Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 15
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. 15 Lesendur Enn um lífeyrissjóði Ólafur hringdi: Varðandi umræðuna um lífeyris- sjóðina þykir mér skylt að benda á að sá ágæti og aldni fyrrum þingmað- ur, Björn á Löngumýri, hafði oft tek- ið þetta mál upp og rætt það á svipuð- um nótum og nú er veriö aö gera. Það er því undarlegra sem þetta er mikið í umræðunni hjá hinu al- menna launafólki að þingmenn okk- ar skuh ekki taka við sér og fylgja málinu eftir á Alþingi. Fyrr eða síðar munu þeir þó neyðast til þess að taka upp málið, svo mikið og brýnt hags- munamál sem þetta er fyrir hina al- mennu lífeyrissjóðsgreiðendur. Ég vil skora á forsvarsmenn laun- þegasamtaka að taka þetta mál til skoðunar sem alira fyrst og nota það sem einn þátt í væntmlegum viðræð- um um kjarasamninga. Ég get ekki séð annað en það sé sanngjöm krafa fólks að lífeyrisgreiðslur þess séu lagðar inn í hið almenna bankakerfi á nafn hvers og eins rétt eins og ger- ist með skyldusparnað ungs fólks þar sem það fær út sinn hluta við 26 ára aldur með vöxtum og tilheyrandi verðbótum. Augu fólks hafa verið að opnast fyrir því að þessar lífeyrissjóðsgreiðslur, sem það innir af hendi mánaðarlega allan sinn starfsaldur, eru meira og minnna ónýtt fé í þágu þess sjálfs, nema í þeim tilfellum að það taki lán til húsakaupa sem margt fólk gerir aldrei. - Og enn eru margir sem aldr- ei geta nýtt sér þessar greiðslur sínar og jafnvel heldur ekki aíkomendur þeirra en myndu gera ef þetta væri bundið nafni hvers og eins inni í bankakerfmu. Radial stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 g SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < Sjallinn bauð skaðabæfur Kristin Þórisdóttir hringdi: Vegna bréfs mins sem birtist á lesendasiðu DV hinn 22. þ.m. undir fyrirsögninni „Gæjar og glanspíur á Akureyri: Ekki svip- ur hjá sjón“ vil ég koma því hér með á framfæri að frá þeim tima sem leið frá þvi bréf mitt var skrifaö og þar til það birtist bauðst Sjallinn á Akureyri til að bæta skaðann með þvi að bjóða ölíum hópnum út að boröa og sjá sýninguna aftur. Vil ég hins vegar þakka Sjallan- um fyrir rausnarlegt boð. Þakkir fyrir gatnahreinsun íhúi í Möðrufelli hringdi: Mig Iangar til að koma á fram- færi þakklæti til þeirra starfs- manna sem starfa í hverfismið- stöð gatnamálastjóra hér í Breið- holti 3. Ég og fleiri voru komnir í mikil vandræði vegna snjó- þyngsla og ófærðar sem af snjón- um stafar. Ég hringdi morgun einn nú fyr- ir stuttu og bað um aðstoð til að ryöja snjó frá nokkrum bifreiðum sem höfðu lokast inni á bifreiða- stæði. Ég ræddi við mann að nafni Guðmund. Er ég kom heim-um kvöldið að afloknum vinnudegi hafði allt verið rutt og vel frá öllu gengið þannig að til fyrirmyndar var. Ég vil taka fram að ekkert þekkj- um við til þessara manna sem þessi verk framkvæma en liðleg- heitin eru frábær og mér finnst sjálfsagt að geta þessa vegna þess að þjónustan við okkur þarna upp frá, t.d. við götuna Mööru- fell, er eins og best verður á kosið. * mannslífa á landi okkar Ingvar Agnarsson skrifar: A hvaða aldri er best fyrir barn að vera deytt? Er enginn sem hugleiðir málið út frá því sjónar- miði? Er víst að barnið sjáift hafi betra af að vera deytt á fyrri hluta fósturskeiðs en síðar - jafnvel einhverntíma eftir fæðingu ef því eru ætluð þau örlög hvort eð er? Sú mikla óheillaþróun varð í íslensku þjóðM að fóstureyðing- ar af félagslegum ástæðum voru lögleyfðar árið 1975. Og afleiðing- amar létu ekki á sér standa þvi mörg hundruð fóstrum er eytt árlega síðan þessi lög öðluðust k gildi. Þykjast menn (læknar, mæður, feður og aðrir) bara geta eytt , þessu M hugsunarlaust ef þeim * býður svo við að horfa? - Eru engin takmörk fyrir sljóleika manna vegna eyðingar manns- lifa?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.