Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989. 3 Urvals gúmmímottur á sérstöku kynningarverdi Passa í allar gerðir bíla. Mjög endingargóðar. Auðveldar að hreinsa. halda vel bleytu. 5eldar í settum á fram- gólf eða afturgólf. Fást hjá Heklu, vara- hlutaverslun / smurstöð og Bensínstöðvum 5Keljungs. Laugavegi 170 -174 Simi 695500 ■ííl 1 HJl 1 VH URNAR ÞÍNAR? ÞAR KOKIAÐ ÞVÍ! © © © © (38) (u) ' S Þetta eru tölurnar sem upp komu 28. janúar. __ Heildarvinningsupphaeð var kr. 9.948.997. 1. vinningur var kr. 5.944.215. Einn var með fimm tölur réttar. i~7 n / Bónusvinninaurinn ffiórar tölur + hnnnstala var kr 594.97R nrj driptist 4 a vinningc. / /-,. •/ --- —--y —- ( S. hafa og fær hver þeirra kr. 198.092. / íf j í //!/? /W l' < Fjórar tölur réttar, kr. 1.025.056, skiptast á 206 vinningshafa, kr. 4.976 á mann. 1 / Æ / A. /n^/í //ry ? Sölustaðireruopnirfrámánudegitillaugardagsogerlokað15minútumfyrirútdrátt. r.. it • •- £ Simi685111. Upplysmgasimsvan 681511. s Fréttir Akureyri: áfjárhags- áæHuninni Gyffi Kristjánsscn, DV, Ataareyri; „Þessi fjárhagsáætlun lítur ágætlega út og er td. miklu betri fyrir okkur en á síðasta ári þegar mjög kreppti að okkur. Afkoma bæjarins er betri núna og munar þar miklu um að staögreiðsla opinberra gjalda hefur komiö mjög vel út,“ segir Sigfus Jóns- son, bæjarstjóri á Akureyri, um fjárhagsáætlun bæjarsjóös fyrir árið 1989 sem lögð verður fram til fyrri umræðu á fundi bæjar- stjómar í dag. Gert er ráð fyrir að rekstur bæjarsjóðs á árinu kosti 938 millj- ónir króna og gjaldfærður stofii- kostnaður nemi 65 milfjónum. Tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 1158 milljónir, þar eru stærstu liöirnir 648 miUjónir vegna út- svara, 199 milfjónir skattar af fas- teignum og 184 milljónir aðstöðu- gjöld. Til viðbótar þessum tekjum bæjarsjóðs kemur ríkisframiag til byggingar skóla og dagvista sem nemur 76 milljónum. Til greiðslu skulda bæjarins verður variö tæplega 30 milljónum króna. Framkvæmd fyrir 200 milljónir Til nýframkvæmda og véla- kaupa verður á árinu varið 201 milljón króna og þar af er rflris- framlag 75 milljónir króna. Þetta er rúralega tvöföldun í krónum talið miðað við sL ár og munar miklu um myndarlegt framlag rflrisins tfl Verkmenntaskólans en byggingarframkværadir við skólann eru mestu nýfram- kvæmdir bæjarins á árinu ásamt framkvæmdum við sundlaug í Glerárhverfi. Fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks í bæjarráði hafa boðað athugasemdir þegar fiárhagsáætlunin kemur til af- greiðslu bæjarsfjómar. Athugasemdir mínníhlutans Sigríöur Stefánsdóttir, bæjar- fuUtrúi Alþýðubandalags, segir í bókun sinni: „Ég hef fram að færa fjölmargar athugasemdir við frumvarp að fiárhagsáætlun bæjarsjóðs eins og þaö liggur nú fyrir. Þær varða stefhuna i tekju- öflun sem m.a. kemur fram í að heimild til álags á fasteignaskatt er ekki nýtt til fulls. Aftur á móti er ætlunin aö dag- vistargjöld hækki um 58% á ár- inu þegar forsendur áætlunar- innar gera ráðfyrir 14-20% verð- lagshækkun. Einnig hef ég aðra skoðun en meirihlutinn á ýmsum liðum sem varða ráðstöfún fjár- muna. Þær athugasemdir munu koma fram á bæjarstjómarfimdi á milli umræðna.“ Sigurður Jóhannesson, fhlltrúi Framsóknarflokks, sagði í sinni bókun: „Ég hef tekiö þátt í gerö frumvarps aö fiárlmgsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyrir áriö 1989 og geri ekki athugasemd viö að þaö veröi lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjóm. Bókanir og breytingartillögur fulltrúa Framsóknarilokksins við fiár- hagsáætlunina munu koma fram við umræöur í bæjarsijóm." ViÖ gerö fjárhagsáætlunarinn- ar vom lagðar til grundvallar verðlagsforsendur þar sem miðað er viö 14% álag á gildandi launa- taxta 1. október 1988 og 17-20% hækkun vöm og þjónustu frá árinu 1988. Þá hefur sú breyting verið gerð frá fýrri áætlunum að inn í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs em teknar fiárhagsáætlanir dval- arheimilanna og strætisvagna. Konur 1 mötuneyti ratsjárstöðvar flughersins í Rockville: Kvarta undan álagi Konur sem starfa í ratsjárstöð bandaríska flughersins í Rockville á Miðnesheiði kvarta undan of miklu vinnuálagi. Konumar starfa í mötu- neytinu og fimm manna vakt er oft eklri mönnuð nema að hluta. „Við erum búnar að kvarta við verkalýðsfélagið, vamarmáladeild og yfirmenn okkar héma,“ segir Þor- björg Tómasdóttir í mötuneyti rat- sjárstöðvarinnar. í gær var Þorbjörg á vakt og voru þrjár konur af fimm frá vegna veikinda. „Tvær þeirra em bakveikar og hafa verið frá því í des- ember og ein er með flensu. Þær bakveiku em á leiðinni á spítala.“ Þorbjörg sagði það væri erfitt aö vinna við þessar aðstæður en engar úrbætur hefðu fengist. Páli Gestson, deildarstjóri starfs- mannahalds vamarliðsins, segir óvenju mikið um veikindi starfsfólks mötuneytisins í Rockville. „Þetta eru eldri konur og kannski ráöa þær ékki við starfið. Við erum með viku- lega fundi til að finna lausn á þessu máli,“ segir Páll. „Konumar héma eru flestar á milli 50 og 60 ára og búnar að vinna lengi hjá varnarliðinu. Mér finnst það hel- víti hart ef það á að henda fólki út eftir áratuga starf. Auk þess er það læknis að segja til um hvort konurn- ar geta unniö eöa ekki,“ segir Þor- björg um orð Páls. Guðrún Ólafsdóttir, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins, segir verkalýðsfélagið hafa fengið þær skýringar að flugherinn eigi ekki peninga til að ráða fólk í afleys- ingar. „Annars er maður alltaf að rífast í þeim og það kemur lítið út úr því,“ segir Guðrún. -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.