Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Qupperneq 40
40
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
LífsstOI
Gerður Thoroddsen hjá Húseigendafélaginu svarar lesendum:
Meirihluti íslenskra
heimila er í fjölbýli
Fjölbýlishús er skilgreint sem
hvert þaö hús þar sem i eru tvær
íbúðir eða fleiri. Meirihluti heimila
á íslandi býr við slíkar aðstæöur
eöa um 46.800 - í einbýli búa um
39.700 heimili. Flestir kannast við
vaíaatriði sem gjarnan koma upp á sem best upplýstir um máleM leigumálogönnurmáleMsemles-
yfirboröið í fjölbýli. Þetta getur átt sameigna - þannig getur sambýli endur vilja fá svör viö -- þelta snert-
viö umgengni og framkvæmdir í orðið með sem bestum hætti. ir bæði íbúa einbýlis- og fjölbýlis-
sameign,ýmisatriðiísambandivið í dag svarar Gerður Thoroddsen, húsa. Tekiö er við fyrirspumum
leiguhúsnæði og margt fleira. Því iögfræðingur Húseigendafélagsins, lesenda varðandi húsnæðismál hjá
er brýnt aö íbúar fjölbýlishúsa séu fyrirspurnum lesenda DV varðandi DVísíma 27022. -ÓTT
Gerður Thoroddsen lögfræðingur
Húseigendafélagsins.
Leigusali skal segja upp leigusamningi með lögskipuðum fyrirvara.
Geta leigjendur krafist
þess að vera áfram?
Áhyggjufull móðir í Njarðvíkum
hringdi:
- Svo er mál með vexti að sonur
minn á íbúð sem hann leigði á síð-
asta ári og fékk eitt ár greitt fyrir-
fram. Leigusamningurinn rennur út
þann 1. mars nk. Vegna greiðsluerf-
iðleika af íbúðinni ætlar hann nú að
selja hana. Leigjendum hefur verið
tilkynnt að íbúðin sé á sölu - þau eru
sem von er ekkert of hress með
ákvörðunina. En geta leigjendur sett
eiganda stólinn fyrir dymar með að
selja íbúðina - geta þau gert kröfu
um að vera áfram í íbúðinni?
Svar: Samkvæmt 3. mgr. 51 gr. laga
nr. 44/1979 um húsaleigulögin hefur
leigutaki rétt til leiguafnota í fjórfald-
an þann leigutíma sem hann greiðir
fyrirfram.
Leigutaki getur ekki komið í veg
fyrir að leigusali selji leiguibúð. Hins
vegar þarf það ekki að hafa nokkur
áhrif á leigusamninginn - oft heldur
leigusamningur gildi sínu. Þegar
samningurinn nær til lengra tíma-
bils en eins árs þarf að kanna réttar-
stöðu hverju sinni.
í 31 gr. þinglýsingarlaga kemur
fram að afnotaréttur af fasteign sé
háður þinglýsingu skuli hann vara
lengur en í 12 mánuði. Þetta leiðir til
eftirfarandi: Ef íbúð er seld og kaup-
anda er ekki kunnugt um binn langa
leiguafnotarétt, skv. leigusamningi
sem ekki hefur verið þinglýst - þá
þarf kaupandinn ekki að þola það að
leigutaki sé út leigutímann í íbúð-
inni. Eftir sem áður er leigusali
bundinn af samningnum sem hann
gerði við leigutaka. Því yrði hann
bótaskyldur vegna hugsanlegs tjóns
er leigutaki yrði fyrir, vegna þess að
hann þyrfti að rýma leigða húsnæðið
fyrr en um var samið.
Skipting kostnaðar við fram-
kvaemdir í
Karlmaður, sem býr í fjölbýlishúsi í
Breiðholti, hringdi:
- Það stendur fyrir dyrum að fram-
kvæma ýmislegt varðandi þvotta-
húsið í sameigninni þar sem ég bý.
Það á að kaupa nýja þvottavél, gera
við þurrkara og síðan á að mála
þvottahúsið. Mig langar til að vita
hvernig kostnaöur á að skiptast nið-
ur á íbúðirnar í húsinu. Auk þess vil
ég gjarnan fá upplýsingar um hvaða
reglur gilda um afnotarétt íbúa að
sameiginlegu þvottahúsi.
Svar: Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir er á tvo vegu. Sé veriö að
kaupa ný tæki í sameiginlegt þvotta-
hús skiptist það að jöfnu niður á
íbúðir. Sama gildir um viðhalds-
kostnað vegna sameiginlegra tækja
í þvottahúsi - kostnaður við viðgerð
á þurrkaranum skiptist því líka jafnt
niður.
Sé hins vegar um að ræða kostnað
vegna viðhalds þvottahússins sjálfs
skiptist kostnaður í samræmi við
eignarprósentu hverrar íbúðar í
sameigninni. Undir þetta fellur
vinna og kostnaður við málningu í
þínu tilfelli.
Um afnotarétt íbúa að þvottahús-
þvottahúsi
Framkvæmdakostnaöur í sameigin-
legu þvottahúsi skiptist ýmist eftir
eignarprósentu eða íbúðafjölda.
DV-mynd KAE
inu gildir sú regla að hann skuli vera
jafn á íbúðirnar. Vegna frávika frá
þessari reglu, t.d. vegna stórrar fjöl-
skyldu, skal bent á að ráðlegast er
að reyna að semja um slíkt á löglega
boðuðum húsfundi (með átta daga
fyrirvara). Vilji eigendur þvottavéla
í einkaeign líka þvo á öðrum tímum
en þeir hafa verið skráðir á skulu
þeir leita samþykkis þeirra sem eiga
rétt að þvottahústíma hveriu sinni.
Samkvæmt C-hö 13. greinar reglu-
gerðar nr. 280 1976 um samþykktir
fyrir húsfélög kemur fram að ná-
kvæm skipting skuh vera um afnot
af sameiginlegu þvottahúsi og þurrk-
herbergi í húsreglum.
Reglur um uppsagnarfrest leiguhúsnæðis
Ef byggingaraðilar standa
ekki við samninga
Eigandi leiguíbúóar spyr um upp-
sagnarfrest:
- Að gefntj tilefni vil ég spyria um
hvaða reglur gilda um uppsagnar-
frest leiguhúsnæðis. Ég hef leigt
íbúðina mina í nokkurn tíma, með
ótímabundnum leigumála. Leigjand-
inn hefur ávallt greitt mér einn mán-
uð fyrirfram. Hvers ber ég að gæta
þegar ég vil ’segja upp leigunni.
Svar:Ótímabundinn leigusamningur
er gerður án þess að tiltekið sé hve-
nær honum lýkur. Leigjanda og
leigusala er þó heimilt að segja upp
ótímabundnum samningi með lög-
skipuöum uppsagnarfresti. Eftirfar-
andi ákvæði gilda um uppsagnar-
frest ótímabundins leigusamnings:
A. Af hálfu leigjanda:
- alltaf 3 mánuðir
B. Af hálfu leigusala:
- fyrsta árið, 3 mánuðir
- eftir 1-5 ára samfellda leigu, 6 mán-
uðir
- eftir 5 ára leigu eða lengri, 12 mán-
uðir
Uppsagnarfrestur einstakra her-
bergja, sem leigð eru til búsetu, er
þó ætíð einn mánuður.
Uppsögn skal vera skrifleg og send
með sannanlegum hætti ella telst
hún ógild. Uppsagnarfrestur byrjar
að líða frá og með fyrsta degi næsta
mánaðar eftir að uppsögn er send
leigjanda.
Fardagar eru tveir, 1. júní og 1. okt-
óber. Leigjendum með ótímabundna
samninga er einungis skylt og heim-
ilt að fara úr hinu leigða húsnæði
þessa tvo daga á ári - hafi uppsögn
farið fram í tæka tið samkvæmt hin-
um lögskipaða uppsagnarfresti og
hann sé Iiðinn. Uppsagnarréttur af
hálfu leigjanda er háður sömu
ákvæðum.
Ofangreind ákvæði hafa eftirfarandi
i för með sér, svo dæmi sé tekið:
Leigjanda, sem hefur búið í íbúð í 3
ár, verður að segja upp með sannan-
legum hætti fyrir 1. apríl nk. ef hann
á að rýma íbúðina þann 1. október
nk.
Rétt er að taka fram að þessi ákvæði
iaganna um uppsögn, uppsagnarfrest
og fardaga eiga einungis við um
ótímabundna leigusamniiiga.
Ákvæði laganna um fardaga taka
ekki til einstakra herbergja sem eru
leigð til búsetu. Þar gildir 1 mánaðar
uppsagnarfrestur.
Nokkrir eigendur sem hafa keypt
íbúðir af byggingafyrirtækjum
spyija:
- Eigendur húsnæðis, sem hafa
keypt af byggingafyrirtækjum, hafa
haft samband við DV. Hefur fólk þá
haft spumingar til lögfræðings Hús-
eigendafélagsins varðandi það
hvemig skuli snúa sér, þegar það
telur að byggingafyrirtæki hafi ekki
staðið við gerða samninga. Þetta á
við vegna tímasetningar og ýmsa
framkvæmdaþætti, s.s. frágang á
stigagangi í sameign ofl.
Sumir telja að ýmsum verkþáttum
sé ábótavant og má þar nefna ófull-
nægjandi virkni niðurfalla t.d. á
efstu svölum í fjölbýlishúsi. Finnst
þá viðkomandi að um hönnunargalla
sé að ræða enda hefur leki stafað af
slíku í nokkrum tilfellum.
Svar við þessu er eftirfarandi: Tilfelli
sem þessi eru mjög mismunandi.
Samningar geta verið á marga vegu
og er því erfitt fyrir lögfræðing Hús-
eigendafélagsins að svara þessum
fyrirspurnum á almennum grund-
velli. DV bendir því þeim sem vilja
fá skorið úr um vafaatriði og þeim
sem telja að gengið hafi verið á rétt
sinn - að leita lausna með gerða
samninga til hliðsjónar. Málum sem
þessum getur lögfræðingurinn svar-
að persónulega hafi hann fullnægj-
andi gögn undir höndum.