Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Síða 5
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
5
Fréttir
Fari verðskriða af stað
verða kröfur harðari
- segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins
„Það er alveg ljóst að ef ríkisstjórn-
in leyfir verðhækkunarskriðunni að
fara af stað, verða kröfur verkalýðs-
hrqyfmgarinnar aðrar og harðari en
menn hafa verið með í huga til
þessa,“ sagði Guömundur J. Guð-
mundsson, formaður Verkamanna-
sambandsins, í samtali við DV.
„Það hefur verið rætt um að krefj-
ast þess að ná kaupmætti upp í það
sem hann var að geröum síöustu
kjarasamningum. Efverðhækkunar-
skriðan fær að fara af stað nú, þá
liggur í augum uppi að þessi aðal-
krafa kpstar margfalt fleiri krónur,“
sagöi Örn Friðriksson, varaforseti
Alþýðusambandsins, í samtali við
DV.
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði að til stæði að fara í viðræður
við ríkisstjórnina þegar hún mætir
aftur til leiks eftir Norðurlandaráðs-
þing í næstu viku. Það væri aftur á
móti ljóst að félagsmálapakkalausn
ein dugi ekki til, ef verðhækkunar-
skriðan fer af stað. Þá verður farið
fram á umtalsverðar kauphækkanir.
Hann sagði að jafnvel þótt hljóðið í
mönnum úti á landi væri í daufara
lagi um þessar mundir myndu menn
ekki láta verðhækkanir nú yfir sig
ganga. -S.dór
Fiskverö á íslandi:
Fimm mismunandi
verð eru í gangi
- frá 38 krónum og upp í 70 krónur fyrir kíló af þorski
Fjölmiðlar hafa skýrt frá miklum
átökum innan yfirnefndar Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins að undan-
förnu. Þar hafa menn verið að karpa
um lægsta fiskverð sem greitt er í
landinu, enda er verðlagsráðsverð
lágmarksverð hverju sinni. Þar sem
um það bil 80 prósent af fiskiskipa-
flotanum er í eigu fiskvinnslunnar,
skiptir fiskverð mestu máh fyrir sjó-
menn, en það ásamt aflamagni
hveiju sinni ákvarðar laun sjó-
manna. Ljóst er að á íslandi eru nú
í gangi fimm mismunandi fiskverð
og laun sjómanna því misjöfn, þótt
þeir stundi sams konar veiðar með
sams konar veiðarfæri.
Þaö verð sem hér verður nefnt er
verð fyrir þorsk. Hæsta fiskverð sem
er í gangi er það verð sem skip fá sem
sigla með afla. í fyrra var meöalverð
fyrir þorsk á Bretlandsmarkaði hjá
skipum sem sigldu með aflann 70,51
króna fyrir kílóið. Meðalverð fyrir
þorsk fluttan út í gámum til Bret-
lands var 68,23 krónur fyrir kílóiö.
Þá er eftir að draga allan kostnað frá.
Meðalverð fyrir þorsk á Fiskmark-
aðnum hf. í Hafnarfirði árið 1988 var
41,07 krónur fyrir kílóið. Eftir hækk-
un Verðlagsráðs á dögunum er verð
fyrir þorsk þar sem 50 fiskar fara í
100 kíló 32,78 krónur fyrir kílóið.
Fyrir 20 fiska í 100 kílóin eða færri
eru greiddar 44,00 krónur og er það
hæsta Verðlagsráðsverðið. Meðal-
verðið þarna á milli er því 38,39 krón-
ur fyrir kílóið. Aftur á móti má segja
að 32,78 krónur sé nærri lagi miðað
við stærð þess þorsks sem landað er
hér á landi. Loks er svo að geta yfir-
borgana. Samkvæmt því er DV
kemst næst eru yfirborganir um það
bil 10 prósent að meðaltali ofan á
Verðlagsráðsverð.
Meðal skiptaverömæti fiskafla á
minni togurunum í fyrra var 24,19
krónur á kíló. Á stærri togurunum
var skiptaverðmætið 24,73 krónur á
kíló. Á frystítogurunum var það 45,35
krónur. Hér er átt við allan afla.
-S.dór
Fiskeldisstöðvar of margar á Suðumesjum?
Vatnsskortur
er að verða
vandamál
- segir bæjarstjóri Keflavikur
„Þaö getur vel farið svo aö viö
verðura að takmarka fjölda fiskeld-
isstööva hér á Suðuraesjum í fram-
tíðinni. Fiskeldisstöðvarnar taka
geysilegt vatnsmagn og það getur
farið svo að vatnsskortui' fari að
hijá okkur,“ sagði Guöfinnur Sig-
urvinsson, bæjarstjóri í Kefiavík,
en menn á Suðurnesjura eru mjög
uggandi um það að hinn miklifjöldi
fiskeldisstööva á Reykjanesskag-
anum eigi eftir að hafa áhrif á vatn-
stöku þar. Hætta er á því ef of mik-
ið af grunnvatni er tekið fari sjór
að leita inn undir landiö og í vatns-
bóiin. Sagði Guðfinnur aö hugsan-
iega gæti verið lausn í því fólgin
að láta stöðvarnar nota raeiri sjó
en nú er. Það gæti hins vegar haft
margvisleg áhrif á fiskeldið sjálft.
Ætlunin er að stofna vatnsvemd-
arfélag á Suðurnesjum en ekki hef-
ur enn verið gengið frá reglugerð
fyrir félagið. Þá hafa einnig margir
lýst yfir áhyggjum sínum vegna
sorpstöðva í Hafnarfjarðarhraun-
inu en þar er af mörgum talið eitt
besta vatnstökusvæði landsins.
-SMJ
%
60
40
20
Samanburður á fréttum
i
>
' '
— JL
Stöð 2 \
Ríkisútvarpið| —t—L—
Des. Mars Júli
87 87 87
DVJRJ
Okt. Mars
87 88
Maí
88
Okt.
88
Des.
88
Feb.
89
Þetta línurit sýnir að ákveðið jafnvægi er að komast á horfun og hlustun
hjá Ijósvakamiðlunum. Fréttir ríkissjónvarpsins og ríkisútvarpsins hafa ver-
ið á niðurleið en Stöð 2 á uppleið. Nú virðist jafnvægi hafa tekið við.
Sjónvarps- og útvarpskönnun:
Rikissjónvarpið
bætir stöðu sína
Fleiri stilltu einhvern tímann á
Ríkissjónvarpið nú í febrúarkönnun
Félagsvísindastofnunar Háskólans
en þegar samsvarandi könnun var
gerð í desember. Stöð 2 stóð hins
vegar að mestu í stað.
Könnunin nú var gerð 19. og 20.
febrúar og var úrtakið tekið úr þjóð-
skrá og náði þaö til landsins alls. 730
manns svöruðu sem er 78,9%.
Á svæði beggja stöðva horfðu nú
um 40 til 45% á fréttir í Ríkissjón-
varpinu en 30 til 34% á Stöð 2. Áhorf-
endur einstakra dagskrárhða eru
misjafnlega margir. Á svæði beggja
stöðva horfðu flestir á Matlock (39%)
hjá RÚV, en næstflestir horfðu á
Derrick (36%).
Þegar útvarpsstöövarnar eru skoð-
aðar sést að 38% stilltu einhvern tím-
ann á landinu öhu á móti 37% á sam-
anburðarsvæðinu. Á rás 2 stilltu 28%
af landinu öllu en 21% af saman-
burðarsvæðinu. Á Bylgjuna stilltu
22% af landinu öllu en 26% af saman-
burðarsvæðinu. Á Stjörnuna stilltu
11% af landinu öllu en 13% af saman-
burðarsvæðinu.
Á landinu öhu hlustuðu um 37% á
hádegisfréttir og 31-35% á kvöld-
fréttir ríkisútvarpsins en það eru
þeir liðir á útvarpsstöðvunum sem
langmesta hlustun fá.
-SMJ
Rostungur lónar
á Tálknafirði
Kristjana Andxésdóttir, DV, Táflaiafiröi:
Stórefiis rostungur lónar nú á
Tálknafirði. í gærmorgun lá
hann á ísnum rétt innan við bæ-
inn Gileyri. Að sögn þeirra sem
sáu hann er þetta geysilega stór
skepna og tennumar 20-25 sentí-
metra langar.
Styggð kom að honum þegar
menn komu í íjöruna og hefur
hann síðan sést stinga upp
hausnum hér á firðinum. ísskæni
er á firðinum og þvi erfitt að átta
sig á hvar rostungurhm er.
Mjög sjaldgæft er að rostungar
sjáist hér við land og telja menn
að hann hafi komið á ís frá Græn-
landi.
Ungfrú Norðurland
kjörin i Sjalianum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ungfrú Norðurland 1989“
verður kjörin í Sjallanum á Ak-
ureyri í kvöld, en 6 stúlkur taka
þátt í keppninni að þessu sinni.
Hin eiginlega dagskrá hefst á
því að stúlkumar koma fram á
baðfótum. Að þvi loknu tekur við
tiskusýning frá Fan Unique,
stúlkuraar koma síðan fram í
samkvæmiskjólum og fleira
verður til skemmtunar áður en
úrshtin verða tilkynnt um miö-
nætti. Valin verður besta Ijós-
myndafyrirsætan, stúlkurnar
velja vinsælustu stúlkuna úr sín-
um hópi og loks verður tilkynnt
hver þeirra hreppir titilinn
„Ungfrú Norðurland“ og veröur
fulltrúi Norðurlands í keppninni
um titihnn „Ungfrú ísland" sem
fram fer í Reykjavík.
í dómnefnd keppninnar á Akur-
eyri eru Ólafur Laufdal veitinga-
maöur, Sigtryggur Sigtryggsson
fréttastjóri, Erla Haraldsdóttir
danskennari, Guðrún Jóhannes-
dóttir verslunarmaður og Karl
Davíðsson gleraugnasmiður.
Atta af 600
atvinmilausir
Regina Thorarensen, DV, SeKoasú
I Verkalýðsféláginu Þór hér í
Ámessýslu, sem hefur skrifstof-
ur á Selfossi, eru skráðir félags-
menn um 600. Af þeim eru átta á
atvinnuleysisskrá og er þaö held-
ur meira en veriö hefur undan-
farin ár á sama tíma aö sögn
Hafsteins Stefánssonar, skrif-
stofustjóra félagsins.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNAFiVERÐ
VERÐTRYGGÐFIA
SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓEJS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1985-2. fl.A 10.03.89-10.09.89 kr. 239,94
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, febrúar 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS