Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. 5 Fréttir TiUögur Steingríms Hermannssonar: Styrkir til fyrirtækja og handafl á verðlag og vexti - vemdartollar á innflutning frá láglaunasvæðum Þær tillögur Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra sem legið hafa til grundvallar í umræðum innan ríkisstjórnarinnar undan- fama daga gera ráð fyrir víðtækum aðgerðum í efnahagsmálum. Þar er gert ráð fyrir flölþættum og róttæk- um breytingum á peningamálastefn- unni, umtalsverðum aðgerðum til stuðnings sjávarútvegi og iðnaði, hörðu verðlagseftirliti og gengisfell- ingu. I tillögunum er einnig gert ráð fyr- ir að ríkið komi inn í samninga á almennum vinnumarkaði. Stefnt sé að því að launahækkanir verði sem minnstar. í stað þeirra verði boðið upp á lækkun á innlendum matvæl- um án þess að tilgreint sé hvort það verði gert með auknum niðurgreiðsl- um eða lækkun á sköttum. Þá verði boðin lækkun vaxta og verðlagseftir- Ut sem ígildi launahækkana. að lána þeim eigendum fyrirtækja sem hafnað er af Atvinnutryggingar- sjóði svo þeir geti bætt stöðu sinna fyrirtækja. Hlutafíársjóður fær í sinn hlut það sem af gengur af þeim íjár- munum sem Atvinnutryggingarsjóði voru ætlaðir en líkur benda til að sá sjóður komi þeim ekki út. Þá er í til- lögunum gert ráð fyrir að hinn nýi sjóður fái alla þá fjármuni sem við- skiptabankamir greiddu Seðlabank- anum í refsivexti á síðasta ári. Sú fjárhæö mun skipta tugum ef ekki hundruðum milljóna. Þá viR Steingrímur að skuldir skreiðarframleiðenda við Seðla- banka frá 1984 og 1985 verði frystar. Verndartollar á inn- flutning frá láglaunasvæðum Til stuðnings iðnaðinum vill Stein- grímur takmarka innflutning frá lág- launasvæðum og þeim löndum þar sem tilkostnaðaur er lítill. Hann vill einnig hækka jöfnunargjald á þær vörur sem njóta ríkisstyrkja í heima- landinu eða ef mn er að ræða undir- boð einhvers konar. Þá viU hann endurskoða vörugjaldið þannig að í framkvæmd verði þaö hagstætt ís- lenskum iðnaði. Að lokum vill Stein- grímur tryggja iðnaðinum sambæri- leg bankaviðskipti og sjávarútvegur- inn nýtur. Ivilnanir til þeirra sem lána í sjávarútveginn Tillögur Steingríms í peningamál- um er róttækar. Hann vill kýla vext- ina niður í 4 til 5 prósent með því að afiiema fijálsa vexti og heimila Seðla- bankanum að ákvarða hámarksvexti. Sama gildir umvaxtamun. Sett verði ströng refsiákvæði ef þessi ákvæði Seðlabanka eru brotin. Til þess að draga úr háum tilboðum fjármagnsfyrirtækja í innlánsfé verði Seðlabankanum heimilt að hækka bindiskyldu hjá þeim sem bjóða óeðlilega háa imilánsvexti. Lágmarkstími innlána sem beri verðtryggð kjör verði lengdur í eitt ár. Sams konar lágmark verði fjögur ár varöandi útlán. Til styrktar sjávarútvegi og iðnaði verði þeim bönkum sem lána til þess- ara atvinnugreina gert það auðveld- ara með sveigjanlegri bindiskyldu og annarri aðstoð Seðlabanka. Hætt verði að taka refsivexti af bönkunum og reglum um lausafjárstööu, sem hafa verið óhagstæðar Landsbanka íslands, verði breytt. Auk þess gera tíllögur Steingríms ráð fyrir að reglur um erlendar lán- tökur verði hertar. Þá leggur hann og til að Útvegsbankinn verði lagður niður eða honum skipt á milii ríkis- bankanna. .gse Áframhaldandi verðlagseftirlit Steingrímur vill áframhaldandi verðlagseftírht eftir 15. febrúar þegar núgildandi verðstöðvun rennur úr gildi. í tihögunum er gert ráð fyrir að verðlag hækki ekki umfram hækk- anir erlendis og hlut innlendra launahækkana. Þetta eru sömu regl- ur og farið er eftír í núgildandi verð- stöðvun. Sömu reglur eiga að gilda um opinberar gjaldskrár. Hækkanir á gjaldskrám Lands- virkjunar og stofnana sveitarfélag- anna verði einnig haldið innan þess- ara marka og verði í framtíðinni háðar ákvörðun stjómvalda. Seðlabankinn leggi til stofnfé í hlutafjársjóð Til stuðnings sjávarútvegi gerir Steingrímur ráð fyrir að tillögur sjávarútvegsráðherra um úrelding- arsjóð, aflamiðlun, hagræðingu og gæðaátak nái fram að ganga. Auk þess vill Steingrímur að skuld- breytingu Atvinnutryggingarsjóðs verði hraðað og hlutafjársjóði verði komið á laggimar. Honum er ætlað Stefán Skarphéðinsson Óska eftir setudómara „Maðurinn situr í sýslunefnd og ég er formaður nefndarinnar. Ég mun óska eftir að setudómari verði skip- aður til að fara með þetta mál,“ sagði Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður í Barðastrandarsýslu. Stefán hefur birt fyrrverandi sparisjóðsstjóra ákæm vegna meints íjárdráttar af innstæðum í Sparisjóði Rauðasands- hrepps. Eins og kunnugt er hefur Spari- sjóður Rauðasandshrepps verið sam- einaður Eyrarsparisjóði á Patreks- firði. Stefán Skarphéðinsson er for- maður sfjómar Eyrarsparisjóðs. Stjórnarþátttaka Stefáns í Eyrar- sparisjóði ræður engu um ákvörðun hans að fara ekki með máhö sjálfur. Samkvæmt heimildum DV átti sveitarsjóður Rauðasandshrepps eina af þeim bókum sem peningar vom teknir af í heimildarleysi og eins átti Saurbæjarkirkja eina af bókunum. Orkureikningar Saurbæj- arkirkju áttu að greiðast af bókinni. Það var ekki gert og því hlóðust upp vanskil og um tíma hótaði Orkubú Vestfjarða að loka fyrir orku til Saur- bæjarkirkju. Það var komið í veg fyiír að til lokunar kæmi. -sme Sterkur leikur í viðskiptum Það er sterkur leikur, í viðskiptaferðum, að fljúga á Gullfarrými Arnarflugs. Fyrir utan margvísleg þægindi svo sem akstur til Leifstöðvar, sérstaka innritun og setustofur á flugvöllum, er miðinn "opinn" þannig að þú getur fyrirvaralaust breytt ferðaáætluninni eftir því sem þér hentar. Þú getur því sparað bæði tíma og kostnað erlendis. P.s. þú fœrð sérhannaðan taflmann í hvert skipti sem þú flýgur á GuUfarrými. Og þegar þú ert komin með 32 fœrðu tilheyrandi taflborð. ARNARFLUG HF. - Amsterdam sjö sinnum í viku Söluskrifstofa Amarflugs og KLM Austurstræti 22, sími 623060. Söluskrifstofa Amarflugs Lágmúla 7, sími 84477.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.