Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
Fréttir
Fjörugur en vandræðalaus 1. mars:
Ölið rann í stríðum
straumum fram á nótt
„Meira, meira, meira...“ æpti
mannskapurinn á Gauki á Stöng rétt
fyrir klukkan eitt í nótt. Meiri mús-
ík, meira öl. Þar hafði verið stans-
laust stuð á mannskapnum frá því
fyrr um kvöldiö og undir lokin virt-
ist ekkert lát á fjörinu. Ölið rann í
stríðum straumum - úr krönum
krárinnar og niður um kok gestanna.
Ekki bar á öðru en að þessi fyrrum
forboðni og umdeOdi drykkur legðist
vel í fólk. Það var nánast enginn
áberandi ölvaður en það fór um leið
ekki á milh mála að eitthvaö sterkara
en Gvendabrunnavatn var haft um
hönd. Við undirleik Bítlavinafélags-
ins dansaði mannskapurinn uppi á
borðum og létu eigendur staðarins
sitt ekki eftir bggja í þeim efnum.
Það er ekki keypt dýrara en það var
selt, en blaðamaður þóttist heyra að
á Gauknum hefðu selst um 500 lítrar
af öh á fyrsta bjórdegi síðan 1912.
En það var fjör á fleiri stöðum. í
Ölveri lék írska þjóðlagahljómsveitin
The Dubliners við góðar undirtektir
gesta sem fylltu hvert hom staðar-
ins. í Ölkjallaranum var vel setinn
bekkurinn og sama var aö segja um
Kringlukrána. Það var haldið veg-
lega upp á 1. mars. En hvað sögðu
veitingamenn?
Tóku bjórnum vel
Það var samdóma áht þeirra að
fólk tæki bjórnum mjög pent. Þeir
gátu engan veginn metið hve mikið
þeir höfðu selt eða hvernig þessi
fyrsti bjórdagur í 76 ár hafði gengið.
Þeir veitingamenn sem DV ræddi viö
undir miðnætti voru alhr kúgupp-
gefnir eftir undirbúning B-dagsins
og viðburði þessa dags.
Krárgestirnir viðhöfðu hástemmd
lýsingarorð eins og „dásamlegt“,
„yndislegt" og fleira í þeim dúr. Þótti
þeim öhð gott og af svörum barþjóna
mátti ráða að í hæsta lagi einn til
tveir sterkir drykkir hefðu verið af-
greiddir á klukkutíma.
Stóðu í spreng
Hvað gestina áhrærir bar ýmislegt
skondið á góma. Þannig sögðust ung-
ar stúlkur í Ölkjaharanum ætla að
stunda eróbikk af tvöfóldum krafti
th að hafa í við kaloríumagn „þess
gula“. Yrði að varast aö fylla ekki
of vel út í buxnastrenginn. Kynsyst-
ur þeirra á Gauknum stóðu nokkrar
í spreng fyrir utan salemin og kvört-
uðu undan því að veitingahúsin
skyldu ekki vera hönnuð með öl í
huga.
AUt virtist þó enda vel á þessum
fyrsta bjórdegi í 76 ár. Því tU stað-
festingar má nefna að lögregla sagði
þennan dag ekki erilsamari en venju-
legan miðvikudag. Hvernig ölið mun
reynast um helgina og í framtíðinni
er aftur á móti spurning sem enginn
þorði að svara.
-hlh
Menn hafa oft verið hástemmdir á Gauki á Stöng og þar mikið fjör en í gærkvöldi voru menn hátt uppi i bókstaf-
legri merkingu. Létti ölið lund manna svo mikið að þeir réöu sér ekki og hófu villtan dans uppi á borðum. Var
barborðinu ekki hlíft í þessum ósköpum þar sem Bítlavinafélagið sá um tónlistina. DV-mynd KAE
Jöf n og mikil sala úti á landi
„Það hefur verið mjög jöfn sala í
bjómum í dag og ekki myndast nein-
ir álagspunktar eins og við héldum
að myndi gerast,“ sagði verslunar-
sfjóri ÁTVR á Neskaupstað í samtali
viðDV.
Viöbrögð annarra verslunarstjóra
víðs vegar á landinu vom á sama veg
þegar DV hringdi á útsölustaði
ÁTVR undir lokun í gær.
Hvað einstakar bjórtegundir varð-
ar var mikil sala í Egjls Gulh og Löw-
enbrau en engin ein tegund skar sig
alveg úr í sölu. Víðast hvar töldu
verslunarstjórar sig hafa nægan bjór
til helgarsölunnar.
-hlh
Bjórsalan 1. mars:
Um 135 þúsund
lítrar af bjór seldust
Ahs seldust um 135 þúsund lítrar
af bjór frá ÁTVR í gær, fyrsta bjór-
daginn í 76 ár. Þar af voru um 110
þúsund lítrar á dósum, 13 þúsund
lítrar á flöskum og svipað á kútum.
Á Reykjavíkursvæðinu seldust um
170 þúsund dósir af bjór eða um 60
þúsund htrar.
íslendingar, 20 ára og eldri, eru tæp
170 þúsund sem gerir um 1,3 htra af
bjór á mann.
í Reykjavík skiptist salan nokkuð
jafnt á áfengisútsölurnar. í Kringl-
unni seldust um 46 þúsund dósir,
Lindinni 38 þúsund, Snorrabraut 38
þúsund og Mjódd 28 þúsund. Óvíst
er hve mikið seldist á Stuðlahálsi en
mun vera svipað magn og í hinum
útsölunum.
Mem\ fóru sér hægt þegar meta
átti vinsælasta bjórinn þar sem tak-
markað magn var af sumum erlendu
tegundunum og ekkert af einni
þeirra. í fljótu bragði virðist mest
hafa selst af Löwenbrau og Eghs
Gulh. -hlh
Bjórsmyglið:
Áframhaldandi
gæsluvarðhald
Maður sá sem nú hefur verið í
gæsluvaröhaldi í hálfan mánuö var
í gær úrskurðaður th að vera í gæslu-
varðhaldi í tvær vikur til viðbótar.
Rannsóknarlögreglan óskaði eftir
þriggja vikna framlengingu. Saka-
dómur féhst ekki á þá kröfu og úr-
skurðaði manninn í tveggja vikna
varðhald.
Maðurinn hefur neitað öhum sak-
argiftum. Hann er grunaður um að
hafa keypt 1100 kassa af bjór í Belgíu
og flutt með Laxfossi til Reykjavíkur.
Skipið kom með bjórinn 17. janúar.
Maðurinn er yfirmaður á skipum
Eimskipafélagsins.
-sme
Valt í Laxá
Bíh valt í Laxá í Leirársveit um var fluttur á Sjúkrahúsið á Akra-
klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Far- nesi. Bílhnn er taisvert skemmdur.
þegi sem var í bílnum slasaðist og -Sme
Akureyri:
Seldu 2000 kassa
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við vissum varla á hveiju við átt-
um von en ég held að enginn hafi
reiknað með svona mikhli bjórsölu,"
sagði Haukur Torfason, útsölustjóri
ÁTVR á Akureyri, í samtali við DV
í gærkvöldi.
„Menn voru famir að bíða hér á
planinu fyrir utan hálftíma áður en
við opnuöum og það má segja að
stanslaus straumur hafi verið hingaö
ahan daginn. Áður en yfir lauk höfð-
um við selt um 44 þúsund dósir af
bjór en það samsvarar tæplega 2000
kössum. Þar fyrir utan eru svo sölur
til veitingahúsanna og póstkröfuaf-
greiðslur.“
Haukur sagði að áberandi mest
hefði selst af Löwenbrau bjór og ahs
seldust um 38 þúsund dósir af bjór
framleiddum hjá Sana en um 6 þús-
und af Egils bjór.
DV leit inn á veitingastöðum á
Akureyri í gærkvöldi. Þar var rólegt
þegar á heildina er litið þótt nokkrir
væru aö fá sér bjór. Þetta kemur
heim og saman við upplýsingar lög-
reglu í morgun sem sagði að rólegt
hefði verið í miðbænum og enginn
var tekinn ölvaður við akstur þrátt
fyrir nokkuð stíft eftirlit.