Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Síða 48
F R ÉTT A S KOTIÐ Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. Eyjamaður í gæsluvarðhald: Kærður fyrir - að nauðga 16 ára stúlku Vestmannaeyingur hefur verið kærður fyrir aö nauðga sextán ára stúlku. Búið er að úrskurða manninn i 14 daga gæsluvarðhald. Hann var fluttur flugleiðis til Reykjavíkur í gær. Verknaðinn á maðurinn aö hafa unnið í heimahúsi í Vestmannaeyj- um á laugardagsmorgun. í húsinu var talsverður fjöldi fólks sem sat þar að drykkju. Stúlkan kærði manninn og hefur lögreglan yfirheyrt stúlk- _J^na og manninn sem kærður var. pá hefur fólk, sem var í íbúðinni, verið yflrheyrt. Rannsókn málsins er ekki lokið. Stúlkan hefur gengist undir læknis- rannsókn vegna málsins. Ekki er enn vitað með vissu hvort maðurinn náði fram vilja sínum eða ekki. -sme Sigluijörður: Enn hætta á snjó- flóðum „Hér er nánast óbreytt ástand. Það er enn snjóflóðahætta fyrir ofan bæ- inn og hafa átta fjölskyldur verið flarri heimilum sínum í þrjá sólar- hringa. Nú hefur hann snúist í norð- austan og því aukast möguleikarnir á snjóflóðahættu inni í Skutulsdal þar sem borholur hitaveitunnar eru. Við höldum fund um málið klukkan ellefu og metum ástandið á ný,“ sagði Þráinn Sigurðsson, bæjartæknifræð- ingur og formaöur almannavarna- nefndar á Siglufirði, í samtali við DV. Sagði Þráinn aö nokkur úrkoma hefði verið síðustu daga sem bætti ekki ástandið. Hefur ein fjölskylda snúið aftur í hús sitt sem mun vera á mörkum hættusvæðisins. -hlh 0tBÍLASr0 ÞRDSTUR 68-50-60 VANIRMENN Rannsókn á Keflavíkurflugvelli: Umfangsmikið smygl a afengi - samspil þriggja hermanna og flögurra íslendinga Fjórir íslendingar og þrír banda- rískir hermenn hafa verið í ströng- um yfirheyrslum hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að hafa í sameiningu smyglað talsverðu magni af áfengi út af Keflavíkurflugvelli. Ekki þótti ástæða til aö óska eftir gæsluvarö- haldi yfir þeim sem grunaðir eru. Bandaríkjamennirnir þrír hafa játað að hafa selt íslendingunum talsvert magn af áfengi. Ekki fékkst gefið upp hvört Islendingarnir hefðu játað aðild sína að málinu. Lögreglan á Keflavíkurflug\'elli fer meö rannsókn málsins. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði að ekki hefði þótt ástæða til að óska gæslu- varðhalds. Lögreglan nýtti sér hins vegar þá heimild að vista menn í sólarhring vegna rannsóknarinn- ar. Lögreglan hraut upp skápa á vinnustað íslendinganna. Þar fannst nokkurt magn af ólöglegu áfengi. Ekki hefur sannast hvort áfengið er í eigu þeirra fjögurra íslendinga sem grunaðir eru eða hvort það er í eigu vinnufélaga þeirra. Lögreglan mætti á vinnu- stað mannanna, en þeir starfa hjá Vamarliðinu, vopnuð stórum töng- um. Klippt var á hengilása til að skoða í skápana. Þorgeir Þorsteinsson segir að rannsókn málsins sé enn í gangi. Sterkur grunur er um að áfengi hafl verið smyglað mánuðum sam- an og að um umtalsvert magn sé að ræða. Heimildir DV herma að rannsóknin teygi anga sína nokkur ár aftur í tíraann. Þorgeir Þor- steinsson vildi ekki staðfesta að svo væri. -sme Hattur bjórdrykkjumanna hefur verið hannaður og eitt eintak búið til, eins og sést á þessari mynd. Hugvitsmaður- inn hefur þarna samtengt tvær bjórtegundir en hætt er við að sannir bjóraðdáendur láti það eiga sig. Vegna fall- hæðarinnar er Ijóst að eftir að bunan er komin af stað verður hún ekki stöðvuð fyrr en dósirnar hafa verið tæmdar. DV-mynd KAE Hafís landfastur við Horn „Hér er landfastur ís eins langt í suðurátt og ég sést,“ sagði Ólafur Jónsson, vitavörður á Hornbjargs- vita, í samtah við DV í morgun. Ólaf- ur sagði að um þriggja kílómetra breitt belti væri af þéttum ís en þar fyrir utan væru stakir jakar. „Þetta hefur verið aö lemjast hér upp að undanfarna daga en vindinn er að lægja mikið núna,“ sagði Ólafur. Búist er við að hafís hafi teppt sigl-' ingaleiöina fyrir Horn. Flutninga- skipin Arnarfell og Hvítanes biöu vestan við Horn og Mánafoss að aust- anverðuímorgun. -Pá Segið svo að Skallagrímur sé ekki framsóknarmaður! Veðrið á morgun: Víða él og hvasst Á morgun verður norðaustan- átt, allhvöss við norðaustur- og austurströndina, en hægari ann- ars staðar. Úrkomulítið eða úr- komulaust veröur sunnan- og suðvestanlands en él í öðrum landshlutum. Blindbylur og ófærð um allt Norðurland Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Norðlendingar fengu sinn skammt af vetrarveðri um helgina, og vel það. Alveg síðan á fóstudagskvöld hefur verið hvassviðri og ofankoma, nær allir vegir ófærir og ekkert flug, t.d. til Akureyrar, síðan á föstudag. Miklir erfiðleikar urðu í umferð- inni á Akureyri og víða sátu bílar fastir í snjósköflum enda sáu öku- menn varla út úr augum fyrir snjó- komunni og skafrenningnum. í morgun var hins vegar búið að opna helstu ökuleiðir strætisvagna en víða í úthverfum voru götur Olfærar eða ófærar. Á Noröurlandi var skóla- haldi víða aflýst í morgun. Kolbeinn Gíslason, starfsmaður Flugleiöa á Akureyrarvelli, sagði í morgun að á Akureyri biðu 340 manns eftir flugi, en útlit með flugveður væri slæmt samkvæmt veðurspá. „Það verður fjör hérna á miðvikudaginn þegar þetta fer í gang,“ sagði Kolbeinn. Hæstiréttur úrskurðar um hver á Kók Hæstiréttur hefur fellt dóm í deilu- máli erflngja að Vífilfelli hf. Tveir erfmgjanna vildu fá erfðaskrá eins erfingjans fellda úr gildi. Ein dóttir Björns heitins Ólafssonar arfleiddi bróður sinn, Pétur Björnsson, að sín- um eignarhluta. Þessu vildu aðrir erfingjar ekki una.' Dregið var í efa að konan hefði verið sér meðvituð um afleiðingar gerðar sinnar. Áður hafði skiptaréttur í Reykjavík dæmt í þessu sama máli. Þar var erföaskráin staðfest. Sama niður- staða fékkst í Hæstarétti. Einn dóm- aranna, Guðrún Erlendsdóttir, skil- aði sér atkvæði. Hún vildi að erfða- skráin yröi felld úr gildi. í þessu máli er tekist á um verulega hagsmuni. Björn Ólafsson átti mikl- ar eignir er hann féll frá. -sme BjórbíU veðurtepptur: ísfirðingar án bjórs 1. mars? „Við Vestfirðingar virðumst vera þriðja flokks þjóðfélagsþegnar. Ég er að heyra að óvíst sé hvort Stein- grímsfjarðarheiðin verður opnuð á morgun eða þriðjudag. Vegagerðin ber fyrir sig tækjaskort. Það er allt á eina bókina lært. Ég fór frá Reykja- vík á fóstudag og kom hingað til Hólmavíkur á fóstudagskvöld. En það er sem sagt óvíst hvenær ég fer héðan,“ sagði Jóhann Snæfeld bíl- stjóri í samtali við DV í gær. Jóhann, sem á vöruflutningafyrir- tækið Eldingu á ísafirði, er með um 10 þúsund lítra af bjór á bíl sínum. Hann sagöist reikna með að margir væru spenntir að vita hvort hann kæmist með bjórinn til ísafjarðar fyrir miðvikudag - það er 1. mars. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.