Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Neyzlusauðir nenna ekki
Ef fylgst er meö fólki 1 kjörbúðum, er auðvelt að kom-
ast að raun um, að fáir hugsa eins og hagsýnir neytend-
ur. Fíestir þrífa hluti úr hillunum án þess að líta á verð-
ið. Og margur er óþarfmn í körfunum, þegar komið er
að kassanum. Það er eins og peningar skipti engu máli.
íslendingar eru of ríkir og of eyðslusamir. Allur þorri
manna leyfir sér það, sem honum dettur í hug. Einka-
neyzlan er of mikil, enda eru launin of hátt hlutfall af
veltu þjóðarbúsins. Ef svo væri ekki, mundu neytendur
hklega gera meira af að velta hverri krónu fyrir sér.
Sameiginlegt átak neytenda er næstum óþekkt fyrir-
bæri hér á landi. Fyrir mörgum árum reyndi félag bif-
reiðaeigenda að mótmæla benzínhækkun með því að fá
íbúa Reykjavíkursvæðisins til að fara einn dag í strætis-
vagni í vinnuna. Þessi aðgerð mistókst gersamlega.
Ef nautakjöt hækkar um nokkur sent í Bandaríkjun-
um, setja þarlend samtök neytenda allt í gang. Svo al-
menn er þátttaka almennings í að neita sér um nauta-
kjöt í þrjár vikur eða lengur, að bráðlega er kjötverðið
komið niður fyrir það, sem það var fyrir hækkun.
í Bandaríkjunum hugsa neytendur eins og sjálfstæðir
borgarar, sem neita að láta bjóða sér hvað sem er. Hér
eru neytendur hkari þegnum en borgurum og haga sér
raunar eins og sauðir. íslendingar taka bara upp plast-
kortið og borga nýja verðið, hvert sem það er.
Nú hyggjast Neytendasamtökin kanna, hvort unnt
sé að fá íslenzka neytendur til að haga sér eins og alvöru-
borgarar og neita sér um stundarþægindi í þágu varan-
legra langtímahagsmuna sinna sem neytendur. Verður
það að kallast töluverð bjartsýni samtakanna.
Tilefnið er ærið. Landbúnaðarskrímslið hefur að
undanfórnu verið að smíða svipaða einokun í kjúkling-
um og kartöflum og hefðbundin er orðin í afurðum kúa
og kinda. Þegar hefur tekizt að hækka kjúklinga og
kartöflur margfalt meira en verðbólgu á stuttum tíma.
Auðvitað ættu neytendur fyrir nokkru að hafa risið
upp sem einn maður gegn þessum aðgerðum. Raunar
ættu þeir ekki að hafa þurft neytendasamtök til að segja
sér, að nú er rétti tíminn til að neita sér um kjúklinga
og kartöflur í nokkurn tíma, til dæmis eitt ár.
En gallinn er bara sá, að íslenzkir neytendur hafa
hingað til ekki hugsað svona. Sem dæmi um eymd og
auðnuleysi þeirra má nefna sjálft landbúnaðarskrímsl-
ið. Áratugum saman hafa neytendur látið það bjóða sér
einokun á afurðum kinda og kúa, - kjöti og mjólk.
Neytendur hafa látið skrímslið telja sér trú um, að
þeir hafi hag af, að þjóðin sé sjálfri sér nóg í fram-
leiðslu þessara afmörkuðu tegunda matvæla. Menn láta
tyggja ofan í sig khsjuna um, að þetta sé öryggisatriði.
Sennilega sem öryggi í þriðju heimsstyrjöldinni!
Ef aðflutningar teppast til landsins, er meiri en nógur
matur til, bæði fiskur í geymslum fiskvinnslustöðva og
pakkavara í geymslum heildverslana. Dilkakjöt og
mjólk hafa afar afmarkað gildi við slíkar aðstæður. En
neytendur nenna ekki að hugsa öryggisklisjuna til enda.
Ef neytendur hugsuðu á hagsýnan hátt og Neytenda-
samtökin höguðu sér í samræmi við það, væri þeim
ljóst, að hátt verð á kartöflum og kjúkhngum er barna-
leikur í samanburði við verð á afurðum kinda og kúa.
Þar mundi verzlunarfrelsi jafngilda lífskjarabyltingu.
En íslendingar eru á of háu kaupi og hafa það of gott,
- neyzlusauðir, sem nenna ekki að taka til hendinni við
að reka landbúnaðarskrímshð alveg af höndum sér.
Jónas Kristjánsson
„Tilhugsunin um herflugvöll I þessu umhverfi er ekki aðeins ógeðfelld, hún er skelfileg", segir greinarhöf.
Frá Laxá í Aðaldal.
Nei vlð nýjum
NATÓ-velli
Umræðan um svokallaðan vara-
flugvöll rís hátt þessa dagana. Sem
oft endranær er það Mammon, sem
ruglar menn í ríminu og gerir að
nytsömum sakleysingjum. Afstað-
an skiptir mönnum í fylkingar
(kannski var það líka upphaflega
markmiðið) þeirra, sem trúa því,
að vopnin tryggi friðinn, og hinna,
sem eru andvígir auknum hemað-
arlegum umsvifum hér á landi, og
gildir þá einu þótt reynt sé að klæða
slík umsvif í grímubúning.
Tölum hreint út
Það er nánast hlálegt, og nær
væri þó að segja grátlegt, þegar
reynt er að halda því fram að vara-
flugvöllur, kostaður af Mann-
virkjasjóði Atlantshafsbandalags-
ins, yrði ekki hernaðarmannvirki.
Hvers vegna ættu ráðamenn slíks
sjóðs að vilja opna hirslur sínar,
ef þeir litu ekki á framkvæmdina
sem lið í hemaðamppbyggingu?
Það er bamaskapur að halda ann-
að.
Hlutina ber að kalla réttum nöfn-
um. Það er verið að reyna að tosa
áfram því brennandi áhugamáli
bandaríska hersins og hershöfð-
ingjanna í Atlantshafsbandalag-
inu, að hér verði hægt að reka
hernað ef á þarf að halda, ekki að-
eins frá suðvesturhomi landsins,
heldur einnig frá norðausturhorn-
inu.
Boltinn kom frá Baker
Núverandi utanríkisráðherra
virðist vera áhugamaður um málið,
og ekki hefur áhuginn dofnað eftir
fundinn með hr. Baker hinum
bandaríska í flugstöðinni nýlega.
Þangað snaraðist ráðherrann, svo
að Baker þyrfti ekki að eyða allt
of löngum tíma á íslenskri gmndu,
og af fréttum má ráða að vel fór á
með þeim svo og ýmsum úr fylgd-
arliði þeirra.
Nú vill utanríkisráðherra láta
gera svokallaða forkönnun á gerð
varaflugvallar, áhugasamur sem
aldrei fyrr eftir þennan fund, og
segist ekki þurfa að spyrja annan
en sjálfan sig um heimild til þess.
Þá skoðun styðja áhugamenn um
„Varið land“ í Sjálfstæöisflokki,
Borgaraflokki og Alþýðuflokki og
hvetja utanríkisráðherra til dáða,
halda opna fundi um málið og efna
til umræðna á Alþingi.
Tilgangurinn aðeins einn
Reynt er að breiða yfir augljósan
tilgang á svipaðan hátt og ratsjár-
stöðvunum var þröngvað upp á
þjóðina undir því yfirskini, að ör-
KjáUarinn
Kristín Halldórsdóttir
þingkona Kvennalistans
yggi íslenskra sjómanna væri í
veði. Nú á að telja mönnum trú um,
að öryggi íslenskra flugfarþega og
gott ef ekki í öllu Atlantshafsflug-
inu sé í veði.
Löngu er búið að upplýsa, að í
raun er ekki illa fyrir örygginu séð
og tiltölulega lítið mál að tryggja
það enn betur með endurbótum á
völlum, sem fyrir eru í rekstri.
Ekki hin minnsta þörf er fyrir
varaflugvöll af þeirri gerð, sem
menn vilja nú „forkanna", nema
til þess eins að þjóna hernaðarlegu
hlutverki á striðstímum.
Er mönnum alvara að vilja kalla
slíkt yfir okkur?
Þetta er aðeins forkönnun, segja
menn. Er ekki allt í lagi að gera
svona forkönnun? Slíkri könnun
fylgja engar skuldbindingar.
Svarið er nei. Það er ekki- í lagi
vegna þess að forkönnun er fyrsta
skrefið og fyrsta skrefið skal láta
óstigið, nema menn geti hugsað sér
að halda áfram. Svo einfalt er þaö.
Óbætanlegt umhverfisslys
Einn er sá þáttur, sem að mestu
hefur orðið útundan í allri þessari
umræðu, og það eru umhverfis-
sjónarmiðin. Sá staður sem málið
snýst einkum um er Aðaldalsflug-
völlur. Menn eru sem sagt að bolla-
leggja um flugvöll til hemaðamota,
3.000x60 m að stærð, á bökkum
einnar fegurstu ár landsins og þótt
víðar væri leitað.
Tilhugsunin um herflugvöll í
þessu umhverfi er ekki aðeins
ógeðfelld, hún er skelfileg. Það
væri óbætanlegt umhverfisslys ef
hemaðarbrölti yrði beint á þessar
slóðir.
Slík fullyrðing er ekki út í bláinn,
enda studd fréttum af viðbrögðum
þar norður frá. T.d. ályktaði stjórn
Félags landeigenda við Laxá í Aðal-
dal og Mývatn á fundi nýlega þar
sem fyrirætlunum um varaflugvöll
í Aðaldal á vegum Atlantshafs-
bandalagsins var mótmælt harð-
lega. í ályktuninni var bent á, að
þessi framkvæmd ógnaði tvímæla-
laust lífríki árinnar og umhverfi
hennar, t.d. Skjálfandaflóa, og síð-
an segir orðrétt:
„Olíubirgðastöð er ein sér nægi-
leg ástæða auk slysahættu og
margvíslegra náttúruspjalla. Laxá
og bakkar hennar eru verndaö
svæði samkvæmt lögum frá 1974.
Landeigendafélag Laxár og Mý-
vatns mun hér eftir sem hingað til
standa vörð um þetta svæði. Því
skorum við á ráðamenn þjóðarinn-
ar að taka þegar af allan vafa um
að hér verði flugvöllur sem þessi
ekki byggður."
Víti til varnaðar
Ef til vill hvarflar aö einhverjum
að flugvöllur af þessu tagi gæti
leyst hluta þess vanda, sem við er
að fást í atvinnumálum í nálægum
byggðarlögum. Reynslan á Suður-
nesjum ætti þó að vera nægUegt
víti til vamaðar, þar sem nálægðin
við „Völlinn" hefur grafið undan
sjávarútveginum og verið hindrun
í vegi fyrir eðUlegri upbyggingu í
atvinmúifinu. Það er staðreynd,
sem ekki veröur á móti mælt, og
heUög forsjónin forði Þingeyingum
frá sUkum hremmingum.
FuUyrða má, að sú umræða, sem
nú ber svo hátt í þjóðfélaginu og
er tilefni þessarar greinar, hljómar
ekki sem nein þjóðvísa í eyrum
flestra þeirra, sem búa á þessum
slóðum, heldur sem argasta
gaddavírsrokk.
Kristín Halldórsdóttir
„Nú á að telja mönnum trú um að ör-
yggi íslenskra flugfarþega og gott ef
ekki 1 öflu Atlantshafsfluginu sé í veði.“