Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. Iþróttir Stúfar frá París Stefin Kristjánsson, DV, Faris: Bjarna brá í brún Bjarna Felixsyni brá heldur en ekki í brún í gærmorgun er hann var að íara að huga að sjónvarps- útsendingunni til íslands. Allt var óklárt hjá frönsku sjónvarps- mönnunum og Bjarni ekki inni í myndinni einhverra hluta vegna. En „rauða ijónið“ bjargaði mál- unum að venju og allt gekk áfalla- laust fyrir sig. Artders Dahl þakkaði Islendingum sigurinn Anders Dahl, landsliðsþjálíari Dana í handknattleik, var ánægð- ur með sigurinn gegn Vestur- Þjóðveijum eins oggefur aö skilja enda leikurinn gífurlega mikil- vægur. Eflir leikinn sagði hann aö íslensku áhorfendumir, sem vpru allir á bandi Dana á leikn- um, hefðu reynst ómetnlegur stuðningur og framganga íslend- inganna ekki verið lítils virði. Þeir frönsku ekki meö á nótunum Þaö hefur vakið athygh þeirra sem haft haía tækifæri til að fylgj- ast með handboltaleikjum í B- keppninni á frönskum sjónvarps- stöðvum hve myndatakan á leikj- unum hefur veriö léleg. Mynda- vélarnar hafa misst af fjölmörg- um atriðum. ífæöingarorlofi á handknattieiksmóti Þeir vou margir hér eitilharðir stuöningsmenn íslenska hðsins. Einn þeirra sem kom hingað til Parísar þurfti ekki að taka sér frí frá vinnu á meðan hann fylgdist með leikjunum í B-keppninni. Þetta var karlmaður og hann var í fæðingarorlofi. Skeggið hefur verið látið vaxa og vaxa Margir þeir íslendingar sem hér liafa verið hafa gefið hjátrúnni lausan tauminn. Þess eru dæmi að menn hafi ekki rakaö sig dög- um og jafnvel vikum saman og aörir hafa gengið í sömu fótunum i langan tima enda gekk íslenska liðinu afburðavel. Þjálfarinn orðinn íþróttafréttamaður Leif Mikkaelsen, hinn þekkti landshðsþjálfari danska lanshös- ins hér á árum áður, hefur snúið sér að fréttamennsku og hann var mættur í Bercy-höhina á leik Dana og Vestur-Þjóðverja. Mikkaelsen brosti sínu breiðasta eftir leikinn enda unnu Danir glæstan sigur. IHF-menn alvarlegir I verðlaunaafhendingunni Þeir voru þungir á brún forráða- menn alþjóöa handknattleiks- sambandsins sem voru á ritara- borðinu á leik íslendinga og Pól- verja í gær. Þeir eru margir hér sem halda því fram að það hafi verið markmið IHF-mafíunnar að koma í það minnsta íslandi og Sviss í C-keppnina. Hvað sem olh því þá sást ekki bros á andliti neins IHF-mannanna þegar fs- lendingum voru afhent sigur- launin að leik loknum. Eiginkonurnar fengu góðar móttökur Þaö várð skiijanlega mikill fógn- uður í húningsherbrgi íslenska hðsins eftir leikinn gegn Pólverj- um er eiginkonur íslensku lands- liðsmannanna gengu i salinn. Leikmenn höfðu ekki séö konur sínar í um tvær vikur og það urðu miklir fagnaðarfundir. Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari Islendinga, fer hér í loftið i kjölfar sigursins á löndum hans, Pólverjum. Bogd- an fór á kostum Meiknum og sté nokkur dansspor á lokamínútunum er sigur var í höfn. DV-myndir Brynjar Gauti/París Gull í París Þorgils Óttar tekur hér í hönd stall- bróður síns í pólska liðinu, Bogdan Wenta. Óttar heldur um bikarinn fræga og ekki fæst betur séð en að Bogdan líti gripinn löngunaraugum. Flautan gellur. Guðmundur Guð- mundsson fagnar sigrinum með sínu sérstaka lagi. íslensku áhorfendurnir veittu sínum mönnum ómetanlegan stuðning og fengu til liðs við sig á annan tug þúsunda Frakka i Bercy-höllinni í París. Sigri fagnað íslensku landsliðsmennirnir, sem unnu svo glæstan sigur á Pólveijum í úrslitum B-keppninnar, fagna hér gullverðlaunum og sæti í næstu A-keppni í Tékkóslóvakíu. Með þeim á myndinni eru ráðamenn HSÍ. Frá vinstri: Olaf- ur Jónsson, Bogdan Kowalzcyk, Sigurður Sveinsson, Einar Þorvarðarson, Jakob Sigurðsson, Alfreð Gíslason, Júhus Jónasson, Kristján Arason, Sigurð- ur Gunnarsson, Hrafn Margeirsson, Héöinn Gilsson, Davíð Sigurðsson, Gunnar Þór Jónsson, Jón H. Magnússon. Guðmundur Hrafnkelsson, Bjarki Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Geir Sveinsson, Birgir Sigurðsson, Valdimar Gríms- son og Guðjón Guðmundsson. DV-mynd Brynjar Gauti Að hreppa gull er ekki hversdagsviðburður. íslensku handboltasnillingarn- ir reka upp ógurlegt siguröskur í búningsherbergjum í kjölfar leiksins. Fyrirliðinn, Þorgils Óttar Mathiesen, rekur hér koss á sigurlaun B-heims- meistaramótsins í handknattleik. Óttar gladdist ekki aðeins yfir sigrinum á sjálfu mótinu þvi hann var valinn í heimsliðið ofan í kaupið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.