Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. fþróttir Enskir stúfar Gunnar Svein bjömssan, DV, Engiandi: Parker til United? Alex Fergusson, stjóri United, hefur mikinn áhuga á aö ná í Paul Parker, vamarmann hjá QPR. Parker, sem er 24 ára, hefur átt góða leiki með hði sínu í vetur, sérstaklega gegn United. Láðin léku síðast fyrir viku og fór Parker þá á kostum. Trevor Francis, stjóri QPR, þarf að selja til að geta keypt og kann svo að fara að Parker verði seldur. Alan McDonald, leikmaður hjá QPR, er á sölulista hjá liðinu. Markvörðurinn David Sea- man er einnig ósáttur og kann svo að fara að þessi þrenning hverfi og virðast breytingar hggja í loftinu á Loftus Road. Peder Read á Loftus Road? Trevor Francis hefur fylgst með jaxl- inum Peter Reid hjá Everton að und- anfömu en hann er ekki eini leik- maður Liverpool-hðsins sem er und- ir smásjá QPR-stjórans. Pat Van den Hauwe hefur einnig veriö undir sjánni hjá Francis sem hyggst styrkja hðs sitt ailrækilega á ahra næstu dögum. Sex spor í ennið Jerry Armstrong frá Norður-írlandi var rekinn af vehi í fyrsta skipti á ferhnum í leik með varahði Brighton um helgina. Eitthvað hefur brott- vikningin farið í taugamar á Arm- strong enda ekki vanur að sjá rautt en það kom að því að hann sá það svo um munaði. Á leiðinni til bún- ingsherbergis tók írinn sig nefnilega til og skahaöi einn áhorfendanna í höfuðið með þeim afleiðingum að viðkomandi þurfti að láta sauma sex spor í ennið. Armstrong, sem hefur leikið 64 landsleiki og er einn af þjálfumm Brighton, var settur í bann í hálfan mánuð fyrir þetta bráðræði. Rangers vill nýjan markvörð Rangers hefur boðið 700 þúsund pund í Tony Coton, markvörð hjá Watford. Souness, stjóri Rangers, fylgdist með markverðinum í bikar- leikjum Watford og Newcastle á dög- unum. Rangers er með enska lands- hðsmarkvörðinn Chris Woods á sín- um snærum en hann hefur nánast ekkert leikið að undanförnu vegna veikinda. Souness er mjög hrifinn af Coton og er jafnvel tilbúinn að láta Woods í skiptum. Woods er sjálfur htið hrifinn af þeirri tilhugsun að leika í annarri deild og myndi senni- lega fremur kjósa meginlandsknatt- spymuna en aðra deildina á Eng- landi. Ónefnt v-þýskt félagshð hefur boðið í kappann. Hazard neitaði Newcastle Mike Hazard, fyrram leikstjórnandi hjá Tottenham, en núverandi leik- maður hjá Chelsea, neitaði á dögun- um tilboði frá Newcastle. Félögin höföu komist að samkomulagi um kaupverð, sem nam 350 þúsund pundum, en hann neitaði. Hann vih hvergi fara. Þetta er í annað sinn sem Jim Smith, sem nú er stjóri hjá New-. castle, reynir að kaupa Hazard en Smith vildi einnig fá hann til sín er hann hélt um stjómvölinn hjá QPR. Körfuknattleikur Tindar unnu Þórhallur Aamundssan, DV, Sauöárkróki: Tindastóll sigraði Þór frá Akureyri með 105 stigum gegn 91 í Flugleiða- deildinni í körfixknattleik á Sauðár- króki í gærkvöldi. • Stig Tindastóls: Valur Ingi- mundarson 36, Eyjólfur Sverrisson 35, Sverrir Sverrisson 14, Bjöm Sig- tryggsson 10, Kári Marísson 4, Har- aldur Leifsson 4, Ásgeir Kárason 2. • Stig Þórs: Konráð Óskarsson 23, Eiríkur Stefánsson 20, Guðmundur Bjömsson 15, Bjöm Sveinsson 14, Stefán Friðleifsson 10, Kristján Rafnsson 9. Njarðvíkingar bctri - unnu ÍBK, 66-55, í úrvalsdeildinni Ægir Már Eáiasan, DV, Suöumasiuin: UMFN sigraöi ÍBK í tilþrifalitlum leik i íslandsmótinu i körfu- knattleik í gær, 66-55 (33-27). Leikurinn fór fram í Njarðvík. Ljóst var í upphafi að róðurmn yröi ÍBK erfiður en Magnús Guðfinns- son og Sigurður Ingimundarson léku ekki meö vegna meiösla. Arftakar þeirra, ungir leikmenn, stöðu sig þó vel. ÍBK byrjaöi betur og haföi forystu framan af en Njarðvíkingar tóku síðan ráð- in og létu ekki forystuna af hendi það sem eftir liföi leiks. Síðari hálfleikur var líkur þeim fýrri. Keflvíkingar byrjuðu betur, minnk- uöu muninn í eitt stig en síðan var úr þeim nánast allur vindur. Bestir hjá UMFN voru Teitur Örlygsson og Friðrik Ragnarsson en hjá ÍBK voru þeir Alberti Óskarsson og Jón Kr. Gíslason. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 19, Friðrik Ragnarsson 14, Helgi Rafnsson 13, ísak Tómasson 9, Kristinn Einarsson 7, Hreiðar Hreiðarsson 4. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 18, NÖkkvi Jónsson 11, Falur Haröar* son 10, Albert Öskarsson 9, Guðjón Skúlason 5, Eghl Viðarsson 2. Paul Davis kominn í náðina - komiim 1 landsliðshóp Englendinga Paul Davis, sem er nýbúinn aö vinna að nýju sæti sitt f hði Ars- enal eftir að hafa lent í níu leikja banni í haust, hefur verið valinn í landshðshóp Englands fyrir vináttulandsleik gegn Grikkjum í Aþenu í næstu viku. Hann kemur þar í staðinn fyrir félaga sinn úr Arsenal, Michael Thomas, sem fékk sitt fyrsta tækifæri meö landshðinu gegn Saudi-Arabíu seint á síöasta ári. Hópur enskra lítur þannig út: Markverðir. Peter Shilton (Derby), og David Searaan (QPR). Varnarmenn. Gary Stevens (Rangers), lan Snodin (Everton), Terry Butcher (Rangers), Des Walker (NotL For.), Tony Adams (Arsenal), Paul Parker (QPR), Stuart Pearce ' (Nott. For.) og Tony Dorigo (Chelsea). Miöjumenn. Neil Webb (Nott. For.), Bryan Robson (Man. Utd), Paul Ðavis (Arsenal), Steve Hodge (Nott. For.), Paul Gascoigne (Tottenham) og David Rocastle (Arsenal). Framherjar. Alan Sraith (Arsenal), Gary Lineker (Barce- lona), Peter Beardsley (Liverpool), Tony Cottee (Everton), Chris Waddle (Tottenham) og John Bárnes (Láverpool). Sanchez með Norður-írum gegn spænskum Lawrie Sanchez, hetja Wimbledon í bikarúrslitaleiknum gegn Li- verpool 1 fyrravor, er kominn í hóp Noröur-íra á ný eftir tveggja ára fjarveru. Bihy Bingham, einvaldur Norður-íra, valdi Sanchez í 17 manna hóp sinn fyrir HM-leik gegn Spánverjum í næstu viku eftir að Ijóst var að hann yrði án fjögurra sterkra miðjumanna sem allir era meiddir. Það eru Norman Whiteside, Nigel Worthington, Bemard McNahy og Stephen Penney. Einn nýhöi er í hópnum, markvörðurinn Tommy Wright frá Newcastle. Beguristain settur út hjá Spánverjum Spánveijar gera þijár breytingar á hði sínu frá því þeir unnu Möltubúa, 2-0, á dögunmn. Manuel Sanchis er í leikbanni, Quique Sanchez er meiddur og Aitor Beguiristain er settur út úr hðinu þrátt fyrir að hafa verið besti maöur þess á Möltu. Jose Bakero, Femando Hierro og Míguel Chendo taka stöður þeirra. Spánveijar unnu Norður-íra, 4-0, \ fyrri leik hðanna sem fram fór í Sevilla seint á síöasta ári og hafa ekki tapað stigi í riðhnum. -VS • Grindvíkingurinn Jón Páll Haraldsson reynir körfuskot en Bragi Reynisson og Jó- hannes Sveinsson eru til varnar. DV-mynd Brynjar Gauti ÍR lék á als oddi - er liðið sigraði Grindvikinga, 96-64 ÍR-ingar léku á als oddi gegn Grindvík- ingum í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Þegar upp var staöið fóru ÍR- ingar með yfirburöasigur, 96-64. Ekki er nokkur vafi á því að ÍR-ingar sýndu þama sinn besta leik í langan tíma og uppskára samkvæmt því. Grindvíkingur byijuðu betur í viðureign- inni en munurinn var aldrei meiri en fimm stig. Framan af hittu leikmenn beggja iha, sóknimar stóðu stutt yfir og mistök urðu á báöa bóga. Eftir því sem á leið fyrri hálf- leiks skánaði leikur ÍR-inga til muna og þeir náðu forystunni, 33-31, og létu hana ekki af hendi það sem eftir var fyrri hálf- leiks. Staðan í hálfleik var 42-36. Grindvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, greinilega staðráðnir í því að bæta leik sinn. Þeir jöfnuðu leikinn og gerðu gott betur, komust yfir, 44-45. En þá virtist allur vindur úr Suðumesjamönn- um og ÍR-ingar gengu á lagið. Upp hófst flugeldasýning af hálfu ÍR-inga með Karl Guðlaugsson fremstan í flokki. Karl hitti nánast allsstaðar á velhnum. Var stundum hrein unun að sjá til hðsins. Það sem eftir liföi af leiknum vora Grindvíkingar nánast í hlutverki áhorfandans. Spumingin var aðeins hversu stór sigur ÍR-inga yrði. ÍR-ingar fóra á kostum í seinni hálfleik og í þessum ham heföi ekkert lið staðið þeim snúning, það er næsta víst. Karl Guð- laugsson átt frábæran leik, skoraði fimm þriggja stiga körfur og barðist sem ljón í vöm. Aðrir leikmenn liðsins eiga skihð mikið hrós fyrir leiki sinn. ÍR-hðið er ungt að áram og ef það heldur áfram á sömu braut þarf ekki að óttast framtíðina. Grindvíkingar vilja örugglega gleyma þessum leik sem allra fyrst. Ahir leikmenn hðsins léku langt undir getu ef undan er skihnn Guðmundur Bragason. Hann stend- ur ahtaf vel fyrir sínu. • Góðir dómarar leiksins voru Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragason. • Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 32, Bjöm Steffensen 18, Jón Öm Guðmundsson 16, Sturla Örlygsson 11, Bragi Reynisson 8, Ragnar Torfason 6, Jóhannes Sveinsson 5. • Stig Grindvíkinga: Guðmundur Braga- son 21, Steinþór Helgason 17, Rúnar Áma- son 7, Jón Páll Haraldsson 7, Guðlaugur Jónsson 6, Eyjólfur Sverrisson 4, Svein- bjöm Sigurðsson 2. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.