun til forystuliðs hans
vegna þess að Kvennalistinn hefur
kosiö að standa með Sjálfstæðis-
flokknum gegn þeirri félagshyggju-
stjórn sem nú situr. Slík afstaða er
ekki vænleg í baráttunni fyrir félags-
legu réttlæti,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, um niðurstöður skoðana-
könnunar DV. -S.dór
Guðrún Agnarsdóttir:
Endurspeglar
áherslur
fjölmiðlanna
„Þær breytingar, sem hér verða á
fylgi flokkanna, endurspegla áhersl-
ur sem verið hafa í fjölmiðlum und-
anfarið. Fréttaljósið hefur skinið
mjög sterkt á átök og uppgjör Sjálf-
stæðisflokksins við fyrri samstarfs-
aðila og núverandi ríkisstjórn.
Kvennalistinn hefur hins vegar verið
lítið sýnilegur í þessum slag og sjón-
armið okkar komist illa á framfæri.
Hvaö varðar fylgi ríkisstjómarinn-
ar þá undrar mig ekki þótt það fari
minnkandi, bæði vegna þeirrá að-
gerða sem hún hefur valið og aðgerð-
arleysis,“ sagði Guðrún Agnarsdótt-
ir, þingkona Kvennalistans, um nið-
urstöður skoðanakönnunar DV.
-S.dór
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GOÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
Efdr sameiningu tryggmgafélagarma:
Ráða saman tveimur
t
þriðju markaðarins
- verða líklega leiðandi fyrir aðra, segir Brynjólfur Sigurðsson
„Það er aldrei hægt að segja með
neinni vissu hvaö gerist núna á
tryggingamarkaðnum. Þessi tvö
stóru tryggingafélög verða þó mjög
líklega leiðandi og minni trygg-
ingafélögin þurfa að laga sig að því
sem þau gera,“ segir Brynjólfur
Sigurðsson, prófessor í viðskipta-
deild, um tryggingarisana tvo á ís-
lenska tryggingamarkaðnum.
Samvinnutryggingar og Bruna-
bót verða raeð 36 prósent af mark-
aönum en Sjóvá og Alraennar meö
30 prósent. Tryggingaraiðstöðin er
með 17 prósent en önnur félög 17
prósent.
„Það er spurning hvort þessi tvö
stóru félög lenda í jafnvægi á mark-
aðnum, að þegjandi samkomulag
ríki á milli þeirra um verð trygg-
inga. Vegna sameininganna boðá
þau bæði mikinn spamað og hag-
ræðingu. En mun þessi spamaður
leiða til lækkandi iðgjalda eða að
afkoma félaganna tveggja verði
betri?"
Brynjólfúr segir ennfremur aö
lendi stórufélögin tvö í harðri sam-
keppni sé augljóst að verulega
þrengist að smærri félögunum á
markaönum.
Þorsteinn Pálsson:
Áfellisdómur
„Ég lít svo á að þessi niðurstaða
feh í sér að fólk geri sér grein fyrir
því að þurft hefði að koma fram að-
gerðum í september síðastliðnum,
eins og við lögðum áherslu á, og að
það var fyrst og fremst með tilkomu
þessarar ríkisstjórnar að þessar
nauðsynlegu aðgerðir voru hindrað-
ar,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins.
„í þessu felst mikil áfellisdómur
yfir þeirri efnahags- og skattastefnu
sem Alþýðubandalagið hefur mótað
í þessari ríkisstjórn. Þetta sýnir að
fólk gerir sér grein fyrir því að þörf
er á sterkri ríkisstjóm og til þess að
svo megi verða þarf að vera mögu-
leiki á myndun tveggja flokka ríkis-
stjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkur-
inn á aðild.
Um fylgi ríkisstjórnarinnar þarf
ekki annað að segja en að ríkisstjórn-
in nýtur ekki trausts." -SMJ
Steingrímur Hermannsson:
„Fylgi okkar virðist vera á bilinu
19-25 prósent og ég er ekkert ósáttur
við þessa niðurstöðu," segir Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra um niðurstöðu skoðanakönn-
unar DV.
„Fólk býst við því af Framsóknar-
flokknum að hann geri eitthvað rót-
tækt í þeim málum sem þarf að leysa
og það verður gert. -pv
-JGH
Markaðshlutfall tryggingafélaganna
Fyrsti dagur þorra er í dag, dagur sem margir hlakka til. Þá upphefst hin mesta átveisla í samfélaginu. Gómsætir þorraréttir kitla bragðlaukana svo sem
ýmis súrmatur, svið, hangikjöt og harðfiskur. Hér sjáum við meistarakokka Múlakaffis tilbúna með þorramatinni. Þeir eru Stefán Stefánsson, Sigurður
Ólafsson, Ingvi Jónsson og Þórður Þorgeirsson. DV-mynd Brynjar Gauti
LOKI
Það er sýnilega sjálf
ríkisstjórnin sem er
á sjúkrabeðinu!
Veðriö á morgun:
Snjóar
fyrir
norðan
Á morgun verður norðanátt og
sennilega hvöss norðaustan-
lands. Snjókoma eða éljagangur
verður um allt norðanvert landið
en þurrt syðra. Frost verður um
allt land, 1-6 stig.
Óli Þ. Guðbjartsson:
Stjórnin hefurekki
treyst grunninn
„Það er lítið um þetta að segja ann-
að en að það er varla marktæk breyt-
ing hjá okkur. Meginbreytingin er
hjá Sjálfstæðisflokknum en það er
að minni hyggju, eins og fyrri dag-
inn, fyrirferð í íjölmiölum að þakka,"
sagði Óh Þ. Guðbjartsson, þing-
flokksformaður Borgaraflokksins.
Óli sagði að greinilega væri aðal-
hreyfmgin frá Kvennalistanum til
Sjálfstæðisflokksins og það væri til
marks um fjölmiðlafyrirferðina.
„Ríkisstjórnin er byggð á veikum
grunni og hún hefur ekki treyst þann
grunn ennþá. Það er augljóst."
-SMJ
ss
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
\
\
i