Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989.
Utlönd
Boeing 757 naudlendir
Boeing 757 þota breska flugfélagsins British Airways, með fjörutiu far-
þega innanborös, nauðlenti meö einn hreyfil í gangi á Heathrow flugvelli
í London í gær. Aövörunarljós hatði komið í mælaborö vélarinnar um
að eldur væri laus í öörum hreyfii vélarinnar.
Flugstjórinn slökkti á öðrum hreyfli vélarinnar er vélin var á leið frá
Brussel til London. Vélin lenti örugglega ogflugvirkjar fundu engin merki
um bilun í hreyflinum.
Talsmaður British Airways sagöi aö ekki væri vitað hvers vegna aðvö-
runarljós heföi kviknað.
' Taliö er hugsanlegt að fiækjur í virum hafl leitt til þess að rangt viðvör-
unarljós kviknaði í Boeing 737 þotu sem hrapaöi í Englandi í síðasta
mánuöi með þeim afleiðingum aö fjörutíu og fimm manns létust.
Maniey svarinn í embætti
Michael Manley brosir er hann hlýðír á rfkisstjórann, Sir Florizel Glas-
spole, lesa honum embaettiseióinn í Kingston á Jamaíka í gær.
Simamynd Reuter
Michael Manley, sem á áttunda áratugnum reyndi sem forsætisráö-
herra aö ganga af kapítalismanum dauðum á Jamaíka, sór í gær embætt-
iseið sem forsætisráöherra. Aö þessu sinni segist hann ætla að styðja
frjálst framtak.
Manley, sem er hagfræðingur, menntaður í Bretlandi, gerði Bandaríkj-
unum gramt 1 geöi í fyrri stjórnartíð sinni meö því að styðja mjög Kúbu
og sósialisma. Að þessu sinni segist hann vilja mynda náin tengsl viö
stjórn Bush í Bandaríkjunum.
Nýi forsætisráðherrann varaði við því að ef til vill þyrfti að gripa til
harðra aðgerða í efnahagsmálum en að undanfómu hefur veriö upp-
sveifla í efnahag Jamaíka eftir átta ára kreppu undir stjórn Manleys þar
á undan. Upp á síökastið hefur margt bent til þess að efnahagsvandi sé
framundan og segist Manley ætla að taka á honum af hörku.
Flokkur Manleys fékk fjörutíu og fimm þingsæti af sextíu alls.
Árás á argentínska herstöd
Byssumenn gerðu í gær árás á argentínska herstöð í þriðja skiptið á
innan við mánuði. Æðstu menn hersins vora á staðnum til að meta hvort
árásin í gær væri merki um að vinstri sinnaöir skæruliðar væra aftur
komnir á kreik.
Talsmaöur vamarmálaráöuneytisins sagöi að fimm til sjö menn hefðu
ráðist á vopnabúr hersins í Rio Cuarto, sem er sjö hundruð og fimmtán
kílómetra vestan við Buenos Aires, skömmu fyrir dögun. Hermenn svör ■
uöu skothriöinni og særðist einn hermaður.
Talsmaöurinn sagði að mennimir hefðu flúiö áöur en hægt var aö bera
kennsl á þá. Talsmaður hersins hafði fyrr um daginn sagt aö sennilega
hefði verið um vinstri sinnaða skæruliða aö ræða.
Sovéskur hermaður veifar áður en hann lokar dyrunum á sovéskri flutningavél sem flutti hann heim frá Kabúl. Nú
eru nær engir Sovétmenn eftir í Kabúl. Símamynd Reuter
Skæruliðahóp-
ar deila hart
Ekki virtist í morgun vera lausn í
sjónmáh í deilum sem hafa komið í
veg fyrir að ráðgjafarþing afganskra
skæruliöa geti komið saman. Þingiö
átti aö koma saman í dag.
„Við erum ekkert nær samkomu-
lagi en áður,“ sagði Mohammad Kar-
im Khalili, leiötogi átta hópa skæru-
hða, sem hafa höfuðstöðvar í Teher-
an. Deilurnar snúast sérstaklega um
þaö hversu mörgum þingsætum eigi
að úthluta þeim.
Þingið, eöa Shura, var kallað sam-
an til aö samþykkja bráðabirgða-
stjórn fyrir Afganistan. Mujahedin
skæruliöamir og stuðningsmenn
þeirra vonuðu að slík stjórn myndi
flýta fyrir friöi eftir að sovéskar her-
sveitir hafa með öllu dregið sig út
úr landinu, en á morgun yfirgefur
síðasti sovéski hermaðurinn Afgan-
istan.
Ýmislegt benti í morgun til þess að
enn þyrfti að fresta því að láta þingið
koma saman. Það átti að hefjast 10.
febrúar eftir að því hafði verið frest-
að vegna deilna milli hófsamra og
öfgatrúarmanna, í Pakistan, um það
hvað ætti að láta hópana, sem hafa
höfuðstöðvar í íran, fá mörg sæti á
Shura.
Taliö er að ef skæruliðahóparnir
geta komiö saman og valið sér bráða-
birgðastjóm muni það styrkja þá
mjög sem afl sem geti gengið til
samninga við Sovétmenn. Einnig er
talið að sameiginleg stjórn skæruliða
muni styrkja þá mjög í baráttunni
gegn stjórn Najibullah forseta, sem
standur mjög ótraustum fótum eftir
brottför Sovétmanna.
Benazir Bhutto, forsætisráðherra
Pakistans, vísaði í gær á bug fregn-
um um að pakistanskir hermenn
væru í Afganistan og berðust við hlið
skæruhða ,gegn Najibuhah. Sagði
hún að Pakistan heföi engan áhuga
á aö blanda sér inn í Afganistan
máliö.
Stjórnin í Kabúl lýsti því yfir í
morgun að hún hefði undanfarna
daga staðið í sammngaviðræðum viö
nokkra foringja úr hópi skæruliða.
Ekki gáfu talsmenn stjómarinnar
upp nein nöfn.
Reuter
Söngvar Satans valda blóðsútheliingum
Pakistanar kveikja í dekkjum á vegi í Rawaipindi í gær. I gær var efnt
til allsherjarverkfalfs i borgínni í mótmælaskyni við dráp lögreglu á fimm
manns fyrir utan Menningarstofnun Bandaríkjanna í Islamabad.
Simamynd Reuter
Salman Rushdie, höfúndur bókarinnar Söngvar Satans,sem hefur vald-
ið uppþotum og blóðsúthelhngura í Pakistan þar sem að minnsta kosti
fimm manns hafa beðið bana, ætlar að að fara i fyrirlestraferð um Banda-
rfkin í næstu viku eins og ekkert hafi ískorist. Rushdie sagðist í gær
vera sieginn yfir dauöa Pakistananna fimm sem biðu bana í Islamabad.
Mótmælendur gegn bókinni hafa aðallega gagnrýnt kafla í henni þar
sem í draumi vændiskonur taka nöfn eiginkvenna Múhameðs.
Forsætisráðheiranii heill á húfi
Paul Vanden Boeynants, fyrrum forsætisráðherra Belgíu, sem var rænt
fyrir einum mánuði, sneri aftur til heimfiis síns í nótt, að sögn útvarps-
og sjónvarpsstöðva í Belgíu í morgun.
Hann er við góöa heilsu. Ekki var skýrt nánar frá því hvemig hann
eyddi undangengnum mánuði. Reuter
Akvörðun um skamm-
drægar eldflaugar frestað
Bandaríkin og Vestur-Þýskaland
hafa frestaö að taka ákvörðun um
endurnýjun skammdrægra kjarn-
orkueldflauga í Evrópu. Mál þetta
hefur valdið nokkram taugatitringi
innan Atlantshafsbandalagsins.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að loknum við-
ræðum við Helmut Kohl, kanslara
Vestur-Þýskalands, í gær að frekari
viðræöna kunni að vera þörf áður
en bandalagið ákveður hvort end-
umýja eigi eldflaugamar eða hvort
ákveðiö verður að telja þær með í
afvopnunarviðræðum.
Baker sagði að ekki hefði verið
búist við því að viðræðurnar við
Kohl myndu skila samkomulagi um
skammdrægu eldflaugamar og að
það heföi heldur ekki gerst.
„Þetta var ekki fundur til að taka
ákvarðanir," sagði hann við blaða-
menn, og bætti við: „Það verða frek-
ari viðræður og ég er viss um að slík
atriði verða rædd áður en leiðtoga-
fundur Atlantshafsbandalagsins
verður,“ Sá fundur verður í maí.
Þrátt fyrir ágreininginn kallaði
Baker viðræðurnar við Kohl „fund
milh gamalla vina“, Friedhelm Ost,
James Baker, utanrikisráðherra
Bandarikjanna, hélt til fundar við
Thorvald Stoltenberg, utanríkisráð-
herra Noregs, i Osló, strax að lokn-
um fundi sinum með Helmut Kohl,
karislara Vestur-Þýskalands, í Bonn
í gær. Simamynd Reuter
talsmaður Kohl, minntist ekki á eld-
flaugarnar eftir fundinn en sagði að
ákvarðanir Atlantshafsbandalagsins
yrði að taka í anda vináttu og sam-
vinnu.
Bandaríkin og Bretland hafa reynt
að þrýsta á um ákvörðun bandalags-
ins um endurnýjun á áttatíu og átta
Lance eldflaugakerfum, sem flest eru
staðsett í Vestur-Þýskalandi, til að
sýna fram á að Vesturlönd eru stað-
ráðin í að halda uppi sterkum vöm-
um þrátt fyrir vinalegt og heillandi
viðmót Gorbatsjovs.
Baker ítrekaði í gær vilja Banda-
ríkjanna um að Atlantshafsbanda-
lagið tæki ákvörðun um þetta mál á
þessu ári en gaf í skyn að hann von-
aðist til að komast að málamiðlun
við stjórnina í Bonn.
Baker kom tíl fundar við Kohl í
kjölfar ummæla Kohls um að hugs-
anlegt væri að seinka endumýjun
eldflauganna fram til ársins 1991-92.
Að fundinum loknum sagði Baker
aö að hann heföi komist aö því að
Kohl hefði ekki í neinu hvikað frá
fyrri afstöðu sinni um að styðja end-
urnýjunina.
Kohl á nú nokkuð undir högg að
sækja í Vestur-Þýskalandi eftir kosn-
ingaósigurinn í Vestur-Berlín á dög-
unum. Reuter