Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Qupperneq 42
42
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
Sviðsljós
Ritstjórar DV, þeir Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram,
í hressilegum samræðum við Thor Vilhjálmsson rithöfund.
DV-myndir GVA
Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona og Róbert Arnfinnsson leik-
ari, sem fékk verðlaun fyrir hlutverk Max i Heimkomunni
eftir Harold Pinter, ræða við Thor Vilhjálmsson rithöfund.
kartöflusneiöum. Með þessu voru
þrjár mismunandi sósur og djúp-
steiktur grænmetishálmur. Með
matnum var borið fram Gewurz-
traminer hvítvín frá Alsace og
Noval portvín með kafflnu á eft-
ir.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur
ávarpaði einnig boðsgesti og sagði
hann m.a. aö menningárverölaun
DV væru orðin „ávani“. Hann taldi
að þau væru sú viðurkenning sem
listamenn sæktust eftir. í forsal
Þingholts fór vel á með mönnum
fyrir boröhaldið. Var þá boðiö upp
á La Ina sérrí. Gat þar m.a. á að
líta myndir frá Viðeyjarstofu og
málverk eftir Sigurð Örlygs-
son.
Aðalsteinn Ingólfsson, veislustjóri og menningarmálarit-
stjóri DV, og Sveinn Eyjólfsson, stjórnarformaður og útgáfu-
stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, skoða hér marmaragripina sem
veittir voru við afhendingu Menningarverðlauna DV.
Á fimmtudaginn voru Menningar-
verðlaun DV afhent í ellefta skipti.
Athöfnin fór fram í hádegisverðar-
boði í Þingholti á Hótel Holti.' Gest-
ir voru fólk úr dómnefndum, verð-
launahafar, ritstjórar og ýmsir full-
trúar frá DV og fleiri. Veitt voru
sjö verðlaun. Verðlaunagripimir,
fallegar styttur úr marmara, em
gerðir af Erni Þorsteinssyni mynd-
listarlistamanni.
Dómnefndir álitu að eftirfarandi
listamenn hefðu skarað fram úr í
sinni listgrein: Björn Th. Björns-
son, rithöfundur og listfræðingur,
fyrir bókina Minningarmörk í
Hólavallagarði, Rut Ingólfsdóttir
fiðluleikari fyrir tónlistarstarf með
Kammersveit Reykjavíkur, Róbert
Arnfinnsson leikari fyrir hlutverk
Max í Heimkomunni, Siguröur Ör-
lygsson myndlistarmaður fyrir
myndlistarsýningu á Kjarvalsstöð-
um, Viðar Víkingsson kvikmynda-
gerðarmaður fyrir kvikmyndirnar
Tilbury og Guðmund Kamban, Val-
gerður Torfadóttir fatahönnuður
fyrir hsthönnun og verðlaun fyrir
endurbyggingu Viðeyjarkirkju og
Viðeyjarstofu fengu þeir Þorsteinn
Gunnarsson arkitekt og Leifur
Blumenstein byggingafræðingur.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV,
ávarpaði gesti og lýsti hvernig stað-
ið var að matargerð við borðhaldið.
Eins og áður eru farnar ótroðnar
slóðir þegar borinn er fram matur
við afhendingu menningarverð-
launa DV. í kjölfar þess hafa nýir
réttir bæst við matseðil Hótel Holts
og fleiri íslenskra veitingahúsa.
Matarlistamenn hótelsins út-
bjuggu að þessu sinni forrétt sem
var marineraður silungur með
bliniskökum. Aðalrétturinn sam-
anstóð af léttreyktum þorski og
ufsa, ásamt karfa, skreyttum með
Eftir málsverð dreyptu gestir á portvíni með kaffinu. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, skýrði innihald matseðilsins og kynnti þær nýjungar sem
matarlistamenn Hótel Holts höfðu framreitt.
Menningarverðlaun DV:
Matargaldur á upp -
skeruhátíð listanna
Fyrir borðhald var boðið upp á La Iná sérrí. Hér sjást þau Hilmar Karlsson, kvikmynda-
gagnrýnadi DV, Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður, sem fékk verðlaun fyrir kvik-
myndirnar Tilbury og Guðmund Kamban, Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri dómnefndar
um kvikmyndir, og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur sem einnig átti sæti í þeirri dómnefnd.
í forsal Þingholts var málverk eftir Sigurð Örlygsson myndlistarmann (lengst t.v.). Honum
á hægri hönd er Torfi Jónsson hönnuður. Lengst t.v. er Örn Þorsteinsson listamaður sem
hannaði verðlaunagripina.