Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. Fréttir Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri um stöðvun Amarflugsþotunnar: Þetta er furðuleg uppá- koma í okkar augum „Þaö var aldrei um kyrrsetningu vélarinnar aö ræða. Það var ekki búiö aö gera leigusamning fyrir vél- ina þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar til aö ganga frá þeim málum. Það var nægur grundvöllur til aö leysa máliö áöur en vélin átti að fara í loftiö en allt kom fyrir ekki. Ég skil ekki hvað lögreglan var aö vasast úti á Keflavíkurflugvelli. Þeir hafa sennilega haldið að við ætluðum aö stela vélinni. Þetta er furöuleg uppá- koma í okkar augum," sagöi Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, við DV. Önnur þota Amarflugs átti aö fara í loftið klukkan átta á laugardags- morgun en komst hvergi. Lögregla kom meöal annars á staöinn. Af hálfu eigandans, ríkisins, var nefnd sú skýring aö vegna skuldar Arnar- flugs viö Eurocontrol, sem innheimt- ir yfirflugsgjöld í Evrópu, gæti þotan veriö kyrrsett erlendis og skuld Arn- arflugs þá fallið á ríkið. Uröu farþegar að hafast við í flug- stöövarbyggingunni og seinna á hót- eli meðan beðið var eftir annarri Arnarflugsþotu sem kom frá París aö ná í farþegana. Hvaö gerðist? Afhent samningsdrög „Á einum fundi Flugleiðamanna og ríkisins, þar sem viö vorum meö af og til, fékk ég afhent drög að leigu- samningi sem við fórum yfir. Þaö vora engar athugasemdir gerðar við samningsdrögin og viö vorum til- búnir aö skrifa undir. Auk samnings- draganna fékk ég afhentar tilkynn- ingar til loftferðaeftirlitsins og trygg- ingaraðila um aö viö værum teknir viö vélinni. Allt virtist klárt. Ekkert gerist Á föstudag hafði ekkert gerst og við orðnir langeygir eftir frágangi samningsins. Undir lok föstudagsins fæ ég þau skilaboð frá Þórhalh Ara- syni í fjármálaráðuneytinu að ekki sé hægt að ganga frá samningnum að svo stöddu. Var vísað til skuldar okkar við Eurocontrol. Þetta kom mér mjög á óvart. Svona er ekki hægt að fara aö. Við vorum búnir að bíða frá miðvikudegi til að ganga frá leigusamningnum og það varð eitthvað að gerast í málinu. Við höfðum reiknað meö að vera með þotuna í stanslausu flugi alla helg- ina. Benti ég á að hættan á kyrrsetn- ingu heföi staðið yfir frá því ég tók við félaginu. Það var ekkert nýtt að viö værum á eftir með þessar greiðsl- ur. Auk þess höföum viö greitt 80 þúsund dollara af skuldinni á fimmtudag og þar sem skrifstofur Eurocontrol eru lokaðar um helgar var ólíklegt að gripið yrði til stöðv- unaraðgerða. Ég gat ekki tekið það alvarlega að flug yrði stöðvaö um helgi. Það var engin praktísk rök- semd fyrir slíku.“ Tryggingar Þá settust forráðamenn og aðal- hluthafar Amarflugs niður og fóru yfir stöðuna. Var ákveðið að sett yrði trygging til að tryggja ríkissjóö fyrir þessum kröfum. Haföi Kristinn sam- band við Þórhall Arason um nótt en hann treysti sér ekki til að afgreiða málið eða gera rúmrusk hjá ráð- herra. „Við vildum ekki gefast upp. Ég fór heim til Ólafs Ragnars Grímssonar klukkan sex á laugardagsmorguninn með tilboð um að settar yrðu trygg- ingar og bað hann um að leysa mál- ið. Þá var það sett í embættismanna- farveg þar sem niðurstaðan var að við útveguðum bankatryggingu - og það á laugardagsmorgni. Við héldum áfram að vinna í máhnu og trúðum ekki öðru en að aht yrði í lagi þar sem búið var að setja allar þær trygg- ingar sem þurfti. En máliö var ekki leyst þó grundvöllur væri til þess. Véhn fór hvergi. Hlutu farþegar okk- ar ómæld óþægindi af. Hvað gerist? - Hvað tekur nú við? „Það er um tvær leiðir að velja. í fyrsta lagi að gengið verði frá trygg- ingum og vélin leigð í skemmri eða lengri tíma. í öðru lagi er ekki mikið að gera á þessum tíma og því gætum við leyst okkar mál með einni vél og losnað við aö bera kostnað af að leigja eina vél fyrst það er svona erf- itt að fá hana leigða.“ -hlh Ólafur Ragnar Grímsson fiármálaráðherra: Arnarllugsþotan umdeilda sem ríkið hefur nú eignast. Ekki rétt að almenningur borgi „Menn verða að gera sér grein fyr- ir því að það er íslenska þjóðin sem á þessa vél og ef Arnarflug ætlar að fá afnot af henni verður að koma með fullgildan leigusamning, trygg- ingar og veð. Amarflug er stórskuld- ugt úti í heimi og ríkið hefur þegar séð um að greiða hluta af skuldum þess. Þjóðin fer ekki að greiða á þriðja tug milljóna fyrir Arnarflug vegna einnar flugferðar. Mér finnst ekki rétt að almenningur í landinu haldi áfram að borga fyrir Amar- flug,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra við DV, en ráðu- neytið fer meö þetta mál fyrir hönd ríkisins. „Það hefur verið Ijóst undanfarna daga að leggja yrði fram leigusamn- ing og fuhgildar tryggingar þar sem lánardrottnar Arnarflugs gætu stöðvað vélina. Annars þyrfti ís- lenska ríkið að greiða stórar fjár- hæðir th að fá sína eigin vél. Ég lét lögfræðing kanna hvaða möguleikar væra á að Arnarflugsvél yrði stöðv- uð erlendis. Niðurstaðan varð sú að lánardrottnar Amarflugs gætu stöðvað véhna og krafist þess að fá allar skuldir sínar greiddar. Þess vegna hefði ég haldið að Arnarflugs- mönnum yrði ljóst að þeir yrðu að leggja fram bankatryggingu og veð. Þess vegna hefðu þeir átt að hafa meiri fyrirhyggju í málinu en reyna ekki aö útvega bankatryggingu að nóttu til eins og þeir heföu aldrei komið nálægt viðskiptum.“ - En þeir buðu tryggingar á laugar- dagsmorgun? „Þaö var barið upp á með persónu- lega víxla og tryggingar einstakhnga á laugardagsmorgun. Það var ekki ráðrúm th að kanna þessar trygging- ar þá. Þú leigir ekki 4-5 hundruð mhljón króna tæki án fuhgildra veða og trygginga. Mér er kunnugt um að Amarflugsmenn leituðu eftir ábyrgðum í tveimur bönkum á laug- ardag en fengu ekki.“ - Hvað gerist næst? „Þjóðin á vélina og leigir ekki nema fyrmefnd skhyrði séu í lagi. Strax á miðvikudagskvöld fengum við kauptilboð upp á 8 mihjónir dollara í vélina þannig að aht getur gerst. Svo hefur mér einnig skihst á Amar- flugsmönnum að þeir þurfi ekki á vélinni að halda næsta hálfa mánuð- inn.“ -hlh í dag mælir Dagfari Tvöfaldur sigur Þjóðin hefur fylgst með B-keppn- inni í handbolta af miklum áhuga og ahir lofa frammistöðu íslenska hðsins í hástert eins og fyllsta ástæða er th. Gleymdar era ófar- irnar í Seoul og handboltastrák- amir komnir í dýrhngatölu á nýjan leik. Þeir hafa líka malað hvert hð- ið á fætur öðru og íslendingar þyrptust hundruöum saman til Parísar th aö fylgjast með úrslita- leiknum í gær og hvetja sína menn. En það er ekki nóg með að strák- amir okkar hafi unnið kærkomna sigra á liðum annarra þjóða heldur hefur í þessari keppni tekist að vinna hvem sigurinn á fætur öðr- um á hinni ihræmdu IHF-mafíu sem hefur haft sig mjög í frammi í þessari keppni. Mafía þessi mun samanstanda af stjóm alþjóða- handknattleikssambandsins og hafa íþróttafréttamenn okkar verið iðnir við að senda heim ófagrar lýsingar á framkomu þessara mafí- ósa. Það fer um mann kaldur hroh- ur við að lesa lýsingamar á fram- komu mafíósanna sem einskis svíf- ast í tilraunum sínum við að bola íslendingum frá verðlaunasæti og tryggja framgang vestur-þýska hðsins. Mafósamir í IHF era sagðir múta jafnt dómuram sem leikmönnum og yfirleitt beita öhum brögðum th að klekkja á okkar mönnum nema hvað enginn hefur verið drepinn enn sem komiö er. Mafíósar þessir era sagðir klæðast alþjóðlegum einkennisbúningi mafíunnar, þaö er að segja dökkum fötum og einn- ig sjást þeir oft með vökva í glasi og þarf þá ekki frekar vitnanna við hvað varðar innrætið. En íslend- ingar hafa mætt mafíunni af hörku og einbeitni og nægir þar að nefna þegar Jón Hjaltalín barði knýttum hnefa í borð eftirhtsdómara, sem vora greinilega á mála hjá maf- íunni, og hótaði að fara heim með hð sitt ef mafíustælar í dómgæslu yrðu ekki aflagðir. Þetta högg for- mannsins í dómaraborðið hefur eflaust haft sitt að segja en hitt fer auðvitað ekki milh mála að það er frammistaða íslenska liðsins sem hefur fyrst og fremst verið sem hnefahögg í andlit mafíunnar. Einn af forsprökkum IHF-mafíunnar er hinn hlræmdi Svu, Kurt Wadmark, sem reynir að fela sitt rétta eðh með skjahi í garð íslendinga en við eigum ekki í vandræðum með að greina úlfínn bak við sauðargær- una. Það þýðir lítið fyrir Kurt þennan að setja upp sakleysislegan svip og þykjast koma af fjöllum þegar hann er minntur á óvinsæld- ir hans á íslandi. Viö látum ekki blekkjast af fleðulátum mafíósa hvar sem þá er að finna. Enda hef- ur allt ráðabragg mafíunnar um að tryggja Vestur-Þjóðverjum sæti í A-keppni rannið út í sandinn með eftirminnilegum hætti og IHF- mafían hylur andht sitt dökkum sólgleraugum og ráfar um í ráðale- ysi með vökva í glasi. Svo undarlega vill hins vegar til aö Jón Hjaltalín formaður mun víst hvað eftir annað hafa lýst því yfir að við þyrftum að koma okkar manni að hjá IFH-mafíunni. Það var þá félagsskapurinn eða hitt þó heldur. Við höfum sýnt og sannaö aö við erum fullfærir um að sigra mafíuna á heiðarlegan hátt og því hreinn óþarfi aö ganga í lið meö henni. Því verður vart trúað að Jón Hjaltahn eða nokkur annar íslend- ingur hafi geð í sér til að ganga í mafíuhópinn og spranga um á fundum og mótum í dökkum fötum meö vökva í glasi, útdehandi mút- um og hótunum á víxl á báða bóga. Við skulum halda áfram að storka mafíunni með því að leika betri handbolta en aðrar þjóðir og kveða þar með mafíósana í kútinn. Það hefur hins vegar ekki komið nægi- lega skýrt fram hvers vegna IHF- mafían er á mála hjá Þjóðveijum, en þar hljóta peningar að spha inn í. Svo er það komið á daginn aö Bogdan er enn betri þjálfari en við héldum eftir ófararnir í Seoul og eins víst að hann haldi bara áfram með landshðið. Ekkert hefur heyrst frá þeim austur-þýska sem til stóð að ráða sem þjálfara. Má fastlega reikna með að IHF-mafían hafi læst í hann klónum og th hans muni ekki spyijast framar. En með Bogdan og Jón Hjaltalín í farar- broddi er strákunum okkar borgið í stríðinu við mafíuna hlræmdu. Th hamingju með tvöfaldan sigur. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.