Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989. Fréttir Tæknin skammt á veg komin við byggingu Geithálsstöðvarinnar: Öll tengivirki verða yfirbyggð í framtíðinni Byrjaö er að byggja tengivirki af fullkomnustu gerð á vegum Lands- virkj unar sem staðsett er rétt sunnan Hafnarfjarðar, við Hamranes. Þetta tengivirki verður yfirbyggt svo kom- ist verður hjá truflunum af því tagi sem myrkvuðu mannabyggðir víðast hvar á landinu á sunnudag. Er reikn- aö með að tengivirkið verði tilbúið í haust. „Þetta tengivirki, sem er að rísa við Hafnarfjörð, er af sömu gerð og tengivirkið við Hrauneyjafossvirkj- un. Þaö er sérstaklega gasvarið sem þýðir aö einangrað er með gasi sem leiðir lítið rafmagn. Þetta gas er í hylkjum og viö notkun þess þarf minna af postulíni. Seltuvandamál, eins og þau sem við urðum fyrir um helgina, geta þá ekki komið upp á auk þess sem tengivirkiö verður mun betur varið fyrir eldingum," sagði Jóhann Már Maríusson, aðstoðarfor- stjóri Landsvirkjunar, við DV. - Af hverju hafa tengivirki ekki ver- ið byggö fyrr? „Tæknin sem notuð er í dag var ekki til staðar þegar tengivirkið við Geitháls var byggt. Þar til fyrir skömmu var þetta líka mjög dýr lausn. Nú hefur tækninni fleygt fram og þessir hlutir orðnir ódýrari. Það verða öll tengivirki yfirbyggð í fram- tíðinni, þar á meðal við Blönduvirkj- un.“ Jóhann sagði að saltstormur eins og um helgina væri erfiður við- ureignar og næði langt. Þannig hafl komið upp smásaltvandamál við Sig- öldu fyrir nokkrum árum. Ástandið um helgina hafi verið verra en menn hefðu upplifað lengi. „Byggðalínan bjargaði miklu um helgina. Fyrir norðan og austan var kerfið byggt upp á hálftíma þannig að rafmagnstruflanir þar urðu ekki verulegar. En línur og stöðvar á veg- um RARIK duttu út eins og okkar tæki, þannig að vandinn var fjöl- þættur.“ -hlh Hið nýja tengivirki, sem er að rísa á vegum Landsvirkjunar við Hamranes, skammt sunnan Hafnarfjarðar. Þetta tengivirki á að vera mjög tæknilega fullkomið og yfirbyggt þannig að rafmagnstruflanir, eins og þær sem urðu um helgina af völdum seltu, eiga ekki að verða. DV-mynd KAE Rafmagnslaust í tíu daga á bænum Smjörhóli: Heimilisfólk flúið af bænum Hrossahvarfið: Sólheima- móra er kennt um að hross fórust Menn, sem þekkja til í Dala- sýslu, segjaað Sólheimamóri hafi fælt hross á tveimur bæjum þar vestra nú eftir áramótin. Þessum draug hefur oft verið kennt um að leggjast á hesta ÐaJamanna enda talinn einhver magnaðasti draugur sem vitað er um þar í héraðinu. Hrossin urðu fyrir ásókninni nóttina eftir nýársdag. Sautján hross, sem voru á bænum Þor- bergsstööum, skammt fyrir sunnan Búöardal, hurfu þá og er taliö fullvíst aö þau hafi hlaupið í sjóinn. Eitt þeirra fannst síðar rekið viö Hrappsey í mynni Hvammsfjaröar og annað á Fells- strönd, norðan við fjörðinn. Þessa sömu nótt brutust þrettán hross úr rammgerðri girðingu þar nærri. Þau fundust vestur á Skógarströnd daginn eftir, illa leikin. Engin viðhlítandi skýring hefur fundist á þessu háttalagi hros- sanna og því hafa sögur um draugagang farið á kreik. Þar er Sólheimamóri nefndur til sög- unnar en sögur eru sagðar í Döl- um um að hann hafi oft lagst á hross. Hann er kenndur við Sól- heima í Laxárdal og á að fylgja ætt sem þaðan er komin. Á Sól- heimum var sagt að hann dræpi alla reiðhesta heimihsmanna. Þá er sagt að hann hafi áöur gert usla og drepiö hesta á Þor- bergsstöðum þar sem hrossin voru sem fóru í sjóinn nú eftir áramótin. Dalamenn segja að síö- ustu árin hafi lítið'borið á Móra og að um fimmtíu ár séu hðin frá þvi hann fældi hesta síðast. Sagt er að Sólheimamóri sé draugur sem vakinn var upp á Ströndum fyrir 170 árum. Honum er lýst þannig aö haxm sé búk- mikill en klofstuttur, í mórauöri úlpu meö lambhúshettu á höfði og skott aftur úr húfunni. Hann á að hafa oröiö nokknim mönn- um að bana og oft fælt hesta und- ir mönnum. -GK „Við höfum haft heimarafstöð í mörg ár og tahð okkur hafa haft nægjanlegt rafmagn. En 5. febrúar brann rafallinn í rafstöðinni yfir og því hefur verið rafmagnslaust á bæn- um síðan. Við vorum þrjú fullorðin á bænum og þraukuðum þar í tvo daga. Við hefðum getað þraukaö lengur en ákváðum að gefa okkur og taka tilboði góðra nágranna okkar. Dveljum við nú í Hafrafehstungu í góöu yfirlæti," sagði Birgir Sigurðs- son, bóndi á Smjörhóli í Öxarfiröi, í Að sögn Jóns Sigurðssonar iðnaö- arráðherra veröur það ástand, sem skapaðist hér á landi um helgina vegna rafmagnsleysis, meöhöndlað sem neyðarástand. Sagöi ráðherra að framundan væru ýmsar endur- bætur sem breyttu ástandinu til batnaðar og minnkuðu möguleikana á því að þetta endurtaki sig. Það var Skúli Alexandersson, þing- maður Alþýðubandalagsins á Vest- urlandi, sem fór fram á utandag- skrárumræðu á Alþingi um raf- samtati við DV. Heimihsrafstöðin er lítil vatnsafls- stöð. Þegar rafaUinn brann yfir hafði uppistöðulónið fyUst af krapi og það þoldi rafalUnn ekki. En hefur aldrei komið til tals að leggja rafmagn að bænum? „Það kom til tals á sínum tíma en okkur þótti of mikill kostnaður af því og vorum auk þess vel sett með okk- ar eigin rafstöð. En nú brást hún. Viö vonumst þó tU aö koma henni aftur í gang fljótlega.“ magnsleysi þaö sem var um mest allt land nú um síðustu helgi. Sagði Skúli að það ófremdarástand sem hér hefði ríkt kallaði á ýmsar spumingar um forvarnarstarf Landsvirkjunnar og rafmagnsveitanna. Um leið spurði hann að því hvort gagnsemi hring- tengingarinnar væri ekki sú sem af er látið. Þaö vakti athygli við umræð- una að ljósin í alþingishúsinu bhkk- uðu á meðan á umræðu stóð. Iðnaðarráðherra sagði að gagnsemi hringtengingarinnar hefði komið í - En hvernig gengur að hirða skepnurnar? „Við erum með sauðfé. Ég fer heim á daginn og sinni mínum verkum og kem svo hingað á kvöldin. En það er afskaplega dapurt um að litast þarna í myrkrinu," Birgir vonast til að rætist úr með rafmagnið fljótlega svo að ekki verði skemmdir á húsinu sökum raka og kulda. ljós nú því hennar vegna heföi verið unnt að koma rafmagni á mun fyrr á mörgum stööum. Það væri hins vegar rétt að hringtengingin hefði ekki komið að nægilegum notum vegna erfiðleika á aðveitustöðvum. Iðnaðarráðherra sagði að nú væri verið aö vinna við gerö stöövar við Hamranes fyrir sunnan Hafnarfjörð. Sú stöð yrði búin nýjasta tengibúnaði og myndi létta mjög á stöðinni við Geitháls. -SMJ Iðnaðarráðherra um rafmagnsleysið á þingi: Verður meðhöndlað sem neyðarástand DV Bjórinn lækkar Ákveðiö hefur verið að taka upp nýja stefnu viö verðlagningu á bjór og léttu og sterku víni. Felur sú stefna í sér að veröiö á bjór verður mun lægra en til- kynnt var fyrir nokkrum mánuö- um. Breyting þessi mun hafa þaö í fór meö sér að verö á innlendri bjórdós verður innan við 100 krónur eftir 1. mars en milli 110 og 115 á erlendri bjórdós. Sam- kvæmt útreikningum DV frá því í janúar átti innlend bjórdós aö kosta um 126 krónur og sú er- lenda um 160 krónur. Er því um verulega verölækkun aö ræða. Létt vín mun lækka í hlutfahi við sterkt vín. Fraravegis veröur vínandaskattur, sem er fost krón- utala, felldur niður fyrir fyrstu 2,25 prósent vínanda, óháð því hve sterkir drykkirnir eru. Þann- ig mun létt vín og sérstaklega létt vín hækka minna en sterkt áfengi. í fréttatilkynningu frá (jármálaráöuneytinu segir aö reglur um verölagningu bjórs hafi verið teknar til endurskoö- unar auk jpess sem hin hagstæðu innkaup ÁTVR hafi stuðlað aö verðlækkun. -hlh Ánægðir með lækkunina „Mér hst mjög vel á þessa verð- lækkun. Við sögðuúi að verðið á bjórnum væri í hæsta lagi. Fólk gerir samanburð á verði bjórs og annars áfengis og ef hann er óhagstæöur heldur fólk áfram að drekka sterkari diykki. Þetta er allt í áttina,“ sagði Magnús Jón- asson sem hefur umboð fyrir Budweiser á íslandi. Ragnar Birgisson, forstjóri San- itas, sagðist feginn. „Okkar til- laga var alitaf að íslenskur bjór ætti að kosta um 80 krónur dósin. Miðaö við áfengishækkunina nú ætti veröiö aö vera svípaö og viö höfðum lagt til eöa 90-95 krónur á dósina. Verðið var ahtof hátt fyrir þessa verðlækkun,“ sagði Ragnar. -hlh Verðið nálægt okkar hug- myndum „Þetta nýja verð, sem hefur ver- iö tilkynnt á bjór, er mjög nálægt þeim hugmyndum sem við höfö- um sett fram um verð á bjór. Það verö var 111 krónur,“ sagði Haf- steinn Valdimarsson, formaöur nefndar um átak í áfengisvöm- um, við DV. „Þegar viö lögðum fram okkar verðhugmyndir gerðum við eng- an greinarmun á innlendum og erlendum bjór. Verðhugmyndin var 111 krónur yfir aha línuna. Það er hugmynd frá ráöuneytinu að erlendur bjór verði dýrari en sáinnlendi.“ -hlh Smáskammtur af Budweiser l.mars „Viö veröum örugglega með einhvem bjór 1. mars. Það er búið að bóka 17 gáma af bjór. Þeir koma reyndar ekki til lands- ins fyrr en 10. mars þar sem pant- anir frá ÁTVR bárust ekki fyrr en 26. janúar til firamleiðanda Budweiser. Tími til sérmerkinga á dósum var þvi frekar naumur. Viö vonumst þó til að vera með þrjá gáma fýrir l. mars þar sem dósimar verða merktar meö hm- miöum eins og vínfiöskurnar," sagöi Magnús Jónasson, forstjóri 3K-Trading Co„ við DV. Þaö fyrir- tæki er umboðsaöhi Budweiser á íslandi. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.