Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. Iþróttir Blikur á lofti í íþróttahreyfingunni í nýjasta hefti íþrótta- blaðsins er birt magn* þrungin völvuspá fyrir þetta ár sem rétt er að vitna aðeins í: „Þaö eru greinilega ýmsar blikur á lofti í íþróttimum hér á landi og í sfjómun þeirra mála... í það minnsta beinast öli spjót að aðal- - stjóminni og menn viija virka, unga athafnamenn í þá stóla sem skipta máli fyrir hreyfinguna. Ein- hver endemis ládeyða hefur verið í kringum starfsemina og sætir stjómin sífellt meiri gagnrýni fyrir dugleysi og hlutleysi í stað þess að láta hendur standa fram úr erm- um.“ Rauði lifurinn verður áberandi Umknatt- spymu: „Fjöimenn- asta íþróttasam- bandið verður mikið á milli tann- anna á fólki á árinu ... Þrátt fyrir deilur i sambandinu sé ég menn hlaupa sigurhring eftir keppm við menn frá öðrum lönd- um ... Aðalþjálfarinn veröur í brennidepli og saetir gagnrýni fyr- ir það að sjást lítið hér á landi. Hann er þó hæfur maður og nær góöum árangi en óánægjuraddir viija íslenskan þjálfara í hans staö ... Það er eins og rauöi litur- t inn verði mest áberandi á ár- inu ... Sérstaklega virðist eitt lið ætla aö spjara sig vel og það spilar hugsanlega áfram fVam eftir vetri." Nýr maður og áhuga- verðar breytingar Handbolt- inn: „Úr- valslið handboit- ans veröur mikið í sviðsljósinu en það virð- ist vera mjög vant því.Ánægja er með nýjan mann sem stjómar liöinu og hann gerir áhugaverðar breytingar. Reyndir leikmenn þurfa að sitja heima og sætta nokkrir þeirra sig ekki við þá málalyktan ... Margir leikmenn héðan fá gyliiboð að utan og sumir hverjir láta freistast og gera garð- inn frægan. Einhverjar íleiri hræringar verða i handboltanum og menn virðat alltaf vera að fara úr einu liði i annað.“ Spjðtkasfarinn á háum þrepum Frjálsar íþróttir: „Spjótkast- arinn stendur á háum þrep- um og virð- ist ekki kippa sér upp við það. Hanu kann vel við sig þar og fær mikið lof. Hann heilsar félaga sínum sem bætir sig verulega og fylgir fast á hæla honum. Þeir dvelja þó hér á landi á árinu. Afrek þeirra veröa flest unnin á erlendum vettvangi. Þó veröur mikill hasar í kringum mót I Reykjavík um miöbik sum- ars og þar veröur mikið barist." - Og er hér aöeins fátt eitt tínt til úr viskubrunni völvunnar, sem virðist þó hrifin af rauðum lit og nefnir hann víða! Umsjón: Víðir Sigurðsson kariaflokki. Frá vinslri: Örnólfur Valdimarsson, Helgi Geirharðsson, Kristján Valdimarsson DV-mynd GVA • Fjórir efstu menn og Einar Úlfsson. Sextíu keppendur á svigmóti Framara Skíðadeild Fram hélt svonefnt Emmess-svigmót á svæði sínu í Eld- borgargili um fyrri helgi. Keppt var í fjórum flokkum og voru þátttakend- ur um 60 talsins. Úrslit urðu sem hér segir: Kvennaflokkur: 1. Þórdís Hjörleifsdóttir, Vík ....1:30,47 2. Margrét Ingibergsd., Fram ...1:33,34 3. Guðný Hansen, IR.........1:35,63 4. Guðbjörglngvarsdóttir, Vík.l:37,49 5. Sigrún Grímsdóttir, Fram ....1:41,81 Karlaflokkur: 1. Örnólfur Valdimarsspn, ÍR...1:20,29 2. Helgi Geirharðsson, Árm..1:21,55 3. Kristján Valdimarsson, ÍR....1:21,88 4. EinarÚlfsson, Ármanni....1:25,06 5. Guðjón Mathiesen, KR.....1:26,37 Stúlknaflokkur, 15—16 ára: 1. Valdís Arnardóttir, ÍR...1:35,66 2. Gunnlaug Gissurard., Vík ....1:37,14 3. LiljaGuðmundsdóttir, KR....1:46,29 4. Helga Rún Pétursdóttir, IR ...1:53,59 Drengjallokkur, 13-14 ára: 1. Kristján Kristjánsson, KR ....1:13,50 2. Ásbjörn Jónsson, KR.......1:16,30 3. Róbert Jónsson, Fram 1:21,22 4. Hörður M. Þorvaldsson, Árm ........:....................1:29,71 5. Ásgeir Björgvinsson, Fram ..1:30,16 -VS Siglfirðingar sigursælir - á tveimur mótum í skíðagöngu í HHðaiflaHl Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Siglfirðingar unnu þrenn gull- verðlaun í tveimur skíðagöngumót- um sem fram fóru í Hlíðarfjalli við Akureyri um fyrri helgi, en þaö voru VISA bikarmót Skíðasambandsins og FN-mót í boögöngu. í VISA mótinu var keppt í fjórum karlaflokkum og einum flokki stúlkna. í karlaflokki sigraði Einar Ólafsson, ísaflrði, sem gekk 30 km á 1:47,17 klst. og hafði nokkra yfir- burði. i 17-19 ára flokki sigraði Sveinn Traustason, Fljótum, í 15 km göngu, fékk tímann 58,55 mín. í flokki 15-16 ára voru gengnir 7,5 km og þar sigraði Daníel Jakoþsson ísafirði á 29,29 mín. Kristján Hauks- son, Ólafsfirði, sigraði í flokki 13-14 ára, gekk 5 km á 20,42 mín. í stúlkna- flokki, 13-14, ára voru gengnir 2,5 km og þar sigraði Hulda Magnúsdóttir, Siglufirði, á 14,34 mín. í FN-mótinu vann sveit Sigluíjarð- ar í 3x7,5 km boðgöngu, fékk timann 79,08 mín. Siglflrðingar unnu einnig í boögöngu 15-16 ára drengja en þar gekk reyndar með þeim í liöinu Hulda Magnúsdóttir. Sveitin fékk tímann 62,37 mín. Loks er að geta sigurs Ólafsfirðinga í boðgöngu 13-14 ára drengja, sveit þeirra fékk tímann 45,00 mín. Lyftingar: Haraldur settimet Haraldur Ólafsson frá Ak- ureyri setti glæsilegt íslands- met í jafnhöttun á íslands- meistaramótinu í ólympísk- um lyftingum sem fram fór í Garðaskóla fyrir skömmu. Hann lyfti 178,5 kílóum og vann öruggan sigur í 82,5 kg flokki. Þaö var hins vegar Guð- mundur Helgason úr KR sem sigraði í stigakeppni mótsins og hann náði að komast upp fyrir Harald í henni með því að jafnhatta 190 kíló í 110 kg flokki. Gamla kempan Guðmundur Sigurðsson, sem nú keppir fyrir ÍR, sigraði í 90 kg flokki og hreppti sinn 19. Islands- meistaratitil en hann keppti nú á mótinu í 21. skipti. Þá voru sett níu drengjamet á mótinu og unglingameistari varð Tryggvi Heimisson frá Akureyri. KR sigraði örugg- lega í stigakeppni félaga en Akureyringar urðu í öðru sæti. -VS Skotfimi: Carl náði ólympíu- lágmarki Carl J. Eiríksson náöi fyrir skömmu alþjóðlegu ólympíu- lágmarki í riffilskotfimi, 60 skot liggjandi af 50 m færi með 22. cal. riffli, þegar hann fékk 590 stig í mánaðarkeppni Skotfélags Reykjavíkur. Carl og Björn Birgisson hafa unnið til skiptis á mótum á vegum Skotfélagsins. Carl sigraði í mánáðarkeppni í loftskammbyssu í lok janúar en Björn sigraði hann í hlið- stæöri keppni í febrúar. Björn vann ennfremur í mánaðar- keppni með staðlaðri skamm- byssu en Carl í mánaðar- keppni í riffllskotfimi, þrí- þraut. Þorsteinn Guðjónsson varð í öðru sæti á þremur þessara móta. Tveir sigrar Framstúlkna - Haukar unnu tvö leiki og töpuðu einum 11. deUd kvenna Fimm leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handknattleik i siðustu viku. Haukastúlkurnar voru þátt- takendur í þremur þeirra, þær sigr- uðu Þór tvívegis á Akureyr i en biðu síðan lægrí hlut fyrir Fram. Fram vann einnig sigur á Víkingi og náði með þvi tveggja stiga forystu í deildinni og þá sigraði Stiarnan Val í Digranesi. Stjarnan - Valur 29-25 Valsliðið byijaði leikinn af krafti og náöi forystunni fljótlega í leikn- um. Aldrei var munurinn þó meiri en tvö mörk og undir lok fyrri hálf- leiks náði Sljaman góðum kafla og var yfir í hálfleik, 11-10. í síöari hálfleik byrjaði Stjaman vel og breytti stööunni í 16-11 og náöi Valsliöið aldrei að svara þessum mikla mun og urðu lokatölur sem fyrr segir 29-25. Hjá Stjörnunni var Erla Rafns- dóttir allt i öllu og var langat- kvæðamest með 10 mörk. Einnig var Herdís Sigurbergsdóttir ógn- andi í síðari hálfleik. Guðrún Kristjánsdóttir var góö í sókninni hjá Val og gerði alls 11 mörk. • Mörk Stjömunnar: Erla 10, Herdís 5, Hrund 4, Helga 4, Guðný 2, Ingibjörg 2, Ragnheiður 2. • Mörk Vals: Guörún 11, Katrín 5, Kristín Anna 4, Ema 2, Ásta Björk 2, Kristín 1. Fram - Haukar 20-17 Það var mikið fjör í Höllinni er þessi lið mættust, jafnt var á öllum tölum og spuming hvomm megin sigurinn lenti. Staðan í hálfleik var 11-10, Fram í vil. Haukar tóku til þess ráðs í síöari hálfleik að taka Guðríði Guðjónsdóttur úr umferð en hún hafði verið allt í öllu í sókn- arleik Framliðsins. Þegar aöeins fimm mínútur voru til leiksloka fékk Haukaliðið gullið tækifæri til að komast yfir í fyrsta skipti en Kolbrún í marki Fram sá viö því og varði vítakast. Fram náði þá tveimur hraöaupphlaupum í röð og vann með þremur mörkum. Það var fyrst og fremst góð mark- varsla og vamarleikur sem skóp sigur Fram, einnig var Guðríöur iðinn við markaskorunina og gerði alls 8 mörk. Hjá Haukum var Margrét góð og var hún tekin úr umferð þegar 10 mínútur vom til leiksloka. Þá var Hrafnhildur ógn- andi í sóknínni og Þómnn átti einn- ig ágætan leik. • Mörk Fram: Guðríður 8, Ama 4, Margrét 2, Jóhanna 2, Ósk 2, Hafdís 1, Ingunn 1. •Mörk Hauka: Margrét 6, Þór- unn 4, Hrafnhildur 3, Steinunn 1, Ragnheiður 1, Brynhildur 1, Elfa 1. Víkingur - Fram 15-20 Fram-stúlkur bættu tveimur stig- um í safnið í toppbaráttunni er þær lögðu Víkinga að velli í Laugar- dalshöllinni á mánudagskvöld. Leiknum lauk 20-15 eftir aö jafnt hafði verið í hálfleik, 10-10. Guðríöur var atkvæðamest í liöi Fram og geröí 10 mörk, þrátt fyrir að vera tekin úr umferö síöari hálf- leikinn. Einnig sýndi Kolbrún gamla takta í raarkinu og virðist vera að ná sér á strik að nýju. Ungu stúlkumar í liði Víkings, þær Halla og Heiða, voru yfirburðamanneskj- ur í liðinu, skoraðu 11 af 15 mörk- um liðsins. Mikil efni þar á ferö. • Mörk Fram: Guðríður 10, Ósk 4, Sigrún 2, Arna 2, Margrét 1, Ing- unn 1. • Mörk Víkings: Heiða 6, Halla 5, Svava 1, Inga L. 1, Valdís 1, Jóna 1. Þór - Haukar 10-19 og 21-28 Óhætt er aö segja að Haukamir hafi stolið stigunum tveimur af Þór í fyrri leik liöanna. í fyrri hálfleik síðari leiksins var jafnræði en i síö- ari hálfleik sigldu Haukamir fram úr og sigraðu örugglega, 28-21. Margrét átti mjög góðan leik fyrir Hauka og skoraði alls 11 mörk. Inga Huld var atkvæðamest Þórsara meö 7 mörk. EL/ÁBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.