Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989.
Andlát
Vigdís Bruun Madsen, Hringbraut 58,
Hafnarfiröi, andaðist í St. Jósefsspít-
ala, Hafnarfirði, laugardaginn 11. fe-
brúar.
Sigríður Pálsdóttir, Neshaga 5, and-
aðist sunnudaginn 12. febrúar í Hafn-
arbúðum.
Rannveig Hildigunnur Kristjánsdótt-
ir, Ölduslóð 12, Hafnarfirði, andaðist
12. febrúar.
Kristjana Einarsdóttir Smith, Furu-
grund 66, Kópavogi, lést 11. febrúar.
Guðrún Jóhannesdóttir frá Ennis-
koti, Furugerði 1, Reykjavík, lést á
heimili sinu þann 11. þessa mánaðar.
Karen Antonsen lést 10. febrúar.
Ingimundur Benediktsson, Lauga-
vegi 27a, lést í Landspítalanum í
gær, 13. febrúar.
Halldór Ágúst Benediktsson, Bolung-
arvík, lést í sjúkrahúsinu í Bolungar-
vík mánudaginn 13. janúar.
Sigurbergur Andrésson lést að kvöldi
12. febrúar.
Jardarfarir
Sesselja Sigurborg Guðjónsdóttir frá
Sjávarborg í Seyðisfjarðarhreppi,
sem andaðist 5. febrúar, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 15. febrúar kl. 13.30.
Jón Á. B. Þorsteinsson frá Bakka-
firði, Hjallaseli 47, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 15. febrúar kl. 10.30.
Áróra S. Ásgeirsdóttir lést 5. febrúar.
Hún var fædd 14. maí 1942. Foreldrar
hennar eru þau hjónin Lára Her-
björnsdóttir og Ásgeir Ármannsson.
Aróra lauk námi frá Hjúkrunarskóla
íslands og starfaði lengst af á
Landspítalanum. Eftirlifandi eigin-
maður hennar er Helgi Grétarsson.
Áróra lætur eftir sig fjögur börn.
Útfór hennar verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag kl. 13.30.
TUlcyimingar
Háskólatónleikar
veröa haldnir á morgun, miövikudag.
Helga Þórarinsdóttir og Þorsteinn Gauti
Sigurðsson leika saman á víólu og píanó
sónötu eftir J.S. Bach, sónötu eftir Bocc-
herini og útsetningu á Adagio kafla úr
Toccötu fyrir orgel eftir Bach. Tónleik-
amir veröa í Norræna húsinu kl. 12.30-
13.00 og eru öllum opnir.
Athugasemd
vegna sjálf blekunga
Greinar þær, er birtust í síðasta
helgarblaði DV um sjálfblekunga,
vöktu talsverða athygh.
Því er vert að geta þess að velflest-
ar frægustu pennagerðir heims, svo
sem Pelikan, Parker og Mont Blanc,
fást að sjálfsögðu hérlendis í öllum
stærri ritfangaverslunum. Má í því
sambandi nefna Pennann og Mál og
menningu.
-J.Mar
Sjálfsleit í náttúru undir Jökli
Nándar- og næmiþjónustan stendur fyrir
námskeiöi undir Jökli á Brekkubæ,
Hellnum, frá 17.-19. febrúar. Námskeiðiö
byggir að miklu leyti á beinni þátttöku
og gagnkvæmu trúnaöartrausti þátttak-
anda. Leiðbeinandi verður Leifur Leo-
poldsson en hann starfar sem nuddari
og huglæknir. Námskeiöið kostar 5.500
krónur en fyrir félagsmenn Þrídrangs
4.800 krónur. Húsnæði og bílaleigubíll er
innifalið í verði. Upplýsingar í síma 18128
og 27622 (eða í síma 23022 fyrir kl. 14).
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Þorrablót Saurbæinga
verður haldið í Domus Medica 25. febrúar
kl. 20.00. Pantiö eða kaupið miða sem
allra fyrst hjá eftirtöldum: Rakel 79727,
Margrét 689468, Guðjón 79248.
Snæfellingafélagið 50 ára
Á þessu ári verður Félag Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavik 50 ára. Það var
stofnað 14. desember árið 1939. Af þessu
tilefni efnir félagið til mjög vandaðrar
árshátíðar sem verður haldin í Sigtúni 3
laugardaginn 18. þ.m. Auk skemmtiat-
riða, sem veröur bæði söngur og grín,
verða Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í
Stykkishólmi, og kona hans heiðursgest-
ir á árshátíðinni. Þá er áformað að halda
sérstakan hátíðarfund í tilefni af af-
mælinu í desember nk.
Fundir
Knattspyrnudeild Þróttar
heldur aðalfund í kvöld kl. 20.00 í Þrótt-
heimum v/Holtaveg. Dagskrá fundarins
eru skipulagsmál, kosning stjómar og
önnur mál. Þróttarar em hvattir tO að
mæta.
ITC-deildin Irpa
heldur ræðukeppnisfund í kvöld kl 20.30
í Brautarholti 30, annarri hæð. Allir vel-
komnir.
Hvað er misþroski?
Foreldra og kennarafélag Hvassaleit-
isskóla boðar til opins fræðslufundar um
misþroska börn í kvöld 14. febrúar kl.
20.30 í íþróttasal Hvassaleitisskóla. Stef-
án Hreiðarsson barnalæknir heldur fyr-
irlestur, fulltrúi frá foreldrafélagi mis-
þroska bama segir frá reynslu sinni og
nýstofnuðu foreldrafélagi. Kaffihlé.
Fijálsar umræður og fyrirspumir. Fund-
urinn er öllum opin og allir velkomnir.
Námskeið
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands
heldur námskeið í skyndihjálp. Nám-
skeiðið hefst miðvikudaginn 15. febrúar
kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Kennt verður
15.-28. febrúar. Námskeiðsgjald er kr.
2,500 námsgögn em innifalin. Námskeið-
ið verður haldiö að Öldugötu 4. Öllum
14 ára og eldri er heimil þátttaka. Fjöldi
þátttakenda er takmarkaður viö 15. Þeir
sem hafa áhuga á að komast á námskeið-
ið geta skráð sig í síma 28222. Lögð verö-
ur áhersla á fyrirbyggjandi leiðbeiningar
og ráð til almennings við slys og önnur
óhöpp. Námskeiðið er hægt að fá metið
í flestum framhaldsskólum.
fæst á
járnbrautar-
stöðinni
í Kaup-
mannahöfn
t
Hjartkær eiginkona mín
Kristjana Einarsdóttir Schmidt
Furugrund 66
Kópavogi
lést 11. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Róbert Schmldt.
Menning
Fimm bækur tilnefndar til
Menningarverðlauna DV
í þessari viku munu allar dóm-
nefndir vegna Menningarverö-
launa DV ljúka störfum og skila inn
tilnefningum sínum en sjálf verð-
launin verða svo afhent þann 23.
febrúar nk.
Lesendur DV hafa sýnt fyrir-
hugaðri verðlaunaveitingu tals-
verðan áhuga. Einkum hefur verið
spurt um þær bækur sem bók-
menntanefnd hefur tekið til sérs-
takrar athugunar.
DV bað því Gísla Sigurðsson bók-
menntafræðing, sem er í forsvari
fyrir bókmenntanefnd, að segja frá
þeim bókum sem nefndinni líst
einna best á - en meðdómendur
hans eru þau Ólafur Hannibalsson,
blaðamaður og bókmenntagagn-
rýnandi, og Silja Aðalsteinsdóttir,
bókmenntafræðingur og ritstjóri.
Varð Gísli fúslega við þeirri
beiðni.
„Fyrst skal nefna ljóðabók Hann-
esar Sigfússonar, Lágt muldur
þrumunnar (Mál og menning), en
hún inniheldur einlæg ljóð sem
takast á við vanda manns og listar
af fullum heilindum og benda les-
endum á vegaljós í lífinu. í hinum
smæstu ljóðmyndum Hannesar
kristallast mikill sannleikur.
Við erum einnig spennt fyrir ann-
arri ljóðabók, Ljóð námu menn eft-
ir Sigurð Pálsson (Forlagið), en í
henni eru þaulunnin og skemmti-
leg Ijóð sem einkennast af næmu
fegurðarskyni og óvæntri orða-
notkun. í bók Sigurðar birtist
ákveðin heildarsýn á samspil
manns og listar annars vegar og
óreiðu náttúrunnar hins vegar, þar
sem maðurinn notar listina til að
skilja tilveruna og nema ný lönd.“
Breið þjóðlífslýsing
„í þriðja lagi erum við með í skoð-
un frumlega og skemmtilega skrif-
aða bók, Minningarmörk í Hólaval-
lagarði eftir Bjöm Th. Bjömsson
(Mál og menning). Um leið og höf-
undur gerir grein fyrir sögu stein-
höggs og legsteinagerðar í Reykja-
vík og minningarmörkum í gamla
kirkjugarðinum rekur hann sögu
þess fólks sem þar er grafið, svo
að úr verður breið þjóðlífslýsing,
klassísk blanda af sagnfræði, þjóð-
legum fróðleik og frásagnarlist.
Sigurður Pálsson.
Ein ný skáldsaga er svo undir
smásjánni hjá okkur, Mín káta
angist eftir Guömund Andra
Thorsson (Mál og menning). Höf-
undur endurnýjar sígilt söguefni
með eftirminnilegum hætti; segir
frá unguni manni sem kemur full-
ur eftirvæntingar til náms í
Reykjavík og lendir í ástarævin-
týri. Þessi saga er sérstaklega vel
skrifuö, íjörmikil og í senn fyndin
og alvarleg."
Góður skáldskapur
„Loks gaumgæfum við ljóðaþýð-
ingar Geirs Kristjánssonar úr rúss-
nesku sem komu út undir nafninu
Undir hælum dansara (Mál og
menning).
í bókinni er góður þverskuröur
ljóðlistar bestu skálda sovéttíma-
bilsins og veita betri innsýn í líf og
hugsunarhátt framandi þjóðar en
þykkar fræðibækur gætu gert.
Þýðingar Geirs eru unnar af vand-
virkni og trúmennsku við frum-
Björn Th. Björnsson.
Guðmundur Andri Thorsson.
Geir Kristjánsson.
gerð ljóöanna en eru þó jafnframt
fullgildur íslenskur skáldskapur
sem er einstætt afrek þegar um
þýðingar úr svo ólíku tungumáli
og menningu er að ræða.“
í fyllingu tímans verður síðan ein
þessara bóka tilnefnd til Menning-
arverðlaunaDV. -ai.
Formannafundur BSRB:
Launþegasamtökin hafi
samflot í velferðarmálum
Forsvarsmenn BSRB kynna stefnuna, frá vinstri: Svanhildur Halldórsdóttir,
starfsmaður BSRB, Ögmundur Jónsson, formaður, Ragnhildur Guðmunds-
dóttir, 2. varaforseti, Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar og Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB. DV-mynd BG
Á formannafundi Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja í gær var
samþykkt tillaga frá Ögmundi Jón-
assyni, formanni samtakanna, þar
sem lagt er til að öll launþegasamtök-
in í landinu hafi samflot í samning-
um við ríkisstjórnina um velferðar-
kerfið í landinu.
„Þaö kom greinilega fram á fundin-
um að fólk vill nú fara að ræða um
velferðarkerfi á íslandi. Fólk var orð-
ið bæði hrætt og illa við umræður
um félagsmálapakka, vegna þess að
oft var leikinn ákveðinn blekkingar-
leikur í kringum þá. Nú vill fólk að
rætt verði um hvemig bæta megi
velferðarkerfið í landinu. Þess vegna
teljum við æskilegt að öll launþega-
samtök í landinu taki höndum sam-
an um að þrýsta á ríkisvaldið um
aðgerðir sem miði að því að búa
heimilunum vinsamlegra efnahags-
umhverfi en þau hafa búið við,“ sagði
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, í samtali við DV eftir for-
mannafundinn í gær.
Hann sagði aö þama væri átt við
vaxtaokrið og bann við því og réttlát-
ara skattakerfi. Menn vildu ræða um
húsnæðismál og dagvistarmál, trygg-
ingamál og annað það sem getur haft
áhrif á kaupmátt fólks utan frá.
„En við viljum líka bæta kauptaxt-
ana og hækka þá. Við höfum ekki
nefht neinar prósentutölur enn þá en
ætlum aö halda umreeðu um þá á
veruleikaplani. Við viljum skoða vel
hvað hægt er að gera fyrir fólk með
laun á bilinu 40 til 60 þúsund krónur
á mánuði. Það liggur í augum uppi
að kjör þessa fólks verður að bæta,“
sagöi Ögmundur.
Hann sagði að ákveðið væri að
stjóm BSRB færi meö samninga um
kauptaxtana og verðtryggingu þeirra,
að sjálfsögðu í samvinnu við félögin.
En'félögin sjáif munu síðan semja
hvert fyrir sig um sín innri mál.
„Við erum að tala um sókn til
bættra lífskjara með þrenns konar
hætti. í samvinnu við önnur launa-
mannasamtök, samvinnu innan
BSRB og síðan innri málin hjá hveiju
félagi fyrir sig,“ sagði Ögmundur Jón-
asson.
-S.dór