Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989.
Spumingin
Verslarðu á útsölum?
Gerður Jónsson húsmóðir: Nei, ekki
ennþá, mér finnst þetta allt svo dýrt.
Ragnheiður ísaksdóttir nemi: Nei,
ekki ennþá en ég hef ætlað mér það.
Mig vantar buxur.
Rakel Heiðarsdóttir nemi: Já, það hef
ég gert og gerði mjög góð kaup í
Hagkaupi þar sem ég keypti mér skó.
fris H. Hólmarsdóttir húsmóðir: Eitt-
hvað smávegis. Ég geröi mjög góð
kaup í bamafötum í Polarn og Pyret
og í Valborgu.
Hjördís Magnúsdóttir defektrísa: Já,
ég fór á útsölu í Benetton og geröi
mjög góð kaup í fótum á börnin.
Ingibjörg M. ísaksdóttir húsmóðir:
Nei, það hef ég ekki gert. En ég reyni
að fylgjast meö þegar veröið lækkar.
Lesendur
Skákin - þessi drápsíþrótt!
„í skákinni gengur allt út á að „drepa“ og drepa sem mest og oftast," segir
í brétinu. - Snemma beygist krókurinn, stendur einhvers staðar.
Einar Sigurðsson skrifar:
Það er með ólíkindum hvað við ís-
lendingar, sem alltaf erum að stæra
okkur af því hvaö við séum frábitnir
stríði og stríðsrekstri, erum sólgnir
í allt sem stríð varðar. Það er kannski
ekki nema eðlilegt, okkur er kennt
að umgangast sögur forfeðranna með
virðingu og erum skikkaðir til að
lesa þær í skólum. Eins og þær eru
nú skemmtilegar eða hitt þó heldur!
En látum nú þar við sitja. Hitt er
mikil þverstæða, að við skulum taka
flest er tengist stríði og drápi fram
yflr margt annað, hvort sem er á
sviði frétta, leikja eða íþrótta. Þannig
eru sjónvarpsfréttir teygðar og tog-
aðar á langveginn ef um stríðsreksf
ur er að ræða og nærmyndum af
morðum og mannfjendum slengt
framan í landsmenn sem sífellt eru
eins og óseðjandi hít í þessum efnum.
Ekki er svo sett í gang verkefni,
hvort sem það er á vegum hins opin-
bera eða í einkageiranum, að ekki
sé klifað á því að hér sé um „her-
ferð“ aö ræða. - Við sem aldrei höf-
um lagt upp í neina herferð! Og á
sviði alþjóðamála þar sem varnir og
ráðagerðir um hermál eru á dagskrá;
hverjir eru ekki mættir til leiks? - ís-
lendingar, og tilbúnir til þátttöku - í
umræðunum vel að merkja - ekki
varnarstarfi í reynd því við viljum
ekki leggja slíkt á okkur. Það eiga
aðrir að gera!
Og svo er það blessuð skákin,
manntafliö. Þar erum við nú fyrst í
essinu okkar. í skákinni gengur allt
út á að „drepa“ og drepa sem mest
og oftast, allt til síðasta manns. Er
það ekki alveg einstakt að við íslend-
ingar skulum hafa ánetjast þessu
manntafli drápsfýsnarinnar svo
kirfilega að margir eru famir að tala
um að þeir séu komnir með ofnæmi
fyrir sjónvarpsfréttum úr skákheim-
inum?
Ég segi fyrir mína parta að þessari
hundleiðinlegu keppni, skákinni,
sem lengi hefur verið flokkuð undir
íþróttir, má líkja við „dóp“ fyrir þjóð
sem hefur komplexa og minnimátt-
arkennd vegna þess að hún getur en
þykist ekki vilja bera vopn sér til
vamar en lætur aðra þjóð annast þá
hlið málsins og nýtur þess því að
horfa á hemaðarlistina við skák-
borðið og heyra lýsingarnar sem
ganga út á það eitt aö drepa, drepa
og drepa.
„Mjög víða hérlendis hallast vegir frá hlíð eða fjalli."
Hættulegir vegir:
Skjótra úrbóta þörf
Gunnar hringdi:
í frétt, sem birtist í sjónvarpinu í
gærkvöldi (16. jan.) eftir hið hörmu-
lega slys í Hvalfirði þar sem bifreið
fór fram af 30 metra háu bjargi, var
rætt var við fulltrúa frá Vegagerð-
inni. Mig langar til að taka fram eftir-
farandi.
Þegar minnst var á við fulltrúa
Vegagerðarinnar að grjótgarður eða
hieðsla gæti komið að notum þarna
taldi hann slíkt vera hættulegt, t.d.
fyrir bíla sem á hana kynnu að rek-
ast. Ekki taldi hann heldur ráð aö fá
t.d. trégrindverk. Segja má þó að ill-
skárra sé að rekast á grjótvegg við
svona aðstæður en eiga á hættu að
hrapa 30 metra niður í grýtta fjöru
eöa ólgandi sjó fyrir neðan.
Ég tel mig þekkja þarna allvel til
og hef ekið fyrir Hvalfjörð svo hundr-
uðum skiptir en það er á einskis
manns færi aö komast hjá óhappi ef
bíll manns er á annað borð farinn
að renna út af veginum í mikilli
hálku eins og þarna hefur verið und-
anfarið. - Mjög víða hérlendis hallast
vegir einmitt frá hlíð eða íjalli og þá
þarf ekki að spyrja að leikslokum ef
engin hindrun er á veginum sjálfum,
eins og t.d. grindverk eða hleðsla.
Þarna á þessum vegi er einmitt
mjög brýnt að koma fyrir öryggis-
vegg af einhverju tagi til að fyrir-
byggja svona hræðileg slys. Þessar
og álíka öryggisgrindur eða girðing-
ar má sjá víðast hvar erlendis þar
sem svipaðar aðstæður eru á vegum.
Auðvitað eru þessar framkvæmdir
dýrar og sennilega engar fjárveiting-
ar tiltækar fremur venju. - Það er
þeim mun nauðsynlegra að taka
ákvörðun um hvenær hafist verður
handa um jarðgangnagerð undir
Hvalfjörðinn eða aðra framtíðar-
samgöngubót til að losa fólk við þau
miklu óþægindi og slysagildrur sem
þessi leið getur oft skapað fyrir veg-
farendur.
Stefán Valgeirsson og Borgaraflokknrinn:
Kæru karlrembusvín. - Eg gat
ekki staðist það að svara bréfi ykk-
ar tveggja piparsveina sem birtist
í DV hinn 17. þ.m. undir fyrirsögn-
inni „Hvað kosta einstæðar mæð-
ur?“.
Þið talið eins og einstæöar mæð-
ur séu þær einu sem fá bamabætur
og barnabótaauka. Hafið þið
gleymt því að það eru líka til ein-
stæöir f'eður? Og þið vitið greini-
lega ekki heldur að hjón og pör
með börn fá líka þessar bætur en
bara ekki sömu upphæð.
Ímyndið þið ykkur einstætt for-
eldri með, segjura tvö börn, foreldri
sem leigir íbúð á almennum mark-
aði fyrir upphæð sem er á miili 30
og 40 þúsund krónur á mánuði. -
Sumir fá ibúð hjá hinu opinbera
og greiða því miklu lægri leigu. En
þar komast ekki allir aö, því slíkar
íbúðir fullnægja ekki eftirspum.
Lágmarkslaun eru ca 45 þúsund
krónur á mánuði. Ef þið dragið 30
þús. frá þá eru efiir 15 þúsund sem
ekki nægir einu sinni fyrir mat á
mánuði. Dagmæður eða leikskóli
taka sinn skammt. Síðan bætast
ofan á þessir venjulegu heimilis-
reikningar sem allir þekkja. - Og
auðvitað þarf líka að klæða bömin.
Ég er alveg viss um aö ef þið
væruð einstæöir feður tækjuð þið
við þessum bótum feginshendi og
þá mynduð þið líka vita að þetta
er ekki sá leikur sem þiö haldið.
Að lokum. Þegar kona verður
þunguð er það ekki bara á hennar
ábyrgö heldur er faðirinn einnig
ábyrgur. Ástæðan fy rir því að sum-
ar mæður era einstæðar er oft sú
að menn með svipaðan hugsunar-
hátt og þið, sem segja að það sé
„henni að kenna“ að verða þunguð,
yfirgefa þær af því að þeir viija
enga ábyrgð taka. - Ef þið ekki
hafið lært það í skóia, þá þarf tvo
til að búa til barn, það kemur ekki
af sjálfú sér.
Til karlrembusvína:
Einstæð móðir skrifar:
Á rauðu Ijósi
Ari skrifar:
Alkunnugt er að hugmynd komm-
únismans var að skapa paradís á
jörðu. Þannig átti að svipta þá völd-
um sem stjómuðu til að fá alræðis-
stjórn. Þar sem kommúnistar hafa
komist til valda er þó oftar en ekki
verr stjórnað en þar sem hinir vondu
kapítalistar stjórnuðu áður eöa þá
að hugmyndum hinna illu kapítcdista
var snúið kommúnistum í hag. Lenin
kaliaði það að tilgangurinn helgaði
meðalið („all means justify the
course").
Frelsari vor og friðarverðlauna-
hafi, Ólafur Ragnar, hefur að undan-
fórnu sannað það. Fyrir nokkram
árum gagnrýndi hann harðlega í
sjónvarpi þegar ákveðið var að láta
fátæka stúdenta í Háskóla íslands
borga aðgang að fyrirlestri prófessor
Friedmanns.
Nú er svo komið að hinn sami Ólaf-
ur heldur fræðsluerindi í fundaser-
iunni á rauðu ljósi og heimtar síð-
ustu krónumar, sem eftir era í tóm-
um vasa verkamanna, fyrir gáfuleg
orð sín um „hókus pókus“ í íslensk-
um fjármálum...!
Vill ekki sprengja stjórnina
G.P.L. hringdi:
Ég var að lesa frétt um það í DV
að Stefán Valgeirsson, þrítugasti og
annar þingmaður ríkisstjórnarinnar
eins og hann er kallaður þar, vilji fá
Borgaraflokkinn inn í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar til þess
að hún springi ekki.
Stefán er greinilega þeirrar skoð-
unar að huldumennirnir tveir, sem
skotist hafa fram úr fylgsnum sínum
í Borgaraflokknum, séu annaðhvort
ekki þeir huldumenn sem hann
reiknaði með eða þá að hann treystir
ekki þessum ákveðnu einstaklingum
til að bjarga stjórninni.
En Stefán Valgeirsson hefur lög að
mæla þegar hann staðhæfir að ef
ekki verður stigið skref í réttlætisátt
verði gerðar harðar kröfur til að
þessi ríkisstjórn fari frá og það sem
fyrst. Sem dæmi má taka að ef inn-
lánsvextir fylgja ekki verðbólgustig-
inu þá er brotið réttlæti á viðskipta-
vinum bankanna, háum sem lágum.
- Þetta er eitt dæmið.
En ég get ekki séð að innkoma
þeirra sem eftir eru í Borgaraflokkn-
um muni að einu eða öðru leyti
styrkja þessa ríkisstjórn. Stefán Val-
geirsson getur því sparað sér ómakið
og afskrifað aukinn styrk stjórnar-
innar þótt Júlíus Sólnes, sem er far-
inn að bakka með allar fyrri yflrlýs-
ingar, og Aðalheiöur og Óli Þ. lýsi
yfir og taki mið af viðhorfum huldu-
manna í anda Stefáns. - Héðan af eru
kosningar til Alþingis eina úrræðið
í pólitískri stöðu á íslandi. Það sér
Stefán Valgeirsson auðvitað manna
best.
Verslimarbaimið á Suður-Afnku:
Vil ekki missa Del Monte
Helga hringdi:
Vegna þeirrar umdeildu ákvörðun-
ar íslendinga að skipta ekki við
Suður-Afriku vil ég eindregið bera
fram mótmæli þvi að ég sé ekki
nokkum tilgang með þessu.
Ég held að þetta sé ekki til fram-
dráttar hinum blökku íbúum Suð-
ur-Aftíku, síður en svo. Því fleiri
vöruflokkar sem settir era í versl-
unarbann frá Suður-Afriku þeim
mun meiri erfiðleika er verið að
skapa verkafólki þar í landi í formi
atvinnuleysis.
En auk þess vil ég taka fram aö
niöursoðnir ávextir koma ekki
betri en frá Suður-Afríku. Del
Monte-ávextirnir eru t.d. einhverj-
ir þeir bestu sem hér hafa fengist
gegnum árin. Þeir era enn til sums-
staðar en eru farnir að hverfa úr
hillum verslana vegna þess að
vinstri stjórnin hér hefur nú sett á
innflutningsbann frá Suður-Aff-
íku.
Ég skora á kaupmenn að fram-
fylgja ekki þessu banni og flytja inn
niöursoðna ávexti frá Suður-Afr-
íku með einhveijum ráðum, t.d.
gegnum Danmörku eða önnur lönd
sem ekki líða svona heimsku sem
er ekkert annaö en skerðing á
mannréttindum, sérstaklega hinna
blökku íbúa Suður-Afríku.