Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Utlönd HvaBveidar truflaðar Mótmœlandi frá heimskautaskipi Greenpeace samtakanna, Gandwana, þeysist um á litlum gúmmihraðbáti fyrir framan japanskan hvalveiðibát á Antarkfíku f gaer. Samtökin eru að mótmæla vísindaáætlun Japana, sem Reuter fréttasfofan segir að sé í óþökk Aiþjóða hvalveiðiráðsins. Myndina tóku Greenpeacemenn fyrir Reuter. Símamynd Reuter Sonurinn tilbúinn að borga Sonur Paul Vanden Boeynants, fyrrum forsætisráðherra Belgíu, sem rænt var í síðasta mánuði, tilkynnti ræningjum fóður síns í gær að hann væn tílbtiinn að ganga að kröfum þeirra um lausnargjald. „Ég er tilbúinn til að fara hvert sem er og ræða við ykkur um leiðir til að fullnægja kröfum ykkar,“ sagði Christian Vanden Boeynants í opin- berri áskorun til ræningjanna í gegnum belgíska fjölmiöla. Hinir vinstri sinnuðu skæruiiðar sem rændu Bœynants, sem er kristi- legur demókrati, sextíu og níu ára að aldri, krefjast tæplega fjörutíu millj- óna íslenskra króna í lausnargjald. Tveir þriöju hlutar lausnargjaldsins eiga að renna til góðgerðarstarf- semi en einn þriðji til ræningjanna eftír leiðum sem þeir hafa enn ekki skýrt frá. Nýtk hneyksli í Grikklandi Gríska ríkisstjórnin var í gær komin á kaf i enn eitt hneykslið. Tals- menn stjórnarinnar reyndu af veikum mætti aö neita ásökunum um að ríkisstjórain hefði tekið þátt í aö gefa upp of hátt verð við kaup á fjöru- tíu frönskum herflugvéium og að spiUtir embættismenn hefði stundið mismuninum í eigin vasa. Sósíalistastjómin, sem undanfarna mánuði hefur verið umvafin hneykslismálum, neitar því algerlega að hafa gert nokkuð rangt 1 þessum kaupsamningi, sem var gerður árið 1985. Stjóraarandstaðan hefur ráöist harkalega á stjórnina og sakaö hana um lygar og óheUindi i þessu máli sem öðrum. Þegar rætt var um kaupin á þingi tyrir fjórum árum var talað um að hver vél ætti að kosta fiörutíu milljónir dollara. í gær sögðu talsmenn sfiórnarinnar að veröiö hefði verið innan viö tuttugu railljónir dollara á hverja véL Jafnaðarmannasfiórnin í Svíþjóð reyndi í gær að láta svo líta út sem hún væri ekki sammála ummælum yfirmanns sænska flotans, Bengt Schuback, er hann sagöi að Sovétríkin bæru ábyrgð á síendurteknum landhelgisbrotum kafbáta í sænskri landhelgi. Sænsk hemaðaiyfirvöld hafa verið sannfáerð um það í mörg ár að Sovét- ríkin séu eina ríkiö sem getur staöiö fyrir njósnaferðum lítilia kafbáta upp að ströndum Svíþjóðar. Hingað tíl hefur hins vegar enginn taismað- ur hersins eða heraflans þoraö að segja þetta upphátt. Ríkissfiómin gaf í gær út yfirlýsingu um að engar sannanir væru til Aðstoöarutanríkisráðherra Ungverjalands, Gyula Horn, bendir á skiltið fyrir utan hið nýja sendiráð Ungverja í Seoul. Til vinstri er Shin Dong-Won, aðstoöarutanríkisráðherra Suður-Kóreu. Simamynd Reuter Ungverjar opna sendiráð í S-Kóreu Suður-Kóreumenn unnu mikinn diplómatískan sigur í morgun þegar Ungverjaland varð fyrsta kommún- istaríkið til að taka upp stjórnmála- samband við stjómina í Seoul. Roh Tae-Woo, forseti Suður-Kóreu, fagnaði þessum áfanga og sagði að hann bryti niöur síðustu leyfar kalda stríðsins og myndi auðvelda sam- komulag milli austurs og vesturs. Roh sagði við aðstoðarutanríkis- ráðherra Ungveijalands, Gyula Hom: „Ég vona að Ungveijaland muni viðhalda vingjarnlegu sam- bandi við Norður-Kóreu og aðstoða norðrið við að opna dyr sínar.“ Engin viðbrögð hafa borist frá Norður-Kóreu við þessum fréttum um að sósíalískur bandamaður væri að taka upp fullt sfiórnmálasamband við svarinn óvin. Sfiórnin í Pyongyang í Norður- Kóreu, sem tæknilega séð á enn í stríði við Suður-Kóreu, hafði áður lýst yfir megnri óánægju með að Ungveijar væru að gefa Suður- Kóreumönnum hýrt auga. Austur-evrópskir heimildarmenn í Peking sögðust í morgun búast við að Norður-Kóreumenn fyrirskipuðu lokun ungverska sendiráðsins í Py- ongyang. Þessu munu Ungveijar hins vegar hafa reiknaö með og því smám saman fækkað starfsfólki sendiráðsins að undantomu. Tilkynningin í morgun, sem ekki kom óvænt, er mikill áfangi fyrir Suður-Kóreumenn, sem hafa lengi unnið að því að koma á samskiptum við kommúnistaríkin, sem studdu Norður-Kóreu í Kóreustríðinu 1950-53 og hafa veitt þeim fullan stuöning á alþjóðavettvangi síðan. Hlutírnir gengu hægt fyrir sig und- ir stjórn Chun Doo Hwan, sem stjórnaði Suður-Kóreu með harðri hendi. Eftir að Roh komst til valda í febrúar síðastiiðnum eftir fijálsar kosningar hafa hlutirnir gengið mun hraðar. Fleiri austantjaldsríki eru inni í myndinni hjá Suður-Kóreumönnum og er búist við að Júgóslavía og Pól- land opni sendiráð í Seoul fyrir lok þessa árs. í kjölfarið munu svo fylgja flest önnur kommúnistaríki að Alba- níu undanskilinni. Reuter Skipskaði ógnar Antarktíku Argentinskt birgðaskip sökk við Antarktíku um miðnættið í nótt að íslenskum tíma, nokkrum klukku- stundum eftir að bandarísk vís- indastofnun sagði að það kynni að valda fyrstu meiri háttar náttúru- spjöllum álfunnar ef um ein milljón lítra af dísilolíu, sem er um borð í sldpinu, nær að renna út í sjóinn. í tilkynningu frá Argentínu segir að skipið Bahia Paraiso, sem steytti á skeijum um miðjan dag á laugar- dag, hafi sokkið um miðnætti að íslenskum tíma á Bismarcksundi eftir að björgunarstörfum hafði verið hætt vegna veðurs. Talsmaður bandarísku þjóðar- vísindastofnunarinnar í Washing- ton sagði í gær að ef skipið brotn- aði og olían næði að flæða úr því þá yrði það fyrsta meiriháttar um- hverfisslysið á Antarktíku. Argentínumenn hafa neitað því að hætta sé á mikilli olíumengun vegna þess að ekki hafi verið mikið magn í skipinu og auk þess sé það vel tankað þannig að mikill olíuieki sé fráleitur möguleiki. Talsmaður þjóðarvísindastofn- unarinnar sagði að þegar væri far- ið að bera á olíumengun og hefðu meðal annars mörgæsir orðið fyrir henni. Sagði hann að þetta slys gæti hugsanlega eyðilagt rann- sóknir sem Bandaríkjamenn hafa haft í gangi í tuttugu ár á svæðinu þar sem skipið sökk. Reuter aö styðja við orð flotaforingjans. Hak KC-135 tankvéfar bandariska flughersina Ifggur á engi skammt frá flugvellinum i Abilene í Texas. Simamynd Reuter Ailir þeir nífián menn sem voru um borð í KC-135 tankvél bandariska flughersins, sem fórst skömmu eftír flugtak frá herflugvellinum í Abilene í Texas í gær, fórust. Að sögn vitna komst vélin, sem var hlaðin sjötíu tonnum af eldsneyti, vart frá jörðu áður en hún brotlenti og sprakk í loft upp. Reuter Herinn Valdaklíkan í júgóslavneska kommúnistaflokknum situr í dag á fundi, þriðja daginn í röð, til að deila um stefnumörkun eftir að hafa feng- ið aðvörun númer tvö frá júgóslav- neska hemum um að hann muni ekki bíða rólegur og horfa á innan- flokksdeilur splundra landinu. Nú, þegar Júgóslavar horfast í augu við versta efnahags- og sfióm- málavanda sem þeir hafa lent í frá því að kommúnistar náðu völdum fyrir fiörutíu og fiórum árum, hefur stjómmálaráði flokksins ekki tekist að komast að neinu samkomulagi sem sameinað geti þjóðina, þrátt fyr- ir setur á fundum í tvo heiia daga. Serbar, Króatar, Slóvakar og menn af albönsku bergi brotnir deiidu hart um leiðir tii að bæta efnahagsástand- ið en í landinu var á síðasta ári 251 prósent verðbólga auk þess sem saufián hundruð verkfóll áttu sér stað. Allsherjarfundur kommúnista- flokksins mun í dag hlusta á skýrslur frá fyrrverandi háttsettum embætt- ismönnum í hinu hrjáða Kosovo hér- aði og frá lýðveldinu Bosniu varar enn við Slobodan Milosevic, leiötogi Kommúnistaflokksins í Serbíu, greiöir atkvæði um fundarsköp á allsherjarfundinum í gær. Símamynd Reuter Herzegovaníu, að sögn embættis- manna flokksins. Nokkur fiöldi miðnefndarmanna frá þessum svæðum hefur neyðst til að segja af sér, ýmist fyrir ranga stefnu eða aðild að hneykslismálum. í gær varaði herinn viö því í annað skiptið á einum sólarhring aö hann ipyndi ekki standa aðgerðalaus og horfa upp á deilur í kommúnista- flokknum sundra landinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.