Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. 11 Utlönd Sévardnadse hitti Khomeini Iranir hafa boðað aukin tengsl við Sovétríkin, jafnfram því sem leið- togarnir í Kreml hafa hlotið fræðslu í fræðum Muhameðs. Eduard Sévardanadse, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, snýr aftur til Sovétríkjanna í dag eftir það sem hann kallaði sögulegan fund með Khomeini erkiklerki. Sévardnadse flutti skilaboð frá Mikhail Gorbatsjov, forseta Sovét- ríkjanna, sem sagði að Sovétríkin vildu hefja nýjan kafla í samvinnu við íran á öllum sviðum. „Auðvitað viljum viö líka þróa sambandið," sagði Khomeini á fyrsta fundi sínum með erlendum utanrík- isráðherra. Sévardnadse hafði það eftir Gor- batsjov að allir forystumenn Sovét- ríkjanna hefðu íhugað skilaboð sem Khomeini sendi honum í síðasta mánuði. Khomeini stakk upp á því að Gorbatsjov notaði múhameðstrú Samið um Taba ísraelskir og egypskir embætt- ismenn sögðu í gær að lausn sjö ára deUu ríkjanna um Taba strandspUd- una gæfi vonir um bætt samband ríkjanna og frekari samninga. Eftir undirskrift samkomulagsins, sem felur í sér að Egyptar fá yfirráða- rétt yfir Taba ströndinni, sem er sjö hundruð metra löng, seint í gær sagði Reuven Merhau, ráðuneytisstjóri ísraelska utanríkisráðuneytisins, að ísraelar væru sannfærðir um að frekari samningar myndu fljótlega fylgja í kjölfarið. Hann sagði að gagnkvæmir samn- ingar væru eina leiðin sem möguleg væri til að ná langvarandi árangri fyrir báða aðila. „Málstaður friðarins hefur borið sigur af hólmi,“ sagði lagalegur ráð- gjafi egypska utanríkisráðuneytis- ins, Nabil Al-Arabi. Hann sagði að Egyptar vonuðust tU þess að nýr kafli væri að hefjast sem myndi leiða tU þess að friðarþróunin efldist og ryddi brautina til framróunar og vel- megunar. Samkvæmt samkomulaginu munu ísraelskir hermenn hverfa frá Taba fyrir 15. mars. Ferðamálaráðuneyti Egyptalands mun greiða næstum tvo mUljarða króna fyrir ísraelskt hótel við ströndina og tæpar sextíu millj- ónir króna fyrir ströndina sjálfa. ísraelskir ríkisborgarar munu ekki þurfa vegabréfsáritanir til að ferðast tU strandarinnar í allt að tveggja vikna ferðir. ísraelar munu áfram sjá Taba fyrir rafmagni og vatni og ísraelski gjald- miðillinn verður gjaldgengur á svæð- inu. Reuter Duarte fellst á frest- un kosninganna Duarte, forseti E1 Salvador, mælti með því í gær að kosningunum, sem fram eiga að fara í næsta mánuði, verði frestað um sex vikur. Hann kvaðst einnig fús til beinna viðræðna við skæruliða ef þeir virða vopnahlé frá og með morgundeginum þar tU 1. júní er hann lætur af völdum. Skæruliðar lögðu upprunalega til að kosningarnar yrðu ekki haldnar fyrr en í september en í viðræðum við fulltrúa stjórnmálaílokkanna í síðustu viku kváðust þeir sætta sig við ágúst. Segja skæruliðar nauðsyn- legt að fresta kosningunum til þess að vinstri menn geti skipulagt kosn- ingabaráttuna. Þeir hafa ekki tekið þátt í kosningum síðan borgarastríð- ið braust út fyrir níu árum. Duarte hafnaði í fyrstu beiðni skæruUðaumfrestun. Reuter til að ráða bót á félagslegum vanda- málum. Fundi þeirra Sévardanadse og Khomeinis var útvarpað um allt ír- íin. Reuter Sévardnadse, t.v., á fundi með Khomeini erkiklerki, t.h., í Teheran í gær. Símamynd Reuter Gamlal í Iullu gHdi BOKAMARKAÐUR FELAGS ISLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA í ÞúsuncJir bóka ái frábæru Odýrir 1 íslenskt mannlíf, fjórar bækur............. 2 Heimurinn okkar, fimm bækur................ 3 Ritsafn, Göngur og réttir................... 4 Bækur Thorkild Hansen um þrælahald......... 5 Saga Reykjavíkur, fjórar bækur............. 6 Þrjór bækur í pakka eftir Régine Deforges... 7 Fimm bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur...... 8 Norræn ævintýri, fjórar bækur............... 9 Tvær matreiðslubækur........................ 10 Heimsbókmenntir í vasabroti, tíu bækur...... Samtals kr. .Samtals kr. .Samtals kr. .Samtals kr. .Samtals kr. .Samtals kr. .Samtals kr. .Samtals kr. .Samtals kr. .Samtals kr. 4.480,- 998,- 9.990, - 1.999,- 3.000,- 4.100,- 1.990, - 4.950,- 1.450,- 1.980,- Nr. 11 Nr. 12 Nr. 13 Nr. 14 Nr. 15 Nr. 16 Nr. 17 Nr. 18 Nr. 19 Nr. 20 Barnabækur, fimm í pakka.....................Samtals kr. 790,- Barnobækur, sjö í pakka......................Samtals kr. 1.980,- Barnabækur, sex í pakka......................Samtals kr. 999,- Menn og minjar, þrjór bækur..................Samtals kr. 1.500,- Laxveiðibókapakki, þrjór bækur...............Somtals kr. 999,- Með reistan makka, sex bækur um hesta........Samtols kr. 2.499,- • Pöntunarþjónusta fyrir alla landsmenn til sjós og lands í síma 91-678011 allan sólarhringinn • Veitingahúsin opin alla helgina • Helgarstemmning í Kringlunni • Greiðslukortaþjónusta ViSA S/V G/VA/ILI GOÐI — EIIMI S/VIMIMI — Bókamarkaðurinn er ó 3. hæð í Kringlunni Opnunartími: Mónudaginn 27. febrúar frá kl. lOtil 19 Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn 28. febrúar frá kl. lOtil 19 1. marefrá kl. 10 til 19 2. mars frá kl. 10 til 19 3. marsfrákl. lOtil 20 4. marsfrákl. lOtil 18 5. marsfrá kl. 12 til 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.