Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Qupperneq 16
16
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
Frjálst,óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 •
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSA/IIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
íþróttasigur
Handknattleikskeppninni í Frakklandi er lokið. ís-
lenska landsliðið náði þar frábærum árangri og er
ástæða til að óska liðinu og aðstandendum þess til ham-
ingju með glæsileg úrslit. Öll þjóðin hefur fylgst með
leikjunum og gleðst innilega yfir frammistöðunni. Fjöl-
miðlar hafa skýrt ítarlega frá gangi mála og sjónvarpið
hefur flutt leikina heim í stofu, þar sem fólk getur lifað
sig inn í hverja hreyfmgu, hvert skot og hvert mark,
með öllum þeim æsingi og spenningi sem íþróttakapp-
leik fylgir. Enn einu sinni hefur komið í ljós hversu
áhrifamikið og vinsælt sjónvarpsefni það er þegar hægt
er að fylgjast með íþróttum í beinni útsendingu. Að
þessu leyti hefur sjónvarpið hjálpað handboltanum og
handboltinn sjónvarpinu. Ekki síst á tíma þegar við
getum teflt fram frábæru liði og framúrskarandi ein-
stakhngum.
Keppnin í Frakklandi var svokölluð B-keppni heims-
meistaramóts Alþjóða handknattleikssambandsins. ís-
lendingar þurftu að lenda í einu af sex fyrstu sætunum
til að öðlast rétt til að leika í hópi A-þjóða á næsta ári.
Það takmark náðist og vel það. Ekki fer á milli mála
að íslenska liðið er í hópi þeirra allra bestu í þessari
íþrótt. Er það glæsileg frammistaða, jafnvel þótt hand-
knattleikur sé ekki iðkaður við sömu útbreiðslu og
margar aðrar íþróttir. Hér á landi hefur handknattleik-
urinn verið hátt skrifaður og með tilkomu fleiri íþrótta-
húsa hefur honum vaxið fiskur um hrygg. Inniíþróttir
af þessu tagi henta að mörgu leyti vel hér á landi þar
sem veturinn er langur og veður hamla iðkun úthþrótta
sem annars staðar þykja eftirsóttar.
Það fer ekki mihi mála að íslenska þjóðin er stolt af
sínu hði eins og jafnan þegar íslenskir íþróttamenn
vinna góða sigra. íslendingar sameinast í gleði sinni og
áhuga og fátt sýnist efla betur samkennd þjóðarinnar
og þjóðernisvitund heldur en einmitt velgengni okkar
manna í íþróttum. Er þá ekki minnst á gildi sjálfra
íþróttanna fyrir æskuna og heilbrigðið sem af iðkan
þeirra fæst. Auðvitað þarf ekki að fjölyrða um þá stað-
reynd að sigrar og afrek á alþjóðavettvangi laða þúsund-
ir ungmenna til íþróttaiðkunar og stórstjörnurnar eru
og verða fyrirmynd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu
spor.
Ábyrgð fylgir velgengni og stjörnudýrkun. Sú ábyrgð
er íþróttanna. En ábyrgð hlýtur einnig að fylgja hjá ís-
lenskum stjórnvöldum og hjá allri þjóðinni th að veita
íslenskum áhugamönnum og áhugamannasamtökum
möguleika th að standa sig.í því uppbyggingarstarfi sem
skhar sér í betri þjóð og hraustari æsku.
Sigur á alþjóðavettvangi kemur og fer. í íþróttum
skiptast á skin og skúrir. Það er þess vegna ekki nóg
að klappa og kætast þegar vel gengur. Það verður líka
að standa við bakið á íþróttamönnum okkar þegar á
brattann er að sækja. Og einnig þeim sem ekki eru í
sviðsljósinu en eru samt að. Þannig hlúum við að fram-
tíðinni og þeim langtímamarkmiðum sem eru tilgangur
íþróttanna: að gera drengi að mönnum og menn að
drengjum.
íslenska handknattleikslandsliðið hefur sýnt það og
sannað að það þarf ekki stóra þjóð eða mihjónir manna
th að skara fram úr. Ef efniviðurinn er fyrir hendi skap-
ar æfmgin meistarann. Með einbeitingu og baráttu, með
leikni sinni og samæfmgu hafa strákarnir okkar komið,
séð og sigrað. Þeir hafa verið glæshegir fuhtrúar ís-
lenskrar íþróttaæsku. Þeir hafa staðið sig eins og hetjur.
Ehert B. Schram
Marga hefur furðað á því á liðnum
árum hve peningamagn í umferð
var mikið, hvað kaupgetan var
mikil og hvað bruðlið og óhófið var
mikið hjá ákveðnum hópum. Þá
var einnig eftirtektarvert hvað
mikið af alls konar þjónustufyrir-
tækjum spruttu upp eins og hendi
væri veifað. Á þenslunni og vellyst-
ingunum virtist enginn endir ætia
að verða.
Sumir klóruðu sér í höiðinu og
skyldu ekki samhengið og töluðu
um að fjárfestingar og kaupæði
væri langt umfram það sem fram-
leiðsluverðmæti þjóðarinnar
stæðu undir, þrátt fyrir metafla og
metverð. Sumir höfðu jafnvel spáð
því að hart yrði í ári 1985 og áfram.
En svo hurfu þessir miklu peningar
„Það er i sjálfu sér ekkert furðulegt að stjórnmálamenn skuli þjónusta
pappírsbaróna ... - Sjálfir eru þeir í raun stærstu pappirsbarónarnir sem
til eru í þessu þjóðfélagi.“
Kaupleigufurstar
og pappírsbarónar
allt í einu af markaðnum og
menn fóru að tala um kreppu.
Þetta gerðist líka án þess að
nokkurt samhengi væri á milli
versnandi gengis á peningamark-
aði landsins og minnkandi fram-
leiðsluverðmæta þjóðarinnar. En
einhvers staöar hlýtur samhengið
að vera.
Feitu árin og þau mögru
Einu sinni var konungur í Litiu-
Asíu sem hét Krösus hann var gíf-
urlega auðugur og var talað um aö
aldrei hefði annar eins auður verið
samankominn í einu ríki. Krösus
konungur var aö vonum ánægður
meö auðlegð sína og veldi sitt og
ræddi það við gríska spekinginn
Sólon, að hann væri svo ríkur og
voldugur að á því gæti enginn end-
ir oröið.
Sólon á að hafa sagt við hann að
enginn vissi sína ævina fyrr en öll
væri og minntist Krösus þess þegar
Kýros Persakonungur haföi lagt
undir sig ríki hans og tekið auðæfi
hans.
Þessi saga og margar fleiri sýna
að mörgum hættir til að ofmetnast
þegar vel gengur og gæta þess ekki
að leggja til hliðar til að mæta erf-
iðum tímum. Venjulegast létu
menn sér þó nægja að eyða ein-
göngu því sem þeir öfluðu en á síð-
ari tímum hefur það orðið algeng-
ara að menn tækju forskot á sæl-
una og eyddu fyrirfram margfóld-
um mánaðarlaunum sínum.
í okkar þjóðfélagi höfum við
mörg glögg og sum hryggileg dæmi
þess að kaupleigufurstar og papp-
írsbarónar hafi slegið um sig, sett
upp fyrirtæki sem voru öll fjár-
mögnuð með skuldabréfum og
kaupleigutækjum, keypt bifreiðar
og önnur vélræn leikfóng langt um
efni fram eöa dekrað við sig með
öðrum hætti.
Þegar peningamir voru greiddir
út úr kaupleigufyrirtækjunum og
fjárfestingarfélögunum var þar af
leiðandi allt fljótandi í peningum
og eyðslan gífurleg. Þegar nú kem-
ur að fyrstu afborgununum harðn-
ar á dalnum. Kaupleigufurstamir
óg pappírsbarónamir þurfa að fara
að greiða til baka.
í sumum tilvikum má fresta
greiðslum, í öðmm tekst að skuld-
breyta með þvi aö taka ný lán í
bankanum eða hjá fjárfestingarfé-
laginu. Vandinn er þá að mati
sumra í þessari stétt horfinn, vegna
þess að vandinn er eingöngu sá sem
við er að ghma vegna fallinna víxla
og innstæðulausra ávísana. Annar
vandi fyrirfinnst ekki í huga venju-
legs pappírsbaróns.
I hugum sumra er slíkt jafnvel
ekkert vandamál vegna þess að
þeir eru með svo mikið umleikis
að þetta er allt að ganga upp. Alla-
vega gengur þaö upp svo fremi sem
óviðkomandi aðilar, eins og þeir
sem lánuðu viðkomandi, sýna ekki
þá ósvífni að krefja þá um greiðsl-
ur. Síðan fer kreppuhringekjan á
fullt. Þeir sem hafa lánað fá ekki
greitt og lenda í erfiðleikum.
Þannig getur margt sómakært
Kjallariim
Jón Magnússon
lögmaður
fólk, sem ekki má vamm sitt vita,
lent í verulegum greiðsluerfiðleik-
um vegna kaupleigufurstanna, en
æth það að leita til bankastjórans
síns um lán þá er það undir hælinn
lagt að það fái það vegna þess að
það er ekki á vanskilaskrá og bank-
arnir sækjast eftir að lána van-
skilamönnum vegna þess að á því
græða þeir mest.
í leikriti eftir bræðurna Jónas og
Jón Múla Ámasyni var sungið lag-
ið, „Við viljum aukavinnu, við vilj-
um ennþá meiri aukavinnu." Nú
gæti samræmdur kór bankastjóra,
jafnt í einkabönkum sem í ríkis-
bönkum, sungið uppáhaldstextann
sinn sem er, „Við viljum dráttar-
vexti, við viljum ennþá meiri drátt-
arvexti.“
Bankar og fjármálasiðferði
Mörgum kann aö finnast þaö
furðuleg staðhæfing að vanskila-
fólki sé lánað ítrekað. Einhvern
veginn er það fjarri hugmyndum
venjulegs fólk að þannig sé það.
En er þaö þannig? Ég er ansi
hræddur um að margur pappírs-
baróninn eigi greiðari leið að hjarta
bankastjórans síns til að fá hátt
lán, þrátt fyrir að hann sé í vanskú-
um, en sómakæri skilamaðurinn.
Ég held því fram að ekkert hafi
rýrt jafnmikiö almennt fjármála-
siðferði í þessu landi og framkoma
bankastofnana og stjórnmála-
manna í sambandi við peninga.
Þannig skiptir engu máli hvernig
forsögu kaupleigufurstinn á. í fjár-
málaheiminum er hann tekinn í
viðskipti, jafnvel þó að hann hafi
verið fundinn sekur um tékkamis-
ferli eða nýlega verið lokað á hann
tékkareikningi. Sem dæmi um
hversu lítill skilningur er á eðlileg-
um viðskiptaháttum í bankakerf-
inu má nefna aö fyrir nokkru
stefndi einn ríkisbankinn allmörg-
um aöilum fyrir rétt til að kreíja
þá um greiðslur á ávísunum sem
reyndust innstæðulausar.
Sagan var sú aö í umræddu til-
viki hafði viðskiptavinur bankans,
vinsamlegur pappírsbarón, lent í
vanskilum með þeim hætti að ávís-
anir bárust á reikning hans fyrir
hærri fjárhæð en innstæöa var fyr-
ir. Ríkisbankinn setti þessar ávís-
anir á serstakan geymsluhsta hjá
sér og lét enga vita af því að hann
teldi ávísanimar ekki góðan
greiöslueyri. Af þessum ávísunum
tók bankinn síðan dráttarvexti af
viðskiptavini sínum sem að lokum
varð gjaldþrota.
Þegar þar kom að ekki var meira
að hafa af pappírsbaróninum greip
bankinn til þess ráðs að stefna
grandalausum einstakhngum fyrir
rétt. Þegar svona dæmi og ýmis
fleiri sem gerast í bankakerfinu eru
skoðuð þá verður að telja að það
sé borin von að hægt veröi aö koma
á eðlilegum viðmiöunum um lán
og lánafyrirgreiðslu í þessu landi.
Síðan er það garmurinn hann
Ketill. Stjórnmálamenn mega ekk-
ert aumt sjá eins og dæmin sanna.
Einkenni á fyrirgreiöslustjórn-
málamönnum er það aö þeir eru
gagnrýnislausir. Þannig reyna þeir
að leysa allra vanda á annarra
kostnað hversu vitlaust sem það
kann að vera. Þegar í harðbakkann
slær gangast heilu þingmanna-
nefndirnar í að koma vitleysunni
áfram. Gjaldþrota fyrirtæki og autt
atvinnuhúsnæöi um land allt bera
þessari góðmennsku vitni.
Þaö er í sjálfu sér ekkert furðu-
legt að stjornmálamenn skuh þjón-
usta pappírsbaróna á alla lund sem
þeir geta. Sjálfir eru þeir í raun
stærstu pappírsbarónarnir sem til
eru í þessu þjóðfélagi. Því að þeir
eru á hverju ári að veðsetja börnin
sín og annarra í þessu landi með
óhófseyðslu og bruðli.
Nú þegar vandamáhn hrannast
upp kunna þessir menn engin ráð,
hvorki í stjóm né í stjómarand-
stöðu. Holskeflu lánsfjár var dælt
yfir þjóðina í mesta góðæri í ís-
landssögunni auk þess sem prent-
aðir vom innstæðulausir peningar
í Seðlabankanum. Það er hægt að
halda þessum dansi áfram enn um
hríð. Því miður virðist tími papp-
írsbarónanna ekki vera liðinn und-
ir lok. Það er enn timi til að fara í
dansinn ef fahnir víxlar, skulda-
bréf og framtíð bamanna þinna
angra þig ekki.
Jón Magnússon
„Eg held því fram að ekkert hafi rýrt
jafnmikið almennt Qármálasiðferði 1
þessu landi og framkoma bankastofn-
ana og stjórnmálamanna í sambandi
við peninga.“