Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989. 27 Afmæli Vésteinn Ólason Vésteinn Ólason, prófessor við Osló- arháskóla, er fimmtugur í dag. Vésteinn fæddist á Höfn í Horna- firði. Hann lauk stúdentsprófi frá ML1959, var við nám við Oslóar- háskóla í norsku og norskum bók- menntum 1962-63, lauk MA-prófi í íslenskum fræðum við HÍ1968 og varði doktorsritgerð viö HÍ1983. Vésteinn var kennari við Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja 1960-61, stundakennari við MR1964-65 og lái7-68, stundakennari við HÍ1968 og 1972-73, lektor í íslensku máli og bókmenntum við Kaupmannahafn- arháskóla 1968-72, lektor í almennri bókmenntafræði við HÍ1973-78 og dósent þar frá 1978-80, dósent í ís- lenskum bókmenntum við HÍ frá 1980-85 og prófessor í íslensku við Oslóarháskóla frá 1985. Vésteinn var styrkþegi við Hand- ritastofnun íslands á árunum 1964, 1965 og 1968. Hann sat í Stúdenta- ráði 1964, var formaður Félags ís- lenskra fræða 1973-75, var fulltrúi í úthlutunarnefnd bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 1973-76, sat í stjórn Launasjóðs rithöfunda 1976-78, var fulltrúi Félags háskóla- kennara í Háskólaráði 1975-77, var varaformaður Bókmenntafélagsins Máls og menningar 1982-85, sat í framkvæmdastjórn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna 1972-73 og var formaður miðnefndar Samtaka herstöðvarandstæðinga 1976-77. Vésteinn var ritstjóri Mímis- brunns, skólablaðs ML, 1957-58, Mímis 1963, Skímu 1982 og meðrit- stjóri tímarits Máls og menningar 1983-85. Hann hefur séð um útgáfu á íslenskum ritum, ásamt Óskari Halldórssyni og Nirði P. Njarövík, sem gefin hafa verið út af Rann- sóknarstofnun í bókmenntafræði viðHÍ 1975-85. Vésteinn hefur skrifað fjölda fræðilegra ritgerða um íslenskar forn- og samtímabókmenntir, sem birst hafa í íslenskum og erlendum fræðiritum og tímarritum. Kona Vésteins er Unnur Alex- andra Jónsdóttir kennari, f. 5.4. 1939. Börn Vésteins og Unnar eru: Þóra, f. 7.4.1970; Og Ari, f. 5.2,1972. Foreldrar Vésteins: Óli Kristján Guðbrandsson, skólastjóri á Höfn í Hornafirði, f. 5.4.1899, d. 27.7.1970, og kona hans, Aðalbjörg Guð- mundsdóttir, f. 25.11.1908. Óli var sonur Guðbrands, b. að Randversstöðum í Breiðdal, Ólafs- sonar, b. á Klömbrum, Vigfússonar, b. í Borgargerði, Magnússonar, b. á Dölum, Stefánssonar, b. í Litla- Sandfelli, Magnússonar, ættföður Sandfellsættarinnar. Móðir Guðbrands var Guðrún Stefánsdóttir, b. í Snæhvammi, Bjarnasonar, b. á Þverhamri, bróö- ur Jóns, langafa Jóns, fóður Ey- steins, fv. ráðherra, og Jakobs, prests og rithöfundar. Bjarni var sonur Stefáns, b. á Þverhamri, Magnússonar. Móðir Stefáns var Kristín Pálsdóttir, prófasts á Val- þjófsstað, Högnasonar og konu hans, Þóru Stefánsdóttur, prófasts og skálds í Vallanesi, Ólafssonar, prófasts og skálds á Kirkjubæ í Tungu, Einarssonar, prófasts og skálds í Heydölum, Sigurðsonar. Aðalbjörg var dóttir Guðmundar, b. á Gilsárstekk, Árnasonar. Móðir Guðmundar var Steinunn Gunn- laugsdóttir, b. á Þorgrímsstöðum Jónssonar og konu hans, Oddnýjar Sveinsdóttur, b. á Höskuldsstaðas- eli, Þórðarsonar. Móðir Sveins var Sigríður Erlendsdóttir, b. á Ásunn- arstöðum, Bjarnasonar, ættföður Ásunnarstaðaættarinnar. Móðir Aðalbjargar var Guðlaug Pálsdóttir, b. á Gilsárstekk, Bene- diktssonar, prests í Heydölum, Þór- arinssonar, bróður Þorbjargar, langömmu Þórarins, fóður Kristj- áns Eldjárns forseta. Móðir Páls var Þórunn Stefánsdóttir, systir Bjarg- ar, langömmu Hjörleifs Guttorms- sonar. Móðir Guðlaugar var Ragn- hildur, systir Sigurðar, afa Vil- hjálms Hjálmarssonar. Ragnhildur var dóttir Stefáns, b. á Skógum í Öxarfirði, Gunnarssonar, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarsson- Vésteinn Olason. ar skálds. Móðir Ragnhildar var Þorbjörg Þórðardóttir, b. á Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar, ættfóður Kjarnaættarinnar, langafa Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga. Vésteinn dvelur nú við rannsókn- ir við Berkley-háskóla í Kaliforníu. Lára Jónasdóttir Lára Jónasdóttir húsmóðir, Norð- urbrún 1, Reykjavík, er áttatíu og fimmáraídag. Lára fæddist að Þorgerðarstöðum í Fljótsdal í Norður-Múlasýslu en flutti ung kona til Reyðarfjarðar þar sem hún kynntist manni sínum. Maður hennar var Ásgeir Árna- son skósmiður, f. 19.5.1897, d. 24.2. 1943. Ásgeir var frá Eyri í Fáskrúðs- firði, sonur Árna Jónssonar sjó- manns og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur. Lára og Ásgeir eignuðust tvo syni. Þeir eru: Þorvaldur, f. 25.4.1929, bakari hjá Flugleiðum í Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Svavarsdóttur frá Akureyri, en þau eiga fjögur börn, og Kristinn, f. 15.11.1932, bif- reiðarstjóri hjá íslenskum aðalverk- tökum á Keflavíkurflugvelli, kvænt- ur Línu Þóru Gestsdóttur frá ísafirði, en þau eru búsett í Keflavík ogeigafjögurbörn. Börn Þorvalds og Þorbjargar: Svavar, f. 26.5.1956, verkamaður í Reykjavík; Selma, f. 24.1.1959, hús- móðir í Reykjavík, gift Guðmundi Jónssyni, þau eiga tvö börn, Jón, f. 19.8.1981 og Selmu, f. 12.6.1984; Ásgeir Jóhannes, f. 14.1.1960, sjó- maður í Reykjavík, kvæntur Krist- ínu Alexandersdóttur, þáu eiga þrjú böm, Þorvald, f. 13.8.1979, Ásgeir Óttar, f. 8.5.1981, og Svein, f. 22.7. 1985; Elsa, f. 9.8.1963, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðmundi Einars- syni, þau eiga tvo syni, Martein, f. 2.12.1981 og Einar, f. 27.12.1984. Börn Kristins og Línu Þóru: Ás- geir Haraldur, f. 16.12.1959, kvæntur Julie Cass, þau em búsett 1 Grims- by; Ingibjörg Lára, f. 16.1.1960, hús- móðir í Keflavík, gift Birgi Sveins- syni sjómanni, þau eiga þrjá syni, Kristinn Friðbjörn, f. 14.4.1982, Svein Frímann, f. 9.5.1985 og Guð- mund Gest, f. 16.3.1988; Ásta Guð- ríður, f. 30.5.1961, húsmóðir á Þing- eyri, gift Friðbert J. Kristjánssyni sjómanni, þau eiga þrjár dætur, Huldu Hrönn, f. 12.4.1980, Línu Þóru, f. 18.11.1981 og G'uðrúnu Ástu, f. 7.9.1985, og Kristinn Þór, f. 30.5. 1962, hlaðmaður hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelh, í sambýli með Möggu Hrönn Kjartansdóttur, þau búa í Sandgerði og eiga tvær dætur, Nínu Ósk, f. 16.1.1985, og Auði Björgu, f. 12.7.1987. Lára og Ásgeir ólu upp stúlku, Ástu Jónsdóttur, sem misst hafði fóður sinn. Foreldrar hennar voru Jón Árnason skipstjóri, bróðir Ás- geirs, og Ragnheiður Sölvadóttir. Ásta, sem nú er látin, var yngst sinna systkina en meðal bræðra hennar er Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Maður Ástu var Metúsalem Sig- marsson, starfsmaður Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði, þau eign- uðust fimm börn sem öll eru upp- komin. Börn Ástu og Metúsalems: Ásgeir, búsettur á Reyðarfirði; Hildur, hús- móðir á Eskifirði; Lára, húsmóðir á Eskifirði; Gulla, húsmóðir í Grinda- vík; og Sigmar, nemi í Reykjavik. Eftir að Ásgeir lést flutti Lára til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. HHHHB Lára Jónasdóttir. Hún starfaði m.a. í tólf ár hjá City- Hótel og var matráðskona hjá Kjöt- veriítíu ár. Lára giftist aftur eftir að hún flutti suður. Seinni maður hennar var Haraldur Lýfgjaldsson, f. 8.6.1896, d. 20.1.1959. Foreldrar Láru voru Jónas Eiríks- son, f. 16.5.1873, verkamaður í Reykjavík, og Kristín Guðmunds- dóttir, f. 8.3.1877, húsmóðir. Foreldrar Jónasar voru Eiríkur Eiríksson frá Ormalóni í Þistilfirði og kona hans, Kristín. Foreldrar Kristínar Guðmunds- dóttur voru Guðmundur Bjarnason að Þverhamri í Breiðdal í Suður- Múlasýslu og Helga Guðmundsdótt- ir. Hilmar Viggósson Hilmar Viggósson, útibússtjóri Landsbanka íslands, Hafnarbraut 20, Neskaupstað, er fimmtugur í dag. Hilmar er fæddur í Rvík og ólst þar upp. Hann lauk Samvinnu- skólaprófi 1959 og var í verslunarná- mi í Kaupmannahöfn 1959. Hilmar var í námi í Bankamannaskólanum 1961 og bankanámi í National Bank og Westminster í London 1973. Hann var starfsmaður Landsbanka ís- lands 1959-1960 og skrifstofustjóri Árbæjarútibús Landsbanka íslands 1970-1978. Hilmar var forstöðumað- ur Landsbanka íslands á Helhsandi 1978-1987 og hefur verið útibússtjóri Landsbanka íslands á Neskaupstað frá ársbyrjun 1988. Hann var fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna 1974-1975, þá í leyfi frá Landsbankanum, og ritstjóri Bankablaðsins 1974-1977. HUmar tefldi í landshðsflokki í skák 1963- 1964 og var í aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur 1961-1964. Hann var í aðalstjóm Skáksambands íslands 1969-1973. Hann var gjaldkeri Skák- sambandsins m.a. við framkvæmd heimsmeistaraeinvígsins í skák í Rvík, milli Spassky og Fischer 1972. Hilmar kvæntist 13. júní 1964, Auði Guðmundsdóttur, f. 12. júní 1944, skrifstofustúlku. Foreldrar Auöar eru Gísh Sveinsson, stjúpfaðir, verslunarmaður í Kópavogi og kona hans, Unnur Jóna Kristjánsdóttir ljósmóðir. Sonur Hilmars og Auðar er Viggó Einar, f. 4. febrúar 1968, viðskiptafræðinemi í HÍ. Systkini Hilmars eru Gísh, f. 3. maí 1943, yfir- verkfræðingur, forstöðumaður rannsóknardeildar Vita- og hafnar- málastofnunarinnar, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur, Björn, f. 29. júlí 1946, rekstartæknifræðingur og framkvæmdastjóri í Rvík, kvæntur Hallveigu Björnsdóttur, og Sigrún Vigdís, f. 2. október 1948, fóstra í Rvík, gift Inga Karli Guð- mundsdóttur trésmið. Foreldrar Hilmars voru Viggó Einar Gíslason, vélstjóri í Rvik, og kona hans, Ásta Sigríður Björns- dóttir. Stjúpmóðir Hilmars er María Benediktsdóttir. Viggó var sonur Gísla, trésmiðs og formanns í Rvík, Guðmundssonar, b. í Jórvík í Flóa, Hannessonar, b. í Stóru-Sandvík, Guðmundssonar, bróður Guðrúnar, langömmu Salvarar, ömmu Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Móöir Guðmundar var Vigdís Steindórsdóttir, b. í Auðsholti, Sæ- mundssonar, og konu hans, Arn- þrúöar Nikulásdóttur, systur Guðnýjar, ættmóður Kaldaöarnes- ættarinnár, langömmu Guðmund- ar, afa Guðna Jónssonar prófessors, •í3ÍL1»t :«) • J-fcVttlLl jíí'J flj fóður Bjarna prófessors. Móðir Gísla var Guðríður Sæmundsdóttir, b. og hreppstjóra í Auðsholti, Steindórssonar, bróður Vigdísar. Móöir Viggós var Ástrós Jónas- dóttir, b. á Læk í Flóa, bróður Þor- valds, foður Ágústs, alþingismanns á Brúnastöðum. Jónas var sonur Björns, b. á Læk, Þorvaldssonar, b. í Auðsholti í Biskupstungum, bróð- ur Knúts, langafa Hannesar þjóð- skjalavarðar, Þorsteins hagstofu- stjóra Þorsteinssonar, Tómasar Guðmundssonar skálds og Jó- hönnu, móður Óskars Gíslasonar ljósmyndara og ömmu Ævars Kvar- ans og Gísla Alfreðssonar þjóðleik- hússtjóra. Þorvaldur var sonur Björns, b. á Vorsabæ á Skeiðum, Högnasonar, lögréttumanns á Laug- arvatni, Björnssonar, bróður Sigríð- ar, móður Finns Jónssonar biskups, ættföður Finsenættarinnar. Ásta var dóttir Björns, b. á Hnaus- um í Þingi í Húnavatnssýslu, bróður Þórunnar, langömmu Sigríðar, móður Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu. Björn var sonur Kristófers, bókbindara á Stóra-Fjalh, bróður Jakobs, langafa Vigdísar Finnboga- dóttur. Kristófer var sonur Finn- boga, verslunarmanns í Rvík, Bjömssonar, og konu hans, Arndís- Hilmar Viggósson. ar Teitsdóttur, vefara í Rvík, Sveins- sonar. Móðir Björns var Helga, syst- ir Stefáns, langafa Jónasar Rafnar, fyrrv. alþingismanns. Helga var dóttir Péturs Ottesens, sýslumanns í Svignaskarði, Oddssonar, skrifara yfirdóms alþingis, Stefánssonar, bróður Sigurðar, biskups á Hólum, ogbróður, samfeðra, Ólafs Stefáns- sonar stiftamtmanns, ættfóður Stephensenættarinnar. Móðir Helgu var Þórunn Stefánsdóttir Scheving, umboðsmanns á Ingjalds- hóh, og konu hans, Helgu Jónsdótt- ur, vígslubiskups á Hólum, Magnús- sonar, bróður Skúla landfógeta. Móðir Ástu var Sigríður Bjarnadótt- ir, systir Eyjólfs, afa Sigurkarls Stef- ánssonar menntaskólakennara. Hilmar er á Gran Canarí á afmæhs- daginn. . i ifidlHinaiHiial i Til hamingju með daginn 75 ára Lcnobía Bjarnadóttir, Brekkuseh 6, Reykjavik. Sigríður F. Ásgeirsdóttir, Lækjarbakka, Höfðalireppi. 60 ára Valgerður Marteinsdóttir, Hraunbæ 122, Reykjavík. Guðrún Hannesdóttir, Snartarstöðum, Lundarreykja- dalshreppi. 50 ára Kristján Einarsson, Huldulandi 12, Reykjavík. 40 ára Inda Mary Friðþjófsdóttir, Ásavegi 29, Vestmannaeyjum. Ámi E. Stefónsson, Hvassalelti 50, Reykjavík. Hjalti Valur Helgason, Bakkavör 7, Seltjamarnesi. Jóhannes Þorsteinsson, Granaskjóh 52, Reykjavík. Gunnar Guðjónsson, Laugarásvegi 15, Reykjavík. Anna Guðjónsdóttir, Seljahlíð 3A, Akureyri. Hrönn Bergsdóttir, Stafnesvegi 34, Miðneshreppi. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hveturafmælis- börn og aðstandendur þeirra til að senda því myndirog upplýsingar umfrændgarð ogstarfs- sögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremurdögum fyrir afmælið. Muniðaðsenda okkur myndir. * ....................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.