Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. Lesendnr DV Alltaf heilt ár 1 iðgjaldagreiðslum bifreiðatrygginga: Tryggingaeftirlit- ið samþykkir annað sem gildir en greiða heilt ár fyrirfram, hvernig svo sem stendur á tilkomu bifreiðar. Hún æflar því ekki að ríða við einteyming kröfugerðin og álagið á hendur bifreiðaeigendum af hálfu tryggingafélaganna sem tryggja bifreiðar fólks. Ég er satt að segja orðinn ansi leiður á framkomu þessara félaga í okkar garð, bif- reiðaeigenda. Ég er því óánægðari með tryggingafélögin að þessu leyti sem þau standa sig vel í öðrum teg- undum trygginga, svo sem heimil- is- og húsatryggingum, slysa- og tj ónatryggingum. Og ennþá fúlli er ég út í stofnun sem nefnist Tryggingaeftirlit ríkis- ins sem virðist hafa það eitt hlut- verk að samþykkja sérhveija beiðni tryggingafélaganna um hækkun og breytingu. Ég hélt nú að þetta Tryggingaeftirlit ætti að vera til varnar neytendum en ég sé nú að svo er ekki. Og ekki virð- ist tryggingaráðherra vera miklu hliðhollari neytendum eftir því sem ég heyrði í viðtali á rás 1 í morgun. Hann talaði nákvæmlega eins og hann væri blaðafulltrúi tryggingafélaganna allra saman- lagt. Við bifreiðaeigendur eigum sennilega engan málsvara neins staðar. Við vitum þó það! íslensk matvæli fyrir vamarliöið: Nú á að reyna við Steingrím J. Islenskir kjúklingar flokkast nú undir búvörur sem eru „öðruvísi staddar í kerfinu". Kjúklingalaust á Keflavíkurvelli: Engu að treysta Bifreiðaeigandi skrifar: Ég heyrði í fréttum útvarps í gær að Trygingaeftirlit ríkisins hefði samþykkt að tryggingfélögin tækju upp breytt form á innheimtu ið- gjaída af bifreiðatryggingum. Ekk- ert hefði nú verið við því að að segja ef það hefði verið okkur neytend- um til hagsbóta. En svo er aldeilis ekki. í þessari frétt var nefnilega skýrt frá því að tryggingafélögin myndu nú kreíjast þess af viðskiptavinum sínum að þeir greiddu alltaf heilt ár fram í tímann en ekki hluta úr ári eða sem svarar þeim tíma sem eftir liflr tryggingatímabilsins eins og áður hefur tíðkast, t.d. þegar maður kaupir bíl eðs skiptir um bíl eftir að hafa lagt númer inn til geymslu. - Nú er sem sé ekkert Bifreiðatryggingar: Arið fyrirfram - og beint í skoðun! Spumingin Hefur þú farið mikið á skíði í vetur? Jón Sigurðsson sjómaður: Ég fer aldrei á skíði því ég má ekki vera að því. Ég á samt gönguskíði einhvers staðar. Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður: Nei, ekki nú í seinni tíð - ég stund- aöi þetta hér áður og held að ég eigi enn skíði. Eggert Sigurðsson vinnuvélastjóri: Nei, ég hef ekki farið - ég er stein- hættur öllu svona sporti. Vignir Jónsson, 12 ára: Nei, ekkert ennþá - ég á skíði og ætla kannski bráðum. ólafur R. Helgason, 12 óra: Ég hef einu sinni farið á gönguskíði í vetur og ætla aftur fljóflega. Haraldur Júlíusson verslunarmaður: Nei, aldrei, ég hef engan tíma til þess þó það hafi verið nógur snjór heima ■ á Kunn.iÉini, .<<*«. Þóra hringdi: Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á því að framleiðendur mat- væla hér á landi, en þó einkanlega framleiðendur landbúnaðarvara, hafi kvartað undan þvi að koma ekki vörum sínum í sölu á yfirraðasvæði varnarhðisins á KeflavíkurflugveUi. Svo fast hefur þetta verið sótt að krafist hefur verið að ráðherrar skerist í leikinn. Þaö hafa þeir gert en án sýnilegs árangurs. Þó hefur varnarhðið þar syðra keypt ýmsar vörur að staðaldri, svo sem egg, mjólk, og aörar mjólkurvörur og eitt- hvað af kjöti. En svo ganga kvartanir á báða bóga. Frá varnarUösmönnum um ónóg gæði eða ófullnægjandi aðstæð- ur á framleiðslustað eða frá hinum íslensku seljendum um að verðið sé ekki nógu hátt eða að þeir geti ekki mætt kröfum hinna erlendu kaup- enda varðandi hoUustuhætti eða gæöaeftirlit. Eitt nýjasta dæmið er um Emm- ess-is sem varnarUöið er hætt aö kaupa vegna þess að Mjólkursamsal- an segist ekki vilja hlíta kröfum sem heUbrigðisfulltrúi hersins gerir um framleiðsluna eða að hún bæti búnað þann sem notaður er við framleiðsl- una. Mér fannst skondið að lesa svo svarið frá fuUtrúa Mjólkursamsöl- unnar, en hann sagði aðspurður að vafasamt væri hvort það borgaði sig fyrir fyrirtækið að „eltast viö þessar kröfur Bandaríkjamanna". - Þeir samsölumenn væru ekkert of án- ægðir með það verð sem þeir fengju fyrir ísinn! Svo kom rúsínan í pyisuendanum, réttara sagt fréttinni. Fulltrúi Mjólk- ursamsölunnar sagði aö það kæmi vel til greina að snúa sér til land- búnaðarráðherra um fyrirgreiðslu í málinu, því þeim samsölumönnum væri umhugað um að halda mark- aðnum uppi á velli! - Já, nú á að reyna við Steingrím J. Ég segi nú bara: Ekki er reynt nema fullreynt Jóhann skrifar: Fréttin um að kjúklingalaust væri á Keflavíkurflugvelli minnti mig ósjálfrátt á orðalagið „tíðindalaust á vesturvígstöðvunum“ og var stund- um notað í fréttum síðustu heims- styrjaldar og svo síðar sem bókartit- Ul. - En hvað um það, þessi frétt sló mig að einu leyti. Hún sýnir að hvað svo sem við íslendingar heimtum og hömumst til þess að fá varnarliðið til að kaupa íslensk matvæli er því aldrei að treysta að framleiðendur eða söluaðilar stöövi ekki afhend- ingu þeirra upp úr þurru. Það er nú sennilega meginástæðan fyrir því hver treglega hefur gengið að selja varnarliðinu íslensk mat- væli og hráefni til matargerðar. Það ■getur náttúrlega ekki gengið að þurfa að sæta því að allt í einu sé tilkynnt stöðvun á afhendingu varanna, eins og svo oft á sér stað af okkar hálfu -í öllum greinum. Ýmist eru það verk- fóll sem hamla, krafa um verð- .» hækkun nöa þá. um -niðurgreiðslur eins og nú er komið í ljós um ís- lenska kjúklinga fyrir varnarliðið. Það er varla hægt aö mótmæla þeirri staðreynd að við íslendingar erum hálfgrðir vanvitar í viðskiptum og kærum okkur kollótta um álit og afstöðu kaupenda og neytenda al- mennt séð. Þaö hefur enda verið venjan að neytendur hér taka flest það gott og gilt sem að þeim er rétt, hvort sem er í formi nýrra álaga, hækkaðra iðgjalda eða vörusvika. Og nú er þess krafist að kjúklingar til varnarliðsins veröi niðurgreiddir! Landbúnaðarráðherra ætlar aö standa fastur fyrir í þessu máli sem flestum öðrum. - Engar niðurgreiðsl- ur, segir hann, vegna þess að kjúkl- ingar eru búvörur sem eru „öðruvísi staddar í kerfinu"! Þá vitum við það. - En herra landbúnaðarráðherra: Er ekki tími til kominn að skera niður niðurgreiðslur til hinna búvaranna sem eru þá staddar „öðruvísi" í kerf- inu en kjúklingar? sé! Útvarpsstöðin Rót: Niðurstaða skoðanakönnunar Ari skrifar: Ég las það einhvers staðar aö út- varp Rót væri illa sett fjárhagslega. Þótt þar komi oft fram 'skoðanir ýmissa hópa sem ég er ekki alltaf hriflnn af hlusta ég oft á þessa út- varpsstöð. Mér flnnst hún fremri t.d. Bylgjunni og Stjörnunni og þar að auki er hun opin hverjum þeim er hefúr þörf fyrir að koma málum sinum á framfæri. Á dögunum var gerð skoðana- könnun fyrir Stúdenfaráð og þar var spurt m.a. hvort menn hlust- uðu á stöðina Rót. Ég var einn þeirra sem lenti í þessu úrtaki könnunarinnar og því kemur nið- urstaöa hennar mér spánskt fyrir sjónir þar sem mismunandi mikil hlustun haíði verið mæld en ég ein- ungis spurður hvort ég hlustaði eöur ei. Ég hef löngum haft þann grun að fyrirtæki sem annast skoðana- kannanir reyni að fá fram þær niö- urstöður sem viðskiptavinurinn æskir - í þessú tilfelli: litla hlustun á Rót. Vera má aðlof djúpt sé í árinni tekið en gaman væri aö heyra um afstööu Stúdentaráös til þeirrar einu útvarpsstöðvar sem virðist hafa metnað til að leggja út á nýjar brautir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.