Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Hangið í hvala-hvönninni Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra hefur árum saman fengið póhtíska næringu af hvalveiðum. Það var hann, sem fann upp svokahaðar vísindaveiðar, þegar Alþingi hafði samþykkt að gera ekki athugasemd- ir við veiðistöðvun Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ráðherrann þröngvaði upp á Alþingi hugmynd sinni um að klæða hvalveiðarnar í sauðargæru vísinda. í því var hann studdur almenningsáhtinu, sem sá í ráðherr- anum blöndu af ýmsum sögufrægum hetjum sínum, aht frá Þorgeiri Hávarssyni að Bjarti í Sumarhúsum. Hin íslenzka þrautseigja hefur fyrir löngu öðlazt tákn í sjónvarpspersónu ráðherrans. íslendingar tóku trú á þessa mynd hins íslenzka bónda, sem ver og sækir mál sín með þrætubók og þohnmæði aht til kóngsins í Kaup- mannahöfn, þar sem hann hefur sitt fram að lokum. Hvalveiðideilan hefur gert Hahdór að öðrum vinsæl- asta stjómmálamanni íslands. Margir íslendingar vilja ekki láta segja sér og þjóðinni fyrir verkum, ahra sízt bandarískar auðkonur, sem lásu Moby Dick í æsku. Hvalveiði og þjóðrækni hafa runnið saman í eitt. Makalaust er, að fólk, sem aldrei hefur sýnt nokkurn vísindaáhuga á neinu sviði og sér eftir hverri krónu til shkra þarfa, skuh telja sér í alvöm trú um, að hvalveið- ar okkar séu vísindi. „Ég vh fá vísindaveiðar eins og hinir,“ sagði hrefnuveiðimaðurinn í útvarpinu. Ár og dagur em síðan unnt var að tala um arð af hvalveiðum. Útflutningsverð svokaUaðra vísindaveiða nam 300 miUjónum króna árið 1987 og varð minna í fyrra. Frá þessari upphæð verður að draga kostnað við veiðarnar og fundi og ferðalög hvalveiðihirðar HaUdórs. Á móti kemur, að þegar hafa tapazt lagmetismarkað- ir í Þýzkalandi fyrir 600 mUljónir króna á ári og að 40 manns hafa misst atvinnu hér á landi. Nú er reiknað með, að sölutapið á þessu sviði fari upp í 1,4 mUljarða króna á ári og að 160 manns missi atvinnuna. Á móti kemur einnig, að Sambandið hefur tapað 600 mihjón króna freðfiskmarkaði í Bandaríkjunum og 200 mUljón króna í Þýzkalandi. Tölur Sölumiðstöðvarinnar em svipaðar. Samanlagt er sölutap íslendinga þegar komið yfir 2 mihjarða á ári og verður mun meira. Þetta er ekki hreint tap frekar en að hvalveiðitekjurn- ar em hreinar tekjur. Yfirleitt er enn hægt að finna nýja markaði, en venjulega með meiri tilkostnaði og á lægra verði. En augljóst er, að hvalveiðihagsmunir em sárahthr í samanburði við aðra útflutningshagsmuni. Lausn ráðherrans er eins Framsóknarflokksleg og hún getur verið. Hún felst ekki í að hætta hvalveiðum, svo að íslendingar geti farið að auka tekjur sínar af viðskiptum við aðrar þjóðir. Hún felst í að styrkja fyrir- tæki, sem missa erlend viðskipti vegna hvalveiða. Þannig tvöfaldar sjávarútvegsráðherra tjón þjóðar- innar. Fyrst býr hann tU glæra vísindahugsjón, sem kostar mUljarða. Síðan bætir hann við stómm fúlgum af fé skattgreiðenda. Er þetta mjög í anda annarrar kvóta- og þjóðnýtingarstefnu hans í sjávarútvegi. Ráðherrann hefur í nokkur ár aflað sér vinsælda meðal kjósenda á ódýran hátt, sem kunnur er í mann- kynssögunni. Hann hefur framleitt óvini í útlöndum handa þjóðinni tU að sameinast gegn. Nú er komið að skuldadögunum og þá vísar hann sökinni til Alþingis. Meiri var hetjuskapur Þorgeirs Hávarssonar, er hann hékk þöguU í hvönninni í Hombjargi og taldi sig þá hafa nægar, er uppi væri sú, sem hann hélt þá um. Jónas Kristjánsson % 140 1 120 Gamla uísitalan Fjórþætta uisitalan 100 Nýja uisitalan 1940 1950 1960 1970 1980 1990 Myndin sýnir gömlu og nýju lánskjaravísitöluna og svonefnda fjórþætta vísitölu. Lánskjaravísitöl- ur í Síöustu hálfa öld hefði gamla lánskjaravísitalan reynst verri en aörar. Hún hefði valdið misgengi lánskjara og launa í hverjum ára- tug. Aðrar vísitölur hefðu valdið minna misgengi. Gnmdvöllur vísi- tölunnar er sífellt að breytást. Frá því hún var tekin upp hefur honum verið breytt 6 sinnum. Ailar breyt- ingamar nema sú síðasta hafa minnkað vægi launagreiðslna. Grundvelli byggingarvísitölu breytt 4 sinnum Vísitala byggingarkostnaðar hef- ur veriö reiknuð í hálfa öld. Henni er ætlað að lýsa byggingarkostnaði íbúöarhúsa og hvemig hann breyt- ist. Tekin em saman aðfong sem þarf að mati höfunda vísitölunnar tíl að byggja íbúðarhús. Þættimir em metnir til fjár og samanlagður byggingarkostnaður reiknaður. Upptalning kostnaðarliðanna nefn- ist vísitölugmndvöllur og húsið vísitöluhús. Vísitöluhúsin em raunverulegar byggingar. Samið er við byggingar- aðila um að hann haldi bókhald hálfa KjaUaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur öld kauptaxta. Grundvöllur lánskjara- vísitölunnar er samkvæmt því ekki lengur sá sami og þegar hún var tekin upp. Lánskjaravísitölur Lánskjaravísitölu má setja sam- an á marga vegu. Einfaldast er að nota eina gmnnvísitölu. Til dæmis notaði Byggingarsjóður ríkisins lengi byggingarvísitölu. Sama máh gegnir um Lífeyrissjóð verslunar- manna, sem snemma tók upp verð- tryggingu. Gamla lánskjaravísital- an er samansett úr tveimur grunn- vísitölum. Nýja lánskjaravísitalan er sett saman úr þremur. Með því að fjölga grunnvísitölum er leitast við að eyða óþarfa verðsveiflum úr lánskjaravísitölunni. Reikna má gengi erlendra gjaldmiðla inn í vísi- „Inn í byggingarvísitöluna vantar mik- ilvæga þætti. Hún mælir til dæmis ekki áhrif vaxta, þótt þeir séu 8-10% af bygg- ingarkostnaði.“ yfir aðfóng og vinnu. Við elsta vísi- tölugrundvölhnn var stuðst 1938 til 1955. Þá var tekinn upp nýr. Til viðmiðunar var notað sambýhshús í Hhðahverfi. Það var reist með byggingartækni sem tíðkaðist fyrir fjórum áratugum. Hún er ólík þvi sem nú gerist. Möl og sandi var til dæmis ekið á byggingarstað og steinsteypan hrærð á byggingar- lóðinni. I verðgrundvellinum voru laun nálægt 60% af kostnaði. Árið 1975 var grundvehinum gjörbreytt. Stuðst var við íbúða- blokk með 10 htlum íbúðum í Breiðholtshverfi. Samsetning vísi- tölunnar breyttíst. Launahðir lækkuðu. Nú eru beinar launa- greiðslur hðlega 40% af kostnaði. Útreikningm- vísitölunnar miðast enn við þetta hús þó grundvehin- um hafi verið breytt lítils háttar 1982 og 1987. Grundvelli framfærsluvísi- tölu breytt 5 sinnum Vísitala framfærslukostnaðar var fyrst reiknuð 1938. Vísitölunni er ætlað að mæla framfærslukostn- að heimilanna og breytingar á hon- um. Hún er byggð upp svipað og byggingarvísitalan. Nokkrar fjöl- skyldur voru fengnar til að halda bókhald yfir útgjöld. Hin svonefnda vísitölufiölskylda er eins konar „meðaltaT þeirra. Niðurstöður neyslukönnunarinnar mynda vísi- tölugrundvölhnn. Fyrsti grunnur- inn var notaður til 1950. Þá var gerð ný könnun og breyttur grund- vöhur tók ghdi. Hann hefur verið endurskoðaöur fjórum sinnum síö- an. Fyrir stríð var efnahagur heim- hanna bágborinn. Neyslan var brýnustu lífsnauðsynjar. Vísitalan mældi aöahega innlendan kostnaö, einkum laun. Það hefur breyst. Ýmsar erlendar vörrn- vega nú þungt í vísitölunni. í dag ráða aðrir þættír þróun hennar en í upphafi. Framfærsluvisitalan hefur þróast ólíkt öðrum vísitölum síðustu 50 árin. Vísitala byggingarkostnaðar og „launa“vísitölur hafa að mestu haldist í hendur en framfærsluvísi- talan hefur á löngum tímabhum þróast ólikt þeim. Ástæðan kann að vera að ráöamenn hafa gripiö inn í þróun vísitölunnar með ýmsu mótí. Vísitölurnar mæla ekki rétt Framfærsluvísitalan og bygging- arvísitalan eru ónákvæmur mæh- kvarði. Th dæmis má nefna að vísi- tölufjölskyldan er 30% stærri en meðalfjölskylda. Neysla hennar er ekki mælikvarði á framfærslu- kostnað heimha almennt. Hún mæhr ekki heldur framfærslu- kostnaðinn eins og hann er á hverj- um tíma. Þegar hla árar dregur fólk úr néyslunni. Færri farajth sólarlanda, minna er notað af mun- aöarvörum og framfærslukostnað- urinn minnkar. Visitalan mælir ekki þennan samdrátt. Hún metur neysluna út frá síöustu neyslu- könnun. Inn í byggingarvísitöluna vantar mikhvæga þætti. Hún mæl- ir tíl dæmis ekki áhrif vaxta þótt þeir séu 8%-10% af byggingar- kostnaði. Vísitalan miðast við gamlar byggingaraðferðir því að vísitöluhúsiö er tekið að eldast. Samanlagt hefur verðgrundvelh vísitalnanna verið breytt 9 sinnum á 50 árum. Þar af 5 sinnum frá því lánskjaravísitalan var tekin upp. Breytingamar hafa aukið vægi er- lendrar vöru og minnkað vægi töluna og setja hana saman úr fjór- um grunnvísitölum. „Lánskjara- vísitölumar" haldast flestar í hendur yfir langt tímabil. Frá 1960 hafa til dæmis allar vísitölurnar, sem áður voru nefndar, hækkað svo th jafnmikið. Vísitölumar em hins vegar óhkar þegar litið er á skemmri tímabh. Sérstaklega á það við um misgengi lánskjara og launa. Alvarlegt misgengi varð á mihi lánskjara og launa 1983-1984. Misgengis hefði einnig gætt 1950- 1951, 1960-1961, 1968-1969 Og 1975- 1976. Þessi ár hefði gamla lán- skjaravísitalan valdið tvöfalt meira misgengi en hinar. Vísitölur í hálfa öld Á meðfylgjandi mynd er þróun ólíkra lánskjaravísitalna undan- farin 50 ár sýnd á fostu verðlagi. Byggingarvísitalan er 100 stíg aht tímabihð. Myndin sýnir gömlu og nýju lánskjaravísitöluna og svo- nefnda fjórþætta vísitölu. Hún samanstendur af byggingarvísitölu (30%), framfærsluvísitölu (30%), gengisvísitölu (20%) og launavísi- tölu (20%). Á myndinni sést að nýja lánskjaravísitalan, fjórþætta visitalan og byggingarvísitala em ekki verri en gamla lánskjaravísi- talan th að verðtryggja fé í langan tíma. Gamla vísitalan hefði reynst sparifjáreigendum iha fram að 1960. Af myndinni má einnig sjá að ýmsar fuhyrðingar um nýju láns- kjaravísitöluna eiga ekki við rök að styðjast. Hún verðtryggir fé ekki lakar en sú gamla og minnkar auk þess hættu á misgengi lánskjara og launa. Hins vegar er óvíst að hún hafi verið tekin upp á heppheg- asta tíma. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.