Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. 27 Fólk í fréttum Pétur Þorleifsson Pétur Þorleifsson hefur verið í frétt- um DV vegna þekkingar á hálendi íslands. Pétur er fæddur 2. júlí 1933 í Rvík og ólst upp á Mýrum í Sléttu- hlíð í Skagafirði til 1945 og Keldum í Sléttuhlíð til 1949 er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann lauk bama- skólaprófi á Skálá í Sléttuhlíð 1947 og var vinnumaður á Hvammi í Norðurárdal 1949-1951. Pétur hefur fgngist við reiðhjólaviðgerðir frá 1951 og vann við reiðahjólaviðgerðir hjá Óðni í Rvík 1951-1953. Pétur vann við reiðhjólaviðgerðir í Fálk- anum 1953-1964 og hefur rekið eigið verkstæði ásamt öðmm frá 1964. Hann hefur stundað hálendisferðir frá 1954 og söng í Karlakór Reykja- víkur 1972-1985. Pétur hefur verið í stjórn Jöklarannsóknafélagsins frá 1982 og hefur skrifað greinar í tíma- ritin Jökul og Áfanga. Pétur kvænt- ist 26. ágúst 1961 Guðbjörgu Hjálm- arsdóttur, f. 23. ágúst 1939. Foreldrar hennar vom Hjálmar Jónsson, vaktmaður hjá Olís, og kona hans, Kristín Ingimarsdóttir. Sonur Pét- urs og Guðbjargar er Hjálmar Pét- ur, f. 7. mars 1972. Systur Péturs eru: Anna Laufey, f. 20. ágúst 1932, d. 25. mars 1977, gift Sigursveini Jóhannessyni, málara á Seltjamar- nesi; Hrafnhildur, f. 11. júlí 1935, sambýlismaður hennar er Höskuld- ur Magnússon sjómaður, og María, f. 27. október 1936, gift Hreiðari An- toni Aðalsteinssyni, verkamanni í Straumsvík. Foreldrar Péturs vom Þorleifur Þorleifsson, d. 1936, verkamaður í Rvík, og kona hans, Jónína Krist- jánsdóttir. Þorleifur var sonur Þor- leifs, kennara í Rvík, Jónssonar, b. og hreppstjóra á Brimilsvöllum, Jónssonar, b. í Landbrotum í Kol- beinsstaðahreppi, Jónssonar. Móðir Þorleifs Jónssonar var Ingibjörg, systir Halldóm, ömmu Kristins Ár- mannssonar rektors. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. og hreppstjóra á Höskuldsstöðum í Laxárdal, bróður Margrétar, langömmu Þórðar Kára- sonar ættfræðings og Helgu, móður Svavars Gests og langömmu Marðar Ámasonar, ritstjóra Þjóðviljans. Jón var sonur Jóns, b. á Höskulds- stöðum, Þórðarsonar, bróður Þórð- ar, langafa Kristjáns, afa Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, og langafa Svavars Gestssonar ráð- herra. Annar bróðir Jóns var Berg- þór, langafi Jóns, föður Jóns, skálds frá Ljárskógum. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg, systir Þuríðar, langömu Soffíu, langömmu Einars Arnar Einarssonar, leikara í Nonna og Manna. Ingibjörg var dóttir Hall- dórs, b. á Helguhvammi á Vatns- nesi, Samsonarsonar, bróður Jónas- ar, langafa Karls, föður Guðlaugs Tryggva hagfræðings. Móðir Þor- leifs var Anna Torfadóttir, þurra- búðarmanns í Hákonarbæ í Rvík, Jónssonar og konu hans, Guðríðar Helgadóttur. Jónína var dóttir Kristjáns, verka- manns á Seyðisfirði, Jónssonar, b. í Víðinesi í Fossárdal, Eiríkssonar, b. áTeigarhomi, Árnasonar. Móðir Eiríks var Ingunn Jónsdóttir, b. á Teigarhomi, Jónssonar og konu hans, Þóreyjar Antoníusardóttur, b. á Hamri í Hamarsfirði, Ámason- ar, ættföður Antoníusarættarinnar. Móðir Jóns var Katrín Eiríksdóttir, b. á Geithellum, Jónssonar. Móðir Eiríks var Steinunn Jónsdóttir, systir Einars, langafa Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Katrínar var Vilborg, systir Anton- íusar, langafa Vilborgar, ömmu Gísla lektors og Jóhannesar, for- manns Neytendasamtakanna, Guð- mundssona. Vilborg var dóttir Sig- urðar, b. í Hamarsseli, Antoníus- sonar, bróður Þóreyjar. Móðir Vil- borgar var Ingibjörg Erlendsdóttir, b. á Ásunnarstöðum, Bjamasonar, ættföður Ásunnarstaðaættarinnar, langafa Guðrúnar, langömmu Hall- gríms, föður Geirs seðlabanka- stjóra. Erlendur var einnig langafi Eyjólfs, langafa Indíönu, móður Al- berts Guðmundssonar. Móðir Jónínu var Hólmfríður Skaftadóttir, verkamanns á Seyðis- firði, Sveinssonar, bróður Katrínar, ömmu Karls Kristjánssonar alþing- Pétur Þorleifsson. ismanns, föður Kristjáns skálds. Móðir Hólmfríðar var Ólöf Bjama- dóttir, b. í Sandvíkurseli, Hildi- brandssonar og konu hans, Guð- finnu Stefánsdóttur, systur Sveins, langafa Stefaniu, móður Ármanns Snævarr hæstaréttardómara. Afmæli Kristín Guðmundsdóttir Kristín Guðmundsdóttir, lækna- fulltrúi á Sólvangi í Hafnarfirði, Háahvammi 2, Hafnarfirði, er fertug í dag. Kristín er fædd í Neskaupstað en ólst upp í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Flensborgarskóla árið 1986 en er nú formaður Starfsmannafélags Hafn- arfjarðar. Maður Kristínar er Bjami Hauksson, f. 3. október 1944, húsa- smíðameistari. Foreldrar hans eru Haukur Magnússon, d. í nóvember 1987, og kona hans, Kristín Þorleifs- dóttir. Kristín á tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Þær eru Hulda Guð- björg Gunnarsdóttir, f. 1969, starfs- maður á Kópavogshæli, og Þyri Gunnarsdóttir, f. 1971, nemandi í Flensborgarskóla. Börn Kristínar og Bjarna em Bima Dís, f. 1977, og Fjóla, f. 1979. Bræður Kristínar eru Baldur, f. 1938, trésmiður í Ólafsvík, kvæntur Öldu Vilhjálmsdóttur, forstöðu- manni Dvalarheimilisins Jaðars í Ólafsvík, þau eiga fimm böm; Gylfi, f. 1940, skólastjóri Gmnnskólans í Njarðvík, kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur kennara, þau búa í Keflavík og eiga tvö börn, og Helgi, f. 1943, formaður MFA, kvæntur Ragnheiði Benediktsdóttur meinatækni, þau búa í Reykjavík og eiga tvö böm. Foreldrar Kristínar vora Guð- mundur Helgason, f. 6. janúar 1909, d. 6. júlí 1952, prestur á Staðastað og síðar á Norðfirði, og kona hans, Þorvalda Hulda Sveinsdóttir, f. 18. febrúar 1916, d. 1983. Guðmundur var sonur Helga, sjómanns í Ásbúð í Hafnarfirði, Guðmundssonar, sjó- manns á Hellu í Hafnarfirði, Guð- mundssonar frá Gufunesi í Mos- fellssveit. Móöir Helga var Sigríður Helgadóttir, b. í Hlíð í Garðahverfi. Móðir Guðmundar Helgasonar var Guðrún Þórarinsdóttir, b. og smiðs í Fomaseli á Mýmm, Þórarinsson- ar. Þorvalda var dóttir Sveins, skóla- stjóra í Gerðum í Garði, Halldórs- sonar, b. í Kjamholtum í Biskups- tungum, Halldórssonar og konu hansjngunnar Ámadóttur, b. í Bartakoti í Selvogi, Gíslasonar. Móðir Þorvöldu var Guðrún Pálma- dóttir, b. á Meiri-Bakka í Skálavík, Bjamasoijar og konu hans, Kristín- ar Friðbertsdóttur, b. í Vatnadal, Guðmundssonar. Kristín Guðmundsdóttir. SMÁAUGLÝSINGAR Til hamingju með daginn 60 ára_______ Kristján Árnason, Skólagerði 57, Kópavogi. 40 ára Einar Þorvaldsson, Marbakka 14, Neskaupstað. Þóranna Guðmundsdóttir, Mýrarholti 5, Ólafsvík. Sigrún Kristjánsdóttír, Bakkahlíö 4, Akureyri, Elin H. Jónsdóttir, Unnarstig 4, Flateyri. Kristófer Þorgrímsson, Faxabraut 53, Keflavik. Fred Schalk, Flúðaseli 40, Reykjavík. Þuríður Jónsdóttir, Neðstaleiti 16, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.