Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR 1989. Iþróttir Stúfar frá París Steön Knstjánsson, DV, Strasbourg: Skemmtilegasti boltinn „fslendingar leika að minu mati skemmtilegasta og besta hand- boltann af öllum liðum í heimin- um í dag,“ sagði pólskur dómari í samtali við DV hér í Frakklandi. Orð pólska dómarans segja mikið um styrkleika íslenska liðsins á þessu móti en segja má að hvergi hafi verið veikan hlekk að finna. íslenska hðið hefur vak- iö feiknalega athygh hér i Frakk- landi og leikmenn Uðsins eru mjög vinsælir á meðal áhorfenda. Enn einu sinni hefur litla ísland komið á óvart í heimi handknatt- leiksins og ég fullyrði að það eru fá, jafnvel örfá, lið í heirainum sem eru sterkari en það íslenska. Glæsilegur árangur Þáttur Bogdans landsUðsþjálfara í þessum glæsilega árangri hér í Frakklandi er mikiU og þeir sem gagnrýndu hann sem mest eftir ólympiuleikana hafa nú væntan- lega séð meö eigin augum hve góður þjálfari Bogdan er. Hann var meö niðurbrotiö Uð í höndun- um eftir ólympíuleikana og skammur tími var til stefnu tU að rífa leikmenn upp úr þeirri lognmollu sem þeir voru sokknir í eftir hrakfarimar i Seoui. Þeir sem hæst töluöu og gagnrýndu Bogdan mest töluöu um þaö efdr ólympiuleikana að nýir vendir sópuöu best. Nú held ég aö þeir hinir sömu ættu að athuga eigin vendi. Otrúleg afrek Það er ekki ofsagt aö árangur ís- lenska liösins í b-keppninni hefur komiö öUum á óvart sem hér hafa verið. Auðvitað vissum viö hvaö íslenska liðið gat gert á góðum degi en að alUr þessir dagar yrðu svo góðir sem raun hefur orðið á hvarflaöi ekki að nokkrum manni. Ein bjórdós á mann = 28,7 milljónir Undirbúningur islenska Uösins fyrir þessa ógleymanlegu b- keppni var HSI gríöarlega dýr. HSI þurfti að leggja út um 10 mUljónir króna. I dag skuldar HSÍ um 5 miUjónir króna. Eftir þeim fréttum sem borist hafa hingað tU Frakklands hefur mest öU íslenska þjóðin fylgst af at- hygU með framgöngu landsUös- mannanna hér í Frakklandi. ís- lendingar gefa mikiö fyrir að eiga íþróttamenn í fremstu röð og nú er komið aö handknattleiksunn- endum á íslandi að sýna hvað í þeim býr og hver hugur íslend- inga er í raun og veru tíl lands- liðsins. Sú hugmynd skaut upp kollinum í herbúðum íslending- anna að ekki væri vitlaust að hver íslendingur myndi leggja af mörkum andvirði einnar bjór- dósar. Ef 250 þúsund íslending’ar rayndu gera það myndi sá styrk- ur nema 28 miUjónum og 750 þús- undum betur. Landsliösmenn okkar og þeir menn sem staðiö hafa að Uðinu í gegnum súrt og sætt undanfarin ár, fórnað fjöl- skyldulífi og miklum tíma, eiga það svo sannarlega skiUð. „Vona að ég geti hætt“ - segir Alfreð Gíslason Stefan Kristjánsson, DV, París: „Ég geri ekki ráð fyrir því að leika fleiri landsleiki. Það eru allar líkur á því aö ég hætti. Ég er að vona að ég geti hætt. Það er erfiðara að kom- ast út úr svona hóp en inn í hann,“ sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn gegn Póllandi. „Ég hef leikið rúmlega 170 lands- leiki og þetta er tíunda áriö sem ég er í landsliöinu. Það er stefnan hjá mér aö hætta. Þetta er orðið ágætt.“ Hvað fannst þér um leikinn gegn Póllandi? „Ég held að þetta hafi verið mjög góður úrsUtaleikur og það var ekki verra að vinna Pólverjana. Samt var leiðinlegt að Einar. skyldi meiðast.” Nú hefur þú lengi leikið erlendis og þar á meðal marga stórleiki með Essen þar á meðal úrslitaleiki í Evr- ópukeppninni. Slær leikurinn gegn Póllandi þetta aUt út. „Ég veit það ekki. Þetta var stór- kostlegt. Ég hef leikið úrsUtaleiki í Evrópukeppninni en ekki unnið sig- ur í þeirri keppni. Núna unnum við gulUð og auðvitað er það allt annað mál,“ sagði Alfreð Gíslason. • Leikmenn stigu trylltan dans i kjölfar sigursins í B-keppninni. Hér má sjá Kristján Arason og Alfreð Gíslason fagna innilega. DV-mynd Brynjar Gauti, Paris „Snýst allt um peninga“ - segir Olafur Jónsson, stjómarmaður í HSI • Ólafur Jónsson. Steíán Kiistjánsson, DV, París: „Það sem hefur veriö að gerast hér í Frakklandi er ævintýri likast. Sumir hafa líkt þessu við ævintýrin eftír H.C. Andersen. íslenska Uðiö hefur veriö frábært og mér er til efs aö nokkru sinni áður hafi ís- lenskir íþróttamenn staðið sig bet- ur en strákamir á þessu móti,“ sagði Ólafur Jónsson, stjórnarmaö- ur í HSÍ og fyrrum fyrirliöi íslenska landsUösins, í samtaU viö DV i gær. „Þegar svona hlutir gerast er það fyrst og fremst samvinna í vissum þáttum sem er ástæöan. Góðir leik- menn, góður þjálfari og góð stjórn. Allt þarf þetta að vinna saman og séu allir þessir þættir í lagi þá næst góður árangur. Það eru mörg verkefni sem bíða okkar á næstu árum en þaö er bjart framundan. Við þurfum að byggja upp okkar unghngaUð markvisst eins og við höfum raunar gert og það er aö skila þessum árangri hér í Frakl- andi. En aUt snýst þetta þó um eitt, nefnilega peninga. Þó að við séum ahir af vilja gerðir er það einfald- lega ekki nóg. Það kostar mikla peninga að vera bestur og ná ár- angri. Það þarf aö tryggja ijárhag HSÍ til aö við getum haldið áfram aö standast þeim bestu snúning eins og við höfum gert hér.“ Nú hefur sú hugmynd skotið upp kollinum að hver ísiendingur láti fé af hendi rakna sem nemur verði einnar bjórdósar. Hvað finnst þér um þessa hugmynd? „Ég held að ég, Jón HjaltaMn og Bogdan, hafi fyrst komið fram með þessa hugmynd aö ef hver íslend- ingur myndi setja í bauk fyrir HSÍ andvirði einnar bjórdósar þá eru öll fjárhagsvandmál HSÍ gleymd og- grafin. Ég hvet íslensku þjóðma til að styrkja HSÍ sem nemur verðinu á einni dós af bjór. Ef sú verður raunin þá erum við í góöri aðstöðu til halda álram að gera góða hluti í handboltanum," sagði Ólafur. Alfreð einn sá færasti - segir hinn heimsfrægi rúmenski leikmaður Stinga Stefán Kristjánsson, DV, París: „ísland var með besta liðið í þess- ari keppni. Liðið lék alltaf betur og betur og þaö var mikill stígandi í leik liösins," sagði hinn heimsfrægi handknattleiksmaður Vaselie Stinga frá Rúmeníu í samtali við DV. „Það sannaðist í dag að íslenska hðið er mun betra en það pólska. Það vantaði aö vísu einn sterkan leik- mann í pólska liðið en það hefði engu skipt þótt hann hefði verið með,“ sagði Stinga sem lék 240 landsleiki fyrir Rúmeníu á sínum langa og stranga ferli. Þegar DV ræddi við Stinga var ný- búið að útnefna Aifreð Gíslason besta leikmann B-keppninnar og við spurð- um Stinga áhts á þeirri kosningu. Stinga sagði við DV: „Þetta er mjög mikill heiður fyrir Gíslason og ég er mjög ánægður meö aö hann skuU hafa verið kosinn besti leikmaðurinn því hann var það svo sannarlega. Valið var hárrétt. Alfreð er með fær- ustu handknattleiksmönnum í heim- inum í dag og sömu sögu má segja um Kristján Arason sem lék mjög vel á þessu heimsmeistaramóti.“ Hvaö vilt þú segja um gengi rúm- enska liðsins á mótinu. „Ég get sagt þér þaö aö við í rúm- enska liöinu erum mjög lukkulegir með sigurinn gegn íslandi. Þaö er aUt- af gaman aö geta sagt eftir á aö viö höfum unniö sigurvegarana á mót- inu. En viö erum með mjög ungt Uð en ég hef trú á því að Uð Rúmeníu muni geta gert stóra hluti á heims- meistaramótinu í Tékkóslóvakíu 1990.“ Hvar stendur íslenka liöið í dag. „Það er mjög erfitt aö segja til um þaö. Liðið lék mjög vel á þessu móti en hvemig mun Uðið leika í Tékkó- slóvakíu. Eg hef ekki trú á því aö lið- iö leiki jafnvel þá og það hefur gert hér.“ Hefur þú leikiö þinn síðasta leik fyrir Rúmeníu? „Já, minn síöasti landsleikur var gegn Spánveijum á laugardag. Mig langar ekki að leika fleiri landsleiki. Ég hef leikið 240 landsleiki og þetta hefur tekiö mjög mikinn tima á 12 ára tímabih. Ég á konu og börn sem þurfa aö fá sinn tíma og nú er komið aö þeim,“ sagði Stinga en hann er 32 ára gamall. Tilboð frá þremur Iðndum Stefán Kristjánsson, DV, París: „Forráðamenn frá þremur félögum hafa rætt við mig hér í Frakklandi. Þetta eru menn frá frönsku liði, svissnesku liði og vestur-þýska 2. deildar félaginu Huttenberg," sagöi Héðinn Gilsson í samtah við DV í gær. Héðinn hfur sýnt stórskemmtilega takta í þessari keppni og vakið áhuga margra. Verður þess ekki langt að bíöa að þessi ungi og efnUegi leik- maöur fari til félags erlendis. En ekki í bili. Héöinn sagöi í gærkvöldi: „Það er alveg öruggt að ég leik heima á næsta ári.“ íslenskir handknattleiks- unnendur ættu því að fá að njóta snhli hans lengur en margir höföu búist viö. Almenn ánægja Almenn ánægja viröist vera á meðal forráðmanna Uðanna sem hér kepptu í Frakklandi um framkvæmd b-keppnmnar. Frakkar virðast hafa sloppið vel frá þessu móti. Það veröur þó ekki sagt um fréttamenn á staðn- um. Upplýsingastreymi var oftat af skomum skammti og mega Frakkar taka sig á í þeirri deUd- inni fyrir næsta stórmót sem þeir halda. Vestur-Þýskaland féll í c-keppni Stefan Kristjánæcm, DV, Paris: Danir náöu aö halda sér í b-keppn- inni með þvi að sigra Vestur- Þjóð- veija 30-241 gær í leiknum um 7.-8. sætiö. Vestur-Þjóðveijar féUu þar með í c-keppni og er þaö gífurlegt áfall fyrir hina miklu handboltaþjóð. Hefur þjálfari Vestur-Þjóðverja, Petre Ivanescu, þegar sagt af sér. Danir höfðu aUtaf forystuna gegn Vestur-Þjóðverjum og léku mjög vel. MUúl barátta var í danska hð- inu en engu var líkara en aö Vest- ur- Þjóðveijar sættu sig viö c- keppnina. Liö þeirra var niðurbrot- ið og alUr leikmenn Uðsins með hugann við aðrahluti. Petra Iva- nescu sagði eftir leikinn að hann hefði reynt aUt sem hann gat tíl þess að ná upp stemmningu hjá sínum mönnum fyrir leUdnn en það hefði bara ekki tekist. Mörk Dana: Lars Lundbye 8, Mic- hael Fenger 6/1, Erik Veje Ras- mussen 5/3, Klaus Sletting Jensen 3, Kim G. Jacobsen 2/1, Kim Jensen 2, Bjarne Simonsen 2, Niels Erik KUdelund 1 og Frank Jörgensen 1. Mörk Vestur-Þjóöverja: Rudiger Neitzel 6, Jochen Fraatz 4, Martin Schwalb 4/2, Volker Zerbe 3, Mic- hael Klemm 3, Ulrich Rothl, Peter Quarti 1, Christian Fitzek 1 og Andreas Dörhofer 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.