Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. 25 „Snjórinn getur haft áhrif á skap- lyndi fólks, bæði til góðs og ills. Hann er vissulega tvieggja en hann ber með sér fegurðina og fólk teng- ir hann oft við eitthvað sem erjá- kvætt, til dæmis jól, og svo er þaö alþekkt að við tengjum snjó við hreinleika. Það má því segja að spjór hafi yfir sér ákveðið heillandi yfirbragð," segir Andrés Ragnars- sonsálfræðingur. „Tvímælalaust hefur snjórinn þau áhrif að menn verða hjálpsam- ari. Þeir aðstoða til dæmis hvern annan við að ýta bílum sé þess þörf. Tillitssemi fólks eykst. Það er eins og snjórinn ýti undir það góða í okkur öllum,“ segir Andrés" Gigtíhæðum oglægðum „Ég veit ekki hvort snjór hefur almennt áhrif á skapferli manna eða líkamlega líðan þótt sumir telji sig finna fyrir gigt í hæðum og lægðum. Það er þó einn hópur manna sem snjórinn hefur merkj- anleg áhrif á, það eru þeir sem þjást af skammdegisþunglyndi. Ég hef um nokkurt skeið rannsakað skammdegisþunglyndi og vantar raunar sjálfboðahða í þær rann- sóknir. En af viðtölum mínum við fólk, sem skammdegið leggst þungt á, hef ég greinilega fundið að því fólki hður miklu betur í snjó,“ seg- ir Andrés Magnússon, læknir á rannsóknastofu geðdeildar Landspítalans. „Það er fyrst og fremst aukning á birtumagni sem hefur bætta hðan á skap fólks því birtan skiptir höfuðmáh fyrir þetta fólk. Það má vel vera að hjálpsemi fólks aukist í snjónum. En er það ekki bara vegna þess að það er miklu meiri þörf á að hjálpa náð- unganum? Ég hef ekki aðra skýr- inguáþessu." Yfirbragðfólks breytist Verslunareigandi við Laugaveg- inn sagði sér virtist sem umferð - gangandi fólks minnkaði heldur í spjókomu og slæmu færi. Það væri að minnsta kosti minna að gera í sinni verslun þegar snjónum kyngdi niður. Hins vegar væri hann ekki frá þvi að yfirbragð fólks væri með öðru móti. Fólk væri ein- hvem veginn rólegra og gæfi sér betri tíma til að skoða þann fatnað sem væri á boðstólum. Veitingahúsaeigandi tók í sama streng þegar DV ræddi við hann. Ég verð ekki veit við minni aðsókn. Hún fer fyrst og fremst eftir dögum. Hins vegar verðum við áþreifan- lega vör við að fólk fellur frekar til rólegheita og flakkar minna á milli staða. Neikvæðahliðin Snjórinn hefur hins vegar aðra hhð, hhð sem er ekki alveg eins jákvæð. Okkur er til dæmis iha við snjóinn þegar við sitjum fóst í bíl- unum einhvers staðar og þegar við komumst ekki leiðar okkar fyrir fólki sem ekur um á sumardekkj- um. Það er heldur ekki neitt skemmtiverk að koma út í morgun- kuhö og þurfa að byija á því að hreinsa snjó af bílnum, í það minnsta ekki þegar maður er á síð- ustu stundu og hver mínúta dýr- mæt. Margir blóta líka í laumi og bíta á jaxlinn þegar þeir þurfa að híma tímunum saman eftir strætisvagni sem aldrei kemur. Þá fer menn að hungra í sumar og sól. Jeppa- og snjósleðaeigendur brosa hins vegar í kampinn, alsæl- ir yfir aö geta nú loksins sýnt hvað ítæKjunumbýr. Snjórinn kostar skattgreiðendur ómælda peninga. Það er til dæmis talið að þaö kosti .um eina mihjón króna á dag að hreinsa snjó af göt- um borgarinnar þegar mest er. Kristín Ragnarsdóttir og Hafdis Hafsteinsdóttir voru að æfa sig á gönguskíðum á Miklatúni. DV-myndir Brynjar Gauti Það rfkir mikil hjálpsemi hér f hest- húsunum, sagði Gfsli Guðbrands- son. Mér finnst snjórinn spennandi, sagöi Lauri Helgason og lét færðlna ekkert á sig fá þegar hún öslaði ófærðina á gangstétt- inni með Guðnýju og Molly Kristínu í eftirdragi á snjóþotu og þær systur virtust skemmta sér hið þesta yfir veðrinu. Tákn hreinleika: Ýtir snjór undir hjálpsemi fólks? T .ífcgtim Síminn stoppar ekki Stofnanir, sem mikið mæðir á þegar snjór og ófærð tefja umferð akandi og gangandi vegfaranda, eru lögreglan og Veðurstofan. I lögregluna hringir fólk geysi- mikið til að forvitnast um færð og eins th að óska eftir aðstoð. En í Veðurstofuna hringir fólk hins vegar th að athuga hvort veður- breytingar séu í nánd og hvemig viðri á hinum og þessum stöðum. Gunnar Hvammdal, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við DV að fólk hringdi stanslaustí Veðurstofuna. „Við gefum út veðurspá 5-6 sinnum á dag og hún er lesin og birt í nánast öhum fjölmiðlum. En það er eins Tíðarandi og það hlusti ekki nokkur maður á þetta né lesi. Maður er að tyggja veðurspána í fólk í gegnum síma mörgum sinnum á dag. Það eru einkum konur og kennarar sem hringja mikið í okkur og svo fólk sem ætlar í ferðalög. Það kemur oft fyrir að fólk er alveg undrandi þegar við segjum því að spáin sé ekkert aht of góð. Fyrirhyggjuleysi fólks getur verið með ólíkindum því það er eins og fólk reikni aldrei með að veðrið geti breyst. Við verðum hka varir við að fólk hringir miklu meira ef það er hríð eða ef hann er mjög þungbúinn. Um leið og birtir th minnka hring- ingamar þannig að drunginn virð- ist hafa mikil áhrif á skaplyndi fólks, það hræðist bylinn og dimm- una. Það er miklu leiðinlegra að spá í svona veðurfari. Spámar era mun lengri og taka stöðugt breytingum. Þetta verður því aht þyngra í vöf- um.“ Snjóboltar ogsnjóhús Einn hópur fólks gleðst þó líklega meira yfir snjónum en nokkur ann- ar en það eru bömin. Þeir félagar Markús Öm Hahdórsson og Bjarki Þór Birgisson em í öhu fahi himin- hfandi yfir snjónum. „Það er gam- án að leika sér í snjónum og búa th spjóbolta og snjóhús. Okkur finnst heldur ekkert leiðinlegt þeg- ar það er hríð því þá fáum við frí í skólanum," sögðu þeir félagar. Gísh Guðbrandsson lögreglu- þjónn var að sinna hestum sínum í húsi uppi í Víðidal þegar DV bar að garði. „Við búum á Islandi og hvers vegna ættum við að vera að ergja okkur yfir snjónum. Hann fer ahavega ekki í taugamar á mér. Ég er á góðum bh og er sjaldan í vandræðum með að komast hingað upp eftir th að sinna hestunum. Það gerir vel fóðmðum hestum heldur ekkert th þó að það þurfi að feha úreinagjöf. Enefhla viðrarogef það em einhverjir í vandræðum með að komast hingað upp eftir þá sinnum viö hestunum fyrir þá. Það ríkir mikh hjálpsemi manna á með- al hér í hesthúsunum," segir Gísh. Laurie Helgason sagði að sér þætti snjórinn bara spennandi. , ,Það er hressandi að fara út með krakkana á snjóþotu þegar svona viðrar. Við höfum öh gaman af því aö fara á skiði og bömin em byrjuð að renna sér þótt þau séu ekki nema tveggja ogfjögurra ára göm- uL Þegar það er hríð finnst mér af- skaplega notalegt að vera inni og horfa út um gluggann, það er svo róandi.“ Þær stöhur Kristín Ragnarsdóttir og Hafdís Hafsteinsdóttir vom á gönguskíðum á Miklatúni. Eins og aðrir þeir sem DV hitti á fömum vegi vora þær hinar ánægðustu með snjóinn. „Ég er á því að fólk verði hjálpsamara í garð náungans þegar svona viðrar. Að minnsta kosti hjálpum við oft th við að ýta bhum sem eiga í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar í svona færð,“ sagði Kristín. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.