Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. Fréttir Einvígi Jóhanns og Karpovs í Seattle: Karpov náði forystunni Jóhann Hjartarson og Anatoly Karpov i Seattle: Jóhann tefldi langt undir getu í nótt. Símamynd Reuter Jóhann Hjartarson náði aldrei að rétta úr kútnum í 2. einvígisskákinni við Anatoly Karpov, eftir slaka tafl- mennsku í byijun. Karpov náði tang- arhaldi á stöðu hans með laglegri skiptamunsfóm og þótt úrvinnslan heíði ekki þótt sérlega sannfærandi lék hann sigrinum aldrei úr höndum sér. Jóhann reyndi hvað hann gat til að sprikla í netinu en allt kom fyrir ekki. Karpov hefur þá náð forystu í ein- víginu en fyrstu skákinni lauk með jafnteíli eftir skamma hríð. Jóhann hefur hvítt í þriðju skákinni sem hefst kl. 1 aðfaranótt fimmtudags, að íslenskum tíma. Ljóst er að nú hefur hann ekki efni á að leita eftir friðar- samningum en ekki er hann öfunds- verður af stöðu sinni. Karpov hóf taflið í nótt með ensk- um leik og í fyrstu virtist sem Jóhann væri betur með á nótunum. Karpov hugsaði lengur og athygli vakti er hann hvarf af sviðinu drykklanga stund á viðkvæmu augnabliki í byij- uninni. Sumir sögðu að hann hefði lítið senditæki og væri að leita ráða hjá aðstoðarmönnunum sem eru lok- aðir inni í bækistöðinni. Aðrir héldu því fram að hann hefði minnisblöð í jakkafóðrinu. Svo fór að stuttu síðar lék Jóhann tvo hæpna leiki og Karpov náði yfirburðastöðu. Mörg- um fannst hann vinna fremur ráð- leysislega úr taflinu því að hann hefði getað haldið Jóhanni í algerri spennitreyju. Það kom hins vegar ekki að sök því að staðan var svo góð. Hljóðið var dauft í herbúðum ís- lendinganna eftir tapið enda tefldi Jóhann langt undir getu. Vonandi tekst honum að bæta ráð sitt. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur 1. c4 Karpov kýs nú að sitja hinum meg- in við borðið í enska leiknum sem var eftirlætisbyijun heimsmeistar- ans Kasparovs í einvígjnu gegn hon- um í Sevilla. Ekki má heldur gleyma því að enski leikurinn var leynivopn Bobby Fischer gegn Spassky í Reykjavík 1972. Skyldu heimsmeist- ararnir þrír hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að þetta sé besti byrjunarleikur hvíts? 1. - e5 2. g3 RfB 3. Bg2 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rc3 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. a3 Jóhann lék fyrstu leikina hratt en Karpov fór nú að hægja ferðina. Hann leikur ekki 8. d3 eins og algeng- ast er. Svartur hefur mátt vel við ima eftir 8. - Be6 9. a3 0-0 10. b4 a5 11. b5 Rd4 eða strax 10. - Rd4 eins og. þeir félagar Sokolov og Salov tefldu gegn Kasparov á sovéska meistara- mótinu í fyrra. Karpov geymir drottningarpeðið á upphafsreitnum en þannig hafa nýlegar skákir teflst. 8. - Be6 9. b4 0-0 10. Hbl f6 11. d3 Loks fer peðið af stað en nú hefur Karpov tekist að takmarka mögu- leika svarts. Hann hafði, er hér var Skák Jón L. Árnason komið sögu, notað 25 mínútur af umhugsunartíma sínum en Jóhann aðeins 8 mínútur. 11. - Dd7 12. Re4 Rd5 Þaö var eins og Jóhann hefði ekki tekið síðasta leik Karpovs með í reikninginn því að nú hugsaði hann lengj. 13. Dc2 b6?! Stórmeistararnir Gufeld og Seirawan gagnrýndu þennan leik í skákskýringasalnum. Vissulega veikir Jóhann stöðu sína með þessu og það er spuming hvort 13. - Hfd8 hefði ekki verið betra. 14. Bb2 Hac8? Of hægfara - óhætt er að fullyrða að eftir þennan leik nái Karpov yfir- burðastöðu. Sennilega var 14. - a5!? 15. b5 Ra7 eða 15. Hbcl Rd4 besta til- raunin til að ná gagnfærum. 15. Hbcl Rd4 Eftir 15. - Rd8 16. d4! ætti hvítur ógnandi stöðu á miðborðinu. 16. Bxd4 exd4 17. Dc6 Dxc6 18. Hxc6 Bd7 19. Rxd4! Karpov var tiltölulega fljótur að sjá að skiptamunsfórnin gæfi hvítum mikla möguleika. Hann hafði notað alls klukkustund og 25 mínútur af umhugsunartíma sínum, Jóhann klukkustund og 15 mínútur. 19. - Bxc6 20. Rxc6 Hce8 Jóhann á ekki betri leik en þennan. T.d. hefði 20. - Hfe8? verið afar slæmt vegna 21. Bh3! og hótar hróknum og Be6+ með riddaravinningi. 21. Hcl Einfalt og öruggt, dæmigert fyrir Karpov. Glettan 21. Rd6! Bxd6 22. Bxd5+ Kh8 23. e4 og síðan 24. d4 og 25. f4 virðist þó þrengja enn meir að svörtum. 21.- f5 22. Rd2 RfiB 23. Rxa7 Með tvö peð og riddara gegn hrók og skothelda stöðu má Karpov vera sæll með sitt. Jóhann situr uppi með gleð- isnautt tafl. 23. - Bd6 24. e3 c5(?) 25. Rc4?! Hvers vegna ekki 25. b5? Jóhann hefur e.t.v. ætlað að blíðka goðin með 25. - Ha8 26. Bxa8 Hxa8 27. Rc6 Hxa3 með einhveijum gagnfærum. Báðir áttu nú 20 mínútur eftir til að ljúka 40 leikjum. 25. - Bb8 26. Rc6 cxb4 27. axb4 b5 28. R4a5 Rd7 29. d4 g5 30. Rxb8 Aftur dæmigert fyrir taflmennsku Karpovs í þessari skák. Hann teflir afar varfærnislega og sannast sagna ekki mjög sannfærandi. Jóhann er næstum sloppinn úr spennitreyj- unni. 30. - Hxb8 31. Hc7 Rfi6 32. Rc6 Hb6 33. Re7+ Kh8 34. Rxf5 Ha6 35. Hcl Ha2 36. h3 Hb2 37. e4 Hxb4 38. g4 h5 39. e5 hxg4 Gróf tilraun til aö flækja málin, en nægir ekki. 40. exfB gxh.41. Bxh3 Hxf6.42. Hc8+ Kh7.43. Hc7+ Kg6. Leikur sig beint í mát en staðan er töpuð. 44. Hg7+ - Jóhann gafst upp því að eftir 44. - Kh5 45. f3 ræður hótunin 46. Bg4 mát úrslitum. -JLÁ Árbæjarhverfi: Safna undir- skriftum gegn sorpstöðinni Á fundi Framfarafélags Árbæjar- hverfis í gær var samþykkt að hefja undirskriftasöfnun gegn sorpbögg- unarstöð sem fyrirhugað er að reisa á iðnaðarsvæði fyrir norðan Árbæ. Er ætlunin að hefja söfnunina í næstu viku og ljúka henni fyrir 21. febrúar. Fundurinn í gær var fjölmennur og mættu nokkrir borgarfulltrúar og þingmenn. Greinilega kom fram á fundinum hinn mikli ótti Árbæinga við þessa stöð. Telja þeir að engin trygging sé fyrir því að hún mengi ekki út frá sér og kom fram á fundin- um að enn er ekki búið að finna stað til að urða sorpiö á. Þá bentu fundar- menn á tregðu Kópavogsbúa til að taka við stöðinni sem stafaði af því að Kópavogsbúar ætluðu að byggja íbúðarhúsnæði nálægt stöðinn+SMJ Snjóflóð í Olafsflarðarmúla í gærkvöldi: „SnjóHóðið hreif mig niðw fyrir veginn“ - segir Ævar Klemensson sem lenti í flóðinu Gylfi KrisSinaoan, DV, Akureyri: „Ég var aö reyna að moka frá bílnum þegar snjóflóð kom niður Múlann og inn á vegjnn og þaö hreif mig meö sér og bar mig nokk- uð niður fýrir veginn,“ segir Ævar Klemensson, sérleyfishafi á Dalvik, en hann lenti í þeirri óskemmtilegu lifsreynslu að verða fyrir snjóflóöi í Ólafsfjarðarmúla í gærkvöldi. Ævar og Bóas, sonur hans, fóru fiá Dalvik áleiðis til Ólafsfiaröar í gærkvöidi með vörur. Þegar þeir voru komnir að Tófugjá, sem er ofarlega í Múlanum innanverðum, komu þeir aö snjóflóði. Þeir sneru við vegna þess en komust ekki langt þar sem þeir komu þá að öðru snjóflóði. Þá fóru þeir feðgar út, Ævar til að moka en Bóas fór að setja keðjur á bifreiðina. „Þaö kom þá spýja yfir veginn og tók mig með einhverja metra niöur fyrir veginn, ég veit ekki al- veg hversu langt en nógu langt þótti mér að fara til baka,“ sagði Ævar í samtali við DV í morgun. Hann sagðíst hafa fariö á kaf í snjó- inn en ekki meiðst neitt, væri ein- ungis stirður eftir volkiö. Sonur Ævars fann hann ekki strax og kaliaöi því á aöstoð björg- unarsveitar frá Ólafsfirði. Hún kom síðan á staðinn en þá hafði Ævar komist upp á veginn. Þeir feðgar voru síðan fluttir heim en bifreiðina urðu þeir að skilja eftir í TófUgjá og þar var hún enn í morgun. Gengissig í stað gengisfellingar? Samkomulag er að myndast innan ríkisstjómarinnar í gengismálum, samkvæmt heimildum DV. Stefnt er að lítilli lækkun gengis, um 3 til 5 prósent. Ýmsar leiðir eru kannaðar en líklegasta niðurstaöan er að geng- ið verði ekki lækkað í einu vetfangi heldur yfir lengri tíma. Samkomulag er einnig að nást í vaxtamálum. Þær aögerðir, sem rík- isstjómin mun grípa til, munu bera meiri keim af samningum við bank- ana um vaxtalækkun en því handafli sem lesa mátti af tillögum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í upphafi viðræðnanna. Þó mun ráð- gert að Seðlabankinn geti beitt ákvæðum seðlabankalaga til að hlut- ast til um vaxtaákvarðanir bank- anna. Til þess að gera þetta ákvæði laganna virkara er ráðgert að breyta orðalagi greinarinnar. í kjölfar þess að núgildandi verð- stöðvun rennur út mun taka við hart verðlagseftirlit. Líklegt er að niður- greiðslur á landbúnaðarvörur verði auknar til að greiða niöur þá verð- hækkun sem annars hefði orðið á innlendum matvörum í kjölfar þess að verðstöðvunin rennur út. Þá mun og ætlunin að halda aftur að hækk- unum á gjaldskrám opinberra fyrir- tækja. í stað hækkana munu þau þurfa að ganga á framkvæmdafé sitt til að brúa reksturinn. Mörgum af upphaflegum tillögum Steingríms hefur verið ýtt af borö- inu; vemdartollum á innflutning frá láglaunasvæöum, greiðslu Seðla- bankans á refsivöxtum síöasta árs í hlutafjársjóð Byggðastofnunar, sér- stökum ívilnunum til þeirra banka sem lána mest í sjávarútveg og fleira. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.