Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. 15 Deilan um vextina Um fátt eru nú deildari mein- ingar í þjóðlífinu en vextina. Á að taka vextina niður með handafli? Á að setja hámark á vexti? Á að binda vaxtamun lánastofnana? Á að af- nema lánskjaravísitöluna? Á að breyta grunni lánskjaravísitölunn- ar og nota hana síðar áfram? Um þetta greinir menn á, meira að segja innan ríkisstjómarinnar. Hvers vegna vextirnir? Á undanfömum mánuðum hefur ríkisstjómin, ekki hara þessi held- ur einnig hin fyrri, bundið laun og breytt kjarasamningum og bundið verðlag, verðstöðvun. Eigi að síður telja sumir innan ríkisstjómarinn- ar, sem aö þessu hafa staðið, að vextirnir verði að vera fijálsir. Þetta allt getum við gert en vextirn- ir eru heilagir, þar verða lögmál frjáls markaðar að ríkja. Sjálfur hefi ég verið þeirrar skoð- unar að fijáls fjármagnsmarkaður sé æskilegur en ekki við hvaða að- stæður sem er. Flestir stjómmálaflokkar hafa í reynd fallist á nauðsyn þess að festa laun við ákveðnar aðstæður og festa verðlag við ákveðnar að- stæður. Það er aö segja að skerða fijálsan samningsrétt og fijálsa samkeppni ef þannig stendur á. Skyldi þá gilda annað lögmál um vextina og fjármagnsmarkaðinn? Jafnvel þeir sem hvað harðast styðja frjálsa verðmyndun þora ekki að gefa einokunarfyrirtækjum fullt frelsi í verðlagningu. Ef sam- keppni er engin viðurkenna flestir að óeðlilegt er að einokunarfyrir- tæki ráði algjörlega verðlagningu. Á fjármagnsmarkaði á íslandi hafa ríkt sérstakar aðstæður. Sumir KjaUariim Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn hafa kallað þetta fákeppni. Eftir- spurn hefur verið gífurleg en fram- boð takmarkað. Þetta hefur auðvit- að leitt til hárra vaxta í vaxtafrels- inu. Menn hafa tahð að kerfið mundi leita jafnvægis. Háir vextir mundu draga úr eftirspurn en auka fram- boð. Þetta hefur ekki gerst. Vaxtakerf- ið hefur ekki ráðiö við að ná jafn- vægi við þessar aðstæður. Hvers vegna ekki? Jú, ríkissjóður hefur krafist gífurlegra lána á innlenda lánsíjármarkaðinum. Á yfir- spenntum markaði hefur ríkissjóð- ur óskað eftir 5-6000 m. króna láni og fjármálaráöherrar gjaman af- sakað lántökur ríkissjóðs með því að þær skipti ekki eins miklu máli vegna þess að um sé að ræða inn- lendar lántökur en ekki erlendar. Jafnframt hefur fastgengisstefn- an verkað sem verðstöðvun á út- flutningsatvinnuvegi og sam- keppnisgreinar. Þetta hefur aukið mjög á lánsfjárþörf atvinnuveg- anna og innlendi lánsfjármarkað- urinn verið yfirspenntur. Vaxtakerfið nær ekki aðlögun. Við slíkar aðstæður, þegar gripið hefur verið inn í launaþróun og verðlagsþróun, er óeðlilegt að láta þennan markað leika lausum hala. Fjármagnseigendur hljóta að verða að bera hluta byrðanna. Auðvitað er eðhlegt að halda raunvöxtum jákvæðum en við þessar aðstæður er hámark nauð- synlegt. Lokaður markaður í þessu sambandi er nauðsynlegt að menn hafi í huga að innlendi lánsfj ármarkaðurinn er lokaður hérna uppi á þessu skeri okkar. Ef hann væri opnaður og innlent fé yrði að keppa við erlent lánsfé væri um annað mál að ræða. Það er einnig undarlegt að helstu talsmenn fijálsrar samkeppni leggjast margir hveijir eindregið gegn því að innlent lánsfé keppi á jafnréttisgrundvelli við erlent. Frönsku kartöflurnar úr Þykkva- bænum eiga að keppa við innflutt- ar, segja menn. Annað væri óeðh- legt. Allt annað lækkar lífskjör í landinu. En eigendur fjármagns hér eiga ekki að þurfa að keppa við erlent lánsfé heldur njóta aðstæðna á fákeppnismarkaði. Er nokkurt samhengi í þessu? Lánskjaravísitalan íslenska verðtryggða krónan er sterkasti gjaldmiðUl veraldarinn- ar. Síðan 1980 hefur hún hækkað 25% meira en meðaltal helstu við- skiptamyntar okkar. Halda menn að þetta sé eðhlegt? Styrkur myntar einnar þjóðar hvílir auðvitað á þjóðarframleiðslu og hagvexti. Styrkur íslensku verð- tryggðu krónunnar hvílir á reglu- gerð og lögum. Halda menn að þeir geti ákveðið styrk íslensku krónunnar með lög- um, óháð efnahagslífi þjóðarinnar? Ef svo er ættu menn að geta ákveðið lífskjör í landinu með lög- um og látið lönd og leið hvort nokk- ur fiskur veiddist eða þá hvort hann seldist. Málið er einfaldlega ekki svona. Við erum á viUigötum. Talsmenn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hafa bent á nauðsyn þess að íslendingar afnemi verðtrygg- ingu á peningamarkaði. Ekki eru þeir alUr framsóknarmenn. En þeir telja stjóm peningamála mun erf- iðari meö slíkri vísitölubindingu. Auk þess er lánskjaravísitalan stórgölluð. Hún er vensluð stærð- unum sem hún á að mæla og lifir þannig eigin lífi. Hún magnar hringrásina og veldur sjálfgengi. Þannig er t.d. fjármagnskostnað- ur vísitölufjölskyldunnar vegna íbúðar inni í framfærsluvísi- tölunni. Hækkaður fjármagns- kostnaður veldur þannig hækkun framfærsluvísitölu. Hækkuð fram- færsluvísitala veldur hækkun lánskjaravísitölu og þannig koll af kolli. Hækkun fjármagnskostnaðar veldur hækkun vömverðs. Hækk- un vöruverðs veldur hækkun framfærsluvísitölu. Hækkuð fram- færsluvísitala veldur hækkun lánskjaravísitölu sem aftur veldur hækkun framfærsluvísitölu og þannig koll af kolh. Hækkun á áfengi veldur hækkun allra skulda landsmanna sem tengjast láns- kjaravísitölu. Auðvitað verður að afnema láns- kjaravísitöluna. Hafi vísitölubinding launa tor- veldað stjóm efnahagsmála gerir lánskjaravisitalan þaö ekki síður. Það gengur auðvitað ekki að ákveða verðstöðvun á útflutnings- atvinnuvegina með fastgengi en gefa síðan fjármagnskostnaðinn frjálsan við ríkjandi aðstæður. Guðmundur G. Þórarinsson „Auövitað verður að afnema lánskjara- vísistöluna. Hafi vísitölubinding launa torveldað stjórn efnahagsmála gerir lánskjaravísitalan það ekki síður.“ Þegar Bylgjunni, Stjömunni og Stöð 2 hefur verið kálað: Verður Ríkisútvarpið þá betra? Aldrei áður hefur almenningur þurft að kosta jafnmiklu til, svo að Ríkisútvarpiö geti haldið úti öflugri dagskrárgerð, kvikmyndagerð, fréttaneti um allan heim og full- komnu dreiflkerfi í lit og stereo. Aldrei áður hefur almenningur lagt til jafnglæsilegt hús utan um starfsemi Ríkisútvarpsins og núna. Um 71 prósent af tekjum Ríkisút- varpsins em teknar beint úr vasa almennings - með afnotagjöldum. Hér áður fyrr nam þessi beina skattheimta um 50 prósentum af tekjunum. Auglýsingatekjur greiða afganginn. Þessi sterka staða Ríkisútvarps- ins miðar aðeins að einu marki - að nota styrkinn til að koma keppi- nautum þess fyrir kattarnef. Einfalt mál, betra Ríkisútvarp Ríkisútvarpið hefur nú fengið enn eina stórhækkunina á afnota- gjöldum og kemur þessi 28 prósent hækkun til framkvæmda 1. mars. Undanfarin þrjú ár hafa afnota- gjöldin hækkað tvöfalt meira en almennt verðlag í landinu. Hvers vegna? Jú, þegar auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins minnkuðu, með tilkomu nýrra keppinauta, þá varð það sér úti um tekjuuppbót með því að hækka afnotagjöldin grimmt. Aldrei virðist hafa komið til greina að minnka umsvif Ríkisút- varpsins þrátt fyrir aukið framboð annarra miðla á sama sviði. Nei, Ríkisútvarpið hefur aukið umsvif- in verulega, líkt og aðrar útvarps- eða sjónvarpsstöðvar væru ekki til. Ríkisútvarpið fór að sjónvarpa á fimmtudögum, það keypti fullkom- inn upptökubíl fyrir sjónvarpið, jók innlenda dagskrárgerð margfalt, og við Efstaleiti reis glæsilegur kastali undir hina auknu starf- semi. Rás 1 hélt sínu striki í allri KjaUarinn Ólafur Hauksson fyrrv. útvarpsstjóri Stjörnunnar dagskrárgerð og við rás 2 tók til starfa öflug talmálsdeild til við- bótar við hátt í 30 manna frétta- stofu útvarpsins. Málið var einfalt. Ríkisútvarpið var að reyna að yflrbjóða keppi- nautana, hvað sem það kostaði. Það var að reyna að gera betur. Til hvprs? En til hvers var Ríkisútvarpið að reyna að gera betur en nokkru sinni fyrr, loks þegar aðrir miðlar fóru að bjóðast á sama vettvangi? Á sama tíma hraðminnkuðu aug- lýsingatekjur Ríkisútvarpsins, þannig að það hafði engin efni á þessu. Jú, Ríkisútvarpið var að reyna að auka og bæta dagskrána þannig að það missti helst engan úr hlust- unar- eða áhorfendahópi sinum. Þannig átti að koma í veg fyrir uppgang keppinautanna. Núna skuldar Ríkisútvarpiö 450 milljónir króna, afleiðing af mikl- um taprekstri árin 1986 og 1987. Afnotagjöld hafa hækkað langt umfram verðlag til að standa undir flottheitunum í dagskrárgeröinni. Hækkun afnotagjalda um 28 pró- sent núna 1. mars mun hins vegar ekki auka á flottheitin, heldur verður fariö í að borga skuldirnar. Dagskrárfylliríinu er lokið að sinni. En Ríkisútvarpið hefur hagað sér eins og naut í flagi. Það hefur kost- að hundruðum milljóna króna úr vasa almennings, mínum og þín- um, til að ganga af keppinautunum dauðum, í stað þess að endurskoða stöðu sína í breyttum heimi íjöl- miðlunar og marka sér ákveðinn bás. Ríkisútvarpið hefur hagað sér eins og um aðrar útvarps- eða sjón- varpsstöðvar væri ekki að ræða. Þess vegna er allur þessi taprekst- ur. Ríkisútvarpið hefur ekki viljað viðurkenna að aðrir geti gegnt hlutverki þess að hluta til - eða jafnvel að öllu leyti. Dýrkeypt fyrir almenning Þessi þrjóska og þvermóðska rík- isútvarpsmanna hefur verið al- menningi dýrkeypt. Hún hefur einnig verið keppinautunum dýr- keypt. Ríkisútvarpið hefur vaðið í vasa fólksins til að standa undir flottheitunum. Það hefur niður- greitt auglýsingaverð með afnota- gjöldum. Keppinautarnir í einkaeign hafa þurft að miða auglýsingagjöld sín við niðurgreidd auglýsingagjöld Ríkisútvarpsins. Þannig hefur Rík- segir greinarhöfundur. isútvarpið einnig grafið úr vasa keppinautanna. Grátlegast er að þessi tryllings- legi ótti forráðamanna Ríkisút- varpsins kostar hvern eiganda sjónvarpstækis núna 28 prósent meira í afnotagjöld en vera þyrfti. Og þá skiptir ekki máli hvort þessi eigandi sjónvarpstækisins notar ríkisíjölmiðlana mikið, lítið - eða ekkert. Hvar á Ríkisútvarpið að vera? Enginn segir að Ríkisútvarpið eigi að hætta starfsemi sinni. En það þarf að endurskoða stöðu þess rækilega. Drottnunargirni og til- raunir til að kála keppinautum á kostnað almennings gengur ekki. Það þarf að skoða heildarmynd útvarps og sjónvarps á íslandi og hvar Ríkisútvarpið eigi heima inni í þeirri mynd. Það þarf að taka til- lit til þess að nú eru starfandi í einkaeign tvær góðar og útbreiddar útvarpsstöðvar og ein sjónvarps- stöð, ásamt fjölda smærri útvarps- stöðva. Ríkisútvarpið má ekki haga sér eins og einokuninni hafi aldrei ver- ið aflétt. Ólafur Hauksson „En Ríkisútvarpiö hefur hagaö sér eins og naut í flagi. Þaö hefur kostaö hundr- uöum milljóna króna úr vasa almenn- ings, mínum og þínum, til aö ganga aö keppinautunum dauðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.